Alþýðublaðið - 26.08.1961, Side 13

Alþýðublaðið - 26.08.1961, Side 13
 Alþýðublaðið — 26. ágúst 1961 ER ÉG hafði lokið útsend- ingu minni um eittleytið um nóttina, ráku verðirnir mig nið ur í loftvarnabyrgið. Ég reyndi að lesa hina ágætu bók Four hundred million customers eftir Carl Crow, en tjósið var dauft og ég varð að hætta. Mér hundleiddist. Loks stakk Lord Haw-Haw upp á því, að við stælumst út. Við leiddust fram hjá vörðunum og fundum afskekkt jarðgöng, þar sem við settumst og fengum okkur brennivínstár, sem ,.Lady“ Haw-Haw hafði meðferðis Haw-Haw er duglegur drykkju maður, og gleymi maður því stundarkorn, að hann er föður landssvikari, þá er hann skemmtilegur og jafnvel vel gefinn maður. Þegar búið var úr flöskunni hefðum við get að farið í byrgið aftur. Havv- Haw vissi um leynisti’ga og við fórum upp í herbergi hans Hann dró tjöldin frá gluggunum og við horfðum á eldglæringarnar. í suðri lýstu skotin úr ioftvarnabyssunum upp himininn. Við sátum þarna í myrkrinu og ég ræddi lengi við þennan mann. Haw-Haw, sem heitir réttu nafni William Joyce, en gengur í Þýzkalandi undir nafninu Frölich (hinn káti) neitar eindregið að hann sé föðurlandssvikari. Hann segist hafa gerzt þýzkur ríkisborgari og hann sé engu meiri svikari en þeir Englendingar og Banda ríkjamenn, sem gerzt hafi ríkis borgarar í Sovétríkjunum eða þeir Þjóðverjar, sem fluttust tii Bandaríkjanna eftir 1848. Ég get ekki fallizf á þessa rök- semdafærslu, en hann er á- nægður með hana. Hann talar stöðugt um ,okkur‘, og ég ,Spyr hann við hvað hann eigi. ,,Okkur Þjóðverja, auðvit- að“, svarar hann Hann er þrekinn og hávax- inn, það er glampi í írskum augum hans, og andlit hans er .örum sett, — ekki þó eftir ein .vígi í þýzkum háskólum, held ur Fasistaóeirðir í enskuni borg 'um. Hann talar góða þýzku. Ég held, að það sé tvennt, sem hefur komið honum til að taka að sér núverandi stöðu: Hann hatar Gyðinga ofsaLega og ekki síður kapitalista. Þessi tvö hatursefni hafa verið und irstaða alls, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á full orðinsárum Hefði Gyðingahat ur hans ekki komið til, þá hefði hann alveg eins getað orðið áróðursmaður kommún- ista. Svo furðulegt, sem það kann að virðast, þá telur hann nazismann öreigahreyfingu, sem eigi eftir að frelsa heim inn úr fjötrum „auðkýfinga kapitalismans“. Hann lítur á sjálfan sig fyrst og fremst sem frelsara vinnuséttanna. Samstarfsmaður Haw-Háw (við útvarpssendingarnar) heitir Jack Trevor, enskur leikari, og hann flytur hinn andbrezka áróður Göbbels án þess að hafa nokkurn áhuga á öreigunum Hann hatar bara WILLIAM L. SHIRER er, einn frægasti blaðamaður, banda- rískur, á vorum tímum. Hann var um árabil fréttaritari fyrir bandarísk blöð og útvarp í Evrópu, og fylgd'ist með öllum helztu v'iðburðum, sem leiddu t>l heimsstyrjaldaránn- ar síðari. Shirer var í Þýzkalandi fram í desember 1940, eða lengur en allir aðrir fréttamenn Vesturlanda. Eftirfarandi kafli úr hinni frægu bók hans, sem hann kynntist í sam- nokkrum föðurlandssvikurum, sem hann kynntist í sam- bandi við starf sitt, sem stjórnandi útvarpssendinga til bandarískra útvarpsstöðva. Kafl'inn cr úr dagbókinni, 26. september, 1940. tWHWWWWWWWWWWWWW Gyðinga, það er einasta ástríða hans. í fyrravetur sást hann oft úti í götunni fyrir framan útvarpsstöðina, og var hann manninn hver nauðsyn bæri að ræða um það við SS-varð til að útrýma öllum Gyðing- um. Varðmaðurinn, sem senni- lega var enginn vinur Gyð- inga, hugsaði þó meira um hvenær hann yrði leystur af verði í 'hríð og kulda, sagði bara „já, já, já,“ og hefur á- reiðanlega hugsað með sér, hve Englendingar væru kolvitlaus ir frelsa heiminn", dæmir sig sjálfur. Rit Haw-Haw eru blending ur af brjálæðishjali nazista um England, og augljósum sannindum um allt það, sem verst fer þar í landi. Haw-Haw er mjög nefmælt ur og: fyrst í stað var hún tal- in óhæf til þess að nota í út- varpssendingum. Þýzkur út varpssérfræðingur, sem dvalið hafði í Englandi fyrir stríð, sá möguleika hennar og gerð var tilraun. í útvarpinu hljómar rödd þessa harðhenta og örum setta unga fasistaslagsmála- Haw-Haw fæddist í New York árið 1906 af írskum for eldrum sem höfðu að því er hann segir „tapað öllum pen ingum sínum í heimalandi sínu, vegna tryggðar sinnar við brezku krúnuna“ Hann lagði stund á bókmenntir, sögu og sálarfræði við Lundúnahá- skóla og 1923, sama árið og Hitler gerði hið misheppnaða Miinchen-putsch, gekk hann í flokk brezkra fasista. Hann kvaðst hafa unnið fyrir sér sem stundakennari. 1933 gerð ist hann meðlimur í fasista- flokki Sir Oswald Mosley og varð einn af helztu ræðumönn um flokksins og rithöfundur. Um þriggja ára skeið var hann áróðursstjóri Mosleys Hann kveðst hafa gengið úr flokkn um 1937“ vegna deilu um skipulagsatriði.“ Hann gekk þá til samvinnu við John Back ett, fyrrverandi þingmann Verkamannaflokksins og stofn uðu þeir nozisaflokk. Backett gafst brátt upp á þessu sam starfi vegna hinna ofsafengnu aðferða Joyce. hunds eins og kominn væri úr kynjaður, gamall aðalsmaður, eins og við höfum séð þá á leiksviði. Ed Murrow sagði mér, að könnun hefði leitt í ljós, að helmingur útvarpshlust enda í Bretlandi hlustaði á Haw-Haw. En það var meðan Englendingar voru leiðir á þessa „heimskulega“ stríði og fannst gaman að Joyce. Núna held ég að hann geri sér Ijóst, að hann hefur misst tökin á Englendingum. Og upp á síð kastið er hann líka farinn að henda gaman að allri þeirri heimsku, sem Göbbels lætur hann flytja.. slæmur útvarpsinaður, en ég forðast þessa svikara og hefi aðeins séð Kaltenbaoh einu sinni. Það var í Compíégne (er Frakkar undirrituðu uppgjafar skilmála Þjóðverja). Þá átti hann rétt einu sinni í útistöð- um við hin nazistisku yfirvöld útvarpsins Þeir fyrirskipuðu, að ekki mætti leyfa honum að koma til Compiégne, en hann fékk sér far og var viðstaddur alla athöfnina. Það er atöðugt verið að handtaka hann og henda- honum út, en hann kem ur alltaf aftur. Flestum nazist- um finnst hann einum of mik- ill Ameríkani, en Kaltenbach mundi deyja fyrir nazismann. Fyrst ég er farinn að tala um svikara, þá er ekki úr vegi að minnast á þá þrjá Bandaríkjamenn, sem annast róðurssendingar héðan fyrir nazista. Fred Kaltenbach. frá Water- loo, Iowa, er sennilega búinn beztum hæfileikum. Hann trú ir á nazismann af ofstæki og einlægni og berst stöðugt við nazistabrodda, sem honum eru ekki sammála Hann er ekki Haw-Haw fór til Þýzka lands 25 ágúst 1939 tii þess að „taka þátt í hinni heilögu baráttu til að frelsa heiminn“. Hver, sá sem horfir á Hitler merja hverja þjóðina á fætur annarri undir hæli sínum, og telur aðfarir „baráttu til að Við útvarpsendingar sinar á hinum ýmsu máluin hafa nazistar ráðið undarlegt sam- safn af fólki, Balkanmenn, Hollendinga, Skandinava, Spánverja, Araba og Ind- verja Einstöku sinnum kemur það fyrir, að þessir útvarps- menn reynast „óráðanlegir“. Til dæmis var það Júgóslav- neskur þulur, sem hóf mál sitt Framhald á 11. síðn. frú hin ELSKHUGI Chatterley, fræga og ómerki- lega saga D.H. Law r,ence, hefur nú aft ur gripið hugi fólks vegna þeirra um- fangsmiklu réttar halda í London í fyrra, er ákveðið var, að sagan væri ekki klámrit. Hafa milljónir eintaka bókarinnar selzt og allir., sem teljast vilja menn með mönnum lesa hana. Nú hefur einn leikklúbbur í Lond on tekið til sýning ar leikrit, sem gert er eftir sögunni. Er le'ikritið aðeins sýnt fyrir meðlimi klúbbsins. Myndin sýnir amerisku leikkon- una Jeanne Moody og nýsjálenzka leikarann Walter Brown í ástaratriði í le'ikritinu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.