Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 7
Jónas Jónsson frá Hriflu: e m MWMWWWWiMWWMWMMWMWÆWrnUWMiMWWW) < NÚ er liðinn aldarfjórðungur síðan höfuðprestur Alþýðuflokks ins, skáldið Sigurður Einarsson í Holti, vakti máls á því á þingi að hér á landi þyrfti að stofna garðyrkjuskóla. Þá voru hér nokkrir gróðurhúsabændur starfandi, sumir erlendir. Áttu þeir að ýmsu leyti við erfiða að- stöðu að búa. En séra Sigurður Einarsson hafði hitt á óskastund, er hann hreyfði þessu máli opin berlega. Alþingi tók hugmynd iMWWMMWwmwwww Þagað um Djilðs Belgrad, 9. apríl. (NTB-AFP). Yfirvöld í Belgrad hafa neitað að gefa nánari upp- lýsingar um ástæðurnar. fyr ir handtöku Milovan Djil- as sl. laugardag. Opinberir aðilar hafa hins vegar stað- fest að hann liafi verið settur í gæzluvarðhald, en ekki var upplýst neitt um hvar hann er hafður í haidi. Almenningur í Júéóslavíu veit enn eklti að hann hef- ur verið tekinn. Djilas var sennilega hand tekinn vegna vissra upplýs inga í nýrri bók hans, er nefnist „Viðræður við Stal- ín,“ sem bráðiega verður gef in út í New York. Út- dráttur úr bókinni birtist í mörgum blöðum á vestur- löndum. Djilas, sem nú er hand- tekinn í fjórða sinn, var lát inn laus 20. janúar 1961, en þá hafði hann afpiánað um 4 ára fangelsisdóm af 9 árum. Hægt er að dæma i» hann til að afplána alveg ' þennan dóm í viðbót við strangari refsingu. hans vel, stofnsetti garðyrkju- skóla og lagði honum til írægt og kostaríkt höfuðból, Reyki í Ölfusi Þar hefur þessi skóli nú starfað í aldarfjórðung. Þaðan hefur garð yrkjumannastéttin íengið mikinn liðsauka, vaska menn og athafna sama, sem eru dreifðir víða um land, og er af þeim góð saga. Landnám þessara garðyrkju manna ber vott um, að skóldið i Hoiti hefur mælt heillavænleg orð, er hann varð þess valdandi, að garðyrkjuskóli var stofnsettur, á stað þar sem margir vilja njóta kostanna Nokkrir iandskunnir athafna menn biðja nú um landnámsrétt og heimilisaðstöðu fyrir stórfyrir tæki á Reykjum. Þar kemur Há kon Bjarnason skógræktarstjóri og vill koma þar upp skógræktar stpð í sambandi við Norðmanna gjafir. Þangað leitar Gísli Sigur björnsson og telur sig finna þar beztan stað fyrir heilsubótarstöð á heimsmælikvarða. Þá vill Hanni bal Valdimarsson fá á Reykjum land gott í nánd við garðyrkju- skólann fyrir hvíldarbyggð handa íslenzkum verkamönnum. Þykist hann þar fá bezta aðstöðu íil að líkja eftir þeim ágætum sem Rúss ar bjóða sínum verkamönnum á hvíldar- og hressingarheimilum við Svartahafið.. Reykjaskóli er sýnilega á góðum stað. Nemendur þaðan áhugasamir og vel starf hæfir. Ríkið hefur lagt skólanum til rúmgott og vel búið bráða- birgða húsnæði fyrir nemandur og kennara. Ingólfur ráðherra frá Hellu er nú að láta reisa á Reykj um fyrirmyndar húsakynni vegna skólans. Unnsteinn skólastjóri er búinn að reisa þar gróðurhús, sem bera mjög af samskonar húsa kynnum í nálægum löndum. Það verður ekki íslenzka ríkinu um að kenna, ef islenzk garðyrkja verður ekki á komandi árum blóm legur atvinnuvegur. En þar þarf þó margs að gæta. Óánægðir leiðtogar garðyrkju- bænda hafa nýlega villst á hættu legum vegamótum, er þeir vildu efla ríki sitt með því að taka að sér eggjasölu "yrir eggjabændur landsins. Þetta voru mikil mistök frá upphafi enda er þetta sam félög nú söguþáttur um ferðalag á villigötum. Garðyrkjubændur dreifðu hér kröftum sínum frá nauðsynlegum málum stéttarinn ar og höfðu af því óþarft erfiði og engan fjárhagshagnað. Betur hefði farið um þeirra hag, ef hin ir óánægðu leiðtogar garðyrkju- bæn<ja hefðu snúið sér að mesta vandamáli stéttarinnar, iðnaði og niðursuðu á grænmeti á vissum tíma sumars. Þá safnast fyrir dýr mætur en stundum h'tt seljanleg ur grænmetisforði, þegar fram leiðslan selst ekki um leið og hún kemur á markaðinn. Þar þarf að koma til greina þýðingarmikil ný breytni. Grænmetisverzlunin þarf að koma upp nýjum og margþætt um iðnaði, eins og gert er í öllum bændalöndum til að tryggja tekj ur grænmetisbænda af iðju þeirra Með slíkum iðnaði er hægt að gera verðmæti af framleiðslu af tómötum, gúrkum og mörgúm öðrum dáindis vörum, sem annars er fleygt á hauginn, af því að skyndisalan bregst þegar varan kemur á markaðinn. Þá er stund um kastað á glæ stórmiklum verð mætum. Ef mjólkurbú og slátur hús hefðu engan iðnað í sambandi við almenna sölu til að gera verð mætt allt magn mjólkur og kjöt frá félagsmönnum, mundu tekjur bænda sem eiga þessi fyrirtæki lækka drjúgum frá því sem nú er. Óánægðu garðyrkjubændurnir ættu sem fyrst að kynna sér iðn aðarstarfsemi sláturfélaga og mjólkurbúa og nema af reynslu þeirra og holla lærdóma. Gróðurhúsabænjdur landsins mega lengi vera þakklátir þeim skörulega sveitapresti sem hratt á stað stofnun sem býr nú við góð vaxtar skilyrði. Gróðurhúsarækt in á íslandi á að geta orðið mjög blómlegur atvinnuvegur. Þar sannast sem oftar, að margs þarf búið með, en mest liggur stétt garðyrkjubænda nú á þeirri fram kvæmd, sem hér er að vikið, iðn aðarframleiðslu, þar sem öll nýti leg gróðurhúsvara verður sölu- hæf og arðberandi fyrir glerhúsa eigendur landsins. Jónas Jónsson frá Hriflu ÝMISLEGT er þaff, sem menn starfa aff, og ekki verður í ask- ana láíið, né til beinna líkam- Iegra þarfa, en getur þó haft ó- metanlega þýðingu fyrir mann fólkið. Verður aðeins lítillega vikið hér að einu atriði, sem okkur íslendingum hættir við að vera ailtaf áhugalausir um, þótt mikið hafi til batnaðar breytst á síðustu árum. Umgengni öll, einkum á opin- berum stöðum hefur verið fyr- ir neðan allar hcllur. Skem\nd- arverk unnin á hlutum þeim, sem ætlaðir eru til almennings- afnota, og venjulega fá að vera í friði fyrir skemmdarvörgum meff öffrum menningarþjóðum. Þá má líka á það minnast, uö umgangur og útlit á lóffum húsa í bæjum og þorpum, er oft langt fyrir neðan það sem sæmilegt mætti teíjast. Má einnig heim- færa þetta til sveitabæjaruia. þótt víffa séu til heiðarlegar und antekningar, bæði í borg og á bæjum.' Á síðustu árum hafa íslending ar bætt stórum húsakynni sín og sumir þannig að ofrausn má teljast. Og þá engu síður b»áið sig vel út, með innbú og fvá- gang llan á íbúðum sínum. En síður hefur veriff hugsað um aff fegra og sny'-ta til á lóffuin umhverfis íbúffirnar. Fagurt umhverfi, fagrar bygg ingar, hreinleiki og snyrli- mennska í hvívetna, verkar sál- rænt á manninn, án þess að víff verðum þess beinlínis dag lega vör. Allt, sem er ljótt, ó- hreint og laust við snyrti- mennsku, verkar neikvætt. — Þess vegna ættu yfirvöld bæja og borga aff ganga á undan með góffu fordæmi fyrir borgarana. Halda götum hreinum, sjá fyrir því, eftir því sem bæirnir stækka, að ávallt sé gert ráð fyrir opnum svæðum, þar sem trjáplöntur væru gróðursettar og blómabeð prýddu umhverfið. Ganga svo ríkt eftir að íbúar bæjanna héldu ióðum . sínum hreinum. Þá er líka nauðsynlegt að all- ar opinberar byggingar, hvort sem ríki eða bæir byggðu, Iiafi listrænt gildi fyrir framtíðina. Þaff er vafasamur sparnaður að byggja opinberar byggingar stíllausar og snauðar af öllu því, sem Iistrænt gildi Iiefur. Við sjáum í höfuðborginni á- takanleg dæmi þess, hve þetta boöorff hefur veriff brotið. Ég nefni af Iiandahófi byggingar á Landspítalalóðinni, Fæðingar- deildina og hús hjúkrunarskól- ans. Fáránlegar að útliti,-sam- anboriff við hiff tignarlega hús, sem Landsspítalinn er, þ. e. a. s., þegar frá er dregin viðbygging- in, sem meistara þóknaðist ekki að byggja í sama stíl og fyrsta stórhýsi spítalans. Þaff skal viffurkennt að mik- iff hefur áunnist að fegra og prýða umhverfið. Fcgrunarfé- lögin hafa unnið þarft verk, en meira má að gera, ef duga skal og verffur þá að gera kröfur til hins almenna borgara, að hann láti sitt ekki eftir liggja. Fyrst og fremst að halda lóð- unum hreinum. Fjarlægja rusl og skran, sem of víða ber mik- ið á í kringum hús. Og margir hafa góða aðstöðu til að fegra lóðir sínar, bæði með því að gróffursetja trjáplöntur, og láta blómabeð prýða þær. Það er mannbætandi augnayndi, sem hefur geysilegt menningarlegt gildi, og ekki sízt fyrir ungu kynslóðina. Allt þetta kostar tíma og erf- iði, sem ekki gefur arð þann, sem viff erum vanir að reikna í krónum og aurum, en efalaust gefur annan og betri arð, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Sumir staðir hér á iandi skera sig vir með snyrtiinennsku og fagurt útlit á lóðum og um- hverfi. Nefni ég þá alveg sér- staklega Akureyri, sem er fyr- irmynd annarra bæja. Virðist mér að þar fari saman áhugi bæjarins og yfirvalda og hinna almennu borgara. Strax og hús eru byggð þar, eru lóðirnar girtar og prýddar trjáplöntum og blómagróðri. — Skrautgarður bæjarins sönn fyr irmynd. Bærinn yfirleitt lireinn og þokkalegur. Þar hefur skap- ast almenningsálit um þrifnað á almannafæri og fallegan frá- gang á lóðum og afgirtum svæð- um. Mættum við aðrir íbúar í bæjum og þorpum þessa lands taka okkur Akureyringa til fyr- irmyndar I þessu tilliti. Ó. J. c ÚR ATVINNUUFINU MHMHMMMWMMMMMMMMMMMtVmtMMMIMMMtMMI1 HAUSKÚPAN * AF HERTOGA? MEÍRIHÁTTAR viðgerð fer fram ujn þessar mundir á forsætisráðherrabústað Brcta í Downing Street 10 í London. í fyrri viku var verkamaöur að grafa þar undir húsinu og rakst þá á steinhylki nokkurt. Inni í því fann hann hauskúpu. ílli: nsijiiiúnöö Nú vaknaði spurningin: Hvers hauskúpa var þetta? — Hafði verið framið morð í Nr. 10, eða var þetta höfuöið af einhverjum miklum enskurn stjórnmálamanni, sem varð- veitt hafði verið af sögulegum ástæðum? ■i m * n,i i Sérfræðingar frá British Muscum, sem rannsökuðu fund verkainannsins, tóku eft- ir því, að á hauskúpúnni sá- ust merki um þungt högg, sem fallið hefði á ennið, og merki þess, að öxli hafði skilið höf- uðið frá búknum. Þetta gaf sagnfræðingum þá vísbendingu sem þeir þurftu til að stað- festa, að hauskúpan væri af hertoganum af Monmoutii, einum af lausaleikssonum hins káta kóngs, Karls II. Monmouth reyndi að steypa föffur sínum af stóli 1683. Til- raun hans misheppnaðist al- gjörlega og neyddist hann til í i t í i i,{ ;. i >: <f r f<*<. ift-i tt rt 11 > ? að flýja land. Árið 1685 reyndi Monmouth aftur og fékk nú stuöning bænda úr vesturhluta landsins til aff steypa af stóli eftirkomanda Karls, hinum kaþólska Jakobi II. Aðalbardaginn stóð við Sed- gemoor og beið Monmouth þar lægri hlut og þótti koma sér- lega lítið hetjulega fram, er hann stökk á brott úr orrust- unni, án þess aff skeyta hið minnsta um örlög fylgis- manna sinna. Hann fannst í felum, búinn sem bóndi, þar sem hann beið flutnings aftur til Hollands, þar sem hann hafði búið í útlegöinni. Hann var fluttur ■ til London, þar sem hcgffun hans þótti enn lítilmannlegri, er hann g$át-r bað konunginn um líf og var jafnvel fús til aff taka kaþól- ska trú til aff bjarga lífinu.-þó að hann hefði einmitt talið sig forvígismann mótmælenda, cr hann hóf uppreisnina. Hann var tekinn af lífi í Tower of London og var höf- uff hans haft til sýnis á starar. Á tímum Victoríu drott.iingar voru hlutar af líkama IijBr:>- grafnir upp í Tower, en höfnð hans fannst ekki fyrr en verlia maðurinn fann þaff í fyrri vikt* undir Downing Street 10. ALÞYÐUBLÁÐIÐ - '1L apríi 1962 'y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.