Alþýðublaðið - 13.03.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 13.03.1962, Qupperneq 15
Eg skulda yður þa,ð fyrir að ó- náða yður“. ,,Ég vildi heldur frá kaffi“, sagði Schaney. • ,,Ég þarf aö sækja stálfarm klukkan hálf íimm“. Schaney setti i'auða leðurhúfu á höfuð sér og þeir gengu út. Schaney fór að lýsa hættum þeim sem fylgdu því að aka með stálfarm og því gæti komið fyr- mann þegar 45000 punda hleðsla kæmi inn um bakhlið- vörubils- hússins. „Það sagði mér einu sinnni maður frá því á vísindarlegan hátt. Það er kaliað tregða. Bíll inn nemur staðar þegar maður keyrir á eitthvað en stálið held ur áfram að hreyfast". Þeir stigu inn í bíl Bens og Ben ók yfir að horninu og lagði bílnum á bílastæðið við krána. Þar stóðu fimm eða sex aðrir bílar. „Lítið að gera“,' sagði Schan ey. Hapn benti niður eftir göt- unni. „Þarna býr Selma í brúna húsinu. Hún og þrjár aðrar döm ur. Ef hún skildi ekki vera hérna“. Þeir fóru inn í Lanterman krána. Þetta var venjuleg krá, hreinlég og þokkaleg og alls ekki nýtízkuleg. Schaney leit um hverfis sig og benti svo yfir að bás við barinn. „Þarna er hún“. Þeir gengu yfir að básnum Selma leit upp og kinkaði kolli til Schaneys. Hún leit á Ben og svo aftur á Schaney og sagði: „Þú kannt reglurnar Joe. Ertu að reyna að láta henda mér út?“ Hár hennar ljómaði af nýju hennaskoli og því var hrúgað upp á höfuð hennar og lakkið litraði. Andlit hennar minnti Ben á páskaegg sem hefur verið mál að of skrautlegum litum og of livössum dráttum. Hún var í ó- hreinni bleikri peysu sem var hneppt yfir þrýstin brjóst henn ar, síðbuxum með svörtum og hvítum mynstri, 0g háhæla skóm. Hún drakk bjór. Schaney hristi höfuðið. „Hann lángar bara að tala við þig um Al“. „Hann“, sagði hún glampi - 73 kom í augu hennar. „Það svín. Ég hefði átt að kæra hann. Svo leit hún á Ben. „Hvers- vegna?“ Ben útskýrði það fyrir henni. Nú voru þeir Schaney setztir nið ur og barþjónninn var kominn til þeirra. Ben sagðist borga. Selma vildi fá tvöfaldan whis- ky og Schaney ákvað að fá steik með kaffinu. Ben bað um það sem honum kom fyrst til hugar honum stóð á sama um allt, þessi kona var hans síðasta tækifæri og hann vissi ekki hvað hann ætti að gera næst. Hún spurði hann: „Hvað vilj ið þér fá að vita um A1 Gut- hrie?“ Sagði hann hvert hann ætl- aði að flytja?" „Nei, eiginlega ekki“. „Gaí hann það í skyn? Hvað sem er, jafnvel smásetning“. Hún hristi höfuðið. „Hann talaði svo brjálæðislega það Évöld. Ég veit ekki“. „Hvað sagði hann?“ „Hann var blindfull og allt í feinu virtist hann sléppa sér al- veg. Við sátum bara og töluð- um saman og allt í einu léit hann svona einkennilega á mig og sagði: „Þú ert með rautt hár en það er ekki líkt hárinu á Lorene.“ Ég spurði hann hver Lorene væri og hann sagði kon an mín. Ég sagði við skulum sieppa henni og hann sagði goti og vel nú má ég ekki einu sinn’ tala um hana. Hann sagði að væri eins og allir hinir alltaf að reyna að halda honum frá henni. Ég segi yður satt hann sleppti sér alveg“. Hún þagnaði og hristi höfuð- ið reiðiiega. „Ég sagði honum að fará heim. En hann vildi það eklci. Það var eins og hann hefði byrgt þetta allt inni með sér og yrði að láta það bitna á einhverj um. Hann sagði að enginn skildi taka liana frá honum. Hann sagðist vera búinn að ráðgera þetta allt og ná í húsið. Hann sagðist ætla að fá hana aftur'1. ,,Húsið“, sagði Ben. „Húsið. Sagði hann yður hvar það væri?“ Hann reis á fætur og fór út úr kránni. Schaney og konan horfðu foiVitnin á eftir lionum út. „Hvað gengur að honum?“ spurði hún. „Svei mér ef hann er ekki álíka geggjaður og Al“. „Þarna hitturðu naglann á höf uðið“, sagði Schaney. Hann borðaði steikina og tuggði áf miklum móð. 12 Ernie MacGrath leið enn jafn undarlega á laugardaginn. Honum leið ekki betur en fyrr. Hann fór að heiman áður en Ivy hafði tekist að komast að því sem að honum gekk. Hann kom snemma á skrifstofuna og sat og starði til skiptis út um gluggann og yfir að dyi-um, sem á stóð letrað Martin Packer, lög regluforingi. Allt í lagi, hugsaði Ernie, það er bezt að heyra hvemig það hljómar. „Packer lögreglufor- ingi, ég held að það geti verið að góðvinur minn hafi myrt kon- una sína og falið lik hennar ein- hversstaðar og tilkynnt hvarf hennar. Ég held að hann hafi kannske gert þetta vegna rauð- hærðrar kvensu”. „Og hvers vegna haldið þér þetta, MacGrath?” „Vegna þess að þessi góðvin- ur minn fór að heimsækja rauð- hærðu kvensuna í gærkveldi og vildi ekki segja mér hvert liann væri að fara”. „Vitið þér eitthvað um þessa konu? Getið þér sannað eitt- livað Getið þér sannað að morð hafi verið framið?” „Nei, herra minn. Ég held þetta bara af því að góðvinur minn hagaði sér svo undarlega”. „Og hverskonar leynilögreglu maður eruð þér MacGrath?” Og hverskonar vinur? Ernie fór ekki inn til Pack- ers. í stað þess fór hann niður. Það voru engar nýjar fréttir. Hann fór aftur upp á loft og las allskonar skýrslur, en 1 engin þeirra var um óþekkta konu lif- andi eða dauða. Það gladdi hann þegar Bill Drumm kom, og hann varð að hugsa um annað. Þegar þeir fóru út að borða, ók hann fram hjá íbúðarhúsinu sem Ben hafði farið í heimsókn í kvöldið áður. Bíll Bens stóð þar fyrir utan. „Hvað er að?” spurði Bill. „Ekkert”, sagði Ernie. „Alls ekki neitt”. Hann ók að veitingaliúsinu ag hugsaði um þetta allan tímann, sem þeir voru að borða. Hann reyndi að muna hvar Ben liefði lagt bílnum kvöldið áður. Það var erfitt af því að aðrir bilar stóðu á bílastæðinu. En hann á- leit að mögulegt væri að bíllinn hefði staðið þar alla nóttina. Klukkan hálf fimm ók Ernie fram hjá dómhúsinu. Það logaði ljós á skrifstofu Ben Forbes. — Þetta kom Ernie á óvart og. hann varð forvitinn. Hann lagði bílnum og gekk að húsinu. Þegar hann kom inn á skrif- stofuna var Grace Vitelli að fara í kápu sína og hún brosti til hans og sagði: „Gott kvöld herra MacGrath. Herra Forbes er ekki hérna“. Ernie spurði: „Af liverju vinnurðu svona lengi í dag?“ Hún sagði honum það. „Ég hef verið að koma þessu í lag í all- an dag. Ég vildi að allt yrði í lagi svo hann komi aftur að öllu í lagi og ekkert biði eftir hon- úm.“ Tárin komu frarn í augu hennar. „Veslings herra For- bes. Mér fannst einhvern veg- inn í morgun að hann gerði ekki ráð fyrir að koma nokkru sinni aftur“. „Ó,“ sagði Emie, „hann er bara taugaæstur. Þetta gengur allt“. Hann óskaði að Grace þætti ekki svo vænt um Ben eða að hún væri ekki svona elsku Jeg manneskja. „Má ég aka yk ur heim?“ „Ég vil ekki ónáða yður“, sagði hún en hann svaraði að það væri alls ekkert ónæði. Hann reyndi að gera sér ljóst hvers vegna Ben væri að loka skrifstofu sinni. Sennilega var það aðeins vegna þess að hann treysti sér ekki til að vinna starf sitt núna og það var skilj anlegt en var það ekki líka vegna þess að með því móti iosnaði hann undan árvökru augnatilliti Grace Vitelli? „Hvað getur hafa komið fyr- ir hana herra MacGrath? Ég skil ekki hvernig fullorðin kona fer að hverfa svona út í blá- inn“. Eða eins og jörðin hefði gleypt hana. Hvort sem maður vildi. > „Ég veit það ekki“, sagði Ernie. „En ég geri ráð fyrir að hún finnist fyrr eða síðar“. Grace læsti dyrunum og setti lykilinn í veski sitt. „Ég vona það. Carolyn Forbes var ein elskulegasta kona, sem ég hef kynnst. Ég gæti ekki afborið það hefði eitlhvað illt komið fyrir hana“. Þau gengu yfir forsofuna. „Þekkið þér Mary Catherine Brower?“ spurði Ernie. „Nei“ sagði Grace. „Jú ann- ars. Það geri ég. Það er að segja ég þekki hana ekki en ég veit hver hún er. Hún býr með frú Guthrie". „Frú Guthrie?" „Lorene Guthrie. Hún er við- skiptavinur herra Forbers. „Það var vanþukni'narhreimur í rödci Grace Vitelli. „Hann útvegi henni skilnað". „Er hún lagleg og rauðhærð?" „Já, það er Lorene. Hvers- vegna spyrjið þér?“ „Vinur minn þekkir þær og liann sagði að þær þekktu Ben“. Þau gengu niður stigann. „Það er einkennilegt", sagði Grace. „Ég held að herra For bes hafi aldrei hitt ungfrú Brewer. Ég talaði einu sinni við hana í síma“. „Það getur verið að vini mín um hafi skjátlast", sagði Ei-ni og opnaði fyrir henni dyrnar. „Mér skildist að þau þekktust vel“. Grace hristi höfuðið. „Ég get ekki skilið það. Að vísu gæti verið að herra Forbes hefði þurft að hitta frú Guthrie við víkjandi skilnaðinum en annars ekki“. Viðvíkjandi skilnaðinum. Já. Og fyrst Ben hafði komið á skrif stofuna í morgun hlaut hann að hafa fært bílinn. En kannske hafði hann fært hann stundarfjórðungi áður en liann fór á skrifstofuna. Og hann hafði hraðað sér til baka. Þau gengu yfir götuna að bíl Ernies. „Vinnur frú Guthrie úti?“ „Eruð þér að spyrja að þessu sem lögreglumaður herra Mac- Granth?“ Ernie hrökk við. Hann hik- aði augnablik og velti fyrir sér hverju væri bezt að svara og hún varð fyrri til. „Ég veit ekki livað Lorene Guthrie hefur sagt eða hvað hún hefur reynt að gefa í skyn. En ég get sagt yður staðreynd- irnar og mér stendur á sama hvort ég rýf trúnaðarreið minn eða ekki“. Hún stóð við hliðina á bil Ernio og neitaði að setjast inn jafnvel þó hann héldi hurðinní opinni fyrir hana. Stór dökk augu hcnnar leiftruou. „Lorene Guthrie var vesæl lít il súlka gift stórum hrotta sem misþyrmdi henni. Herra For- bes útvcgaði henni skilnað og leyfði henni að borga skilnað arkostnaðinn á jafn löngum tíma og.hún vildi af því að hann vissi að liún hafði haft það erf itt. Já, Lorene er farin að vinna, hún hefur góða stöðu lijá Blaek stone og hún hefur ekki greitt eyri inn á reikning sinn í hálft ár. Þcr getið sagt henni að ég hafi sagt þetta. Þér getið sagt henni að ef herra Forbes væri ekki svo örlátur, sem raun er á væri innheimtumenn á hæl- um hennar núna. Og þér get- ið sagt hvérjum sem er að hafi hún gefið í slcyn að herra For- bers sé henni annað og meira en lögfræðingur hennar þá sé hún að ljúga. Þarna! Er þetta svar við spurningum yðar? Öll um yðar sourningum lierra MacGfSth?1' VIÐ VILJUM GJARNAN SENDA YÐUR BLAÐIÐ HEIM. ÁSKRIFTAR- SÍMI OKKAR ER 14-900. BÍ3CÐÍCS ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. marz 1962 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.