Alþýðublaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1961, Blaðsíða 1
LHJ£íMKJ) 42. árg. — Sunnudagur 3. des. 1961 — 273. tbl. BISKUPINN og PLÁGAN Benedikt Gröndal svarar gagnrýnendum íslenzks sjónvarps. 0 4. SÍÐA Á ÞESSU ÁRI mun ríkið verða að greiða um 60 milljónir króna vegna áfallinna ríkis- ábyrgða. En alls nema áfallnar ríkisábyrgðir um 225 milljón- um króna frá árinu 1954. Af þeirri upphæð hefur ríkið orð- ið að greiða 42 milljónir króna vegna togaranna. Er nú svo komið að ríkissjóður verður að greiða áfallin lán af nær öllum togurum. Jón Árnason fyrrverandi bankastjóri gerði þetta mál að umtalsefni í þættinum „Um daginn og veginn“ í útvarpinu sl. mánudagskvöld. Nefndi Jón tölur Um áfallnar ríkisábyrgð- ir frá 1954. Tölurnar Voru þess ar: 1954: 9 milljónir, tæpar, 1955: 13 milljónir, 1956: 18 milljónir, rúmar, 1957: 21 milljón, rúm, 1958; 24 milljónir, tæpar, 1959: 30 milljónir, tæpar, 1960: 50 milljónir, 1961: 60 milljónir (u. þ. b.) Jón sagði í erindi sínu, að um 42 milljónir af hinum á- MMMHWUMWMMMWHMW föllnu ríkisábyrgðum hefðu' verið greiddar vegria togaranna ■ og um það bil 15 milljónir vegna síldarverksmiðja. Hins vegar sagði Jón, er Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær, að sú sundurliðun væri ekki nákvæm. Eins og fram kom í erindi Jóns hefur ríkið orðið að greiða mest vegna togaranna. Hefur Alþýðublaðið auk þess frétt frá öðrum heimildum, að svo sé komið nú, að ríkið verði að greiða lán af nær öllum tog lurunum. Hefur komið til tals, að breyta áföllnum ríkisábyrgð um í löng lán þannig, að togara eigendur og aðrir, sem ekki hafa getað staðið í skilum, yrðu að endurgreiða ríkinu á löng- um tíma upphæðir, er ríkið hefur orðið að greiða þeirra vegna. Íþróttasíöan er I I. ÍO. síðan Oslo, 2. desember: Halvard Lange utanríkis- ráðhérra Norðmanna sagði í viðtali við fréttamenn á Osló- flugvelli í dag eftir heimkom- una frá Sovétríkjunum, að Sov étríkjn virtust hafa fallizt á vinsamleg nágrannasamskipti Norðmanna og Rússa, þrátt fyr ■ir aðild landsins að Atlants- hafsbandalaginu. Lange sagði, að Rússum virtist ekki falla þotta alls kostar vel, en svo virtist sem þeir sættu sig við það. . f heimsókninni í Rússlandi ræddi Lange utanríkisráðherra við rússneska ráðamenn, þar á nieðal við Anastas Mikoyan og Gromyko utanríkisráðherra og loks við Krústjov forsætisráð- liprra. Lange kvaðst hafa neit- að ásökunum, sem fram konm í viðræðunum við Gromyko og Mikoyan þess efnis, að Norð- menn aðstoði Vestur-Þjóð- verja £ árásarviðleitni, sem beint væri gegn Sovétríkjun- um. f viðræðunum við Grom- yko og Mikoyan LEOPOLDVILLE: Enn ein SÞ- flugvél er týnd í Kongó. Vél sú, er hér um ræðir er sænsk og á henni 4 sænskir liðsforingjar. Hún var á Ieið til Leopoldville frá Katanga, ætlaði að lenda í Lulubourg, hætti við það og fetlaði að leita að hentugum lcndingarstað. I Lange einnig ásakanir Rússa i á hendur Finnum, og hann kvað árangurinn hafa verið þann, að Krústjov forsætisráð j herra endurtók ekki ákærurnar gegn Norðmönnum og Finnum í viðræðunum, sem Lange I hafði við hann._____ j MOSKVA: Rússar halda áfram óhróðrinum gegn Albönum. í grein í Pravda í gær eftir hátt- settan mann úr m ðstjórn flokks íns eru albansklir toppkommar I sakaðir um sundrungarstefnu, sem klýfur albanska flokkinn frá kommúnistahreyfingunn1, Stalínlisma, sem grefur undan kommúnismanum, ofsóknir og ógnarstjórn. Aldarminning í DAG verður efnt til bók- menntakynningar í Háskóla- bíói í tilefni áf 100 ára afmæli Hannesar Hafstein. Bjarni Benediktsson- forsætisráðherra mun ræða um stjórnmálamann inn Hannes Hafstein og Tómas Guðmundsson skáld mun tala um skáldið Hannes Hafstein. Þá verður lesið úr verkum skáldsins og ennfremur verður kórsöngur. Aðgöngumiðar fást við innganginn, Kynningin hefst kl. 2 í dag. Það er Al- menna bókafélagið, Stúdenta- ráð og Stúdentafélag Reykja- víkur, sem standa fyrir kynn- ingunni. Áfallnar ríkisábyrgðir á 7 árum IWWWiVHWWMWWWWW DEPILL I STÖDÍ I BRÚNNII MEGUM við kynna ykkur ;! fyrir skipshundinum á !; honum „Guðmundi Þórð ;J arsyni“. Heitir Depill. — j! Réðst hvolpur á skipið «; síðastliðið vor og hefur j! reynzt liinn ágætasti sjó !; hundur síðan. Þeir liöfðu ;! fengið á sjötta hundrað !> mál af síld, og Depill vildi ;[ ólmur í land, enda lielgar j! frí. Myndin er tekin í !; brúnni; Haraldur Ágústs ;! son skipstjóri í baksýn. i!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.