Alþýðublaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 13
Stybjum sjúka til sjálfsbjargar erklavarn ardagurinn 1961 á morgun 1. október Meriri og blöð dagsins verða á boðsíólum á götui]i og í heimahúsum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir: „Löngum verður um það deilt, hvað helzt eigi að sitja í fyrirrúmi í sókninni fram á við. E>ví miður er ýmslegt, sem enn er svo aftur úr, að tveruleg átök þarf til að kippa því í lag. En þó að mörgu öðru þurfi að sinna, miá aldrei liáta það merki, sem SÍBS hefur hafið til vegs, sakka aftur úr, heldur halda því svo fram sem horfi r.“ Forustugrein í tímaritinu „Reykjalundur“ 1960. Tímai^íið Reykjalundur kostar 15 kr. Merki dagsins kostar 10 kr. Merkin eru öll tölusett. Strax að loknum söludegi mun borgarfógeti draga út 15 númer. Þessi útdregnu númer hljóta vinning, ferða tæki að verðmæti frá 2 upp í 5 þúsund krónur hvert. — Vinninganna sé viljað í skrifstofu SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, Rvík. ★ Vinningarnir verða auglýstir í blöðum og útvarpi. Það fé, sem safnast á Berklavarnardaginn, mun opna dyr Reykjalundar og Múlalundar fyrir öryrkja, sem voru atvinnulausir. 'ét Takmarkið er: Allir öryrkjar i arðbæra vinnu Vinnustofa í Reykjalundi. Sölufólk í Rvík er beðið að mæta í skrif stofu SÍBS, Bræðraborgarst. 9, kl. 10 f.h. Útrýmum berklaveikinni á íslandi 530 þúsund Roiary-félogar í 123 löndum FORSETI Rolary-hreyfingar innar, Bandaríkjamaðurinn Joseph Abey, kom hingað til lands í stutta heimsókn um sl. helgi. Síðan hann var kjör- •inn forseti hreyfingarinnar í júlí s. 1. hafa þau hjónin ferð azt víða um heim, en ísland er fyrsli viðkomustaður þeirra á nýrri ferð um Evrópu og Afr- íku. Island er 26. landið sem Mr Abey kemur til sem forseti Rotary-hreýfingarinnar • en alls mun har.n heimsækjá 125 Rotary-klúbba í 50—60 lönd um það eina ár, sem hann gegn ,ir embætti forseta. Héðan hélt Mr Abey á mánu dag til Skotlar.ds og þaðan til Belfast, en Rotary-klúbburinn þar heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Mr. Abey hafði samband við Rot- ary-umdæmið hér á landi, en umdæmisstjóri þess er Sverrir Ragnars á Akureyri. Á surnu dagskvöld sat hann Rotary-hóf í þjóðleikhúskjallaranum. — Þelta er í fyrsta skipti sem Abey kemur til íslands. Lætur hann vel af loftslaginu og óvíða kveðst harn hafa séð þrifalegri bæ en Reykjavík, en 1 alls munu löndin, sem Abey hefur heimsótt vera um 75, lalsins. Blaðamönnum gafst kostur á að ræða við Joseph Abey á sur.nudaginn. Hann skýrði fyrst frá því að höfuðstöðvar hreyfingarinnar væru í Evan I ston, sem er skammt frá Chi- | cago. Þar vinna um 170 manns, m. a. við þýðingar úr 14—15 tungumálum og eru sérfræð- , ingar í hverju máli, t. d. 5 í i Norðurlandamálum og jafnvel II í grísku. 530 ÞUSUND FÉLAGAR Á þessu ári var alþjóðaráð- stefna Rotary-manna haldin í Japan og sóttu hana um 23 þús. manns. Þetta er mesta ráðstefna Rotary-hreyfir.gar innar til þessa og sýndi hún m. a. að Rotary-hreyfingin á ört vaxar.di fylgi að fagna í Austurlöndum. Nú er svo komið, að félagar Rotary- hreyfingarinnar eru fleiri utan Bandaríkjanna, þar sem hreyf ingin var stofr.sett 1905, en innan þeirra. Næsti forseti Rotary-hreyfingarinr.ar verð ur Indverji, fyrsti Asíumaður inn, sem því embætti gegnir, en hreyfingir tekur hvorki til- lt til hörundslitar né trúar- eða stjórnmálaskoðana. Rol ary-hreyfingin hefur ir.nan sinna vébanda 530 þúsund fé lagsmenn í 123 löndum og er Norður-Afríka einn af örfáum hlutum heims þar sem hreyf ingin starfar ekki, en Mr. Abey hefur hug á því að færa starfsemi Rotaryhreyfingar ir.nar þangað meðan hann gegnir forsetaembætlinu. Rotaryhreyfingin er ekki | starfandi austan járntjaldsins ( eða í Kír.a, en þar voru klúbb ar áður en núverandi stjórn selUst að völdum. Rotary- klúbbarnir voru bannaðir í Þýzkalandj, ítalíu og Japan þegar einræði ríkti í þeim löndum, en eftir stríðið hófu klúbbarnir aftur starfsemi sína og eru þeir öflugri nú en fyrr. MIKIÐ STARF Mr. Abey kvað hreyfir.guna fyrst og fremst vera þjónustu samtök, sem hvetti bæjarfélög til að veita ýmsa þjónustu og efldi þau,en hver Roláry-klúbb ur hefur sína eigin sérstöku þjónustustarfsemi. Hafa Rot ary-klúbbar unnið mikið og merkt starf í ýmsum lör.dum og nefndi Mr. Abey nokkur dæmi til staðfestingar. í Sao Paulo, Brazilíu, hafa Rotary— félagar reist 6—7 hæða skóla hús, þar sem nú munu um 3 þús. nemendur stunda nám og er ekki gerður greinarmunur á nemendum vegna foreldra eða ríkidæmis. I Decca, Austur-Pakislan hafa Rotary félagar stofnað skóla fyrir blind börn þar sem þeim er kennd einhver iðn, en ella hefðu þessi börn e. t. v. gerzt betlarar. í Seoul, S.-Kóreu, hafa Rotary-félagar svipaða starfsemi fyrir bækluð börn, sem mörg eru lömunarveik, og er þeim þá fyrst kennt að ganga. í Memphis, Tenn. (USA) er Rotaryskóli fyrir full orðið fólk, sem bæklazt hefur vegna sjúkdóma eða við vinnu sína. í Christchurch, Nýja Sjá landi hafa Rotaryfélagar Frh. á 14. síftu. Rætt við Mr. Abey, forseta Rotary-hreyfingarinnar Alþýðublaðið — 30. sepf. 1961 ;.A —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.