Alþýðublaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 7
Á SÍÐASTLIÐNU hausti hóf- ust miklar framkvæmdir að Stórólfsvelli rélt við Hvols- velli. Um 220 ha. lands voru brolnir undir tún og kornakra og reist geymsla og þurrkstöð til grasmjölsvinnslu og þurrk unar á korni. Uppskerari slendur nú yfir og var blaða mönnum boðið sl. miðviku- dag að sjá framkvæmdir og stórvirka kornsláttar og þreskivél sem notuð er við uppskeruna. Innflutningsdeild Sam- bands ísl, samvinnufélaga rekur bú þetta, en Jóhann Frankson Fontenay búfræði kandidat er bústjóri, en hann hefur farið víða um utan lands i því skyni að kynna sér áðurgreinda framleiðslu og vélar til þeirrar starfsemi. Byrjað var að brjóta land- ið í september í fyrra og var sáð í það í maí í vor. 'Var gras fræi sáð í 140 ha. en korni í 80 ha. Aðalkornlegundin er bygg en einnig var sáð höfr- um í 4 hektara lands. Bæði Jóhann bústjóri og Helgi Þorsteinsson yfirmaður innflutningsd. S í S kváðust sannfærðir um að hér mætti rækta korn á samkeppnis- færu verði við útlent korn, þótt ekki muni fást alger vissa um raunverulegan framleiðslukostnað fyrr en hægt sé að athuga meðalfram leiðslukostnað 10 ára. Búið að Stórólfsvelli hefur fengið að leigu um 500 ha. land frá Rangárvallasýslu en hvergi hér á landi mun fást heppilegri jarðvegur til korn ræktar en einmitt þarna. — Uppskera hefur þó verið fyrir neðan meðallag sakir slæmr- ar tíðar í sumar og kulda í vor. Þrátt fyrir slæmt sumar munu líklega nást nú um 17 —20 tunnur af korni af ha. farið að plægja lar.d tii við- bótar, sem á að sá í að vori. Eins og áður var getið, er grasmjötsframleiðsla rekin samhliða kornræktinni á 120 hekturum lands. Þannig nýt* isl m. a. betur þurrkari sá, sem notaður er við kornræklj ina. Grasið og kornið er þurrk að þar af heitri gufu sem leik ur um framleiðsluna sem. færist áfram á rennibandi. —• Grasið er malað í fínt duft, og notað í fóðurbæli í stað hveitiklíðs, sem er mjög svip- að hvað innihald næringar- efr.a snertir. Framleiðsla þessa árs mun nema 1—2 tonnum af grasmjöli á ha., en mun nema 5—6 tonnum á ha. íramvegis þvi að afrakstuv fyrstu uppskeru er ætíð muh minni en þeirra sem á eftir koma. Þess skal getið að nær irgargildi hverrar þyngdar- einingar af grasmjöli er tölu vert meira en af heyi. Bú þetta er hið fyrsta sem hefui' framleiðslu grasmjöls. Grasmjðl og kornrækt Auk þurrkarans og hús» undir það, hefur einnig veriO byggður þarna stór geymslu* og athafnaskemma. Kostnað- urinn við byggingarnar, vél- arnar innanhúss og vinnuvél ar hefur numið 1,1-1,2 millj. kr. Jóhann Franksson átti hugmyndina að grasmjöls- framleiðslu hérlendis og heí ur hann kynnt sér þá fram- leiðslu sérstaklega. Stórfelídur gjaldeyrissparnaður Helgi Þorsteinsson yfirinað uf innflutningsdeildar SŒS, sem sér um innflutning mik- ils hluta þess korns, sem til landsins kemur, sagði að SÍ9r flylti nú inn um 3000 tonn af byggi árlega og allt þací korn mætti auðveldlega fram. leiða innanlands. í fóður- blöndum er bygg venjulega um 30% innihalds, svo hér gæti verið um gífurlegan Frambald á bls. 7. Fullkomnasta kornsláttu og þreskivél sem til er hér- lendis er notuð við uppsker una. Er það Massey Fergus- son (combine) sem Dráttar- vélar hf. hafa flutt inn, en það fyrirtæki ásamt forstöðu mönnum búsins, þeim Helga Þorsteinssyni og Jóhanni Frankssyni, buðu blaðamönn um að skoða framkvæmdirn- ar. Vél þessi er mjög afkasta mikil, slær og þreskir rúm- lega ha. á klst. Vélin slær og þreskir í senn og er með um 10 feta breiðan ljá. Þetta er eina kornþreskivélin hérlend is, sem ekki er dregin áfram af dráttarvél. Við þessa vél þarf því aðeins einn mann í stað tveggja, ef dráltarvél þarf að draga sláttuvélina. Ljárinn er einnig framan á vélinni og treðst kornið því minna niður en þegar þörf er sérstakrar dráttarvélar, — auk þess sem mun auðveldara er að nota þessa vél á beygj- um. Englendingur kom hing- að til lands í haust með vél- inni, setti hana upp og leið- beindi um notkun hennar. Vélin hefur reynzt mjög vel og tekizt að þreskja mun vatns meira kom en þreskt er er- lendis, þar sem aðeins er þreskt korn með 20—30% vatnsinnihaldi. Hér hefur vélin hins vegar þreskt korn með allt að 52% vatnsmagni, sem hefur komið sér mjög vel nú, þar sem þurrkar hafa ver ið litlir. Sé kornið of vatns mikið stíflast þreskivélin — Komgeymir er á vélinni og tekur hann um eitt tonn eða 10 tunnur. Reynt hefur verið að ger- nýta vélina með því að miða stærð akursins við hana. — Þurrir dagar í september eru venjulega 10—12 og nokkrir hálfþurrir og hefur akurinn verið hafður það slór að vél in hafi nægilegt að starfa þann tíma. Af reynslu þessa hausts hefur komið í ljós að vélin er afkastameiri en bú- izt hafði verið við, þar sem hún getur þreskt mun rakara korn en ætlað hafði verið. — Vél þessi kostaði um 270 þús. Búizt er við að uppskeran í ár nemi um 17 tunnum á ha., sem má kallast gott mið að við fyrstu uppskeru og slæma tíð í sumar. 17 tunnur korns af ha. Um 17 tunnur af ha. mun þurfa til þess að framleiðsla korns sé hallalaus. Þegar er Alþýðublaðið 30. sept. 1961 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.