Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 5
V\%ww%www.wvwtwwmwvwwwnw wwwmmwwwwwwvwmwvwwm 6 herbergja DAS íbúð HAPPDRÆTTI DAS býður upp á glæsilegan vinning í lok þessa starfsárs. Lokavinn- ingúrinn er sex herbergja í- búð í Safamýri 59. Blaðamönn um var í gær boðið að skoða íbúðina, en hún verður opn- uð almenningi til sýnis á morgun, fimmtudag. — Ýmis konar heimilistæki fylgja í- búðinni svo sem þvottavél, uppþvottavél, hrærivél, elda- vel og bakaraofn, ennfremur gólfteppi horna á milli í' setu- stofu, borðstofu og „holi." ibúðin verður sýnd með glæsilegum húsgögnum, sér- Iega fallegum gluggatjöldum ►s1 Ijósaútbúnaði. Steinþór Sigurðsson listmálari, hefur séð um niðurröðun húsgagna og ennfremur uppsetningu fjölmargra listaverka, sem munu gleðjá augu gesta á kom andi ári, — en þar eru mál- verk eftir 4 þekkta íslenzka listamenn og leirmunir frá Glit. Svefnherbergi eru með ís- lenzkum ofnum, teppum og skinnklæddir stólar bjóða upp á þægilega hvíld. Ekki vantar heldur ruggustól og húsbónda horn, sérlega hentugan klæða- skáp með nýju sniði fyrir hús bóndann og loks stórt og bjart eldhús, hlýleg herbergi fyrir börnin, glæsilegt bað og stórar svalir. — Myndin er tekin í nýju íbúðinni að Safa- mýri 59. Braathen vill SAS í sundur STJÓRNIN VIIIKJÁRA- BÆTSJR Framhald af 1. síðu. styttri tíma og ná þannig kjarabót um. Ríkisstjórnin er fyrir sjtt leyti reiðubúin að stuðla að því, að þær athuganir, sem nú eru hafnar á þessu sviði, geti lcitt til árangurs. I»á ítrekar ríkisstjórnin, að hun telur rétt, að laun þeir v. verka manna, sem lægst eru launaðir, veði hækkuð, svo framarlega sem þetta getur átt sér stað, án jiess að það hafi í för með sé • hækkun annarra launa. Ríkisstjórnin er fús til þess að mæla með slíkri hækkun við samtök atvinnurekenda 1 EINS og við mátti búast, hefur ráðning manns af Wallcnbergætt- inni í starf forstjóra SAS sætt mikilli mótspyrnu í Noregi, og mótmælaraddir heyrast einnig í Svíþjóð. í Noregi er fremstur í andskota liðinu Ludvig G. Braathen, sem dönsk blöð telja einn hatramm- asta andstæðing norrnnar sam- vinnu í flugmálum. Flugfélag hans, SAFE, hefur nýlega birt reikninga, sem sýna 4,1 millj. d. kr. hagnað á sl. ári. — Sjálfstæt.t norskt flugfélag ætti að geta skilað 10 milljón kr. hagnaði á ári, segir hann. Braathen telur, að skipta ætti eignum SAS milli aðildarríkj- anna þriggja, og kveðst ekki í vafa um, að bæði norska og danska deildin mundu bera sig vel fjárhagslega. SPILAÐ í IÐNÓ NÆSTA FÖSTU- DA6SKVÖLD Spilakvöld verður í Iðnó næstkomandi föstudags- kvöld (12. apríl) og hefst kl. 8,30 að venju. Að spilunum loknum mun Páll Sigurðs- son tryggingaryfirlæknir flytja ávarp. Síðan verður stiginn dans. Fólk er hvatt til að fjöhnenna stundvís- Iega. Skemmtinefnd. Vitni sá að ,Pálmi‘ hvarf Litlar líkur eru þó til þess, að ráðum Norðmannsins í þessum efnum verði fylgt að sinni, að sögn danska blaðsins, sem við lás um þessi tíðindi í. 490 lestir / 54 róðrum Ilellissandi, 10. apríl. Aflahæsti báturinn í gær var með 12 tonn, en afli hinna var frá 4 tonnum. Einn bátur fékk 4 lest- ir á línu í gær, og trillubátar hafa fengið sæmilegt á línu. I Hæsti báturinn er Þorkell með 490 lestir í 54 róðrum. Tjaldur er næst hæstur með 440 tonn, einriig í 54 róðrum. Hæsti afli neta róðurs var hjá Þorkatli þann 5. 23,2 tonn. — G. K. VITNI um borð í Heklu sá bát- inn Pálma hverfa undir bakborðs bakka skipsins. Hekla beygði til þess að forðast árekstur, en hún sigldi sem kunnugt er Pálma nið- ur við Hrísey á föstudaginn. Vitnið sá þetta úr borðsal Heklu, en fór til Reykjavíkur með flugvél. Frásögn vitnisins styður framburð stýrimannsins á Heklu, en málið er enn í rannsókn. Það kom fram í sjóprófum á laugardaginn, að Hekla hafði rétt inn, en allir eru skyldugir að víkja til að forðast slys. Sjálfur viðurkenndi formaðurinn á Pálma í sjóprófinu, að ef hætt hefði ver ið á árekstri, hefði sér borið að víkja. Formaðurinn á Pálma heldur fast við þá skoðun ’sína, að bilið á milli skipanna hafi verið nógú breitt. En hvort hann hefði áttr að hætta á slíkt og hvort stýri- maðurinn á ILeklu hefði beygt of seint telcur siglingadómur afstöðu til, sagði Kristján Jónsson full- trúi bæjarfógeta á Akureyri við blaðið í gær. Kristján sagði, að þetta væri mjög erfitt mál, enda kæmi stað- hæfing á móti staðhæfingu. Nú ætti að mæla fjarlægðina eða sjónarhornið frá stjórnpalli í bak borðsbakka Heklu og sjóinn, cn það yrði auðvelt þar sem sjór var sléttur er áreksturinn varð Málið fer fyrir siglingadóm sem- sakamál, en skaðabótamál dæmist í almennum sjódómi. Á meðan heldur rannsókn málsins áfram, en ekki taldi Kristján að nokkuð nýtt mundi koma fram. Veizluhús í Reykjavík NÝTT veitingahús, Hábær, hef- ur verið opnað í Reykjavík. Há- bær mun vera fyrsta veitingahús- ið hér á landi, sem einvörðungu er ætlað að hýsa veizlur manna, gestaboð og lokaða -fundi. í Hábæ, sem stendur á há- Skólavörðuholtinu, hefur öllu ver ið bylt um og innréttað í sam- ræmi við ströngustu kröfur um smekkleg og þægileg húsakynni, sem minna frekar á góð einkahí- býli en veitingahús, enda er það tilgangur eigenda Hábæjar að taka eingöngu að sér lokaðar veizlur og fundi fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og félög, þar sem menn geta verið algjörlega út af fyrir sig, án minnstu truflunar. Salarkynnin eru á tveimur hæðum: á neðri hæð er vínstúka, setustofa og borðsalur og er þar rúm fyrir 34 manns, á efri hæð er salur fyrir fundi og samkvæmi sem tekur allt að 16 manns og fylgir þeim sal einnig setustofa. Eldhús, búr og vinnsluherbergi eru á jarðhæð. Sveinn Kjarval arkitekt teikn- Bolungarvík, 10. apríl. Mál ísfirðiúgsins, sem var afvopnaður á dansleik hér á mánudagskvöldið er enn í rann- sókn, en verður sennilega sent sýslumanninum á ísafirði til með ferðar. aði og sá um smíði á vegum Hús- búnaðar h.f. í Hábæ er lögð mikil áherzla á að framleiða góðan mat við hæfi og eftir óskum viðskiptavina og er matsveinninn vel kunnur fyrir störf sín, en hann heitir Hallbjörn Þórarinsson. — Slíkir veitinga- staðir sem Hábær eru víða er- lendis og þykja ómissandi og mun eigandinn háfa kynnzt þeim náið í Sviss og víðar. Jafnframt áðurnefndri staif- sem rekur fyrirtækið Hábæjar- eldhúsið, sem tekur að sér að út- búa hvers konar veizlur fyryir menn í heimahúsum og sendir útt heita rétti, „kalt borð“, smurt brauð, snittúr. Veitingastjóri i Hábæ er Kristján Sigurðsson. Maðurinn var drukkinn og sáu tveir lögregluþjónar að hann missti skammbyssu á gólfið. Við nánari athugun kom í ljós, að byssan var hlaðin sex skotum, en ekki virtist maðurinn hafa ætlað að nota hana, heldur haft hana með sér „til gamans." Þó veitti maðurinn einhverja mótspyrnu, en var afvopnaður sem fyrr segir. Litið hefur borið á skammbyssum hér á Bolungarvík. Ekki er vitað hvar maðurinn hef- ur fengið byssu þessa keypta. — enda málið í rannsókn. — I.S. Fjölbreytt í Burst Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík heldur skemmtikvöld í Félagsheim ilinu Burst, Stórholti 1 í kvöld kl. 9. Sextett Berta Möller leikur þar fyrir dansi. Skemmtiatriði: 1. Mörgæsadansinn sýndur í fyrsta sinn hér á Iandi. 2. ??? 3. Bingó. Standlampi o. fl. góðir vinningar. 4. Keppni í konfekt-áti. Húsið opnað kl. 8,30. — Mætið tímanlega og trygg- ið ykkur sæti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. apríl 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.