Alþýðublaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 2
flgi*tjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Grðndal. — Fulltrúl rlt- | tijómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: Björgvin GuBmundsson. — ■tmar: 14 900 — 14 90* — 14 90Í Aug1ýsingasími 14 906. — ABsetur: AlþýBu- j tSsiB. — PrentsmiSja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. I >.00 á mánuði. 1 Jausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra vramdastjóri Sverrir Kjartanssan Nýju bátarnir okkar j ERFIÐASTA atriði í lífsbaráttu íslendinga er ó . vissan um aflabrögð. Aðrar þjóðir leggja stórupp ihæðir í fjárfestingu með því að reisa til dæmis verksiniðjur, og þær vita fyriífram, hve verk- smiðjurnar muni framleiða mikið og hafa miklar tekjur. íslendingar festa stórfé í fiskibátum og tog arum — en vita aldrei hvort skipin fá mikinn afla eða engan. Sömu sögu er að segja um fjárfestingu ; okkar í fiskiðnaði — þar fer nýting tækjanna eft ; ir hinum duttlungafullu aflabrögðum. Þegar illa aflast situr þjóðin uppi með þessi dýru atvinnu- : tæki, verður að borga lán og vexti og rekstur ; 'peirra, hvort sem afraksturinn verður meiri eða minni. Þetta vandamál hefur verið alvarlegt í fyrra og <r ár. Síðustu 2—3 ár hafa bætzt í flotann um 60 ;aýir bátar, flestir yfir 50 lestir, og 6 togarar. Þrátt íyrir þessa aukningu framleiðslutækja, er heildar j afli þjóðarinnar á þessu ári minni en 1959, þegar • (pessi glæsilegi floti var ekki til. Vegna rýrari afla og lægra verðs á afurðum fær sjávarútvegurinn allur um 170 millj. kr. minni tekjur en 1959. Til við Vaótar verður að greiða hin nýju skip og aukinn 1 reksturskostnað þeirra, en það nemur um 150 milljónum króna. Vafalaust má fullyrða, að aflinn í ár hefði orðið mun minni, ef hin nýju skip hefðu " ekki verið til, og komi betri aflabrögð munu þau veröa fljót að skila arði. Þess vegna hljóta íslend ingar, þrátt fyrir þessa miklu áhættu, að halda á íram að endurnýja og auka fiskiskipaflota sinn. Hitt verða landsmenn að gera sér ljóst, að þessi • atriði skipta miklu máli fyrir heildarafkomu þjóð ; arinnar. Þegar illa aflast, verða ekki aðeins sjó menn og útgerðarmenn fyrir skakkaföllum, heldur 'pjóðin öll. Þetta er rót margra erfiðleika, sem j öteðja að þjóðarbúinu á þessu hausti. Sjb / Katanga SAMEINUÐU ÞJÓÐIP.NAR hafa með vopna ; -valdi gert víðtækar aðgerðir í Katangahéraði í Kongó, og hafa bundið enda á hreyfingu þar ' endra manna til að skilja héraðið frá lcongólska ; ríkinu. Er þetta framkvæmd á löglega gerðri sam Jpykkt SÞ., lögregluaðgerð til að framkvæma vilja meirihluta á alheimsþingi. Rússar hafa kallað Hammarskjöld, aðalritara ’ SÞ, agent nýlenduveldanna fyrir afskipti hans x Kongó. Nú munu vafalaust einhver „ný- Ienduveldin“ vera súr á svipinn, því einmitt í Kat anga er vald hinna belgísku auðhringa mest, þar yoru bel'gískir málaliðsmenn og sérfræðingar. Vilji meirihluta þjóða heims er mitt á milli komm únisma og hinnar gömlu nýlendustefnu. Aðgerð Ár Sameinuðu þjóðanna munu styrkja og tryggja “ramtíð kongólska lýðveldisins. HANNES Á HORNINU ★ Haust og rok. ★ Laufið fellur og blóm in leggjast niður í ang ist. ★ Fréttaritaranum var boðið til Rússlands. ★ Árás á fisksala. ÞAÐ EH KOMIÐ HAUST og það er rok, þyrkingur í náttúr- unni og veðrinu. Trén berjast við að halda krónum sínum og biómin leggjast niður i angist. —Svona er þetta eftir hvert sum ar, á hverju hausti, og þó maö- ur feginn vildi hjálpa, stílla síormana til þess að bjarga krón unum og reisa við blómin, þá fær maður ekkert að gert stend ur máttvana og horfir aðeins á, I gefst bóksaflega upp fyrir öllu i saman. ÞAÐ ER BEZT að skríða í hýðj sitt, víða að sér miklu af bókum — og búa sig undir að taka á móti vetrinum. Veturinn er langur — og mörgum erfiður, en aðalatriðið er að logandi sé á sálartýrunni og augun séu op- in svo að ekkert fari fram hjá manni, því að ekki vantar for- vitnina og áhugann fyrir bví, sem gerist og ekki gerist, en ætti að gerast, allt í kringum mann. AF GEFNU tilefni er mér sagt að Ríkisútvarpið hafi ekki kost- að sendiför fréttamanns til Rúss- lands með karlakórnum, heldur haf rússnesk stjórnarvöld a£ höfðingsskap sínum boðið hon- um í ferðina Vitanlega var sjálf sagt að taka þessu ágæta boði, annað náði ekki nokkurri átt. Hitt stendur hins vegar óhagg- að, að fréttamennska a£ skák- mótum Friðriks Ólafssonar er- lendis er vanrækt. ÉG ÁSAKA ekki neinn sér- stakan um það, ekki útvarpið og ekkj blöðin, einna he’zt Skák- sambandið og væri gaman að heyra álit þess um málið. Frið- rik á að hafa ágætan skákmann með sér í hvert sinn sem hann er út til þess að taka þátt í stor- mótum, og sá sami gæti fengið kostnaðinn greiddan með því að senda útvarpi og blöðum sk^yti um það, sem þar fer fram ÞANNIG hefur þetta verið stundum, en þannig var það ekki á síðasta móti þar sem Frið rik vann sinn frækilega sigur og þannig er það ekki nú Frið rik er einn. Ég vænti þess, að betur verði undirbúin förin næst þegar Friðrik fer — og ekki er ráð nema í tíma sé tekið, bezt að fara að undirbúa það nú þeg- ar. Útvarpi og blöðum hlýtur að vera ljóst að hlustendur og les- endur hafa ákaflega mik'.nn á- huga á skákfré' tum af stórmót- um Friðriks Þau munu líka vera albúin að styðja ?.ð þessu að sínum hluta. G. G. SKRIFAR: — „Fyrir nokkru var gerð fruntaleg árás á fisksala einn hér í bænum. — Birtist um hann níðgrein í blaði og hefur enginn orðið til þess að bera hönd fyrir höfuð hans. Það íiggur í augum uppi, að menn eiga erfitt með að verja sig þegar þeir verða fyrir svona árásum, enda hefur þessi maðup ekki gert tilraun til að verja sig. ÉG HEF skipt við þennan mann lengi og get borið honumi þá sögu, að hann er lipurmcnni, kurteis, fljótur að afgreiða og leggur áherzlu á það, að fá eins góða vöru í búð sína og kostur er á hverjum tíma. Hann er, léttlyndur og skrafhreyfinn, e:i alltaf kurteis og umgengnisgóð- ur. Ég veit, að oft er kvartaS undan ókurteisi afgreiðslufólks, en það er rangt að saka þennan mann um slíkt“. Hannes á hornirm KLUBBUR/NN Los Paragayos jneð nýja dagskrá. Kalt borð öll kvöld hlaðin ljúffengum réttum, LUDO & STEFÁN JÖNSSON skemmta líka. t Miðasala alla daga frá kl. 2 sími 22643 TIL SÖLU: 84 danskar teikningar frá 1867 — 1868 og 1869, eflir Fritz Júrgensen. Verð kr. 600.00. Upplýsingar að Laugavegi 84, 3. hæð kl. 6—8 sd. £ 15. sept. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.