Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 3
Fréttaþjónusta G I Á Helzta umtalsfrétt vikunnar var fyrirhugað Templaraframboð við bæjarstjórnarkosning- arnar KARIAKÓR REYKJAVÍKUR EFNIR TIL 5 SAMSÖNGVA KARLAKÓR Reykjavíkur efnir til fimm samsöngva í Austur- bæjarbíói fyrir styrktarfélaga sína og verður fyrsti samsöngur- inn nk. miðvikudag 11. apríl kl. 7 síðdegis. Á söngskránni verða bæði ís- lenzk og erlend lög. Einsöngvar- ar með kórnum verða að þessu sinni frú Sigurveig Hjaltested óperusöngvari og Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Þau syngja einnig saman nokkra ó- perudúetta. Söngstjóri er Sigurð- ur Þórðarson, og undirleikari Fritz Weisshappel. Karlakór Reykjavíkur hefur nú eftir 35 ára starf, lagt út í það stóra átak, að festa kaup á góðu húsnæði fyrir starfsemi síEa. Standa vonir til að kói-inn geti flutt í þetta nýja félagsheim ili sitt þegar kemur fram á sum- arið og þannig hafið starfsemi sína í eigin húsakynnum með haustinu. Öll _ undanfarin ár hefur Karlakór Reykjavikur verið á Þrju ny Á ÞESSU ÁRI eru fyrirhugaöar þrjár frímerkjaútgáfur til viðbótar blómafrimerkjaútgáfunni frá 23. marz s. I. í júnímánuði n. k. er fyrirhuguð útgáfa með þremur frítnerkjum, kr. 2,50, kr. 4,00 og kr. 6,00. Verða þau með myndum af þremur liöfuð stöðvum hinna þriggja aðalat- vinnuvega landsins, Iðnskólanum (arkitekt: Þór Sandholt), húsi rann sóknarstofnunar sjávarútvegsins (arkitekt: Halldór H. Jónsson), og bændahöllinni (arkitekt: Halldór H. Jónsson). Næsta útgáfa verður 17. septem- ber n. k. og verða þá gefin út Evr- ópufrímerkin svonefndu. Tvö verð- gildi verða gfin út, kr. 5,50 og kr. 6,50. Myndin á merkjunum verður eftir Lex Weyer frá Luxemburg. Síðasta útgáfan verður seint á árinu í tilefni af því, að þá verður væntanlega olkið lagningu sæsím- ans milli íslands og Ameríku. Á frímerkinu verður mynd af landa- bréfi þar sem mörkuð er leið sæ- símastrengsins. Þá skal þess að endingu getið, að ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um teikningu af skáta- frímerki og íþróttafrímerki, sem fj'rirhugað er að gefa ef til vill út á næsta ári. Alfræðiorðabók Alþýðuflokks- féag Kópavogs ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Kópavogs heldur fund í dag kl. 2 í hinu nýja félagsheimili félagsins að Auðbrekku 50. Mjög áríðandi mál á dagskrá. hrakningi með söngæfingar sín- ar, en síðustu árin hefur hann fengið inni í Austurbæjarbama- skólanum og Iðnskólanum og hafa skólastjórar og húsverðir beggja skólanna sýnt kómum sér staka velvild í þessum efnum, sem kórinn þakkar af heilum hug. Að loknum þessum samsöngv- um mun Karlakór Reykjavíkur syngja íslenzk og erlend lög inn á plötu fyriij hljómplötu firmað Monitor í New York, en það er sama félagið og kórinn söng fyrir 1960 og hafa þær plötur verið seldar víðs vegar um heim og eru til sölu hjá Fálk- anum hf. í Reykjavík. Eyjaberg Framhald af 1. síðu. hefur verið lítil vinna í landi. Hinn 4. apríl sl. höfðu 11 bátar fengið yfir 400 tonn frá áramótum Eyjaberg er hæst með 557 tonn. Þá er Halkion með 532 tonn, Björg SU með 523 tonn og Gullver SE með 503 tonn. Þá koma bátar sem hafa aflað undir 500 tonn: Gullborg 497, Á- gústa 473, Dalaröst 472, Stígandi 462, Leó 433 og Kap 428. Ef sæmilega aflast um páskana þ.e. ef páskahrota verður, þá verð ur þetta gott meðalár. — K. M. ungu fólki hafðar til hliðsjónar. Ætti hún einnig að koma full- orðnum að notum. Hugmyndin er sú, að bent verði á ýmsar handhægar heimildir í al- fræðiorðabókinni. Verða það eink um íslenzkar heimildir, sem bent verður á, en einnig alkunnar er- lendar heimildir, aðallega á dönsku, en ef til vili á norsku og * Utvegsmenn segja upp samningum ísafirði, 2. apríl. — Alþýðu- sambandi Vestfjarða barst hrað- skeyti frá Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna hinn 31. apríl sl. þar sem LÍÚ tilkynnir, að það í umboði útvegsmanna á ísafirði, Bolungavík, Hnífsdal, Súðavík, Súgandafirði, Flateyri, Þingeyri, Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði, segi upp gildandi samningum um kaup og kjör matsveina, háseta og vélstjóra á Vestfjörðum, en sá samningur hefur verið í gildi síðan 16. maí 1959. Samkvæmt þessu fellur síld- veiðisamningurinn úr gildi 1. júní næstk. — B. S. fleiri málum einnig. Ekkert hefur enn verið ákveðið um myndir í bókina. Auk kennaranefndarinnar starf ar önnur nefnd í málinu, skipuð af Menntamálaráði. — í henni eiga sæti þeir Vilhjálmur Þ. Gísla son, útvarpsstjóri, Gils Guðmunds son og Árni Böðvarsson. Einnig mun hafa verið athugað að gefa út alfræðiorðabók um ís- lenzk efni, eingöngu og hefur slík bók oft verið til umræðu. WWWWWMWWWWWM* næsta bæjar MILAN — Leopoldo Bene uuce lögfræðingur var bæði glaður og hreykinn þegar hon um tókst að fá skjólstæðing sinn sýknaðan af þjófnaðar ákæru. Hann bauðst til að aka honum heim úr réttinum Á leiðinni bilaði bíllinn og var dreginn á verkstæði. Daginn eftir fór Beneduce að sækja bílinn — og greip í tómt. Skjólstæðingurinn, sem síðan hefur ekki sést hafði tekið af skarið. WWWWtWMWWWMWWIWWt OKKAR Á MILLl SAGT FULLTRUARAÐ Alþýðuflokksins í Reykjavík hefur nú sam- þykkt 5 efstu sætin á framboðslista flokksins við komandi borgar- stjórnarkosningar í Reykjavik. Voru þessi efstu sæti listans sam- þykkt einróma. Listinn fer nú fyrir fund allra flokksfélaganna i Reykjavík og verður listinn afgreiddur endanlega í vikunni. xxxxxx Það er nú endanlega aíráðið, að Guðmundur Vigfússon verði ekki í kjöri á lista kommúnista við borgarstjórnarkosningarnar. Hættir þar með aðalforingi kommúnista í bæjarstjórn um langt skeið, afskiptum af bæjarmálum . . . Mikil átök urðu í þingflokki Al- þýðubandalagsins sl. fimmtudag um það hvort endurkjósa ætti Guð- mund Vigfússon í Húsnæðismálastjórn eða ekki. Þeir Hannibal, Finnbogi Rútur og Alfreð vildu kasta Guðmundi út og vitnuðu til þess að þeir hefðu haft sætið upphaflega, er Sigurður Sigmundsson hefði setið í því, sællar minningar. xxxxxx Silli & Valdi hafa nú keypt enn eina matvörubúðina. Að þessu sinni keyptu þeir Garðabúð við Ásgarð í miðju Raðhúsahverfinu svo- kallaða. Sá, er átti þá verzlun áður, heitir Guðmundur Óskarsson og er formaður í Málfundafélagi vinstri manna. xxxxxx Gils Guðmundsson hefur neitað að vera á lista Þjóðvarnarflokks- ins við borgarstjórnarkosningarnar. Eru Þjóðvarnarmenn mjög fram lágir vegna þessa enda þótt einn maður vilji ólmur fara í framboð, þ. e. Bergur Sigurbjörnsson. xxxxxx Albert Guðmundsson hinn frægi knattspyrnumaður gerist nfl mjög umsvifamikill í viðskiptalífinu og raunar einnig í félagslifi höfuðstaðarins. Albert er þegar orðinn formaður Tollvörugeymsl. unnar h.f. Margir vildu einnig fá hann í bankaráð Verzlunarbankáns og var hann þar í kjöri enda þótt hann næði ckki kosningu, þar eð íhaldið Iagðist gegn þvi að hann kæmist þar inn. — Á aðalfundi í- þróttabandalags Reykjavíkur, sem er nýafstaðinn, varð hörkukosn- ing milli Alberts og Gísla Halldórssonar um formannssætið. Var flt- lit fyrir það fyrir fundinn, að Albert mundi fljúga inn enda er hann mun vinsælli en Gísli meðal íþróttamanna. En Sjálfsætisflokkurinn setti „apparatið" í gang og fékk Gísla endurkjörinn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.