Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.11.1961, Blaðsíða 16
ViAMAWWWMmWMWWWW I1' Fjölmenn og viröuleg útför JARÐARFÖR Kristj- áns Guðmundssonar á Eyrarbakka fór fram sl. laugardag. Húskveðjuna flutti séra Árelíus Níels- son," en aðalræðuna í kirkjunni Magnús Guð- jónsson sóknarprestur. Ennfremur fiuttu ræður séra Eiríkur Eiríksson, systursonur hins Iátna, — og af kirkjugólfi Vig- fús Jónsson, oddviti og Iformaður Alþýðuflokks- ins á Eyrarbakka, sem flutti kveíjfjur jrorpsbúa og félaga. — Kirkjukór- inn söng við organleik Kristins Jónassonar. Af heimili báru frændur og vinir og eins í kirkju. Úr kirkju báru fulUrúar Al- þýðuflokksins úr Reykja vík og flokksbræður úr Árnessýslu. Að jarðarför inni afstaðinni var boðið til erfis í Garði og stóð Kvenfélag Eyrarbakka fyrir því. — Talið er að þetta hafi verið fjölmenn asta jarðarför, sem farið hefur fram á Eyrar- bakka. Myndin sýnir Alþýðu- flokksmenn bera kisfuna úr kirkju. ftWWWWWWVUWWWWW TVÖ kvikmyndafyrirtæki eru síarfandi hér á Iandi; Eddafjm Og Borgfilm. Guðlaugur RdBín- fcranz þjóðleikhússtjóri veitir Jfiínu fyrrgreinda forstöðu. en fiinu stjórnar Reynir Oddsson, cugur maður, sem hefur lært kvikmyndatöku erlendis. Mik- líí áhugj er hjá báðum þessum aðilum að gera íslenzkar mynd Ir, ,en háir tollar á efni til I þeirra hluta gera þeim mjög erfitt fyrir. Eddafilm á bæði lengri sögu og meira starf að baki, en það fyrirtæki stóð að töku kvik myndarinnar um Sölku Völku Kiljans í samvinnu við Svía, twwwwvwwwwwwwwvwwwwwwwwwvwwwwwwwww Aðeins léleg málning? ENGIN ráðning hefur enn fengist á því, hvers vegna rauð málning leys- ist upp af þökum húsa víða um land. Málningin hefur runnið af þökum húsa í Reykjavík, Grinda- vík og í Sandgerði — og allt norður í Grímsey. — Sumir hafa kennt um einhverjum efnum frá Öskju um þetta, en ekki eru allir sarnmála. Greinagóður maður hringdi í blaðið í gær, og spurði hvort ekki væri þarna um einhverja ó- nýta málningartegund að ræða, sem tekið hefur upp á því að leysast upp ein- mitt í þann mund og Askja gýs til að rugla dómgreind góðra manna. En eitt er víst, að máln- ingin, sem rennur af hús- imum er yfirleitt rauð, og getur því verið að þarna sé um sömu Iögunina að ræða, sem nú, kannski nokkrum árum eftir að hún hefur verið borin á, fer að gefa sig. og er nú að vlnna að undirbún ingi kvikmyndunar á öðru verki íslenzku með aðstoð Nordisk Tonefilm í Danmörku. Þá mun Borgfilm vera að und irbúa töku myndar hér í sam- vinnu við Frakka, en óákveðJÍS um það enn. í framtíðinni hlýtur að koma að því, að íslenzkir aðilar geri fullkomna kvikmynd á eigin spýtur. Alls staðar er dýrt að gera myndir, en það mun öllu dýrara hér en annars staðar, þar sem efni til þessarar fram leiðslu er hátollaðra hér en t. d. á hinum Norðurlöndunum. Hér er þrjú hundruð prósent tollur á hráfilmu til kvik- myndatöku, sem án tolla mun kosta tvö til þrjú hundruð þús und í eina kvikmynd. Tollur- inn einn mundi því nema níu hundruð þúsundum. Sams kon ar tollur í Svíþjóð nemur átta prósentum og fimm prósentum i Danmörku. Þá er hér einnig hár tollur á öðru til kvik- myndagerðar og að minnsta kosti hundrað prósent tollur á framköllunargjaldi filmu. Þessi hái tollur stafar af því Framhald á 15. síðu. 42. árg. — Þrzðjudagur 7. nóv. 1961. Hafnarfjörður efnir til samkeppni HAFNARFJARÐARBÆR 1 hefur efnt til hugmyndasam-', keppni um skipulag miðbæj- arins og aðliggjandi hafnar- svæðis. Til verðlauna er varið 100 þús. krónum. Svæði það, sem skipulags- samkeppnin miðast við, tak- markast af Reykjavíkurvegi, Hverfisgötu, Lækjargötu, Brekkugötu, Suðurgötu og Mýrargötu. Til verðlaunanna er varið 100 þús. kr., þar af verða 1. verðl.aun eigi lægri en 50 þús. kr., en dómnefnd heimilað að verja 25 þús. kr. til kaupa á úrlausnum. Skilmálar afhend- ast til 1. desember nk. en úr- lausnir eiga að berast fyrir 5. febrúar 1962. Til samkeppn- innar er efnt í samvinnu við skipulagsnefnd ríkisins. Dómnefndina skipa Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri, Friðþjófur Sigurðsson bæjar- verkfræðingur, Aðalsteinn Júl íusson vitamálastjóri og arki- tektarnir Gunnlaugur Páls- son og Ágúst Pálsson Undanfarin ár hefur verið mikið unnið að skipulagsmál- um í Hafnarfirði, en aðallega vegna nýrra hverfa. — Nú þykir hins vegar ástæða til að endurskipuleggja miðbæinn, enda er það skipulag sem nú gildir síðan 1934. Ólafsvík í gær. Síðastliðinn laugardag sýndi Leikfélag Ólafsvíkur sjónleikinn Páska. Húsið var þéttsetig áhorfendum og und- irtektir góðar. Leikstjóri er Svavar Halldórsson, bróðir Baldvins leikara og leikstjóra. Hafnarfjarðarbær hefur vax ið mjög á undanförnum árum. Mörg iðnfyrirtæki hafa leitað eftir aðstöðu þar að undan- förnu og hafa ráðamenn bæj- arins því í huga að láta skipu leggja nýtt iðnaðarsvæði á næstunni. Varamenn á þingi 0. TVEIR þingmenn komm- únista hafa vikið af þingi, þeir Eðvarð Sigurðsson og Hanni- bal Valdimarsson. Tóku vara- menn þeirra sæti í gær, þeir Páll Kristjánsson og Ingi R. Hclgason. Seldi fyrir 112 þús. mörk TOGARINN Fylkir seldi afla sinn í Bremerhaven í gærmorg- un. Hann var með 133 lestir, er seldust fyrir um 112 þúsund mörk. Alls munu tiu íslenzkir togar- ar selja erlendis í vikunni, Freyr og Úranus munu taka síld til út flutnings. WWIWWWWWWWWWWWWW VIÐ DRÖGUM ÍKVÖLD! ÞAÐ vcrður dregið um 9 glæsilega vinninga í kvöld. Þetta er í sjötta skiptið á árinu sem dreg ið er í happdrættinu okk- ar og við undirstrikum enn einu sinni, að í engu happdrætti eru meiri vinningsmöguleikar, þar sem aðeins er dregið úr 5000 númerum. Til þæginda fyrir ykk- ur, er afgreiðslan opin til kl. 10 í kvöld, Eins og venjulega sendum við miðana heim, ef þess er óskað. Síminn er 14 9 06. Látið ekki HAB úr liendi sleppa. wwtwmwmMtMMWwi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.