Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 13
TILGANGURINN með því, sem hér segir er að gera nokkra grein fyrir hinni svonefndu sögu- legu opinberun í sáttmálunum, einkum boðorðunum og hinni sið- ggeðislegu hlið sáttmálanna, og síðast en ekki sízt, áhrifum boð- orðanna á mótun mannréttind- anna. Þungamiðjan í sögu ísraels er útleiðslan úr ánauðinni í Eg- yptalandi og undursamleg björg- un þjóðarinnar frá drukknun í Hafinu Rauða, þegar her Egypta sótti á eftir ísraelsmönnum. í sálmum og ræðum G.T. er aftur og aftur vitnað cil þessara við- burða, þar er undirstaðan undir sögulegri tilveru þjóðarinnar. Allir vita að spámaðurinn Móse var þjóðarleiðtogi í þessum eld- raunum, en því er óbifanlega trúað, að Guð einn hefði bjargað lýðnum frá bráðum dauða, ein- mitt þegar allt virtist gjörsam- lega vonlaust. í sambandi við þessa við- burði verður Ijóst hvað felst í liugtakinu söguleg opinberun. Guð notar sogulega viðburði til þess að gjöra sjálfan sig kunnan og láta í ljós vilja sinn. Hann vinnur sitt verk á augljósum ytri viðburðum, sem allir sjá, þótt þeir sjái hvorki sjálfan Guð né heyri. En Móse, sem flytur boð- skapinn, heyrir orðin frá Guði og sér táknin um nærveru hans. Hér er hvorki dulspeki né hugsjónir, heldur viðburðir, við- burðarás, þar sem eitt fylgir öðru. — Hugsjónir og kenningar koma síðar, en viðburðirnir g e r a s t fyrst. Á þá er stöðugt verið að minnast, kynslóð eftir kynslóð — og þjóðhátíðin — páskarnir .—- miðast við einn þeirra, hvíta- sunnan við annan. Nú hefði ísrael eflaust horf- ið og runnið saman við skyldar þjóðir og verið öllum gleymdur 'fyrir mörgum öldum, bugast af ánauð og eymd, ef Guð hefði ekki gert meira en að bjarga þjóð- inni frá dauða. Flestar smáþjóðir, sem um getur í Biblíunni, eru löngu gleymdar; stórveldi Egypta,. Assyringa, Babyloníumanna eru horfin og sérkenni hinnar fornu menningar þurrkuð út af yngri arabiskum áhrifum. Hva'V gerði Guð þá fyrir ísrael, sem varðveitti þjóðina frá tortimingn? Hverju bætti hann við björg mina úr ánauðinni og öldum hafsins Rauða? •' ☆ B°»- o r ð i n Hann gerði sáttmála við þjóðina og gaf henni boðorð, þau boðorð, sem gjörvallt mannkyn hefur þegið í arf og nefnast í daglegu tali boðorðin tíu. Ein- mitt um þær mundir sem ísrael á að hefja tilveru sína sem sjálf- stæð þjóð, fær lýðurinn þessi boðorð. Þessi boðorð er að finna í heild á tveim stöðum í Heilagri Ritningu, II. Mós. 20. 1-17 og í V. Mós. 5. 6-21. — Auk þess koma fleiri eða færri þeirra fyrir viða annars staðar í ritum Ritn-, ingarinnar. Menn munu almennt betur þekkja fyrri kaflann (í II, Mós.) og skulum vér því lesa síðari kafl- ann, eins og hann er í nýjustu biblíuþýðingu vorri. _ V. MÓSEBÓK 5. 6-22. IÉg er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi big út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki liafa aðra guði en mig. Þú skalt 2engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börn- unum, og í þriðja og fjórða lið, þeirra, sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra, sem elska mig og varðveita boðorð mín. — Þú skalt ekki leggja nafn Jahve, Guðs þíns við hé- góma, því að Ðrottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma. Gættu þess að halda hvíldardaginn heilagan, eins og Drottinn, Guð þinn hefur boðið þér. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni, Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða am- bátt þín, uxi þinn eða asni eða nokkur skepna, eða útlendingur, Athuga þarf að sjim b'ð orðin eru talsvert lengri í Bibií- unni en í: bamalærdómskverum Að stytta boðorðin er gert til þess að aúðveldara sé fyrir börnin að læra þau. En hitt er skaöi. að sleppt er 1 venjmegum barnalær- dómskverum öðru boðorðinu, en það er bann við því að gera lík neskjur og tilbiÖja þær. Til þess að vega upp á móti tapi 2 boð- orðsins, er 10. boðorðinu skipt í tvennt, eins og menn kannast við, svo tala boðorðanna iielzt 10. En 2. boðcrðið er afar þýð- ingarmikið, cinmitt af því að ail- ar þjóðirnar í kring dýrkuðu skurðgoð. Trúarbrögð þeirra snerust um frjósemi, en trúar- brögð ísraels um siðgæðilaga fullkomnun og réttlæti. — Mér virðist svo sem 2. boðorðið muni hafa verið hið erfiðasta af öll.i í boðorðum, bæði séð í ljósi Bibli- unnar sjálfrar og í ljósi reynsl- unnar í heiðnum löndum. .— Það er stöðug freisting að gera sér leggja hömlur á menn. Þau segja flest á þessa leið: Þú skalt ekki. Þetta er alveg rétt, sjö þeirra byrja á þessa leið, þú skalt ekki. Og það er einmitt þeirra mikli kostur, að stöðva oss í árás- arhneigð vorri gegn náunganum. Ef allt væri leyfilegt, þá gætu engin mannréttindi orðið til. Na- unginn gæti aldrei verið öruggur íyrir árásarhneigð vorri, ekkert réttarfar gæti myndast. Án boð- orða og laga, sem byggja á boð- orðunum yrði ástandið „stríð allra gegn öllum“, bellum ommi- um contra omnes. — Boðorðin standa vörð um liin einfö.ldustu mannéttindi, með því að banna það sem skaðar alla menn. í daglegu lífi liér í borg- inni höfum vér séð breytingar til batnaðar, sem stafa af nýjum boðum og bönnum. Umferð um sumar göturnar var orðin svo þung, að tæplega var hægt að komast þvers yfir þær, fyrr en eftir langa bið. Nú eru komin OÐORÐIN, ÁLARN OG boðorð gjörir þetta boðorð mið- lægt og algjört, þannig að kistn- ir menn eiga að elska einnig þá náunga, sem eru óvinir þeirra. Og þetta er enginiT fagn- aðarboðskapur, heldur lögmál Guðs, sem verður aðeins ennþá strangara og skarpara í prédikun Jesú en það áður var. Það er sáttmálakrafan í hinum nýja sátt- mála. Fráfall og spilling. En áður en vér virðum fyr- ir oss prédikun Jesú, skulum vér athuga hvernig ísraelsmönnum gekk að halda hið háleita siða- lögmál, sem Drottinn Guð gaf þeim í og með sáttmálanum við Sinai — Enginn vafi er á því að þeir sem höfðu verið þrælar í Egiptalandi, fengu nýtt uppeldi i eyðimörkinni á þeim 40 árum, sem þeir dvöldu þar. Þrátt fyrir fátækt og hörð kjör komst sið gæði þeirra á hátt stig í mörgum greinum. En þegar þeir voru komnir inn í Kanaansland, hið forna land ættfeðranna, Abra- hams, ísaks og Jakobs, þá hitta þeir fyrir margvíslegar freisting- ar og falla fyrir mörgum þeirra, fyrst af öllu skurðgoðadýrkun, en skurðgoðadýrkun fylgdi jafn- an- drykkjuskapur og ólifnaður. í lok dómaratímabilsins eru þeir orðnir hálf-ánauðug þjóð á ný, að þessu sinni undir valdi Filista sem voru víkingaþjóð og stóðu á allháu stigi í hernaðartækni. En þá risu upp hinir merku konung ar, Sál, Davíð og Salomon og gera Isarjelsþjóðina að stórveldi og auðga hana á marga lund. En eitt af hlutverkum konunga var aS' varðveita sáttmálann, gæta réttlætisins, láta hvern mann ná rétti sínum og lialda írúarbrögð unum hreinum. sem hjá þér er innan þinna borg- arhliða, svo að þræll þinn og ambátt þín geti hvílt sig eins og þú. Og minnstu þess að þú varst þræll á Egyptalandi og að Drot t- inn, Guð þinn leiddi þig út það- an með sterkri hendi og útréttum armlegg. Þess vegna bauð Drott- inn, Guð þinn, þér að halda 5hvíldardaginn. lleiðra föður þinn og móður þína, eins og Jahve Guð þinn hefur boðið þér, svo að þú verðir langlífur og svo þér vegni vel í því landi, sem Drottinn, Guð þinn gefur þér. Þú skalt ekki morð fremja. / Þu 6 Og þú skalt ekki drygja hór. Þú skalt ekki stela. 7 8 90g þú skalt ekki bera falsvitni gegn náunga þínum. — Og þú 4 A Og þú skalt elcki girnast I U konu náunga þins, og ekki ágirnast hús náunga þins, ekki land hans ekki þræl hans eða am bátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það, sem náungi þinn á. Að efni til eru boðorðin eins á báðum stöðum, en rökin fyrir helgihaldi hvíldardagsins eru á annan veg í þeim kafla, sem lesinn var en í hinum fyrri. — Vitnað er til sköpunarinnar í fyrx-i kaflanum, en til útleiðslunn- ar úr ánauðinni í Egyptalandi í hinum síðari. Þjóðinni er boðið að minnast þess að hún var einu sinni þræll í Egyptalandi, en er nú frjáls. Þess vegna ber að vii'ða réttindi þræla og útlendinga, vinnufólks, barna og dýra. skurðgoð þegar menn hafa skurð- goð allt í kringum sig. ☆ EðH sáftmálans. Annað sem vér skyldum athuga í sambandi við boðorðin, er hið siðgæðislega eðli sáttmál- ans. Allar skyldur við Guð eru líka skyldur við menn, en það er hið óafmáanlega einkenni sið- gæðilegra trúarbragða. — Menn halda e. t. v. að það sé ekki skylda við menn að trúa á einn Guð, en það sézt strax í Biblíunni að svo er þó vissulega. Ef vér hættum að trúa á hinn eina Guð og tökum að dýrka skurðgoð, þá kernur það niður á börnunum. Sama er að segja um hvíldardagsboðorðið. Ef vér tökum börnin aldrei með í til beiðslu safnaðarins, þá verða þáu eðlilega frásnúin Guði — og jafn- vel veraldlegir sagnfræðingar þekkja lögmál hinna þriggja kyn- slóða, sem svo er nefnt. Ef vér athugum nánar hvíldardagsboðox’ðið, þá er það ekki eitt, heldur tvö boðorð. Hitt boðorðið er; Sex daga skalt þú verk þitt vinna. — Með þessu er auðvitað ekki verið að banna bráðnauðsynleg störf, eins og matreiöslu, hjúkrun barna og sjúkra og annað, sem ekki þolir neina bið Eins og Jesús segir varð hvíldardagurinn til mannsius vegna, en maðurinn ekki vegna hvíldardagsins. Þeir, sem hafa á móti boð- orðunum 10 og ímynda sér að þau séu úrelt, hugsa og tala á þessa leið: Flest boðoi'ðin ex'U nei- kvæð' í formi. Þau eru bönn, þau rauð og græn ljós, sem stöðva umferðina á einni götunni til þess að umferðin frá hinni götunni geti haldið áfram. Aðalbrautin á ekki lengur allan réttinn, heldur aðeins á grænu ljósi, þar sem þessi ljós eru. Réttinum er skipt með boðum og bönnum grænum ljósum og rauðum. U m k æ r - 1 e i k a n n . Þá skulum vér minnast þess, að í kaflanum, sem kemur á eftir boðorðunum 10, koma önn ur boðorð: Heyr ísrael Drottinn er vor Guð, Drottin einn! Og þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum (5. Mós. 6. 5). Mundu eftir því að þú varst þræll í Egiptalandi: þess vegna skal þú elska útlendinginn, sem hjá þér er, eins og sjálfan þig! — Vér skulum gæta vel að því að Jesús finnur ekki upp hið tvöfalda kærleiksboðorð, heldur tekur liann þessi boðorð orðrétt úr lögmáli Móse. Hið nýja lijá Jesú er að hann skerpir þetta Þó virðist það vera ljóst að þeir sem héldu lögmálið og boðorðin hafi á þeim tíma verið tiltölulega fáir me^nj sem lifðu einföldu og óbrotnu lífi. En þeir voru djarfir spámennirnir og sögðu konung um óspart til syndanna við sum tækifæri, eins og vér sjáum af dæmisögu Natans spámanns um lamb fátæka mannsins, sem hinn ríki tók. Það er saga, sem seint líður mönnum úr minni. Spámað urinn hlífir hér ekki hinum mik ilhæfa og vinsæla konungi, sem hafði níðst á því, sem honum var tiltrúað, og braut einföld mann réttindi á einum þegna sinna og konu hans. Eftir skiptingu ríkisins ágerist trúarbragðablöndunin einkum í Norðurríkinu, og um leið og skurðgoðadýrkunin færist í vöxt þá færist ólifnaður í aukana og samfara ólifnaði kom undirokun fátæklinga og vinnandi manna. Spámenn rísa upp og boða dóm yfir auðkýfingum, „sem kaupa hina snauðu fyrir silfur og fá Frh. ? 14. síðu. a SÉRA Jéhann Hannesson, préfes- sor, fluttí meéfylglandá útvarpser- indi fyrir rösklega viku. Alþýðuhtað- I® fér þess á leit að fá að hirta meg- inefni þessv og er það hér nokku® stytt, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. apríl 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.