Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 8
 sa Gina Lollobrigida hefur látiS heldur lítið á sér bera undanfariö og verið í skugga af samlanda sínum Sophiu Loren. Nú er Gina lögð af stað aftur og er að leika í nýrri mynd, „La belezza d’ Ippoiita”. Fara nú margar sögur af því, hve vel henni takist í þessari nýju mynd., M. a. hefur hún látið lita á sér hárið og er nú orðin ljós- hærð. í mynd þessari er hún látin dansa tvist í sem allra fæstum klæðum. Þegar hún lék þetta atriði í myndinni voru að sögn allir, sem viff- staddir v'oru jafnheillaðir, allt frá Ijósameistaranum til leik- stjórans Gianfranco Zagni. Eftir dansinn sagði Zagni fullur hrifningar: — Þetta getur engin leikið eftir Ginu, þetta er það allra bezta, þetta er fyrsta flokks, nú hefst nýtt tímabil í frægð arferli Ginu”. Kvikmyndahúsgestir bíða nú spenntir eftir að töku hinnar nýju myndar ljúki svo þeir fái að sjá hina nýju ljós- hærðu Gina Lollobrigidu. GINA LOLLOBRIGIDA AFTUR Á TJALDINU í Þýzkalandi kemur út blað, sem Twen nefnist. Twen er skrifað fyrir ungt fólk, en hefur skorið sig úr fyrir það, hve óhikað það hefur tekið mörg óþægilegt mál til með- ferðar, mái, sem flest önnur blöð í Þýzkalandi hafa forð- ast. Sérstaklega hefur blað þetta látið sér annt um að benda á það, þegar fram hefur komið hjá Þjóðverjum til- hneigingar til að afsaka og réttlæta ódæðisverk Hitlers- tímabilsins. Fyrir nokkru birtist í blaði þessu grein undir nafninu „Er hægt að lifa í Þýzka- landi?” þ. e. a. s. er hægt að lifa í Þýzkalandi sem Gyð- ingur. Grein þessi var rituð af bandarískri Gyðingakonu, frú Mary Lee Meyersohn, sem farið hafði til náms til Miin- chen. Á greininni sést, að spurningarinnar var ekki spurt að ástæðulausu og fær- ir konan velvottuð rök fyrir máli sínu. Eigi óvilhallur maður að svara spurningunni, eftir þær upplýsingar, sem fram koma í greijiinni, verður henni varla svarað nema þann ig: — Já, ef maður getur sætt sig við ýms óþægindi. Greinin er mjög fróðleg, en ekki urðu viðbrögð lesenda síður merkileg og fræðandi, því póstur til blaðsins óx að mikium mun eftir að grein- in birtist. Kom greinilega fram í bréfunum að enn eim- ir eftir af kynþáttafordóm- um þeim, sem nazistar lögðu svo mikið kapp á að útbreiða. Mary Lee Meyersohn hefur grein sína á því að segja frá smáatviki, sem hún varð fyrir á fyrsta degi sínum í Þýzka- landi. Hún giataði veski sínu með peningum, vegabréfi og öðrum verðmætum. Þjóð- verji, sem hún hitti af til- viljun fylgdi henni alllangan veg til næstu lögreglustöðv- ar og var yfirleitt mjög hjálp- samur. Á lögreglustöðinni fannst svo veskið og hafði skilvís finnandi komið því þangað. En það líður ekki á löngu þar til Mary Lee Meyer sohn finnur að þessi kurteisi og hjálpsemi er aðeins á yfir- borðinu. Innan skamms fer hún að verða vör við óþæg- indi vegna kynþáttar síns. Nokkrum mánuðum eftir komu sína til Þýzkalands fær hún tækifæri til að ræða þetta mál við mann, sem hún hittir af tilviljun í lest á leið til Frankfurt. Maður þessi virðist vera dæmigerður og vel nærður „Wirtschafts- wunder”-Þjóðverji, en í Ijós kemur, að hann hefur þó að- eins lifað í Þýzkalandi um nokkurra ára skeið. Maður- inn er Gyðingur. — Fyrst eftir að ég kom til Þýzkalands langaði mig stundum til að fá mér byssu og skjóta eins marga Þjóð- verja og ég gat. En þessar tilfinningar hurfu, sagði mað- urinn. Hér er hægt að lifa vel eins og ails staðar annars staðar. Hér eru bæði góðir og vondir menn. Ég hugsa ekki lengur um, að ég á nú heima og vinn í Þýzkalandi”. Frú Meyersohn heldur á- fram: Seinna í samtali okkar spurði ég manninn spurning- ar, sem aðeins er hægt að beina til Gyðings: Hvernig stendur annars á því, að 30 þúsund Gyðingar geta lifað í Þýzkalandi? Frúin fékk ekk- ert viðunándi svar, að vísu margar skýringar en enga, sem henni fannst fullnægj- andi. Sumir segja, að Gyðing- ar búi í Þýzkalandi, vegna þess að lífskjörin séu góð, aðrir segja, að þeir búi þar, vegna þess að þeir muni ekki una betur hag sínum í Am- erílcu, Englandi eða ísrael, og sumir vísa til Biblíunnar, trúna á stjórn æðri máttar- valda. — Bandarískir vinir mín- ir skilja þetta ekki, enda minnast þeir á það aftur og aftur í bréfum til mín. Aftur og aftur segi ég líka við sjálfa mig: Það er ómögulegt að lifa í Þýzkalandi. Fyrir Gyð- ing er Þýzkaland einn stór kirkjugarður — fullur af draugum. Frú Meyersohn fagnar því, að búa í Hessen, þar sem stjórnin er frjálslynd. „Sem betur fer búum við ekki í Slésvík-Holstein”. En hin ungu hjón finna til einmana- kenndar, jafnvel í hópi vina sinna við háskólann, þar sem þau eru við nám. „Við höfð- um fyrst í stað húshjálp, en þegar konan komst að því, að við vorum Gyðingar, fór hún sína leið og sást ekki aftur”. Þótt ýmis óþægindi fylgi því að vera Gyðingur í Þýzka- landi hútímans, eru þau óþæg indi yfirleitt öll lítilfjörleg, aðeins nálarstungur, en þær geta verið særandi, þegar þær eru margar. — Bandarískur rithöfund- ur, sem bjó fimm ár í Berlín, sagðist oft hafa heyrt illa tal- að um Gyðinga, en gróft op- inbert Gyðingahatur hefði hann aldrei orðið var við. í Bandaríkjunm var það alltaf sagt; að leikritið Anna Frank hafi gefið Þjóðverjum umhugsunarefni. En þegar tjaldið féll klappaði hér eng- inn. En, spyr frú Meyersohn, er þetta ekki eðlilegt gagn- vart leikriti, sem alls ekki er gamanleikrit og snertir við- kvæman blett í sálarlífi þýzku þjóðarinnar? „Ég heyri og ég reyni að skilja, heldur frú Meyersohn áfram, en ég kemst aldrei-á hreint með þetta vandamál. Sambandið milli Þjóðverja og Gyðinga er mjög flókið og erfitt að skilja það. Sumum er þetta mjög viðkvæmt mál. Ég minnist eins atviks. Ég sat á bekk í leikvangi fyrir böm. Annar maður sat á bekknum og við tókum tal saman. Þeg- ar við höfðum spjallað sam- an nokkra stund sagði ég hon- um frá því, að ég væri Gyðing ur. Þá varð hann mjög órór og leið illa. „Enginn hinna almennu Þjóðverja þekkti neitt til fangabúðanna og gas- klefanna”, sagði hann. Svo reis hann upp og hljóp á brott. Eftir smástund kom hann aftur með brjóstsykur- poka í hendinni og rétti mér hann. „Gefðu hann börnun- um”, sagði ég. „Nei, sagði hann þá. „Hann er handa þér”. Ég hafði samúð með hon- um. Veslings Þjóðverjinn, hugsaði ég, Það hafa verið drepnir svo margir, og það eina, sem hann getur gert, er að gefa Gyðingakonu brjóstsykur. Ef til vill er þetta atvik einkennandi fyrir Gyð- ingavandamálið í Þýzkalandi í dag. En það er annað, sem frú Meyersohn hefur kynnzt í Þýzkalandi og sem henni finnst þyngra á metunum, en það sem eftir kann að vera þar af Gyðingahatri. Það er hin mikla fjarlægð milli þeirra, sem neðstir standa í þjóðfélaginu og 'hinna, sem efstir standa að embættum eða áhrifum. Alls staðar rekst maður á þennan mikla stéttarmismun, sem annars vegar veldur leiðin- legu smjaðri, hneigingum og beygingum og hins vegar ó- þolandi hroka og meirimátt- arkennd. Frú Meyersohn lýkur grein sinni með því að lýsa ánægju sinni yfir kynnum þeim, sem hún hefur haft af þýzkri æsku. Hjá æskunni er jöfn- uðurinn meiri, minni virðing og ótti fyrir hvers konar hefð- arvaldi og minni smámuna- semi en hjá eldri kynslóðinni, enda hefur hún hlótið uppeldi. Þetta voru nokkrir úr grein frá Meyersohn. in, sem Twen fékk ef greinin birtist, voru ekl ur merkileg en greinin Aðeins eitt bréfið var nafnlaust, en það vai versta og fullt af gö slagorðum og grófum sl aryrðum nazista um G> Við því bréfi gaf rit blaðsins það svar, að n sem væri fullur slíku legu hatri, yrði að bú undir að hafna fyrr síðar á geðveikrahæli. j ungur maður frá Pape svarar þannig: „Þér sp Eru Þjóðverjar enn naz Svar mitt er: Ég var n Ég skipti utn skoðun, ei ar ég las grein frú 1 sohn varð ég nazisti aft . Flest bréfanna voru v leg í garð Gyðinga, en ur sýndu blandaðar t: ingar í málinu, og þar aðsjáanlegau eftir af 1 gömlu kynþáttafordómu Mörg bréfanna mini: þvzkt þjóðarstolt, sem finnst gengið of næi sumir gera gyðingavanc ið að fjárhagsmáli, þai fram koma setningar ei bessi: „Hve mikið V( við eiginlega að borga ingum í skaðabætur áð beir hætta að kvarta?” Gutenber c biblían en urprenfuð í lítilli prentsmiðju b; bókaverzlun eina á M; tan í New York er nú að endurprenta fyrstu i biblíunnar, sem prentu í heiminum, en það vai enberg-Biblían svonefm Þessi nýja útgáfa verði kvæm eftirprentun 1 uDprunaiegu bókar, se er seld á uppboðum fy t.il 25 milljónir krón benni eru nú aðeins 'v'utök. Þessi nýja útgáfa kosta um 25 þús. krónur in er í tvemur bindum c "v alls 18 kíló. Hún er i prentuð með þrykkipr og ljósprentun á sérst; bvkkan pappír og ver sex litum og slegin 24 1 pulli. Bókin verður svo in inn í geitaskinn, og af verða prentuð 1282 eim g 11. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.