Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.09.1961, Blaðsíða 12
4700 gr. af karföflum - hitt var mold EITTHVAÐ mun um ]>aö, að fólk kvarti til Neytendasamtak anna vegna þess hvernig gcng- ið er frá nýju kartöflunum til sölu hér í verzlunum. Þær koma í fimm kilóa pokum og eru seldar i þeim umbúðum til neytenda. Telja ne.vtendur að kartöflurnar séu svo óhreinar, að það sé fyrir neðan allar hell ur að poka þær nieð öllum |>eim skíí. Neytendasamtökin eru að lathuga hctta mál. ðíá vænta einhveira frétta frá þeim á næstunni. Kartöflurnar sjáliar eru ágætar, eins og alltaf á haustin, nýjar upp úr jörðinni. Það er aðeins fundið að því, hve mikil jörð er látin fylgja þeim inn á heimilin. Blaðið hefur haft spurnir af því, að kona ein hér í hæ hafi hringt til Neytendasamlakanna og skýrt frá því, að þegar liún hafi verið búin að vcrka kart- öflurnar í fimnr kílóa poka, hafi sandurinn og óhteinindin af þeim vegið þrjú hundruð grömm. Það sjá all'.r að þetta er nokkuð langt gengið og kraf an hlýtur ;að vera að kartöfl- urnar séu verkaðar áður cn þær eru pokaðar. WVWMWWMWMWWVVWV Þær voru að taka upp | ÞEGAR við gerðum !> okkur ferð upp að Ar- ; | bæ, þar sem ýmsir góðir j! Reykvíkingar voru að taka <; upp úr görðunum sínum, ;! urðu þessar telpur á vegi ;[ okkar_ Þær heiti Sæunn |! Ragnarsdóttir og Erla Sig- !; urðardóttir. Við vitnru ekki |! um uppskeruna hjá þeim, !; en hún var góð eftir svipn- ;! um að dæma. !; vvwvvwwtvvtwvtwvwwvwvw NÝ BÓK FÉLAGIÐ Landkynning h.f. hefur gefið út bók, er ncfnist ísland í dag. Bók þessi, sem skiptist í tvo aðalkafla, á að gefa nokkra hugmynd um það, sem markverðast er um Island og íslenzkt athafnalíf. í fyrri kaflanum er 21 gre«n eftir þjóðkunna menn, en síðari kaflinn nefnist Kynning bæja, kauptúna og fyrirtækja. Bókin er 513 bls. í stóru broti og eru greinarnar prýddar fjölda mynda. Sýning Sigurjóns SIGURJÓN Ólafsson, mynd höggvari hefur opnað sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sigurjón sýnir 16 ný verk, en seinast hélt hann sýningu fyrir þrem árum. Sýningagripimir eru úr járni, al'ir nema tveir, en það eru brjóstmyndir úr gipsi af þeim Oddi Ólafssyni yfir- lækni, og Haraldi Björnssyni leikara. Þrjár járnmyndanna eru galdrastafir, sem höfund- ur kallar „Veðurslafi á móti göldrum úr höfuðáttum “ Myndin Píslarvottur er úr tréi og járni. Myndirnar And- ars beinagrind og Farið bak !við tunglið, eru sérkennilegar og iíklegar til að vekja al- ! hygli. 15 ÞÚS. A F ÍSL. ÆTTUM MANITOBA Winnipeg, 15. sept. i Fréttaskeyti frá J, Magnússyni. í MORGUN tók Steplien Juba, borgarstjóri í Winnipeg, á móti forseta Islands í ráðhúsi borg arinnar, þar sem forseti var gerður að heiðursborgara Winnipeg. Ráðhúsið var skreytt af þessu tilefni, cn á framhlið þess stóð stórum ljósa stöfum; VELKOMINN FOR- SETI ÍSLANDS. i Þegar haldið var frá ráðhús inu heimsótti forseli kirkju unitara en síðan var haldið til hádegisverðar í boði The I Canada-Iceland Foundation, I þar sem Walter J. Líndal dóm| ari fiutli aðalræðuna og sagði I að á síoustu árum hefðu sprott! ið upp margir klúbbar íslendí inga í Kanaaa, þai' sem mai'k[ miðið væri að efla menr.ingar | lengsl landanna, og auka þekk 'ingu manna almennt á turgu og menningu íslendinga.' Lín- dal dómari sagði, að íbúar Manitoba væru nú um níu hundruð þúsund, þar af fimmtán þúsund íslenzkrar , settar. Fjórir þingmenn af ís lenzkum ættum sætu nu á þingi Manitoba sem telur fimmtíu og sjö menn. Rösk lega hundrað manns sátu þenn an hádegisverð og voru sumir langt að komnir, Síðdegis hafði Grettir Leo , Johannsson boð inni í ræðis mannsbústaðr.um, Middlegate 76. Meðal gesta voru fylkis stjóri Manitoba og erlendir ræðumenn. Blöðin hér skrifa mikið um komu forsetans. Lögberg—< Heimskringla kom út í hátíða úlgáfu og Winr,ipeg Free Press birti heilsíðu frásögn og mynd ir af komunni, einnig blaðið Winnipeg Tribune. Þjóðræknisfélagið heldur for setanum og fylgdarliði hans veizlu á laugardagskvöld, en á sunnudag verður forsetinn við staddur samkomu í Gimli Park Þann dag fljúga utanríkis rá'ðherra og. Thor Thors til New York. Orðsendlng frá verkalýðs- málanefnd Númer vinningsmiða í happdrætti Verkalýðs málanefndar verða ekki birt fyrr en síðar í vik unni, þar scm margir, er fengið hal'a senda miða, eiga eftir að gera skil. Það eru eindregin til— mæli Verkalýðsmála nefndar að skil séu sem fyrst gerð í skrifstofu Alþýðuflokksins. Við erum, með fjögra dálka krossgátu í dag. Farið að dæmi Tímans og styttið ykkur stundir við krossgát urnar okkar. wwwwmwwwwwwwwmwvmwwwwwvw wvmwwwww%wm\wv>wwvww%wwwwiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.