Alþýðublaðið - 25.04.1962, Page 1
LISTI Bindindismanna í
borgarstjórnarkosning-unum
var lagður fram í gær. Efstu
sjö menn ú listanum eru þess
ir:
Gísli Sigurbjörnsson for-
stjóri
Benedikt Bjarkiind, stór-
templar
Sigþrúöur Pétursdóttir,
frú
Loftur Guðmundsson, rith.
Indriði Indriðason skrif-
stofumaður
Sveinbjörn Jónsson iðnrek.
Lára Sigurbjörnsdóttir,
frú.
TEMPLAR-
ARNIR
GLASGOW
ÍSLENDIN G ARNIR, sem
flugu til Giasgow aðfaranótt
laugardags til þess að sjá
landa sinn leika knattspyrnu
komust að vonum í brezku
biöðin. Þau sögðu frá þess-
um áhugasömu knattspyrnu
unnendum, og maðurinri,
sem lýsti leiknum, skaut því
inn í frásögn sína, að iheðal
áhorfenda, sem voru 128,000
væru á annaö hundrað ís-
lendinga. Myndin hér til
hliðar er af Birgi Þorvalds-
syni, sem er KR-ingur, og
hér er búinn hjálpartækjum
hins brezka knatíspyrnu-
áhugamanns, rosalegu merki
og hrossabrest. Á neðri
mýndinni sjást nokkrir ís-
lendingar í fremstu róð á-
horfenda.
Myndir og
frásögn ► i
IÞROÍTAOPNA
43. árg. — MiSvikudagur 25. aprí! 1962 — 93. tbl.
SÍLDARBÁTARNIR voru í gær að veiSum um 12 míiur frá Akranesi, og |
höfðu kastað norSur meS Akranesforinni. AlþýSublaSiS ræddi í gær viS'
skipstjórann á síldarleitarskipinu Fanney, og sagSi hann aS töluvert
hefði lóðast á síld á þessum sióðum.
Eldborg frá Akranesi kastaði*'
í gærmorgun út af Gróttu við svo
kallaða sexbauju. Þar fékk bát-
urinn 200 tunnur af síid í tveim
köstum. Á Akranesforinni höfðu
bátarnir lóðað á margar góðar
torfur, en síldin stóð djúpt og var
ill viðureignar. Þá er komin tals
verð áta á þetta svæði, og eru
skipstjórar nú mjög bjartsýnir um
áframhaldandi síldveiðar.
Litið var um veiði yfir bæna-
dagana, en þó fengu fjórir Akra-
nesbátar góðan afla sl. laugar-
dag.
17 EFSTU I
FLUGVEL
HLEKKIST Á
LÍTILLI flugvél af gerðinni
Cessna 172, hlekktist á á Reykja-
víkurflugvelli á páskadag um
klukkan 8,30. Flugvélin var í flug
taki er einhver bilun varð í nef
hjóli vélarinnar, og féll hún á
nefnið.
Vélin, sem er eign Flugskólans
Þyts, skcnimdist töiuvert, cnda
rann hún áfram eina 70 metra á
nefinu. Skrúfan á vélinni eyði-
lagðist og er talið að mótorinn
hafi einnig skemmst.
I vélinni voru þrír farþegar —
auk flugmanns, og sakaði engan.
A sextugsafmæli Laxness ► 7. síöa
MIKIÐ var um innbrot og önnur
spellvirki uiri bænadagana. Þá bar
mikið á drykkjuskap, og voru 86
menn hýstir í fangageymslunni við
Síðumúia á tímabilinu frá sumar
deginum fyrsta og þar til í gær-
kvöldi.
Það var brotist inn í veitinga-
húsið Naust í fyrrinótt. Þjófarnir
fóru um allt húsið, brutu upp
skápa og frömdu önnur spellvirki.
Höfðu þeir á brott með sér 10
flöskur af víni og 8-900 krónur í
peningum. Þá höfðu þeir fengið
sér að borða og drukkið ríkulega
'uf víui nieð. Lots urðu þeir maga
veikir a£ mat og drykk og seldu
upp þar sem síst skyldi.
Brotist var inn í tvær rakara-
stofur í fyrrinótt. í rakarastofunni
að Laugaveg 10 var stolið ýmsum
snyrtivörum fyrir um 1000 krónur.
Höfðu þjófarnir brotið þar glugga
og seilst í varning, sem þar var
stillt út. Sama liátt liöfðu þeir við
innbrotið í rakarastofuna að
Bankastræti 12, en þaðan stálu
þeir snyrtivörum fyrir um 600 kr.
Um bænadagana var brotist inn
í þrjá sumarbústaði, sem standa
við Selás. Þaðan var litlu stolið,
en því mdr brotið cs bran:iað. Má
segja að allt innbú húsanna hafi
verið í rúst eftir aðförina, gluggar
brotnir og húsgögn og allt rifið og
tætt, sem þjófarnir höfðu ráðið við.
Þá var farið inn í birgðageymslu
sem bærinn hefur við Suðurlands-
braut og þaðan stolið koparkrön-
um, blýrörum og ýmsu fleira.
Sköminu áður hafði verið farið inn
í þessar geymslur, en þá var engu
stolið.
Um helgina var brotist inn í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þar
voru unnin gífurlega mikil spjöll
á rúðum í .leikfimisal skólans. Þar
3D rúbrotnar með stein
kasti. Rúður þessar eru 63x88 cm.
að stærð og sjö þeirra 63x108 cm.
Er því þarna um injög mikið tjon
að ræða.
í fyrrinótt var svo brotist inn á
bílaverkstæði við Sætún 4, en engu
stolið. Þá hefur verið stolið stórum
hurðarhúni af dyrum í húsi Al-
mennra trygginga í Pósthússtrætl.
Ferðaútvarpi var stolið úr bifreið-
inui R-5627, sem stóð á Hótel Ís-
iands-bifreiðastæðinu. Á páskadags
kvöld var stolið kventösku úr for
stofu í húsi hér í bæ. í tösku þess-
ari var stórt gull-vindlingavcski.
Frh. á b. síðu.