Alþýðublaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.09.1961, Blaðsíða 13
VISSAR ástæður valda öllum athöfnum manna og ákvörðunum- Ekki eru í þess um efnum undanskildir gern ingar, sem ætlað er að hafa lögfylgjur eða réttarlegar af- leiðingar. Þegar loforð er gefið eða samningur gerður, liggja til þess ákveðnar hvatir eða á- stæður hjá viðkomandi aðil- um. Þessar ástæður eru oft ast margvíslegar, en þær mega sín mjög misjafnlega mikils. Sumar eru svo mikil vægar, að þær ráða algerlega úrslitum um það, hvort lof- orð er gefið. Stundum er slíkur þungi lagður á þessar ástæður, að þær erp beinlínis teknar fram í loforðinu sem skilyrði þess, og byggist tilvera lof- orðsins þá á því, hvört skil- ýrðið kemur fram eða ekki. Er þar greint milli frestskil yrða og lausnarskilyrða. Almenn áheit eru frestsskil yrði. Þegar A lofar B fjár- hæð, ef hann fær stöðu þá, sem hann er að sækja um, er alll komið undir stöðuveit- ingunni, hvort A verður að efna loforð sitt. Hins vegar ier það lausnarskilyrði, þegar A heitir B því að búa hjá sér endurgjaldslaust, meðan hann er við r.ám. Að B stundi nám, er hér skilyrði loforðs- ins. Um leið og hann hefur lokið náminu eða hætt því, er A laus við loforð sitt. Þegar skilyrði eru tekin beint fr,am í samningi er yfir- leitl ekkert vandamál á ferð- inni. Samningurinn sjálfur sker þá venjulega úr því, hvaða áhrif skilyrðið hefur á samningsstöðu aðilanna Oftast er málum þó svo far ið, að löggerningur lætur ó- sagt um þær ástæður, sem honum að baki liggja. Þær ástæður, sem gerningurinn ekki greinir, eru kallaðar for sendur. kaupir viðtökutæki til nota gelur missýnzt um atvik eða metið rangt aðstöðu, sem fyr ir hendi er, þegar löggerning ur er gerður. A greiðir t. d. kaupmanni fjárhæð ir.n á við skiptareikning sinn í þeirri röngu trú, að hann skuldi. A kaupr viðtökutæki til að r.ota í óraflýstum sumarbústað, en gætir þess ekki, að tækið gengur aðeins fyrir rafmagni. Hér hefur gerningurinn byggzt á röngum forsendum. Það eru hins vegar brostn ar forsendur, þegar atvik hafa leitt til þess, að hug- myndir manna um það, hvernig ástatt yrði í framtíð inni, hafa ekki reynzt réttár. Dæmi má nefna, að iðnrek- andi tekur á leigu húsnæði til framleiðslu á ákveðinni vörutegund, en þegar starf- rækslan á að hefjast, hefur ríkið áskhið sér einkarétt til þessarar framleiðslu. A selur land á leigu gegn ákveðnu gjaldi, en stórkostleg hækkun verðlags raskar gersamlega þeim fjárgrundvelli, sem leig an var byggð á. Til styttingar er huglakið brostnar forsendur þó iðu- lega einnig látið ná lil rangra forsenda. Það hefur löngum verið viðurkernt, að forsendur geta brostið með þeim hætti, að loforðsgjafi verður ekki bundinn af loforði sínu — það verður ógilt af þessum sökum. íslenzku samninga- lögin frá 1936 hafa engin á- kvæði um réttaráhrif brost- inna forsenda. Á sama veg er þessu farið í öðrum norræn- um samningalögum. Þögn, laganna, sem geyma ítarleg ákvæði um ógildingar ástæður löggerninga, verða þó ekki skilin á þann veg, að brostnar forsendur geli ekki leitt til ógildingar í greir.ar gerðum fyrir frumvörpum að þessum lögum er hvar- vetna hreyft við þessu spurs- máli. Niðurstaðan er þar sú, að viðfangsefnið sé svo flók ið úrlausn.ar og erfiðleikum bundið að „formú'era“ heppi lega lagareglu, þanr.ig að málið væri í rauninni jafn- óleyst, þótt ákvæði væru lög bundin um það. Deilan stendur því e'kki um það, hvort brostnar forsend- ur séu ógildingarástæður, — heldur um hitt, hvenær og í hve ríkum mæli ógildingin á að eiga sér stað. 'Viðhorfið til loforðsmótlak and.a ræður því, að ógilding er ekki viðurkennd, þótt létt væg ‘forsenda hafi brostið, ef ælla má, að hún hafi engin áhrif haft á loforðsgjöfina. Það er því fyrsta skilyrðið til þess að unnt sé að byggja ó- gildingu á brostinni forsendu, að um ákvörðunarástæðu hafi verið að ræða hjá loforðs- gjafa- En með því er átt við, að hann hefði ekki gefið lof orðið, nema hin brostna á- stæða hefði verið fyrir hendi En jafnvel þótt forsenda hafi verið ákvörðunarástæða, leiðir hún ekki til ógildingar, r.ema loforðsmóttakanda hafi verið Ijóst eða átt að vera það Ijóst, að forsendunni var þennan veg farið. Það er sem sagt ekki nægilegt, þótt full sar.nað sé, að forsendan var ákvarð.andi fyrir vilja loforðs gjafa, ef viðtakandi mátti þetta ekki vita- í sumum tilfellum er bað heldur ekki nægilegt til ógild ingar iöggernings, þótt fram angreindum tveimur skilyrð um sé fullnægt. Ef A, sem ætlar að ganga í hjónaband, semur um smíði á húsgögn- um að því trlefni og segir selj and.a frá ráðagerðum sínum, þá getur hann ekki riftað samningnum, þótt ekkert verði úr brúðkaupinu. Niður staðan verður sú sama, ef A kaupir vörur í von um vænt anlega verðhækkun, en síðan kemur verðlækkun í ljós. — Samningurirn er bindandi, enda þótt seljandinn hafi vit að, að verðhækkunarsjónar- miðið var ákvarðandi ástæða. Ef hins vegar A kaupir hest af B í þeim tilgargi að nota hann til útreiða sér til skemmtunar, en honum er síðan sendur burðarjálkur, getur A riftað 'kaupum, ef seljanda var Ijóst til hvaða nota hesturinn var ætlaður. Á sama hátt yrði A ekki bund inn við ábyrgðarskuldbind- ingu sína, ef skuldareigandi vissi eða mátti vita, að A gekk í ábyrgðina vegna þess, að ráð var gert fyrir, að B yrði einnig ábyrgðarmaður, sem þó ekki varð. Það er vissulega torvelt að setja fram algilda reglu um þetla atriði. Tilvikin eru mörg og niðurstöður ólíkar, eins og dæmin að framan sýna. Sumir hafa viljað setja fram þá reglu, að löggerning ur sé ógildur, hafi veruleg forsenda brostið. Með þessu er vandinn þó ekki leystur, því að þá rís strax spurning in: Hvenær telst forsenda veruleg? Til leiðbeiningar f þeim efnum er rétt iað hafa í huga, hvort loforðsgjafi hefði getað gert forsenduna að skilyrði við samningsgerðina og hvort líklegt sé, að loforðsmóttak- andi hefði í því tilfelli gengið að skilyrðinu. Ef þessum spurningum verður svarað játandi, er ógildingin fyrir hendi, eins og í dæmunum um skuldarábyrgðiná og hrossakaupin. Verði svarið neitandi, er samningurinn bindandi þrátt fyrir forsendu1 brestinn, en svo er málum far ið í dæmunum um húsgagna kaupin og vörulokunina. Alþýðuhúsið - Sauðárkróki Höfum opnað veitingasölu að Aðalgötu 7, Sauðárkróki, sími: 165. Á boðstólum: Kaffi, mjóSk, smurt brauð, pylsur, skyr, smáréttir. Einnig öl, tóbak og sæigæti. Tökum á móti hópferðum í mat og kaffi með fyrirvara. Opið alla daga kl. 9 f. h. til kl. 11,30 e. h. ÐSENDING frá Happdrætti Verkalýbsm nefndar Albýðuflokksins Allir þeir, sem hafa fengið senda happdrættismiða frá Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksin,s eru vinsamlega minntir á að gera skil hið allra fyrsta, á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—..ó. DregiÖ 16. september. — Drætti EKKI frestað. Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins. Alþýðublaðig — 15. sept. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.