Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 5
tWWWWMWMWMWWMWWWWMWWW^WWWWWWWWWWIHWWWWW Ætti að bjóða fleir- um en MIKLA ATHYGLI vekja þær fréttir, a& norskur mað- ur, Hclge Ingstad, telur sig hafa fundið menjar eftir Iandnám Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis á Ný- fundnalandi. Þessara menja hefur lengi verið leitað á norðanverðri austurströnd meginlandsins, en án þess sú leit staðfesli eitt eða neitt um landsetu Islendinga á þeim slóðum. Iíelge Ingstad sigldi skipi sínu í slóð Leifs heppna nú í sumar og segir að með eigin túlkun á vegalengdum þeim sem getið er í Islend- ingasögum, komi heim að Iandtaka Leifs hafi verið á norðurodda Nýfundnalands, þar sem nú heitir Lance aux konunni sinm Meadows. Þarna urðu fyrir húsarústir, sem hann segir að sverji sig í ætt við bygg- ingarhætti fornnorrænna manna. Kona hans stjórnaði uppgreftri á þessum stað. Alþýðublaðið snéri sér til Kristjáns Eldjárns, þjóð minjavarðar og sþurði hann hvort hugsaníegt væri að ís- Ienzkir vísindamenn færu til Lance aux Meadows að sumri til að líta á fundinn. Hann sagðist ekki telja neina möguleika á því. — Héðan mundi enginn fara nema Ingstad stingi upp á því, en hann hefði enn ekki boðið neinum til rústanna nema konunni sinni, og ekki lití út fyrir að hann ætl- aði að bjóða neinum öðrum. En það er stórt atriði að gengið verði úr skugga um hvort þarna er um að ræða húsarústir frá vesturför Leifs, sagði Kristján, og mér finnst það ætti að bjóða fleiri fræðimönnum að líta á þetta, meðal ann- arra þeim dönsku fræoi- mönnum, sem hafa grafið upp rústir á Grænlandi, og ef til vill Islendingum líka. Það er búið að leita milcið að minjum eftir Leif og það er ákaflega mikilsvert að fá úr því skorið livort um þær er að ræða á þessum stað, Enn er of snemmt fyrir okkur að dænia um þennan fund, þar sem ýmis atriði hafa ekki verið nægi lega rökstudd. UM helgina fiaug Tryggvi Iíelga <:on : júkraflugmaður frá Akur- eyri austur að. Öskju. Sá hann þá, að úr einum gígnum gaus upp döltkur jnökkur, og virt st honam sem þarna þeyttist upp aska og vikur. S'gurður Þórarinsson jarð- fræðingur koirt ofan frá Öskju í fyrramorgun, en hann mun ekki hafa orð ð var við öskugos'ið, þar sem hann var farinn frá eld- stöðvunum nokkru áður en Tryggvi kom þar að. Lítil breyting hefur orðið á eldstöðvunum aðeins einri gíg- ur er enn virkur, og gýs úr hon- um glóand, hraunleðja allt ugp í 150—200 jnetra hæð. Hraun- straumurinn er orðinn mjög lít- ill, og færist hraunið aðeins lít- illega :“ram. Aíþýðublað ð ræddi í gær við MMMMMMWli’CTtWMWtMMMMMMMMWiM1 4--- ----------- Háðuieg útreið kommúnista á Varðbergsfundi á Selfossi Veðurstoíuna og fékk þær ugp lýsingar, að ekki hefði orð.ð vart við neina ösku í loftinu, enda e£ svo vær. myndi hún bernst norð ur og norðaustur yfir ianidið- Engar líkur eru taldar á því að i Öskju sé að hefjast mikið öskugos, enda mun tæplega vera nokkur jarðfræðilegur mögu- leiki á því. Aðeins einn bíll var við Öskju um helgina og ekki vitað um neinar ferðir þangað upp eftir í gærdag. Færð n er' mjög slæm, og engum ráðlagt að fara* þangað upp á eigin spýtur. *WWWMWWMIWMW»WWI 99 úr erum kommún íslenz „NÚ, þegar kommúnistaforingj arnir .í Moskvu, sem áður sungu Stalín lof en nú Krúst- 3ov, eru að bera hann út úr grafhýsi sínu og skipa líkinu á óæðri stað, ættu allir þjóðholl ir íslendingar að sameinast um að bera Moskvukommúnismann út úr íslenzku þjóðlífi og grafa hann utangarðs." Þannig mælti Bjarni Ólafsson bóndi að Króki í Hraungerðishreppi á fjölsótt- um fundi Varðbergs um ísland og vestræna samvinnu í Sel- fossbíóí í fyrrakvöld. Það bar til tíðinda á fundm- um að þegar frummælendur, Guðmundur Garðarson viðsk,- fr„ Tómas Árnason lögfr. og Fétur Pétursson forstj. höfðu lokið ræðum sínum, bað Jónas Árnason leiðtogi kommúnista Sýningu Stein- bórsframlengl MÁLVERKASÝNING Stein þórs Sigurðssonar, sem undan farnar tvær vikur hefur staS- ið yfir í Listamannaskálanum, verður framlengd fram til kl. 22 í kvöld. Sýningunni átti að ljúka á sunnudagskvöldið, en var framlengd vegna góðrar aðsóknar. Fjölmargar myndir hafa selst á sýningunni, sem hefur hlotið góða dóma gagn- rýnenda. um orðið fyrir sig og tvo aðra forustumenn „hernámsandstæð inga“,Ragnar Arnalds og Gísla Gunnarsson, sem höfðu komið új- Reykjavík í langferðabíl í hópi forsprakka kommúnista, svo sem Kjartans Ólafssonar framkv.stjórn ,,hernámsandstæð inga“, Einars Laxness og m. fleiri. Einnig hafði verið smal- að á fundinn flestum kommún istum austanfjalls. Undirtektir fundarmanna við komumenn, kommúnistana, munu lengi verða þeim minn- Isstæðar. Jónas Árnason gekk í ræðustól með ræðu á mörg- um blöðum og var allan tím- ann að munnhöggvast við fundarmenn úti í salnum, hætti síðan máli sínu í miðju kafj og gleymdi skrifuðu ræð unni á ræðustól. Svipaðar móttökur fengu aðr ir kommar, sem helzt ógnuðu fundarmönnum með stór- sprengjum Rússa og lýstu hvernig færi, ef slíkar sprengj ur yrðu sendar í eldílaugum til íslands. Undir mátflutning þremenninganna tók einn aust anmaður, Gunnar Benedikts- son rithöfundur, sá er skrifaði um bóndann í Kreml. Margir aðr r tóku til máls og allir á eina lund. Jón Gunnlaugsson læknir ávarpaði kornumcnn og sagði; „Munið fólkið, sem syndir yfir síki, kastar sér út um glugga og ofan af húsþök- um. Það er eiJikennilegt, að til skulj vera menn á íslandi, sem v.lja búa hér við bjóðskipulag kommúnismans. Ég vil biðja þá menn, sem boða okkur kenningarnar að austan að fara nú heim til sín, leggjast undir feld og hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara aftur á mannamót til að boða skoðan- ir sínar.“ Meðal annarra, sem töluðu á fundinum voru Óli Guðbjarts son, Unnar iStefánsson, Skúlii B. Ágústsson, Jón Sveinsson og fundarstjórj Óskar Jónsson. — Fundarritari var Jóhann Al- freðsson. Fundinn sóttu nær 200 manns og stóð hann fram und ir kl. 3 í fyrrinótt. Var það mál manna á Selfossi í gær, að fundurinn hefði orðið geysilegt áfall fyrjr kommúnista þar á staðnum og hafa menn yfir um þá ljóðlínur Einars Ben.: „Það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu t.l Reykjavíkur." Mikill áhugi kom fram á fundinum um að efla samstarf íslendinga við vestrænar þjóðir en berjast gegn átroðnlngi kom múnista í landinu. Vkí Framsókn 1 heldur bazar VKF. FRAMSÓKN held- | ur bazar á morgun, mið- ! > vikudag, £ Góðtemplara- •; húsinu. !! Bazarnefnd Framsókn- <; ar biður vinsamlegast ura \ l að gjöfum á bazariim !; verði komið í skrifstofu ^ félagsins, en hún verður opin til kl. 10 í kvöld. WWMMMMMMMMMMWW) I afsv Ólafsvík í gær. Hér er verið að byggja bruna stöð og lögreglustöð og gengur byggingin undir nafninu tugt- húsið, maiina á meðal, þótt miklu frekar sé um ráðhús að ræða, þar sem í húsinu á að vera dómsalur sýslumanns. Húsið stendur við aðalgötu bæjarins, og verða í því fimm fangaklefar og varðstofa, einn- ig íbúð fyrir lögregluþjón. I Þá eru aðrar byggingarfram kvæmdir hér miklar. Fyrirtæk ið Kirkjusandur er að byggja nýtt söltunarhús, sem fyrir- hugað er að ljúka við á ver- t'ðinm. Hraðfrystihús Ólafsvíkur er j.að byggja upp verksmiðjuna, : sem brann í vor. Einnig er mikið um byggingarfram- I kvæmdir við Ölafsvíkurhöfn, ‘ Ó.Á. OKRÁÐ Á IÐN- SKÓLAPILTUM NOKKRIR piltar úr Iðn» skólanum í Reykjavík komvt að máli við Alþýðublaðið gær og kváðu það ranghermi, að ánægja ríkti meðal skó!a-» pilta þar um kaffisöluna í skóH anum og verð veitinga heiðii verið Iækkað. Piltarnir sögðu, að veiting'» arnar í skólanum væru dýr» ari en á mörgum öðrum steð» um. Þeir nefndu sem dæmi, ati molakaffi sé selt á 5 kr. en sé á kr. 3,75 t. d. á Sælakaffi og þar sé franskbrauðssneið mcci osti seld á 6 kr. en 5 krónur í Sælakafíi. Þannig sé um aljar* veitingar nema mjólk, sem so ódýrari f skólajium. Piltarnir sögðu, að mikíl ó- ánægja væri með hið háa verð lag. Leiðréltingar hefðu ekki fengizt, þótt þeir hefðu talað við skólastjórann, Þór Sand- holt, sem hefði sagt sl. vor, aö þeir gætu drukkið annarcj staðar, ef þeim þætti veiting- arnar í skólanum of dýrar. Sem enn eitt dæmi um hvérnig okrað sé á þeim, sögðu piltarnir, að gos sé selt í skól- anum á 5 kr. flaskan, en búð^ arverð sé kr. 3,75 eða 3,50; A^þýðublaðíð — 7. nóv. 1961 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.