Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — Sunnudagur 8. apríl 1982 — 83. tbl. Áhöfnin bjorgaðisf / gúmmibát, b^gar Hekla STRANDFERÐASKIPIÐ Hekla lenti í árekstrl við lítiim bát, Pálma frá Litla Árskógssandi, skammt frá Hrísey í gærkvöldi. Báturinn sökk, en fimm menn af honum björguðust í gúmmíbjörg- unarbát, og fór Hekla meS þá til Akureyrar, þar sem sjópróf hófust í morgrun, en þeim var ekki Iokið er síðast fréttist. . Pálmi var að koma úr róðri og var með góðan afla þegar áreks* urinn varð, og það var Hekla sem sigldi á hann. Þegar mönnunum fimm hafði verið bjargað um borð í Heklu var reynt að koma taug út í Pálma og draga hann, en hann sökk. Pálmi er 10-12 tonna bátur, og var smíðaður fyrir 30 árum, en í honum er nýleg vél. Skipstjóri á bátnum var Guðlaugur Sigurðsson Brattavöllum á Árskógssandi. Sjópróf hófust í morgun, og var talið að þau mundu standa yfir eitthvð fram eftir degi. Fréttarit ari blaðsins náði tali af Guðmundi Guðjónssyni skipstjóra á Heklu, en hann vildi ekkert segja, þar sem málið væri I rannsókn. Hins vegar kvað hann óhætt að hafa það eftir sér, að oft bæri á því, að fiskibátar fylgdu ekki almennum siglingareglum. Kristján Jónsson dæmir í sjó rétti, en mcðdómarar hans ern þeir Þorsteinn Stefánsson, hafnarvörð ur og Bjarni Jóhannesson, skiþ- stjóri. — G. St._ EYJABERG HÆST MEÐ 557 TONN Vestmannaeyjum í gær: VESTMANNAEYJABÁTAR hafa ‘ fengið heldur lélegan afla að und anförnu, enda hafa gæftir verið stirðar. Um 100 bátar hafa verið: á sjó daglcga. Af þessum sökum Framhald á 3. síðu. LÖMBIN eru búin aS finna ilminn af vorinu, og sjáiS bara hvernig þau hoppa og stökka! Þetta eru Al- þýðublaSsmynjlir af Seltjarnarnesi. Þao var verið að hleypa þessum lömbum úr skóla, þegar við tókum myndirnar. Það kann að skýra hreyfingarnar. MWWWMWWWtMMiMMIWMWWMWMMWMWWWtMMIM LÖGREGLAN í Bremerhav en hefur sett íslenzkuin sjó- mönnum úrslitakosti. Hafi þeir ekki skilríki sín í lagi fá þeir ekki landgönguleyfi frá 1. júní Jafnframt verður tekið strangar á því en áður, að íslenzkir sjó menn fari eftir þeini reglum sem lögreglan setur þeim. Þetta kemur fram í bréfi frá Jánssen, ræðismanni íslands í Bremerliaven, sem afrit liefur verið sent af til FÍB og Sjó- mannasambands íslands. Janssen ræðismaður segir, að íslenzkir sjómenn sem koma til Bremerhaven, hafi sjaldan vega <bréf, sjóferðabók eða önnur skilríki með ljósmynd. Lögregl an verði oftast að gefa út land göngubréf fyrir sjómennina, en þeim eigi að skila aftur þegar skipið fer, en illa gangi að fá þau aftur og oft fáist þau ekki. Afleiðingin sé, að lögreglan haldi að allir séu komnir um borð og sleppi skipinu úr höfn en iðulcga komi síðar í Ijós að svo sé ekki og verði þá að senda þá til íslands með öðru skipi eða flugvél. í bréfinu segir, að samkvæmt þýzkum löguhi megi aðeins veita þeim sjómönnum .land. gönguleyfi, sem liafi persónu- skilríki með ljósmynd af sér, það vanti þá íslenzku oft. Enn- fremur, að þeir einir megi fara út úr hafnarborginni, sem hafi fullgild vegabréf, til þess nægi landgöngubréf ekki. Þessa reglu brjóti íslenzku sjómennirnir oft Ræðismaðurinn; segir, að lög reglan bendi á, að þegar ,iys verða eða menn hverfi geti það orðið til mikilla trafala að formsatriði séu ekki í lagi. Með hliðsjón af framán- greindu ástandi, :segir Janssen hefur lögreglan í Bremerhaven ákveðið að frá og með 1. júní 1962 verði landgöngubréf véitt þeim íslenzku sjómönnum ein um, sem hafa persónuskilríki með mynd. Eins verði tekið strangar á því en áður ef sjó menn, sem ekki liafi vegabréf, fari út úr borginni. Þannig er frásögn ræðis piannsins. Þessu til viðbótar má benda á, að hvað eftir annað hafa hlotizt mikil vandræði af því, að lögskráning íslenzkra sjómanna á skip er í miklum ólesíri. Eru dæmi þess, að ekki hafi verið lögskráð á togara í tvö ár. SKOPTEIKNING ÚR ÞÝZKU BLAÐI AF fSLENZKUM SJÓMANNI VIÐ INNKAUP

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.