Alþýðublaðið - 25.02.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 25.02.1962, Page 3
MUMMMMMWMHmMMHMHMMMMMHHMtmMMUIMtV GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON FÉKK GÓÐA DÓMA Við töluðum við hann í síma í gær ★ „ÉG HELD mér sé óhætt að segja, að ég hafi fengið >njög góða dóma í blöðunum í morgun“, sagði Guðinund nr Guðjónsson, óperusöngv ari, er Alþýðublaðið ræddi við hann í gærmorg un, — en hann var þá stadd ur á hót- eli sínu í Arósum. — E1 n s og kunnugt er, s ö n g Guðmund ur hlut— verk Al- fredos í óperunni La Traviata á frumsýningu í Árósum í fyrrakvöld, og er það í fyrsta sinn að hann syngur í óperu erlendis. Guðmundur sagði, að blöð in hefðu hælt sér mest fyr— ir þriðja þáttinn, en yfirleitt hefðu dómarnir verið hinir hagstæðustu. Þá sagði liann að blöðin hefðu verið hrif— in af dönskunni hjá sér. Að öðru leyti vildi Guðmundur ekki fjölyrða um dómana, en kvaðst geta verið mjög ánægður með árangurinn. Á frumsýningunni í fyrra kvöld var húsið þéttskipað, og áhorfendur tóku sýning- nnni mjög vel. Þegar er út- selt á 3—4 næstu sýningar, en þær hafa verið ráðgerðar 10, og er ætlunin að sýna á hverju kvöldi. Guðmundur sagði, að þeir, sem sungu með honum, liefðu einnig fengið góða dóma og yfir- leitt sýningin í heild. Að afloknum sýningum fer Guðmundur beint til Kölnar í Þýzkalandi, en þar heldur hann áfram námi lijá prófessor Glettenberg, er hann hefur numið hjá í vetur. Hann mun verða þar næstu 8—12 mánuði. Með Guðmundi er nú í Árósum, kona hans og dótfir 3ja ára. Guðmundnr sagði, að í hljómsveitinni í Árósum, væru tveir íslendingar, Pét- ur Þorvaldsson, cellóleikari og Sigfús Einarsson og væru þeir báðir hátt skrifaðir þar. Þeir hefðu báðir tekið v'el á móti sér, og þá sérstak- lega Pétur. Er við spurðum Guðmund um ný tilboð, vildi hann lít- ið segja, en sagði þó að það væri svo mikið talað, — en hann tæki það ekki allt al- varlega. Að lokum bað hann fyrir k æ r a r kveðjur til allra heima. Tímalínan er að kjósa kommúnista! Balewa fellst á toppfund Lagos, 24. febrúar. (NTB-AFP). BALEWA, forsætisráðherra í Nígeríu, er reiðubúinn til að sitja fund ríkisleiðtoga í sam bandi við 18-velda ráðstefnuna í Genf um afvopnunarmál. Það er Krústjov forsætisráð herra, sem stungið hefur upp á leiðtogafundinum. Nígería verð ur eitt af átta hlutlausum lönd um, sem senda fulltrúa til ráð stefnunnar. Sendiherra Rússa í Nígeríu afhenti Balewa boðskap Krúst jovs á föstudag, en ekki er vit að um innihald boðskapsins. TÍMINN skoraði í gær á Framsóknarmenn í Iðju og Tré smiðafélagi Reykjavíkur, að kjósa lista kommúnista í báð- um félögunum. Ólíklegt má telja, að óbreyttir Framsóknar menn láti skipa sér þannig fyr ir verkum. Lýðræðissinnað fólk í Iðiu man valdtímabil Björns Bjarnasonar og annarra kommúnista er sátu í stjórn með honum. Stórum hóp félags manna var þá haldið utan við kjörskró félagsins og Bjöm og félagar hans létu greipar sópa um sióði félagsins. Framsóknar fólk í Iðju tók þátt í þv'í með öðrum lýðræðissinnum að binda endi á valdatímabil kom múnista í Iðju og því er það lítilsvirðing við þetta sama fólk að skipa því að kjósa kommún ista nú. í Trésmiðafélaginu ótt ast kommúnistar nú miög að missa völd sín. Þess vegna hafa þeir beðið forustu Framsóknar flokksins um aðstoð. Og það j stendur ekki á forkólfum fram sóknar þegar kommúnistar kalla. Annað mál er það hvort óbreyttir framsóknarmenn í Trésmiðfélaginu láta skipa sér að kjósa kommúnista. Það munu þeir áreiðanlega ekki gera, lieldur fylkja sér um lista lýðræðissinna og fella kommún ista í félaginu. FUJ-félagar REYKJAVÍK -----.....— NÆSTI fund ur stjórnniála námskeiðs FUJ í Reykja vík verður annað kvöld, mánudag, kl. 9 í Burst, Stór holti 1. — Um É r ræðuefni; — ’ JD Menntamál, . « frummæl *• andi: G y 1 f i Þ. G í s 1 a s o n, menntamála ráðherra. — Síðan verða frjáls ar umræður og fyrirspurnir. Kaffiveitingar á fundinum. Félaga eru hvattir til að fjöl menna stundvíslega. Aukin spenna í Frakklandi París, laugardag. i ur spennan aukizt í Frakklandi ÞING alsírskra uppreisnar- og Alsír. manna lýkur senn umræðum! De Gaulle forseti hélt sér— sínum um samkomulagið við stakan skyndifund með helztu frönsku stjórnina um vopnahlé ráðgjöfum sínum í morgun. í Alsír, og jafnframt þessu hef Framhald á 14. siðu. Alþýðublaðið — 25. febr. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.