Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.04.1962, Blaðsíða 16
FLO.KKURÍNN V5%fr%,%%%%%VI»’V%'%'%%%%%%'%V%%'%%%%%V%%%%'%%%%%%%%%%%%i%%1 %%%■%%%%%%%%%%%%%%%%%(%%%%%%%%%%%%%%%,WWWWWWV1 > Kvenfélag Alþýðuflokks- ins í Reykjavík hafði \ : skemmtun fyrir eidra fólk ; J sl. mánudagskvöld í Iðnó. ; Það var í 10. sinn, sem fé- > lagið efnir til slíkrar skemmtunar og sóttu liana um 250 manns. Margt fór fram til skemmtunar m. a. kveðskap ur, söngur, gamanvísur og ný, íslenzk kvikmynd eftir Osvald Knudsen sýnd. Kaffiveitingar voru og á- gætt meölæti. Eldra fólkið var mjög ánægt með skemmtunina og félaginu þakklátt. Myndin er frá skemmt- uninni. 18 MEÐ - 12 Á MÓTI ÍSLENZKT SJÓNVARP Maut meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn £ gærdag. Kom til atkvæða í •eðri deiid breytingartiilaga frá Benedikt Gröndal, sem gerði ráð fyrir fyrstu fjárútvegun til sjón- varpsins, og var hún samþykkt með 18 atkv. gegn 12. Til umræðu var frumvarp um að framlengja bráðabirgðaákvæði I skemmtanaskattslögunum. Sam- kvæmt því ákvæði, sem gilt hefur um langt árabil, rennur ágóði af Viðtækjaeinkasölu ríkisins til Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljóm sveitarinnar. Þegar þetta ákvæði var sam- þykkt J957, flutti Benedikt breytingatillögu þess efnis, að á-j góði Viötækjaeinkasölunnar af innflutningi sjónvarpstækja skyldi: renna til undirbúnings og reksturs íslenzks sjónvarps. Þá var sú til-l Iaga kolfelld í neðri deild. Nú flutti Benedikt aftur sömu tillögu og óskaði eftir nafnakalli við atkvæðagrciðslu um hana. Fór svo, að 18 sögðu já, 12 sögðu nei, 3 greiddu ekki atkvæði og 7 voru fjarverandi. Á móti tillögunni voru flestir Sjálfstæðismenn, nokkrir íhaldssömustu Framsókn armenn og Hannibal Valdimars- son. Með tillögunni voru Alþýðu- flokksmenn, flestir Framsóknar- og Alþýðubandalagsmenn og nokkrir Sjálfstæðismenn. Ráð- herrar skiptust með tillögunni og móti eða sátu hjá. í framsögu fyrir málinu sagði Benedikt, að það mundi í engu Framhald á 11. síðu. Sagði Guðsteinn jafnframt, að þetta fýrirkomulag væri það sem hlyti að koma fyrr eða seinna. Ld© ( R ALÞINGI afgreiddi í gær sam- tals 19 ný lagafrumvörp, og voru fundir allan daginn, en fram á kvöld í neðri deild. Meðal þess- ara nýju laga, eru stórir bálkar um veigamikil atriði, sem þingið hefur fjallað um lengi og höfðu verið vandlega undirbúnir utan þings. Meðal hinna nýju frumvarpa, voru lög um verkamannabústaði, Hæstarétt, samvinnubanka, , at- vinnubótasjóð, ríkisborgararétt, lijúkrunarskóla, læknaskipun, iðnaðarbanka og margt fleira. SPILAÐ í FIRÐINUM Alþýðuflokksfélögin í Ilafnar- firði hafa spilakvöld í Alþýðu- liúsinu kl. 8,30 annað kvöld. Góð kvöldverðlaun verða veitt og spilað áfram um heildarverð- launin. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Reykt síldar- “k flutt út HAFINN er útflutningur á veg- unt Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar á nýrri íslenzkri útflutningsvöru. Það er reykt síldarflök, sem síð- Eyjafjörður og- Öxnadals- heiði ófær Öxnadalsheiði varð ófær í gær. Mikið hefur snjóað fyrir norðan ■ndanfarna daga, og eru nú allir vegir að verða ófærir í Eyjafirði. I gær var fært til Ólafsfjarðar Og végurinn yfir Kerlingaskarð til Stykkishólms var einnig fær. Þá var fært í gær yfir Bröttubrekku. an eru hraðfryst. Framleiðslan fer til Skotlands. Langjökull er nú á leið til Bret lands með fyrsta farminn. Fram- leiðsla þessi er gerð samkvæmt samningi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og National Fishouring Co. í Aberdeen í Skotlandi, sem er mjög stórt fyrirtæki. Sérfræðingur frá því hefur verið í Hafnarfirði til að leið- beina um framleiðsluna. Sölu- horfur fyrir reyktu síldarflökin og síldarflök, sem Bretar kalla „kippers" teljast mjög góðar eins og nú liorfir. SKRÍFSTOFU BISKUPS höfðu alls borizt gjafir að upphæð 566.217,75 krónur vegna sjó- slysasöfnunarinnar sl. fimmtu- dag. IMUHtUMtUMMMMMUMW GLERID SELT FRIÐRIK Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri íslenzk- Erlenda, og fimm' menn aðrir áhangandi Verzlunar- ráði íslands hafa samið við Framkvæmdabanka ís- lands um kaup á Glervöru- vcrksmiðjunni við Elliðaár- vog. Fyrir viku féll ToIIvöru- geymslan h.f. frá kaupum á verksmiöjunni, en ýmsir hafa haft hug á að kaupa hana. Hinir nýju eigendur munu nota glerverksmiðj- una fyrir vöruskemmu. MWWtMWMWWWWWMWM EINS og kunnugt er, hefur Magnús Z. Sigurðsson á leigu 3 frystihús á Suðurnesjum. AUt frá því að vertíðin hófst, hefur hol- lenzkt frystiskip komið til Kefla- víkur og sótt allan þann fisk, sem frystihúsin hafa hverju sinui. — Hefur síðan verið gert upp við frystihúsin viku eftir að fiskurinn hefur verið tekinn. Frystihúsin, sem Magnús hef- ur á leigu, eru Snæfell í Kefla- vík, Miðnes í Saridgerði og Hrað- frystihús Grindavíkur, en eigandi þess er Guðsteinn Einarsson. Alþýðublaðið ræddi í gær við Guðstein, og spurði hann hvern- ig hefði gengið með söluna á fiskinum. Sagði hann, að allt hefði staðið heima, sem Magnús hefði lofað um fiskkaupin og annað, og kvaðst hann vera mjög ánægður með viðskiptin. Sagði hann, að allt, sem frystihúsið hefði framleitt, hefði verið selt jafnóðum. Þá sagði Guðsteinn, að ávallt hefði verið gert upp fyrir fiskinn viku eftir að liann liefur verið fluttur úr landi og væri það til mikils hægræðis fyrir frystihúsin og gerði reksturinn á alian hátt hagstæðari og betri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.