Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 10
 Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON - og fleiri ágæt afrek voru unnin á mótinu í fyrrakvöld Við birtwm Jiessa mynd frá Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri í til- efni fréttarinnar hér fyrir neðan. Myndin sýnir m. a. traktor, sem notaðu verður sem hlutverki skíðalyftu á Landsmótinu, sem hefst á þriðjudaginn. Takið þátt í skíðalands- göngunni um helgina Skíðalandsgöngunni lýkur hinn 22. apríl eða á 2. í páskum. Vitað er að þátttaka hefur verið líijög mikil á Vesturlandi, Norð- ifrlandi og Austurlandi, og líefur 4 . Beztu afrekin í fyrra og frá upphafi í sambandi við met Guð- mundar Gíslasonar í 400 m. fjórsundi, birtum við hér beztu afrek í þeirri grein, bæði í fyrra og einnig\ frá upphafi. Afrekin eru unn- in í 50 m. laug. Beztir í fyrra: Stickles, USA 4:55,6 Trenowan, USA 5:01,5 Robie, USA 5:04,4 Kirkby, USA 5:06,3 Utley, USA 5:12,3 Rice, USA 5:19,0 Lundin, Svíþj. 5:20,4 Vaahtoranta, Finnl. 5:22,0 Beztir frá upphafi: Stiekles, USA 4:55,6, 1961 Trenowan, USA 5:01,5, 1961 Robie, USA, 5:04,4 1961 7 Rounsavelle, USÁ 5:04,5, 60 Harrison, USA 5:05,3 1960 Henrich, USA, 5:05,4 1960 Kirkby, USA 5:06,3 1961 Biack, Eng. 5:08,3 1959 House, USA 5:09,3 1960 Utley, USA 5:12,3 1961 ■» þátttakan í sumum kaupstöðum komizt yfir 50%. Á Suðvesturlandi hefur þátt- taka verið lítil en með snjókom- unni í vikunni hefur útlitið batn að. í fyrradag munu hafa geng- ið 1200 skólanemendur í Rvík. Einnig hefur þátttaka skólanem- enda í Kópavogi, Hafnarfirði og í Hveragerði verið mjög mikil. Allar horfur eru á góðu færi um páskana og vill landsnefnd- in hvetja Reykvíkinga til þess að ganga 4 km. í Landsgöngunni yf ir hátíðarnar. Allar birgðir af merkjum göng unnar eru þrotnar hjá nefnd- inni og beinir hún þeim tilmæl- um til skíðanefnda úti á landi að senda þegar óseld merki, ef útlit er fyrir að þau seljist ekki fyrir lok göngunnar. Sundráð Re^’kjavíkur gekkst fyrir afmælismóti í fyrrakvöld í tilefni 25 ára afmælis Sund- hallarinnar í sl. mánuði. Einar Hjartarson leikstjóri setti mótið með nokkrum orðum og þakkaði starfsfólki og forstjóra Sund- hallarinnar fyrir ágætt samstarf við sundfólk á undanförnum 25 árum, en að því búnu hófst keppnin. ★ Frábært afrek Guðmundar. Fyrsta grein kvöldsins var 400 m. fjórsund karla, og það er í fyrsta sinn, sem keppt er í þeirri grein hér á landi, en hún er mjög erfið og ekki nema fyrir frá- bæra sundmenn. Guðmundur1 synti einn og gerði það vel og rösklega, enda var tíminn — 5:16,3 mín. nýtt Norðurlandainet. Bezti tími, sem Norðurlandabúi hafði náð í þessari grein var 5:- ?0,4 mín., en það afrek vann Sví- inn Jan Lundin. Ekki voru menn á eitt sáttir um það, hvort það afrek var unnið í 25 eða 50 m. laug, en við munum veita upp- lýsingar um það bráðlega. * Einnig met í 50 m. skrið- sundi. Guðmundur sigraði með yfir- burðum í 50 m. skriðsundi og setti nýtt met, 26,0 sek. Gamla metið átti hann sjálfur, en það var 26,2. Það met hafði hann áð- ur jafnað fimm sinnum! Þriðja einstaklingsgreinin, sem hann tók þátt í, var 100 m. baksund og hann náði mjög góðum tíma — 1:07,6 mín. aðeins 2/10 úr sek. lakara en metið. Loks synti Guðmundur baksundssprettinn í sveit ÍR í boðsundinu og gerði það með sóma. Allt útlit er fyrir, að Guðmundur setji 10 met fimmta árið í röð; en á undan- förnum fjórum árum hefur hann sett 10 met árlega. ★ Hörður jafnaði metið. Keppnin í 100 m. bringusundi var skemmtileg og sund Harðar B. Finnssonar, sem sigraði örugg- Guðmundur Gíslason, ÍR lega, var stórglæsilegt. Hann jafnaði hið ágæta met, sem hann setti á ÍR-mótinu í síðasta mán- uði, synti á 1:11,9 mín. Tími Árna Þ. Kristjánssonar er einn- ig ágætur. Hörður var annar í 100 m. baksundi á mjög góðum tíma, hans bezta. ★ Hrafnhildur tvöfaldur sig- úrvegari. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Óskarsdóttir liáðu harða baráttu í 50 m. skriðsundi, eij Hrafnhildur vann nokkuð ör ugglega á góðum tima, 30,3 sek., aðeins 1 sek. lakara en met Ág- ústu. Tími Margrétar er einr.ig ágætur. í 50 m. baksundi synti Hrafnhildur mjög vel og var að | eins 1/10 . úr sek. frá meti Ág- I ústu. Margréti hlekktist á í snún- ingnum og tapaði 1 til 2 sek., en synti vel. -*• Ágætt boðsundsmet ÍBK. Fjórar - stúlkur frá Keflavík settu ágætt met í 4x50 m. bringu sundi, bættu elzta staðfesta sund metið verulega, syntu á 2:53,7 sek. Gamla metið átti sveitÁr- manns frá 1949, en það var 2:56,8 min. Sveit SH synti einnig á betri tíma en gamla metið. TVÖ ÐRENGJAMET Ágætur árangur náðist í ung- lingagreinum, m. a. voru sett tvö góð drengjamet. Þar var að verki Guðmundur Þ. Harðarson, hin unga og uppi-ennandi stjarna Ægis. Hann fékk tímann 2:51,2 mín. í 200 m. bringusundi ung- linga, sem er 1/10 úr sek. betri timi en drengjamet Ólafs B. Ólafssonar, sem sigraði í sund- inu. Drengir eru þeir kallaðir, sem verða 16 ára á keppnisárinu en unglingar 18 ára. Sveit Ægis setti drengjamet í 3x50 m. þrí- sundi og bætti gamla metið, sem sveit Ægis átti einnig, um 2,3 sek. Framhald á 11. síðu. Þessí mynd var tekin á af mælismóti Sundhallarinnar í fyrrakvöld og sýnir viðbragð ið í 100 m. bringusundi karla Frá hægri sjást Páll Krist jánsson SH, Hörður B. Finns son ÍR, Árni Þ. Kristjánsson SH, og Erlingur Þ. Jóhanns son KR.tLjósm.: R.E. Real Madrid sigrað: Standard Liege 2:0 í síðari leik félaganna í undanúrslitum Evrópubikarkeppn- innar, sem fram fór í Liége í fyrrakváíd. Puskas og Del Sol skoruðu mörkin. Þetta er í 6. sinn sem Real kemst í úrslit keppninnar Víðavangshlaup Víðavangshlaup Hafnarfjarð- ar 1962 fer fram á Sumardaginn fyrsta við Barnaskólann og hefst kl. 15. Keppt verður í 3 aldurs- flokkum, 17 ára og eldri, 14-16 ára og 13 ára og yngri. Keppt verð ur um farandgripi í hverjum flokki. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku í Bókabúð Oli- vers Steins hið fyrsta. J.0 14. apríl 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ V }; !.;.;•'' a ■;. M. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.