Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 15
eftir Jean Carceau \ urinn leit sérstaklega mikið upp til Clarks og Clark fór oft með hann með sér á veiðar. í fyrstunni lifðu þau óbreyttu lífi því Clark þurfti að leggja hart að sér til að ná upp á tind- inn og Itia hélt aðeins veizlur um helgar. Hún sá um fjárhagshlið- ina og sagði að hvorki gjafir né nein eyðslusemi kæmi til greina fyrr en allar skuldir Clarks hefðu verið greiddar. Veiðar og útilegur voru aðal- áhugamál Clarks og hann lang- aði til að Ria kæmi með sér. — Hann fór með liana á eftirlætis- staði sína. Einn þeirra var veiðikofi Gib- son hjónanna í Oregon. Veiði- kofinn var nefndur WE ASK U INN og var í raun og veru eng- inn kofi heldur stærðar bygg- ing með risastórri setustofu, stórum steinarmi og djúpum þægilegum stólum og sófum. Gestakofar voru umhverfis inn milli trjánna. Gibson hjónin áttu þrjár litl- ar dætur; Sybil, sem var fjög- urra ára, Carol, sem var tólf og Vee, sem var tíu ára. Clark þótti vænt um alla fjölskylduna og fannst hann eiga heima hjá þeim. „Ria var vingjai-nleg kona en hún var mjög stolt. Hún fór ekki á veiðar, hún sat bara og beið eftir Clark”, segir Sybil. Aðrir vinir Clarks voru Harry og Nan Fleichmann ein af „Ger” Fleichmönnunum. Faðir Harrys og föðurbróðir hans Max höfðu komið með gerið til Ameríku og kynnt það ameríkönuin. Harry átti skotklúbb og Clark fór oft með Riu þangað þótt hún skyti ekki. Satt að segja bar fljóllega á' því að Ria var að- eins áhorfandi en ekki þátttak- andi í áhugamálum Clarks. „C-lark var á leiðinni að verða stjarna”, segir Nan Fieichmann „Hann fékk góð laun i fyrsta skipti á ævinni og hann fór vel með peningana. Hann sagði mér, að æðsti draumur sinn væri að eignast tuttugu þúsund dali í reiðufé". Þegar Clark mætti til vinnu við „Susan Lenox” á móti Greta Garbo var hann mjög tauga- óstyrkur og dauðhræddur við stjörnuna, en Robert Lennox, stjórnandinn sagði honum að slappa af, hann ætti eftir að kom ast að raun um að hún væri dá- samieg. Allir virtust dá hana og Clark komst að raun um að- hún var vingjarnleg og mjög samvinnu- þýð. Hann dáðist að einbeitingu hennar á sviðinu og að því að hún gekk að leik sínum sem hvem annarri vinnu. Á mínút- unni klukkan fimm dag hvern hætti ungfrú Garbo að leika, sama á hverju gekk. Þetta hafði mikil áhrif á Clark. Hann ákvað að einhvern tímann skyldi koma að því að hann fengi slík skil- yrði sett inn í SINN samning. Það var mikil upphefð fyrir hann að leika á móti Grétu og nú fékk hann hlutverk stjórn- málamanns í „Djöfulóður” á móti Joan Crawford. Og hans næsta hlutverk var flugmaður í „Flug- menn Vítis” ásamt Wallace Beery og þar á eftir kom prest- rinn í „Sirkus-Polly”. Marion Davies' lék aðalkven- hlutverkið í „Polly” og Wjlliam Randolph Hearst kom oft i heim- sókn í kvikmyndaverið. Hann dáðist að leik Clarks og vaxandi hylli hans og lagði að honum að heimta laúnahækkun. „Ég bað linnn líka um þ'íRa”, segir Ria. „Nótt eftir nótt- kom liann dauðþreyttur heim osku- reiður yfir því að hinir leikar- arnir í myndinni fengu hærri laun en hann. Honum fannst hann vera lítillækkaður og hans mikla stolt var sært þegar laun hans voru lægri“. „Flugmenn Vítis” fékk mjög góðar viðtökur. Clark þorði loks að fara að : áðum Riu og Hearts og heimtaði launahækkun. Kvik- myridafélagið - krifaði undir nýj- an tveggja ára samning handa honum og þav fékk hann tvö þús- und dali á viku. Nú fór P:a að sjá svo ti! að lff Clarks yrð: -:rs og benni fannst líf ungs u'- indi kvikmynda leikara ei>' vera. i úin ’i-’fði alltaf umgengist „fínna“ fólk kvikmyndaborgarinnar svo sem David Selznick hjónin, Mary Pickford, Sam og Francis Gold- wyn, Norma Shearer, Irwing Tlialberg og aðra frámámenn Hollywood. Hún hélt veizlur og siglingar- ferðir og helgarferðir til San- Simeon. Clark fannst þetta skemmtilegt í fyrstu en hann var mislyndur, í margar vikur gerði liann ekki annað en fara á veið- ar”, segir Ria. „Honum leið allt- af bezt í íþróttafötum. Clark þjáð ist af minnimáttarkennd og hann var mjög viðkvæmur”, segir hún ennfremur. „Ég minnist þess þegar liann keypti sér sinn fyrsta dýra bíl. Bíllinn var mjög áber- andi og hann var að springa úr stolti, þegar hann ók honum að kvikmyndaverinu. En svo fór fór einhver niðrandi orðum um bílinn, og Clark tók það alvar- lega. Hann seldi bílinn umsvifa- laust og tapaði stórfé". „Og sama máli gegndi um föt- in lians”, segir hún enn. „Ef eitt- hvert gagnrýnandi orð féll um klæðaburð hans þá fór hann aldrei í þá flík meira. Ég reyndi að telja í hann kjark og fá hann til að berjast og segja: „Þetta fellur mér í geð, hvað svo sem þér finnst”, en hann fékkst aldr- ei til þess. Þó að Clark hefði lært að sitja hest fyrir hlutverk sitt í „Eyðimörkin” hélt hann áfram í reiðtímum í Valdez Reiðskólan- um í Coldwater Canyon. Valdez hjónin voru þekkt sem Val og frú Val og voru bæði óvenjulega góðir riddarar. „Clark sat hest mjög vel”, seg- ir frú Val. „Hann lærði líka að snara og tókst það sæmilega". Norma Shearer eiginkona Irv- ing Thalbej-g og „Ðrottning“ Metro valdi Clark til að leika á móti sér í „Einkennilegur milli- leikur”, þar sem Clark lék hinn skilningsgóða og þolinmóða elsk- huga — liann græddi ekkert á þeirri kvikmynd en aftur á móti jók næsta kvikmynd hylli hans. Það var „Rautt ryk” með Jean Hai-low og þar lék Clark á ný hinn karlmannlega karlmann. Sú kvikmynd gekk mjög vel. Rétt áður en Clark lék í „Ein- kennilegur millileikur” skildu þau Ria í fyrsta skipti. Ria tók börnin og fór með þau til New York. Þegar kvikmyndatökunni var lokið hringdi Clark til henn- ar og bað hana um að koma aftur til sín. Þau sættust og bjuggu saman eins og ekkert hefði í skor izt. „Clark þjáðist af öryggis- leysi‘„ segir vinúr hans. „Skyndi leg almenningshylli hans bæði ruglaði hann og kom honum á ó- vart og hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Honum fannst hjónaband sitt og Riu þvingandi en hann hélt daf:ða- haldi í liana samt því þar Jann liann styrk og uppörvun". 1932 var Paramount kvik- myndafélagið á niðurleið cn stjórn félagsins batt miklar von ir við kvikmyndasögu sem köll uð var „Ég á engan mann“. Þetta er gamanleikur um töfrandi fjár hættuspilara og bókasafnsvörð í Ævisaga GABLE smábæ. Miriam Hopkins var ráð inn sem bókavörðurinn og Wes ley Ruggles sem stjórnandi. En ungfrú Hopkins hætti við að leika hlutverkið og Carole Lombard var falið það Ruggles lagði til að Clark yrði látinn leika fjárhættuspilarann. Hann mundi eftir honum frá því að hann var aukaleikari sem fékk fimm dali á dag. Stjórn Paramounts efaðist um að Clark gæti leikið gamanhlut verk. Þeir álitu hann „morð- ingja“. En samt var samið við Metro um lán á Clark. Clark og Carole féll vel hvort við annað frá byrjun. Og þau léku mjög vel saman“, segir Ruggles. ..Ég dáð ist mjög að því hvílíkum fram- förum Clark hafði tekið. Dag nokkurn fór ég inn í búnings- herbergi hans til að spyrja hann hvernig allt gengi. Clark áleit að hann myndi ekki standa lengi á tindi frægðarinnar og hann sagði Ruggles að h'ann ætl aði að reyna að moka inn pen- ingupi meðan hann gæti“. Ruggles fannst Clark J>>ög stundvís og áhugasamur. Clark sótti hann oft til að ræða við hann um ýmis atriði og stund- um lagði hann til að einhverju atriðinu væri breytt en hann vís aði alltaf til Ruggles sem dóm- arans. „Þú ræður hér“, sagði hann. Það tók sex vikur að taka myndina og Clark og Carole voru sífellt að leika hvort á annað. I veizlunni sem haldin var þegar kvikmyndatökunni var lokið gaf Carole Clark stórt svínslæri með mynd hans á og ]hari)i gaf henni risastóra út- jaskaða ballettskó í kveðjuskyni. Næstu þrjár myndir C:>i'ks fengu lélegar viðtökur og í kvik myndinni ,,Dansmærin“ fékk hann ekki aðalkarlhlutverkið. Clárk féll þetta mjög illa og: hann fór og kvartaði á skrifstof unni. í refsingarskyni var hann lánaður til Columbia til að leika í kvikmynd sem Frank Capra" ætlaði að taka. Þessi kvikmynd var gaman-, mynd byggð á sögu eftir Samu el Hopkins Adams og fjallar um ríkan erfingja sem strýkur að heima og eyðir nóttunni í spor vagni frá Miami til New York ásamt blaðamanni. MGM hafði upphaflega átt réttinn að kvikmyndinni en- selt hann til Columbia sem þá var lítilfjörlegt félag samanborð ið við MGM. Harry Cohn for- stjóri Columbia hafði upphaf-' lega ætlað sér að hafa Myrnu Loy og Robert Montgomery sem aðalleikara. Myrna las handrit- ið og afþakkaði boðið og þegar Cohn fór til Louis B. Mayer til að fá Montgormery lánaðan taldi Mayer hann á að taka held ur Clark. „Clark æddi heim, hann hót- aði að hætta hjá Metro, hann hótaði að rjúfa samninginn", segir Ria. „Ég sagði honum að gera það ef liann áliti að hon- um liði eitthvað betur en að það væri réttara af honum að. leika í kvikmyndinni og gera sitt bezta og vita hvað skeði". Claudette Colbert átti að leika* á móti Clark og þau báaru sam an ráð sín. „Clark var ekki beint óánægð’ ur með söguna", segir Claud- ette. ,,Ilann var aðeins reiður yfir að MGM hafði lánað hann. Ég tók hins vegar boðinu tveim höndum: ég hafði aldrei hitt Clark en mér fannst hann stór- CLARK fór víða til kvikmyndagerðar og aragrúi kvikmynda- stjarna lék á móti honum. Hér er ein:°‘Sophia Loren. Myndin er tekin í Napólí 1960. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. apríl 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.