Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 2
} Ktotjórar: Gísll J. Astþðrsson (áb.) og Benedikt Grðndal. — Fulltrúi rlt- I Jttjómar: Indriöi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Bbnar: 14 900 — 14 90* — 14 90Í Aug'ýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- MslS. — Prentsmiðja AlþýBubiaSsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald ! fct- 1 ',00 á mánuöi. í iausasöiu kr. 3,00 eint. Íítgefandl Alþýöuflokkurinn. — Fra væmdastjórl Sverrir Kjartansson. AN N ÁLSBROT AÐ LIÐNU SUMRI 1961 gerðust undur og stór snerki úti á íslandi. Landsmenn fylltust slíkri ofur ást til annarra þjóða og slíkri gjafmildi, að höfð ingjar héldust ekki við í landinu, en hlupu út og suður. Forseti hélt með hirð manns vestur um haf, gekk fyrir gúvernöra og annað mi'kilmenni, færði góðar gjafir og reið um héruð. Forsætisráðherra íaél't í sömu mund á knerrinum Heklu í austurveg og var liðsterkur rrieð hálft annað hundrað karla, kvenna og barna. Mátti ekki minna vera, þegar j sjálfur Ingólfur Arnarson var „fluttur heim á sveit i sína“, eins og samtíðarheimildir greina frá. Enn íór lið valinkunnra kappa til þings í Nýju Jórvík. Fær'ðu þeir öllu mannkyni að gjöf hamar einn, völdunarsmíð, sem var sagður óbrotgjarn, jafnvel þótt Krúsi færi úr báðum skónum. Hann var kall aður Thorshamar þar í landi. Þessa daga sátu alþingismenn hjá Belgum, einn úr hverjum fjórðungi landsmála, og hugguðu BaldVin konung eftir missi landa hans í Kongó suð ur. Til Stássborgar fór valkyrjan Rannveig ein naman, enda margra manna maki, og kenndi hún i;iskveiðar í Rín. T'il Vínarborgar fór hópur hinna spökustu peningamanna til að hyggja að gullforða Ineimsins, enda við lítið að vera heima. Þá voru ! íólf kappar valdir að sækja heim hetjuna Lárus Worðstað til að dást að vopnfimi hans og kynnast öörum nýjungum Parísarborgar. Enn segir frá reisum íslendinga þetta haust. Austur í Rússíá var ókyrrð mikil og sprengingar í íarlegar, svo að öllu mannkyni stóð ógn af. Sáu : vestrænir höfðingjar þann kost vænstan að magna ; a Rússa einhverja þá sendingu, sem mundi skelfa þá rækilega á móti. Var valinn til fararinnar karla i 3sór íslenzkur. Blíðkuðust Rússar þá snögglega, en írúin Fúrtsjeva, sú sem ekki fékk inngöngu í Sál arrannsóknafélagið, bauð til veizlu. Lóks var sveit hinna vöskustu manna send til Lundúna til að 'itparka í Breta, en þeir höfðu áður herjað á íslands iniðum. j f Nú víkur sögunni til heimamanna, sem undu illa j nínum hag, að vera nær höfðingjalausir og með j öllu veizlulausir í margar vikur. Til að hugga þá var innflutningur bifreiða géfinn frjáls og ein jaefnd slegin af. Urðu vexkmenn glaðir mjög við ! [oessi tíðindi, og undu nú allir vel sínum hag. Er það mál manna, að sjaldan hafi reisn og glæsi leikur einnar þjóðar verið meiri en íslandsmanna þetta haust. Að minnsta kosti ekki, ef reiknað er lalutfallslega miðað við mannfjölda. [ Augíýsingasíml Al þýðubl adsins r er 14906 ^ 17. sept. 1961 — Alþýðublaðið 9 FLJUGIÐ NÚNA um helgina kemur hingað til Reykjavíkur einn af kunnuslu kirkjunnar mönnum á Norðurlöndum, Halldor Hald formaður „Kirkens Korshær“ í Kaup mannahöfn. 'Hald hugðist í fyrslu læra læknisfræði en meðfram sak ir lifandi áfhuga á þjóðfélags málum hvarf hann að guð fræði og gerðist að námi loknu presLur í Vejle. Þar sneri hann sér þegar að starf inu á sléttunum — að úti- göngufólkinu: áfengissjúkl- ingum, eiturlyfjanotendum, (vændiskonum, sakamönnum og öðrum börnum ógæfunn ar og eymdarinnar. Fypir hálfum öðrum áratug flutt ist hann til Kaupmannahafn ar og sýnir það álit hans, að lþegar nýr Sjállands'biskup var kjörinn í fyrrahaust, fékk Halldor Hald næst flest atkvæði. Höfuðbækistöð hans er í Ni'kulásarkirkjunni, sem miörgum íslendingum er kunn m. a. af því að þar voru oft haldnar íslenzkar guðsþjónustur um skeið, þeg ■ar séra Haukur Gíslason var prestur Við Holmenskirke. Nú er Nikulásarkirkjan nið urlögð sem safnaðarkirkja, en hún er þó mikið sótt. Stendur og opin allan sólar ihringinn.. Og alltaf einhver þar viðstaddur til að veita þeim á'heyrn og aðstoð. sem ráfa um fyrir utan — oft Iheimilislausir og örvæ,nting arfullir. Sumir í hugleiðing um að stinga sér í höfnina lil að bipda endi á óbærilega tiiveru, að því er þeim finnst. Hald hefur margauglýst að 'hann vildi gjarnan að þeir, sem í sl'íku myrkri ganga hefðu tal af sér — og þeir gætu hringl lil hans, hvenær sem vavi allan sólarhring inn. Hald vanmetur ekki boðun orðsins. en honum er manna ljósast sj' kristindómurinn er ákveðið lífemi og markvisst starf engu síður en örugg trú. Hann vill vera þjónn fólksins og fyrst og fremst Framliald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.