Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 7
 GLOK Fjörtíu ára starfsafmæli ÞAÐ STENDUR YFIR há- vertíð hjá fleirum en bátasjó- piöjöium og frystihú'sfóiki þessa dagana. Á Alþingi er allt á ferð og flugi. Menn taia og skrifa, þingskjölin hrúgast upp og allir virðast stefna að þing- lokum fyrir páska. Enn er þó of snemmt að segja, að það muni takast. Eitt af stærstu málum þingsins, samningsrétt- ur opinberra starfsmánna, hef ur ekki verið lagt fram, og hafa til þessa dags staðið yfir viðræður milli fulltrúa ríkis— stjórharinnar og BSRB. Fyrir nokkru ákvað ríkis- stjórnin að stöðva öll ný mál, sem ekki er brýn nauðsyn að leggja fyrir þetta þing. Hins vegar er það gömul reynsla, að alltaf skýtur eitthvað upp kollinum, sem alls ekki má bíða, og nú eru þingmálin orð- in um 220. Skjalageymslur þingsins eru bókstaflega að fyll ast, en þingmenn hafa nóg að gera við að fylgjast með öllum þeim frumvörpum, breytinga- tillögum, nefndarálitum og öðr um skjölum, sem daglega streyma á bo'rð þeirra. Smám saman þokast málin áfram. Eftir fyrstu umræðu, þegar flytjandi reifar málið, fer það til nefndar. Nefndar- fundir eru á morgnana og stundum í kaffihléum eða jafn vel . meðan deildafundir standa yfir. Nefndir leita áiits ýmissa aðila skriflega eða kalla menn á sinn fund, og gefa svo út álit. í mörgum málum næst samkomulag, en í öðrum klofna nefndir og gerir þá hver hluti grein fyrir sinni skoðun í skrif legu nefndaráliti. Við aðra um- ræðu er fjallað um málin lið fyrir lið og koma þá flestar breytingatillögur fram. Eftir þá höfuðmeðferð gengur mál til þriðju umræðu, og má þá enn freista þess að koma fram breytingum. Komist málið gegnum þriðju umræðuna, fer það til hinnar deildarinnar, og þar byrjar sama meðferðin aftur. Allt er þetta til þess gert að tryggja hverju máli sem ítar- legasta athugun. Sennilega mætti spara mikinn tima með því að láta þingmenn starfa í einni deild en ekki tveim, eins og suraar nágrannaþjóðir okk- ar gera. Hinir eldri og reynd- ari þingmenn benda þó á, að við séum að eðlisfari fljótfær- ir, íslendingar, og ekki megi sleppa því öryggi, sem felst í tvöfaldri meðferð hvers máls. v Er þaö vafalaust rétt, þótt bi'eyling kunni að verða á þessu einhvern tima í fram- tíðinni. Þegar samkomulag er um mál, getur það gengið hratt gegnum þingið, en mæti það einhverri andstöðu, veitir hið flókna kerfi þingmönnum ó- teljandi tækifæri til að tefja það og krefjast tíma til athug- unar. Af þessum sökum þarf oftast að vera sæmileg sam- vinna milli stjórnarliðs og stjórnarandstöðu um þinglok, því vissulega getur stjórnarand staðan tafið nokkur mál, jafn- vel ekki nema eitt mál, svo að þingslit hljóti einnig að dragast. Reynir þá á samninga lipurð forustumanna flokk- anna, og yfirleitt tekst þeim, þótt ekki sé fyrr en á elleftu stundu, að koma sér saman um lokaafgreiðslu síðustu mál- anna. Að þessu sinni leit svo út til skamms tíma, sem allt væri í ró og spekt varðandi lokasprett þingsins. Þó var óvissa um ný stórmál, sem kynnu að koma, tíil dæmis samningsrétt opin- berra starfsmanna, og mun reyna á það næstu daga, ef stjórnin leggur málið fram. í byrjun síðustu viku kom í ljós, að annað mál mundi valöa erfiðleikum. Kommúnistar hófu maraþonræðuhöld út af frumvarpinu um almannavarn- ir og sýndu fullan hug á að stöðva framgang þess, ef þeir gætu, en gera öðrum kosti sem mestan óskunda. í fyrrakvöld sýndi ríkisstjórnin samninga- vilja sinn og dró frumvarpið t. d. til baka með frávísun til að ganga til móts við minnihlut- ann. Vonandi tekst, þrátt fyrir allt, að ljúka störfum þingsins, svo að þingmenn komizt hver heim til sín fyrir páskahátíðina. Hún verður aðeins stutt hlé fyrir þá, áður en baráttan fyrir sveita- stjórnarkosningarnar hefst. VERZLUN Jóns Mathiesen í Ilafnarfirði hefur í dag starfað í 40 ár. Starfsemin hófst í leigu kjallara að Strandgötu 19 þann 8. api'íl 1922. Nokkru síðar reisti Jón Mathiesen stórhýsi að Strandgötu 4 og hefur síðan rekið þar umfangsmikla verzl- un. Hefur hann af alkunnum dugnaði og röggsemi stjórnað einni stærstu verzlun í Hafnar- firði í fjóra áratugi,- Jón Mathiesen hafði áður JÓN MATHIESEN stundað ‘ verzlunarstörf hjá Kaupfélagi Hafnarfjai'ðar. í þvf stai'fi ávann hann sér ágætnn, orðstí og vinsæld fyrir iipurð, ljúfmennsku, velvilja og hjálp- semi við viðskiptavini Kaupfé- lagsins, sem til hans leituðu úp- Hafnarfirði, Garðahx'eppi og víðar að. Ungur reyndist Jón Mathic- sen öllu þessu fólki hugljúfur. Allar dyggðir hefur hann varfl veitt og er enn í dag hinn sami góði drengur. Jón Mathiesen er roskinn a9 árum, en sífellt ungur í anda, glaðvær í viðmóti og gunn- reifur hugsjónamaður. Maðun æskunnar verður Jón Mathie- sen ávallt. Enginn einstaklingur hefvir rekið verzlun í Hafnarfirði jafn lengi og Jón Mathiesen. Á stundum hefur verzlunarrekst- ur verið erfiður og bitnað jafnb á Jóni og öðrum. Hann hefur þó aldrei látið hugfallast. Hanrv hefur sífellt sótt á brattann og: gengr greiðum sporum á tind- inn. ^ Jón Mathiesen á ættir að rekja til gágnmerkra forfcr- eldra. Foreidrar hans jbuggu í Hafnarfirði og leiddu hann úr foreldrahúsum á gæfubraut, er hann hefur síðan gengið. Á merkum timamótum, í dag, þegar 4f> óra starfsdegi er lok- ið, óskum við allir vinir Jóns Mathiesen að djarfar hugsjónir og fyrirætlanir hans megi jafn- an verða honum til farsældar. , Adoíf Björnsson. NNUDAGSK Gol f _ i /1/OKk Uí) T U R INM Tö'am/ Uot>- i> oou • y i Rfl S A/w- H L T íi'flTuM 'i' S éRmT i Lfl A( l> 6 1 «vk .- ST4 hí/ÍL Kok/a U R Y k. ■Aík- l"V/V ■3 JT M (xíMC- U R L'A-N- 1 A& ; y-1 l . . SK.ST. Á U T ó V rJ U L U A R - Fl ÓK | • HAGÚ •—i n-s ■") > ÍTATOK <• * ' ——m -rzz. ' M f ArJb • AA 4 <?.K v-_/ O i r O'/D j 1 p C? t2/V\ - é F Aí 1 T ó/'/V Hl2Ó.£)- L Jl .<rJÍR/ViAf ýT^ óií /fvf ÚA'A- M t t -l 11 (rOA/(*U,i\ 1 h í 1. C pC i þ 9 h ’ A j k AkD 5 Av\ - H l3 ÍTOPPA ■ Tf úUajJ) KékTA DA- :■ t Ai’.V Zf\ í? li V ' ' * F* oST: HlTóÐ — OdAJ 1 N O €= R OSL'eTT i' K A L - Þ7 o £4- 5T öf * - kjn T~ÆL"Vi D - i R Lli Tt : ó/ >v t, Kí?vJ)j) ,h'l\ 6 K. ■ aKotiJR $ÖR 1 > Cr R b £ u R . L A u 5 QttTT U-R. • ■ N. £yí)4 Cr % 6 1A/ l % Tóajaj f,N(, T fi ^ <- T i aá ö - M L\ £ v 0 R - 0D& 1 H f? 0'° Til úT- L A \/ j) A . TAL-A CRtlAJ- 1 • f" ' Í ? L i A/i U R TAlA t Nú> [iKflvii- HujTi T 'o V -v þÁ7Tt/R þK£yTT- UR m e fl -jp4- þR o2ka SPu.K - U AA AA OT-. íP j (? rJ. ■flv ,ALÞÝÍ}UBLA9IP - ,3.2 jspíM, U9S2 jf •Ul . ........ i — ■ i ■ ...... . iVinr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.