Alþýðublaðið - 28.12.1961, Page 16

Alþýðublaðið - 28.12.1961, Page 16
WŒsœ> 42. árg. — rimmtudagui' 28. des. 1961 — 292. tbl. Hitaveitan nær óvirk MARGIR íbúar á hitave tu- svæðinu í Reykjavík kvörtuðu sáran undan kultía í gær, enda var ekk; hlýjan á ofnum í sum um húsum mestan hluta dags i gær og 11 stiga frost úti. Ilita veitan átti í miklurn erf ðleik um, og hjálpaðist allt til aS gera fcá sem mesta. í fyrradag sprakk rör í katli í varastöðinni við Ell ðaár, óg tók langan tíma að gera við það J>ar sem nauðsynlegt var að tæma ketilinn og kæla hann áður en hægt var að komast að rörinu. Mikið næturrennsli var í fyrrinótt, og voru geym arnir á Öskjuhlíð aðeins hálfir í gærmorgun. , Þá bættist það við að rafmagn ið fór af í gærmorgun, og þá var ekkert heitt vatn að fá úr innanbæjarholunum, en dælurn ar í þeim eru knúðar með raf magnsmótorum. Þá var . heldur ekkert heitt vatn að fá frá Reykjum riema það, sem dísel vél dældi í bæinn. Fór þvi svo að geymarnir á Öskjuhlíð voru orðnir tómir á hádegi. Klukkan rúmlega átta í gær kvöldi voru geymarnir enn tóm ir, en ástandið þá farið að lag ast, varastöðin við Ell ðaárnar komin í gang, og fullur kraftur á vatninu úr holunum innanbæj ar og á vatninu frá Reykjum. Hitaveitustjóri Helg. Sigurðsson sagði í gærkvöldi við Alþýðu blaðið, að hann vonaði að ástand ið yrð. betra í dag, og þá eitt | hvað komið í geymana á Öskju hlíð. | Yfir jólin var ástandið gott í hitaveitumálum okkar, o.g kvartaði þá enginn undan kulda. Rafmagnslaust vegna kraps RAFMAGNSLAUST varð á Saður- og suðvesturlandi í gær luorgun.. Vatnsrennslig í túrbín mr írafosstöðviarinnar stöðvað- ist um klukkan 10 vegna kraps og varð rafmagnslaust víðast livar sunnanlands um klukku- tíma, en nokkuð lengur á Suður mesjum. Tekið var eftir því í gærmorg ran um 8 leytið, að krap var tek ið að safnast við innrennslj íra fóssstöðvarinnar, en 14 stiga frost var og hvasst. Ristar eru við innrennslið, sem h.taðar eru upp með rafmagni, en það dugði ekki til, enda hafði einn.g safn ast slý af árbotninum á ristarn ar. Bú'zt var við að skammta ; þyrfti rafmagn í gær, en síðdeg ,is lygixdi fyrir austan og lónið lagði. Unnið hefur verið að hreinsun ,á ristunum og er tal ,:ð fullvíst að rafmagnsskömmt i un þurfi ekki að koma til. Mikið tjón af bruna í Kópavogi ELDUR kom upp í húsinu að Borgarholtsbraut, 30 í Kópa- vpgi klukkan 10.17 uni morg- •uninn á aiinan jóladag. Volks wagenbifreið og bílskúr ónýtt- ust og miklar skemmdir urðu á tveim herbergjum. Slökkviliðið í Reykjavík var hvatt á vettvang og var mikill eldur í húsinu, þegar það kom á staðinn. Þannig háttar þarna, að húsið, sem er einlyft, er með áfastan bílskúr og vaskahús og er miðstöðin þar. Talið er, að eldurinn hafi slafað frá miðstöðinni og kom izt í bílskúrinn. Þar inni var Volkswagenbifreið og brann hún svo mikið að hún er talin ónýt svo og bílskúrinn. Eldurinn komst einnig í tvö herbergi og varð þar mikið tjón, en aðalíbúðin slapp þó að mestu við skemmdir. I BLAÐINU í dag er nýr listi yfir hljómplötur, sem viðskiptavinir liljómplötu- klúbbsins eiga kost á að panta og fá fyrir lítið verð. Fyrsta plötupöntunin á Hér vinixa karlar og kon ur hlið við hlið og eiga að fá sama kaup er fram líða stundir. Fyrsta hækkunin kemur um áramót. Mynd in er tekin í fiskverkunar stöð Bæjarútgerðar Kvík- ur í gær. Sjá frétt á for síðu. Siglufirði í gær: Siglfirðingar áttu róleg og góð jól. Nokkur snjókoma lxef ur verið og mikið frost. Snjór byx'jaði að falla á aðfangadag, og var það sannkallaður jóla- snjór. Á Þorláksmessu var mikið verzlað, og mikil þröng í verzl unura. Allt fór vel og rólega fram, enginn drykkjuskapur eða ólæti. Báðir togararnir voru inni'svo og allir bátarnir. Á gamlárskvöld gengst Lúðrasveit Siglufjarðar fyrir álfadansi og brennu, óg hefur sveitin fengið nemendur úr gagnfræðaskólanum og starfs- fólk leikfélagsins til að koma fram í ýmsum gerfum. Þá munu skíðamenn skreyta Hvanneyrarskál og rita ártalið 1962 með blysum í hlíðina. — Jóhann. konxandi ári verður send út 10. janúar. TALSVERT var um b'freiða- árekstra um jólin, en ekki er kunnugt um að slys hafi orðið á mönnum. Frá því á hádegj á laugardag og til klukkan sex í fyrrakvöld höfðu orðið samtals 29 b freiðaárekstiar. Hálka og of hraður akstur á t. d. mesíu sökina á þessum árekstrum. ' Á laugardþginn, þ. e. Þor láksmesSu, voru árekstrarnir flestir, eða 16, Rákust þá m. a. á fjórar bifreiðar á Surðurlands brautinni, skammt frá Elliðaán urn. E nnig rákust þá á fjórar bifreiðar á Langholtsveginum, og var lögreglan að taka skýrslu og mæla upp annan áreksturinn þegar hinn varð. Á sunnudaginn aðfangadag urðu sex árekstrar, en á mánu dag, jóladag, aðeins ejnn. Á þriðjudag, annan jóladag, urðu svo sex árekstrar. E ns og fyrr segir, olli hálka flestum þessum árekstrum og einnig ógætilegur og of hraður akstur. Nokkrar skemmdir urðu á bif reiðunum, en engin slys á mönnum. , í gær urðu svo nokkr'r á- rekstrar, en lögreglunni var 'ekki kunnugt um fjölda þeirra. 'Vill lögreglan nú brýna fyrir ! bifreiðastjórum að aka gætilega j þessa da.gana, þar sem mik ] , hálka er á götum, Einnig ættu ! bifreiðastjórar að gæta þess 1 vel, að þurrka vandlega snjó og hrím af rúðum svo útsýni úr bif reiðunum verði sem bezt. MIÐÍN \ í GÆR fóru fyrstu síldarbát- | arnir út eftir þriggja daga hlé. Flestir fóru þeir út á Skerjadýp j ið og fundu þar strax síld, og ’ voru farn r að kasta er Alþýðu bíaðið ræddi við síldarlejtarskip ið Fanney um klukkan 11 í gær kvöldi. Hafði Víðir II. þegar fengið um 8—900 tunnur. Síld n fannst um 18 mílur vestur, norð-vestur af Öndinni á Skerjardýpinu. Fáir bátar j fóru vestur, og smá segja að þar | séu eingöngu Breiðaf jarðarbát- arnir. Þeir höfðu lítið orðið var ;r í gærkvöldi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.