Alþýðublaðið - 28.03.1962, Side 3
Algeirsborg, París og Rabat, 27.
marz: — ALLSHERJAR verkfall
ríkti enn í dag í Algeirsborg, en
bað er gert til þess að minnast
þeirra manna, er féiiu í átökun-
um síðustu daga.' Á yfirborðinu
var allt með kyrrum kjörum, en
spennan cr ennþá mikil. Nú er
talið, að yfir 50 menn hafi fallið
í álökunum í gær. í morgun bar
fólk blóm og blómsveiga á staði,
þar sem barizt var, og á sveigana
letrað: „Þeir féllu fyrir Frakk-
Iand”.
í Óran virtust foringjar OAS
enn ekki hafa náð sér eftir áfall-
ið, sem handtaka Jouhaud, fyrr-
verandi hershöfðingja hafði í för
með sér, en hann var fluttur til
Parísar og verður stefnt fyrir sér-
stakan lierrétt eftir viku.
Eini sögulegi atburðurinn í dag
var árás OAS með sprengjuvörp-
um á hverfi Serkja í Óran, en tal-
ið er, að fimm Serkir hafi fallið
og 20 særzt. Hverfinu var strax
lokað. Sagt er, að Serkir liafi sýnt
mikla stillingu þrátt fyrir ögran-
ir OAS-samtakanna.
Um mannfall í Algeirsborg er
ekki vitað enn. í kvöld var opin-
berlega tilkynnt, að náðst hefði í
fremsta leiðtoga OAS í Vestur-
Alsír, sjóliðsforingjann Guillau-
SAMBÚÐIN
ERFIÐARI
MOSKVA: VASILY Kuznet-
sov, aðstoðarutanríkisráð-
herra Rússa, ræddi á þriðju-
dag við sendiherra Frakka í
Moskvu, sem nú hefur verið
kallaður heim vegna viður
kenningar Rússa á FLN-
stjórninni. Kuznetsov kvað
ákvörðun Frakka mundu
hafa í för með sér mikla erf
iðleika I sambúð ríkjanna,
en hún væri ekki of góð fyr-
ir. Hann lagði áherzlu á, að
viðurkcnningin væri ekki
gerð af fjandskap ‘við frönsku
stjórnina.
me, og liann hefði verið fluttur
til Parísar.
í dag var tilkynnt í Rabat, að
Abdel Bahman Fares, fyrrum for
seti landþingsins í Alsír, muni j
gegna embætti forsætisráðherrarí \
ráðuneyti 12 manna, sem á að fara
með völd í Alsír þar til þjóðarat-
kvæðagreiðsla hefur farið fram.
Bráðabirgðastjórn þessi á m. a.
að sjá um það, að vopnahléssamn-
ingarnir verði haldnir og ganga
frá því þjóðskipulagi, sem verður
á fót sett eftir atkvæðagreiðsl-
una. Þá á bráðabirgðastjórnin að
vera Fouchet, stjórnarfulltrúa
Frakka, til ráðuneytis. Fares var
í frönsku fangelsi, en sleppt úr
haldi á dögunum um leið og Ben
Bella og fleiri FLN-foringjar.
Fares ræddi í dag við frétta-
menn og sagði, að aðalatriðið væri
að koma á friði eftir margra ára
styrjöld og tryggja öllum íbúum
landsins lífshamingju.
í frétt frá franska dómsmála-
ráðuneytinu segir, að í málaferl-
unum gegn Jouhaud hershöfð-
ingja, en mál hans kemur fyrir
hinn sórstaka herdómstól eftir
nokkra daga, verði bæði tekið til
greina þáttur hans í hinni mis-
heppnuðu byltingu í Alsír í fyrra
og auk þess störf hans sem næst-
æðsti maður OAS-samtakanna að
undanförnu. Jouhaud hefur áður
verið dæmdur til dauða, og þegar
hinrf æðsti herdómstóll hefur
fjallað um mál hans verður dómn
um ekki áfrýjað. Hinir þrír hers-
höfðingjarnir, sem ásamt Jouhaud
voru forsprakkar byltingarinnar,
verður stefnt fyrir lægri herdóm-
stól.
Stjórnarfulltrúi Frakka í Alsír,
Christian Fouchet, varaði í kvöld
evrópska menn í Alsír við sam-
blástri með OAS-morðingjunum,
sem hvatt hefðu þá til bardaga
gegn öryggissveitum í' Algeirs-
borg í dag.
Stjórnarfulltrúinn lagði á það á-
herzlu, að sú tilraun OAS að koma
í veg fyrir vopnahlé í Alsír væri
dæmd til að mistakast,
Fouchet • skoraði ákaft á evr-
ópska menn og sagði, að það væri
sitthvað að vera ættjarðarvinur
og halda fast í franskt Alsír, öðru
máli gegndi að ganga í lið með
morðvörgum.
GEIMSKIP
Á VILLI-
GÖTUM
RUSSINN lentur' á tungl-
inu? Nei, ekki alveg. Hins
vegar er hér um að ræða
kvikmynd, sem segir frá
rússneskmn geimförum, sem
ætla að þeir séu komnir til
Venusar, þegar sannleikur-
inn er sá, að þeir villtust
Iítillega af leið og lentu á
brezku eyjunni Sylt! Þetta
veldur auðvitað margskonar
misskilningi og mörgum skop
legum atvikum, ekki sízt þeg
ar geimfararnir byrja að
sjá kvenfólk, sem að vísu
minnir þá á Venus en þó
ekki þann Venus, sem þeir
þykjast standa á. — Kvik-
myndin er þýzk — það er að
segja vestur-þýzk.
MtHMWMHUMtWMHmHM.
Rusk, Gromyko og Home halda heim
VINOGRADOV, sendiherra
LONDON og GENF 27. marz:
Utanríkisráðherra Breta, Ilome lá
varður kom í dag til Lundúna frá
Genf þar sem hann hefur setið á
afvopnunarráðstefnunni. Hann
sagði, að ekki væri mikill grund
vallarmunur á tillögum Bandaríkj
anna og Sovétríkíanna um afvopn
un, en Sovétríkin vildu framkvæma
algera afvopnun á fjórum árum
og Bandaríkjastjórn á níu.
Home lávarður kvaðst sannfærð
ur um, að ef góður vilji væri fyrir
hendi mætti brúa bilið á milli þess
ara tillagna.
Rusk utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna er á leið heim til Was
hington frá Genf. Hann sagði í
ræðu í morgun, að utanríkisráð
herrarnir hefðu náð misjafnlega
/miklum árangri í þrem helztu
j markmiðum þeirra með för þeirra
j til Genfar.
Hann kvað markmiðin hafa veriö
I þessi; :Að undirbúa jarðveginn
fyrir viðræður um afvopnun, að
koma sér saman um vinnutilhögun
og skiptast, á skoðunum um gruna
vallarsjónarmið ríkisstjórna þeirra
Hann sagði, að ekki þyrfti nema
slysni eða óheppni til að hleypa
öllu í bál og brand, og ef áfram
héldi sem nú horfði í vígbúnaðu.
kapphlaupinu hefðu stórveldin
ir að ráða helmingi öflugri dráps
tækjum árið 1966.
Groinyko, utanríkisráðherra So-
vétrikjanna, fer heim til Moskvu
á föstudaginn, og eftir brotit'ór
utanríkisráðherra þríveldanna
munu fleiri utanríkisráðherrar
hugsa sér til hreyfings. Afvopn
unarráðstefnan heldur hins vegar
áfram.
Rusk sagði í ræðu sinni, að
mikið gagn yrði af ráðstefnunni
ef hún kæmi sér saman um þessav
a'ðgerðir: 1. Stöðva hið síaukna
vígbúnaðarkapplilaup. 2. Koma í
veg fyrir að fleiri lönd fái kjarn
orkuvopn. 3. Aðgerðir til þess að
minnka styrjaldarhættuna.
Rusk lagði til, að settar yrðu á
fót nefndir, sem skuli fjalla um
ýmis vandamál, t.d. að fjarlægja
hættuna á sýklahernaði, hernaði
með kjarnorkuvopnum og flug
skeytum, allt undir öruggu alþjóða
eftirliti. Rusk lagði áherzlu á, að
vinna yrði að lausn vandamálanna
og byrjunin hafi verið góð.
í sameiginlegn yfirlýsingu Rusks
og Gromykos sem gefin var út í
morgun segir, a„ viðræður þeirr i
um Berlínarmálið hafi verið gagn
legar og opinskáar og árangur
hefði náðst, einkum hvað varðaði
að gera grein fyrir því, á hvaða
sviðum samkomulag væri ríkjandi
og hvar ekki.
Lélegur afli
Sauðárkróki 27. marz
AFLI bátanna hefur veriff lé-
legur, og gæftir hafa veriff stirðar
Bátarnir hafa veriff á netaveiðum
sl. hálfan mánuff en veiffa sáralítiff
Héðan hafa róið tveir stærri
bátar. Annar þeirra er nú á neta
veiðum, en hinn er faránn til
Keflavíkur þar sem hann mun
hefja róðra. — M.B.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 28. marz 1962 3