Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 4
Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Væntanlegir nemendur mæti lí skólunum tiil skráningar <1. og 2. bækkur) og til staðfesiingar á umsóknum sínum (3. og 4. bekkur) sem 'hér segir: Mánudaginn 18. þ. m. kl. 5—7 síðdegis: Nemendur 1. bekkjar fæddir 1948) og nemendur 2. bekkjar (fæddir 1947) mæti ií skólunum til skráningar. Geti nemendur ekki komið sjálfir, verða vandmenn að gera grein fyrir þeim í skólunum á ofangreindum iíma. Nemendur 1. bekkjar bafi með sér barnaprófsskírteini. Ath.: Eftirfarandi breytingar verða nú á skólabverfum 1. bekkjar: t 1. Gagnfræðadeild Lang)holtsskóla sækja nemend- ur í 'Langholsskólabiverfi (Norðurmörk þessa hverfis eru um óbyggt srvæði norðan við húsin nr. 32 og 39 við LauganásVeg, síðan milli Vesturbrúnar og Austurbrúnar, austanvert við Hrafnistu og þaðan til sjáv ar). 1 2. Vogaskóla (1. bekk) sækja nemendur búsettir í Voga- skólahverfi. 3. Nemendur 'í 1. bekk búseitir í Blesugróf og við Breið holtsveg sækja nú Gagnfræðaskólann við Lindargötu, en nemendur búsettir í Œfvassaleiiishverfi sækja nú sem áður Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla. Þriðjudaginn 19. þ. m. kl. 5—7 síðdegis: LANDSPKÓFSDEILDIR: Þeir, sem luku unglingáprófi frá Gagnfræðaskóla Aust urbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Hagaskóla og Voga skóla, mæti hver í sínum skóla, aðrir, er sótt hafa um lands prófsdeild, komi 'í Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. ALMENNAR DEILDIR: r Nemendur, er luku unglingaprófi frá Hagaskóla, Laugar nesskcla og Vogaskóla mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Miðbæjarskóla mæii í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Aðrir, er sótt hafa um al r mennar deildir, komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. VERZLUNARDEILDIR: Umsækjendur mæii þar, sem þeir hafa fengið loforð um skcl'javist. .................. VERKNÁMSDEILDIR: Hússtjórnarderld: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól ann við Lindargötu. r Sauma- og vefnaðardeild: í Gagnfræðaskólann við Lind argötu komi þeir umsækjendur, er unglingaprófi luku frá þeim skóla og einnig frá Kópávogsskóla. Aðrir umsækjend ur um sauma- og vefnaðardeild komi í Gagnfræðaskóla verknáms, Brautarholu 18. TrésmíðadeiJd: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Járnsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Sjóvmnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskólann Við Lindargötu. Umsækjendur um 4. bekk mæti þar, sem þeir Ivafa sótt um skólavist. Nemendur hafi með sér prófskírteini. Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir þeirra hönd, annars erga þeir á hættu að missa af skóla vist. Fræðslustjórinn 'í Reykjavík. 4 17. sept. 1961 — Alþý®ublaðið Frá Arnarhvoli austur til Vín REYKJAVÍK hefur logað af sögusögnum um stjórnar- skipti síðustu daga. Hafa sum ir haldið fram, að stjórnar- flokkarnir mundu nú ætla að taka Framsókn inn í ráðu- neytið, en aðrir ganga lengra og segja, að Sjálfstæðismenn ætli að segja skilið við Al- þýðuflokkinn, en taka Fram- sókn í hans stað. Það er ekki nýtt, að slíkar sögusagnir gangi um landið, er.da virðast hugsanlegar breytingar á mönnum og flokkum í valdastólum vera eftirlætis umræðuefni þeirra mörgu, sem áhuga hafa á póli tík. Að þessu sinni er mjög auðvelt að sjá, hvað valdið hefur orðrómnum. í fyrsta lagi þykir vanga- veltumönnum hlýða að eilt- hvað meira gerist í sambar.di við hinar tímabundnu breyt- ingar, sem gerðar hafa verið á stjórninni { fjarveri Ólafs Thors. Varla hefði þó Bjarni Benediktsson byrjað feril sir.n sem forsælisráðherra á því að fara til Noregs í hálf- an mánuð, ef hann ætlaði að nota tímann til einhverra s'.íkra stórræða. I öðru lagi hafa átt sér stað viðræður milli ríkisstjórnar- inr.ar og framsóknarmanna, og er það eitt nægilegt til að kveikja ímyndunaraflið. Eins og skýrt var frá í þessum dálki síðasta sunnudag, ræðir Framsókn nú við stjórnir.a í fyrsta sinn síðan 1958 um al- varlegt vandamál — efnahags bandalögin í Evrópu. Her- mar.n Jónasson og Eysteinn Jónsson báðu um þessi viðtöl samkvæmt samþykkt í sínum fokki. Þau fóru fram síðast- liðinn þriðjudag í Arnarhvoli, og var Hermann þá farinn af lar.di brott, en Helgi Bergs mætti með Eysteini í hans stað. Augljóst er, að Eysteinn hugsar mikið um efnahags- bandalagsmálið og sér rétti- lega, að það verði eitt veiga- mesta mál þjóðarinnar næstu árin. Hir.s vegar er það stað- reynd, að viðræður hans og Helga Bergs við ráðherrana snerust eingöngu um þessi mál og ekki um neitt annað, sízt af öllu hugsanlegar breyt ingar á stjórn. Það er því ekki rétt að túlka þessa atburði sem merki um fyrirhugaðar breyt ingar á ríkisstjórn, heldur ein göngu sem dæmi um alvöru efnahagsbandalagsmálsins — og upplausnarástand Fram- sóknarflokksins. í þeim her- búðum er nú óhætt að tala opinberlega um klofning, því öflugur hópur manna í flokkn um vir.nur skipulega gegn hinni tækifærissinnuðu stefnu í utanríkismálum og gagnvart kommúnistum, sem Eysteinn, Þór.arinn og Her- mann hafa markað. Eysteinn þarf því að gera eitthvað til að róa þennan hóp — og hann reynir að sýna ábyrgð í þessu máli og marka þar aðra stefnu en kommúnistar. Ábyrgir menn munu fagna því, að Framsóknarflokkur- inn ræðir að minnsta kosti við rikissljórnina um eitt þýð ingarmikið utanríkismál. Það hefði harn átt að gera fyrr. Samkvæmt stefnu flokksins síðastliðinn áratug og vilja meirihluta flokksmanna hefði hann átt að standa með stjórnir.ni en ekki með komm únistum í landhelgismálinu, varnarmálunum, NATÓ-mál um og öðru, er miklu skiptir. Til samanburðar er fróðlegt að minna á ástandið í Noregi, þar sem fjórir allöflugir flokk ar hafa barizt við að koma jafnaðarmönnum frá stjórn og hafa nýlega háð harða kosningabaráttu til þess — en þeir hafa aldrei hikað í samstöðu sinni með stjórninni í utanríkismá'.um og aldrei fallið fyrir þeirri freistingu að reyna að nota utar.ríkis málin til atkvæðaveiða. Varðandi hugsanlega þátt- löku íslands í efnahagsbanda laginu hefur verið urnig stöð ugt að söfnun upplýsinga og könnun á öllum aðstæðum, sem er nauðsynlegt áður en þeir íslendingar, sem ekki fá fyrirskipun utan úr löndum •um afstöðu sína, gera upp hug sinn. í fyrri viku voru haldnir tveir norrænir fundir um þessi mál í Reykjavík, annar méð sérfræðingum í fisksölu málum, en hinn með yfir- mönnum viðskipladeilda ut- anríkisráðuneyta Norður- landanna. Þessir fundir voru mjög gagnlegir fyrir stjórnar völd okkar, og fengust þar miklár upplýsingar um túlk un og viðhorf annara þjóða á málinu. Næstu alburðir varðandi efnahagsbandaiagið munu gerast úti í ’Vínarborg í þess- ari viku. Þar hefst á morgun hinn árlegi fundur Alþjóða- bankans og gjaldeyrissjóðs- ins, en þar koma saman flest ir leiðandi menn í fjármálum 60—70 ríkja. Á þessum fundi verða bæði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen fjármála ráðherra, og munu þeir nota lækifærið til að skapa sér sambönd við áhrifamikla menn, ekki sízt frá sexveld- unurii sjálfum, til að upplýsa málin er.n frekar fyrir ís- lendinga. Rómarsamningurinn, sem bandalag sexveldanna bygg- ist á, fjallar að mestu leyti um viðskiptahliðina á sam- starfi ríkjanna, en öll ákvæði um aðrar hliðar eru óljósari og háð lúlkun aðila eftir því, sem tilefni gefst. Þess vegna er ekki nóg að fletta upp £ Rómarsamningnum og taka afstöðu eftir því. Augljóst virðist vera nu þegar, að íslendingar muni ekki gerast aðilar að þessu eða neinu öðru samstarfi, sem opnaði landhelgina fyrir eriendum veiðiskipum, eða sem opr.aði allar gáttir fyrir atvinnurekstri útlendinga hér á landi og flutningi er- lends fólks til landsins. Hir.s vegar liggur engan veginn ljóst fyrir, að hve miklu ieyti þessi atriði mundu koma til fram- kvæmda gagnvart íslandi, ef það gerðisl fullgildur aðili að efnahagsbandalaginu eða aukaaðili. Ýmis ur.danþágu- atriði eru þegar fyrir hendi, og ein þjóð, Grikkir, hefur valið þar.n kosl að verða auka aðiii. Sennilega fæst ekki end anlega skorið úr vafaatriðum, Framhaid áll. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.