Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 2
| tttstjórar: Glsll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — ASstoöarritstjórl: ■Biörgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími Í.4 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins, Hverfisgötu t—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuSi. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Aipýöuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeír Jóhannesson. Öngþveiti í lóöamium iönaðarins í Reykjavík 'BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur nú sam- þykkt að skipuleggja iðnaðar'hverfi við Grensás- veg. Það er ekki seinna vænna, að meirihluti borg arstjómar rumski í þessu máli. Fyrir síðustu borg arstjórnarkosningar lagði Alþýðuflokkurinn mikla éherzlu á það, að sem fyrst yrði bætt úr aðkallandi lóðaþörf iðnfyrirtækja Reykjavíkur. Sjálfstæðis- . flokkurinn hefur þó ekkert aðhafzt í þessu nauð- synjamáli allt kjörtímabilið en rumskar nú rétt fyrir kosningar eins og reyndar í fleiri málum. í (kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins fyrir síðustu Niæjarstjórnarkosningar sagði svo m. a. um þetta ; latriði: „Stuðlað verði af fremsta megni að vexti og viðgangi heilbrigðs iðnaðar í bænum og kostað kapps um að bæta úr húsnæðis- og lóðaþörf I þeirra iðnfyrirtækja, sem nú eru starfandi og leggja grundvöll að nýjum með því að skipu- ■ leggja sérstök verksmiðjuhverfi á hentugum stöðum í bæjarlandinu“. Sannleikurinn er sá, að lóðamál iðnaðarins í 1 Reykjavík eru komin í hreint öngþveiti og er sleif- 1 arlag borgarstjórnar í því efni búið að valda iðnað ! inum stórtjóni. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið að f flýja úr borginni með starfsemi sína vegna þess að • engin leið hefur verið fyrir þessi fyrirtæki að fá ■ lóðir undir starfsemi sína. Það er alltaf gefið sama svarið, þegar fyrirtæki sækir um lóð: Það er ekki ■ búið að ákveða skipulagið á þessu svæði og þess • vegna ekki unnt að úthluta þar lóðum. En það ein- fcennilega er, að alltaf fá einhverjir gæðingar í- fkaldsins samt lóðir á hinum óskipulögðu svæðum! Það er vissulega nokkuð hart þegar gróin reyk- • vísk iðnfyrirtæki verða flýja með starfsemi sína úr höfuðborgmni vegna þess að yfirvæld borgarinn ér hafa ekki komið þyí í verk að skipuleggja þau svæði sem helzt koma til greina undir verksmiðj- ur. En þannig hefur þetta verið. Ekki aðeins e’n- , staklingar verða að flýja út úr borginni til þess að j fá lóðir undir íbúðarhús sín heldur einnig fyrir- \ láekin. Væntanlega verður áætlun borgarstjórnar í nú um verksmiðjuhverfi við Grensásveg meira en kosningaloforð. I Auglýsingasími < Alþýöublaðsirts £ ! h er 14906 ’ %: , ; : - hádegisverður á hálftíma Hér á eftir fcr mat- seðill vikunnar: Sunnudagur 8/4 Aspargussúpa eða Steikt fiskflök m/cocktailsósu kr. 30 eða Omelett m/sveppum kr.30 eða Lambasmásteik m/grænmeti kr. 40 Mánudagur 9/4 Tómatsúpa eða Soðinn fiskur m/smjöri kr. 30 eða Ommelett m/baeon kr. 30 eða Gullash m/kartöflumús kr. 40 Þriðjudagur 10/4. Baunasúpa og Steikt fiskiflök m/sítrónusósu kr. 30 eða Omelett m/skinku kr. 30 eða Saltkjöt og baunir kr. 40 Miðvikudagur 11/4 Grænmetissúpa eða Soðinn fiskur . m/smjöri kr. 30 eða Egg Beary kr. 30 eða Kryddsoðinn bauti m/grænmeti kr. 40. Fimmtudagur 12/4 Kjötsúpa eða Steiktur fiskur Nenweré kr. 30 eða Omelett m/grænmeti kr. 30 eða íslenzkt lambakjöt og kjötsúpa kr. 40 ATH.: að þjónustu- gjald og söluskattur er innifalið í verðinu. * Glaumbær v Fríkirkjuvegi 7. Sími: 22643 og 19330 2 8. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.