Alþýðublaðið - 15.03.1962, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.03.1962, Qupperneq 8
í Ástralíu ræða menn um það, hvort svörtu svanirnir þar séu skaðræðisgripir eða ekki. Fyrstu landnemarnir, sem til landsins komu, litu á svörtu svanina sem einhvers konar furðudýr, því þeir voru vanir því, að svanir væru hvítir. Æ síðan hefur svörtu svönunum í Ástralíu verið sýnd margs konar eft- Irtekt og jafnvel virðing. Þeir eru í skjaldarmerki Vest ur-Ástralíu, þeir hafa kom- izt á frímerki landsins, skáld- in hafa sungið þeim lof, og ýmsir staðir í landinu hafa hlotið nöfn eftir þeim. En þessi forna virðing svörtu svananna fer nú minnkandi hjá sumum. Jarð- eigendur kvarta undan því, að svanirnir eti mýrargrasið, sem þeir fæða búféð með, og 1 WMWMiMWWWWMM EOBERT WAGNER borgarstjóri í New Yorb befur athugað Iög allra þeirra klúbba og félaga, sem hann er meðlimur í, en þau eru alls 31, til þess að ganga úr skugga um það, hvort nokkrir kynþáttahleypidómar séu I löffum þeirra. — Hefur borgarstjórinn þegar sagt sig úr nokkr um félögum, t. d. „New York Athletic Club”, sem útilokar „vissa hópa þegnanna” eins og Wagner orðar það. Hann hefur lika sagt sig úr hinum fræga klúbb „The Elks”, þar sem hann var í stjórn. Orsökin var lagagrein: „Aðeins hvítir menn mega vera í félaginu”. AMMMMMMMMMMMW fiskveiðimennirnir halda því fram, að svanirnir séu ábyrg- ir fyrir dauða fiska í stórum stíl, því þeir éti fæði, sem fiskamir myndu annars lifa á. Svörtu svönunum hefur fjölgað svo mjög í seinni tíð, að þeir hafa beinlínis valdið ýmiskonar tjóni á einstökum svæðum í vesturhluta Vic- toriuríkis. Af þessum ástæðum var í fyrra leyft að veiða svanina á sérstökum tíma, og er þetta í fyrsta sinn, sem það er leyft síðan 1909. Á landnámstíma Ástralíu var litið á svaninn sem góðan veiðifugl, en nú hefur hann verið friðaður svo lengi, að menn voru í fyrra alveg bún- ir að gleyma því, að hann væri góður til matar. Nú álíta yfirvöldin að það muni á engan hátt skaða stofn fugls- ins að leyfa að veiða hann á- kveðinn tíma á ári hverju, og má vel vera, að í framtíðinni verði gefið leyfi í öðrum fylkj um en Victoríu til að veiða hann á ákveðnum tíma á hverju ári. Það leyfi fer eftir því, hvort Ástralíumenn koma sér saman um það, hvprt svörtu svanirnir eru skaðlegir fuglar eða ekki. Ný skáldsaga hefur verið bönnuð í Suður-Afriku. Hef- ur samband rithöfunda þar syðra mótmælt því til innan- ríkisráðherrans. Skáldsaga þessi nefnist „Heimur hins óþekkta manns” (The world of a Stranger). Fjallar hún um vináttu hvíts manns og svarts í Jóhennesarborg og er skrifuð af einni frægustu skáldkonu Suður-Afríku, Na- dine Gordimer, sem nýlega hlaut 100 þús. kr. bókmennta- verðlaun í London. Suður-afrískir rithöfundar urðu svo gramir yfir banni stjórnarinnar, að samtök þeirra í Jóhannesarborg og Höfðaborg fóru strax að ræða um myndun sameiginlegrar nefndar, sem skyldi ganga á fund innanríkisráðherrans og mótmæla þessari skerðingu á prentfrelsi í landinu. Einn rit höfundanna sagði þetta um bókabannið: Það lítur úr fyr- ir, að ritskoðunin sé að leit- ast við að gera land okkar hlægilegt í augum annarra þjóða. En það eru ekki aðeins rit- höfundar, sem horfa með ó- hug á vaxandi fjölda bóka, sem bannaður er. Á síðustu fjórum árum hefur tala bann- HJONABA IRYGGIR FARSÆL HJONABOND Hjónabandsvél er það allra nýjasta. Elektrónísk reikni- vél, sem kemur hinum réttu saman í það heilaga eftir upp lýsingum, sem vélin hefur áður verið „matreidd” með. Það er í New York, sem farið er að nota þennan nýja reikni vélheila. Hjónabandsmiðlun- arskrifstofa nokkur fékk sér reiknihella í þessum tilgangi, og viðskiptin hafa aldrei gengið betur en síðan hún tók nýju vélina í notkun. Það sem mest er um vert er þó að jafnmörg hjónabönd hafa aldrei enzt £ sögu skrifstof- unnar og síðan vélin var tek- in í notkun. Forstjóri fyrirtækisins, dr. Eric Ross segir, að af þeim 500 hjónaböndum, sem stofn- að hafi verið til samkvæmt ábendingum vélarinnar síðan hún var tekin í notkun ár- ið 1956, hafi aðeins eitt þeirra endað með hjónaskilnaði. — Þess skal getið, að einu hjóna bandi af hverjum fjórum í Bandaríkjunum lýkur með skilnaði. Þótt fullkomin sé, er ekki hægt að ábyrgjast neitt með algerri vissu, segir forstjór- inn. Vísindin hafa hér feng- ið áorkað miklum framför- um, en ekki nægilegum til þess að við getum ábyrgzt að hjónabandið haldist ævilangt, en betri árangur en nú síð- ustu árin, eftir að við tókum vélina í notkun, höfum við aldrei náð. Áður en upplýsingariiar eru settar í vélina er tilvon- andi hjónabandsaðili . spurð- ur spjörunum úr af sálfræð- ingi og öll svörin lögð niður á númerað kort. Kortið er svo sett í vélina og er þar ásamt 3000 konum, sem eru í leit að eiginmanni. Þá eru tilvonandi eigin- menn einnig spurðir spjörun- um úr á svipaðan hátt og bú- in til kort yfir þá, sem sett eru í vélina með öllum upp- lýsingunum. Eftir hálfan mánuð hefur fyrirtækið svo nafn á þeirri konu, sem virðist hafa mikið eða mest sameiginlegt með einhverjum manni, sem líka er á vegum skrifstofunnar og þau eru þá leidd saman. — Flestir, sem til þessarar miðl- unarskrifstofu koma, eru vel menntaðir og margir eru frá- skildir og vilja ekki hætta á neitt í næsta hjónabandi.. Meðalaldur fólksins var 35 ár. Eitt sinn leiddi vélin sam- an áttræða konu og áttatíu og eins árs karl og þau lifa enn saman í hamingjusömu hjónabandi. Og hvað er það svo, sem heldur hjónabandinu saman og gerir það svo varanlegt? Báðir aðilar verða að lað- ast hver að öðrum, bæði til- finningalega og kynferðilega, og þeir verða að geta rætt saman um öll áhugamál sín. Þeir verða einnig, að áliti dr. Rose, að standa á svipuðu menntunarstigi, hafa alizt upp við svipaðan efnahag og æskilegt er, að þau séu álíka fríð og gjörvuleg. — Aðalvandamál margra hjónabanda. er það, að þegar hjónabandið hefur varað nokkurn tíma hætta hjónin að geta talað vel og innilega saman. færðra bóka orðið meiri né minni en 38 þrjú þúsund og átta hr —, og er það um 1000 bækur en állar þær, bannaðar voru frá 19 1956. Verk margra 1 frægra rithöfunda stai bannlistanum, t. d. Hí ways, Zola, Tolstoy, rence, Sartre, og Be NADINE GORDIM Russel. Flestar hinna uðu bóka eru samt ui þáttavandamál. Ekki er til birtur einn listi yfir þær bæki bannaðar hafa verið, e hvoru eru birt nöfn yí nýju bækur, sem ba skulu. Þeir munu þess vegr margir, sem eiga ba bækur í bókahillum frá fyrri tíð. Það er þ hættulaust, því komi: upp, að menn hafi vís í fórum sínum bannaði ur, geta menn átt von að því 100 þús króna í fangelsi allt til fimm í Suður-Afríku g 15. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.