Alþýðublaðið - 25.02.1962, Síða 2
■v
■Jistjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Grðndal. — Fréttastjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi
14 906. — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
6—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðufiokkurinn. —
Hvað segja óbreyttir
Framsóknarmenn ?
TÍMINN hefur verið að myndast við það öðru
fhjverju undanfarið að skamma kommúnista, þar
e'S óbreyttum flokksmönnum Framsóknar var
farið að ofbjóða kommúnistaþjónkun forustu
Framsóknarflokksins. En hafi . óbreyttir Fram-
sóknarmenn verið komnir á þá skoðun, að Fram-
sókn væri andvíg algerri samstöðu með kommún-
istum, munu þeir hafa komizt að hinu gagnstæða,
er þeir lásu Tímann í gær. Þá lét málgagn Fram-
sóknarflokksins sig hafa það, að mæla með fram-
boðslista kommúnista bæði í Iðju og Trésmiðafé-
laginu. í mörgum verkalý'Ssfélögum hafa óbreytt-
ir framsóknarmenn stutt lýðræðissinna, enda er
Framsóknarflokkurinn í eðli sínu lýðræðisflokk-
ur, enda þótt hann hafi leiðzt út á þá óheillabraut
nú að styðja kommúnista. Alþýðublaðinu er einnig
kunnugt um það, að mikillar óánægju með komm-
únistaþjónkun Framsóknar gætir í Iðju og Tré-
smiðafélaginu. Þegar Iðja var unnin úr höndum
kommúnista fyrir nokkrum árum studdu Fram-
sóknarmenn lista lýðræðissinna. En nú skipar
Tíminn því sama fólki er þá stóð með lýðræðis-
sfnnum að kjósa kommúnista. Tíminn og forusta
Framsóknarflokksins getur ekki sýnt sínu fólki
meiri lítilsvirðingu.
Verður fróðlegt að sjá hvaða afstöðu aðal-
fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins tekur til
^þessara mála. Svo virðist af Tímanum í gær sem
miðstjórn Framsóknar leggi blessun sína yfir
stuðninginn við lista kommúnista í Iðju og Tré-
smiðafélaginu. En vitað er, að í liði Framsóknar
er mikill ágreiningur um það, hvort rétt sé af
Framsc/knarflokknum að hafa samstöðu með kom-
múnistum eða ékki. Það eina er komið getur Fram
sóknarflokknum á rétta braut er að hinir óbreyttu
flokksmenn mótmæli og neiti algerlega kommún-
istaþjónkun forustuliðsins. Og það geta þeir gert
m. a. nú í kosningunum í Iðju og Trésmiðafélag-
inu með því að kjósa lista lýðræðissinna.
FKAMREIÐSLUMENN!
AÐALFUND
Félags framreiðslumanna verður haldinn miðviku-
daginn 7. marz kl. 5 e. h. í Nausti.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
Stjórnin.
2 25. febr. 1962 — Alþýðublaðið
QOGD
AUTO UNION
DKW
á staðnum
Komið
Skoðið - Reynið
VERÐ FRÁ KR. 120,000,00.
SKÚLAGATA 59
ÓLGAÍ
FRAMSÓKN
Framhald aí 1. síðu.
flokkunum í utanríkismálum
og styðja bá í landhelgismál-
inu.
Þegar Hermann lætur af
störfum, styrkist þcssi and-
stöðuhópur. Völd manna eins
og Ólafs Jóhannessonar, Jóns
Skaftasonar, Jóhannesar Elías
sonar, Björns Fr. Björnssonar,
Tómasar Árnasonar og fleiri
slíkra verða meiri en áður.
Hins vegar er breytingin
mikið áfall fyrir Þórarin Þór-
arinsson og aðra framsóknar
komma. Hermann hefur verið
þeirra haldreipi h i n g a ð til.
Raunar höfðu þessir menn beð
ið ósigur þegar í haust.
Þá voru haldnar miklar umræð
ur í þingflokki framsóknar ura
stefnu flokksins og sérstaklega
flokksblaðsins. Reyndust þá að
eins þrír menn standa með
kommalínu Tímans: Hermann,
Þórarinn og Sigurvin Einars-
son. Allir hinir þingmennirnir,
þar á meðal Eysteinn, tóku af
stöðu gegn kommadekrinu.
Enda þótt suma yngri menn
ina dreymi um að losna líka
við Eystein, er hann enn mjög
fastur í sessi. Hann hefur mikil
áhrif á Helga Bergs, sem nú
verður væntanlega ritari flokks
ins, en Helgi hefur nýlega ver
ið skipaður framkvæmdastjóri
iðnrekadeildar SÍS.
Fróðlegt verður að sjá þróun
mála innan Framsóknarflokks
ins á næstu mánuðum og árum.
Eftir 30 ár er kominn hreyfing
á hlutina. Það getur ýmislegt
átt gftir að gerast.
HVAÐ er að gerast í Fram-
sóknarflokknum, spyrja menn
í tilefni af þeirri fregn, að Her-
mann Jónasson ekki gefur
kost á sér til endurkjörs sem
formaður flokksins.
___________ l'C
Sjóvinnuskóli
Framhald af 16. síðu.
bært, að lögin verði endurskoð
uð um slýrimannaskólann, —
vegna mikilla breytinga, sem
orðið hafa á búnaði skipa, t.d.
siglingatækjum, fiskileitartækj
um og meðferð þeirra.
Þá er rætt um nauðsyn þess,
að sérstökum sjóvinnuskóla
verði komið á fót, þar sem þýð
ingarmikið sé að meðferð sjáv
arafurða verði sem bezt.
Bent er á hið mikla starf, er
skipstjórnarmennirnir Asgrím-
ur Björnsson, Hörður Þorsteins
son og Einar Guðmnndsson
hafa unnið í sambandi við sjó
vinnunámskeið og þann mikla
árangur, sem hlotizt hefur af
því starfi.
Þrjú slys
Framhald af 16. síðu.
Kastaðist maðurinn í götuna,
‘hruflaðist oS skarst á höfði og
hlaut slæmt mar á fætur. —
Bifreiðarstjórinn, isem ck á
hann, kvaðst ekkj hafa séð.
hann fyrr en. hann bar í ljóa
geisla bifreiðarinnar.
Rétt fyrir klukkan nfu j
gærmorgun, var bifreig á leið
suður Reykjanesbrautina og
er hún var við Þóroddsstaði
hjólaði lítill drengur skyndi-
lega fyrir ihana. Töluverð
hálka var 'Og rann bifreiðin
nokkurn spöl, er bílstjói-inn
rpyndi að stöðva, og lenti dreng
urirn framan undir henni. —
Höggið var mikið og mun
hann hafa dregizt nokkurn
spöl með bílnum. Bifreiðin
dældaðist við höggið, en
drengurinji slapp furðu lítið
meiddur — meg nokk-ar
skrámur í andlitinu. Bíll'nn
snérist og lenti út af vegin-
um.
Á Miklubrautinni varð svo
slys um klukkustund síðar, er
kona, sem var á gangi yfir göt
una lenti fyrir bifreið er kast
aði henni upp á eyjuna sem er
milli akbrautanna. Féll konan
illa og handleggsbrotnaði. Tölu
verð hálka var, og rann bifreið
in hálf stjórnlaus eftir að öku
maðurinn hemlaði.