Alþýðublaðið - 25.04.1962, Qupperneq 2
Wtstjórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AðstoCarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
•—10. — Áskriftargjaid kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef-
andi: Aiþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Framboðslistar
REYKVÍKINGAR Oiafa nú séð framboðslista
flokkanna við borgarstjórnarkosningarnar í næsta
mánuði og bíða þess með nokkurri forvitni, hvort
lagður verði fram á elleftu stundu nýr listi. Hvað
sem því líður er nú þegar augljóst, að mikil breyting
verður á borgarstjórninni, og má telja víst, að
meirihluti þeirra borgarfulltrúa, sem ná kosningu,
verði nýir menn.
Mestum tíðindum hefur þótt sæta, að Sjálfstæðis
flokkurinn skyldi gera stórfellda hreinsun í liði
sínu. Flökkurinn vann 1958 einhvern mesta kosn-
ingasigur, sem íslenzk stjórnmálasaga‘getur um,
fékk 20 000 af 35 000 atkvæðum í höfuðborginni og ,
10 af 15 bæjarfulltrúum. Kjörtímabilið er nú liðið
og við röðun á listann í ár er 6 af hinum 10 sigur-
sælu fulltrúum kastað fyrir borð. Með þessu hefur
Sjálfstæðisflokkurinn fellt dóm yfir sjálfum sér —
samþykkt vantraust á fráfarandi bæjarstjórn. Það
er vissulega eðlilegt að breyta um menn í lýðræðis-
landi. Það gerist, þegar fulltrúar óska ekki eftir að
vera áfram, eins og nú gerist hjá Alþýðuflokknum
og Framsókn. En sé fulltrúum vikið frá gegn vilja
þeirra, hlýtur að vera um að ræða vantraust.
Borgarbúar geta mikið lært af þessum viðburð-
•um innan Sjálfstæðisflokksins. í fyrsta lagi er aug
ljóst, að það er ekki farsælt fyrir borgina að láta
flokkinn fá svo mikinn meirihluta, sem 1958. Eftir
þann sterka meirihluta liggur ekkert minnismerki
— annað en hin sögulega hreinsun innan Sjálfstæð
isflokksins að kjörtímabili loltnu. Borgararnir sjá,
að það er nauðsynlegt að veita þeim meirihluta,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft, sterkt að-
■hald með því að kjósa einnig öfluga andstöðu inn-
an borgarstjómar.
Komimúnistar hafa verið stærsti andstöðuflokkur
innan bæjarstjórnarinnar. Þeir hafa í vor gert víð-
xækar tilraunir til að mynda einhvers konar barida
lag utan um sig — til að losna við að berjast undir
eigin nafni. Þetta hefur ekki tekizt. Enginn annar
flokkur hefur viljað starfa með kommúnistum, eng
in samtök lánað þeim nafn sitt. Kornmúnistar
standa því einangraðir, en logandi ósamkomulag
innan flokksins. Var að lokum sætzt á að hafa list
ann svo til óbreyttan í efstu sætunum, og mun
hrifning vera lítil meðal stuðningsmanna.
Kosningabaráttan hefst nú fyrir alvöru. Reykvík
ingar hafa í seinni tíð fengið hraðvaxandi áhuga á
ýtmsum borgarmálum, og munu íhuga afstöðu
m§nna og flokka vandlega, staðráðnir að kjósa
þannig, að það verði til að tryggja borginni okkar
lifandi, hugmyndaríka og ábyrga borgarstjóm
naéstu fjögur ár.
Innflutningur rafritvéla er frjáls
.SMM!
Letrið óviðjafnanlegt
Flestir möguleikar
Fisléttur ásláttur
Einföld í notkun
Fæstir takkar
Meira seld en allar aðrar rafritvélar til samans
Fieiri hundruð I B M rafritvéfar í Kandinu fryggja flféfar
viðgerðir og stóran varahluf aKager.
OTTÓ A. MICHELSEh
Klapparstíg 25 — 27.
HANNES
Á HORNINU
★ Sumargjöf brást börn-
unum að þessu sinni.
★ Vöruauglýsingar á er-
lendum málum í búðar
gluggum.
★ Tónabíó opnar í austur
bæ.
BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumar-
gjöf brást börnum og fullorðnum
í Reykjavík að þessu sinni. Það
hefur aðeins einu sinni áður brugð-
ist og þá var ákveðið og sagt frá
því í blöðum, að aldrei framar
myndi það bregðast. Mig furðar
stórlega á þeirri ákvörðun stjórnar
Sumargjafar að Ieggja niður barna
daginn. Engin skýring hefur feng-
ist á því, enda tekur enginn þá
skýringu gilda að ástæðan sé sú að
fyrsti sumardagur og skírdagur
féllu á sama dag að þessu sinni.
ar eru hér, séu leiðinleg, þá er það
ennþá verra og raunar óhæft þeg-
ar framleiðendur og kaupm. fara
að birta á erlendum má'um í glugg
um verzlana leiðbeiningar utn
notkun vörunnar eða lýsingar á
henni.
ESTRELLA skyrtur eru víst á-
gætar, ekki efast ég um það. Þær
eru nú sýndar í glugga Marteins
Einarssonar & Co. Estrella er ít-
lent orð, en við skulum láta það
vera. Hitt er verra, að yfir þveran
gluggann er strengdur borði með
áletruninni: ,,Wash‘N Wear. —
Þetta á víst að þýða það, að það
sé hægt að þvo skyrtuna og fara
svo strax í hana. Og mér dettur
ekki í hug að bera brygður á að
þetta sé hægt. En að birta svona
lagað á erlendu máli er smekk-
Jeysa. Það er næsta óskiljanlegt,
að framleiðendur, sem geta búið
til eins vandaðar skyrtur og smekk
lgar qg Eestrellaskyrturnar eru,
skuli láta sig henda annað eins
smekkleysi.
sætin. Gesturn var boðið að sjá
húsið á miðvikudaginn var og íór
fram virðuleg athöfn við það tæki-
færi. Síðan var gestum boðið upp
á kvikmyndasýningu. En svo var
myndin léleg og leiðinleg, að það
er ekki sæmandi fyrir Tónlistarfé-
lagið að opna með henni. Þetta á
að vera gamanmynd, en er aðeins
gerð utan um ameríska kynbombu
Það er allt og sumt.
Hannes á horninu.
BARNADAGURINN er orðinn
að fastri siðvenju í Reykjavík og
einni þeirri beztu um leið. Það
má alls ekki breyta þeirri venju.
Það er alveg sama hvernig stend-
ur á, fyrsti sumardagur skal vera
hátíðisdagur barnanna um leið og
hann á að vera styrktardagur fyrir
Sumargjöf. Skírdagur er ekki á
neinn hátt skertur þó að efnt sé til
skrúðgangna barna um bæinn, eða
barnaskemmtana í samkomuhús-
um.
ÞAÐ fer sífellt vaxandi, að fram-
leiðendur og kaupmenn velji er-
lend nöfn á vörur sínar. Þetta er
hvumleitt — og stundum alveg
ófært sérstaklega þegar um afkára-
leg nöfn er að ræða. En þó að er-
lend nöfn á vörum, sem framleidd-
TRIPOLIBÍÓ er úr sögunni. —
Tónabíó hefur opnað austarlegá í
austurbænum. Það er mikill sjón-
arsviftir að bragganum mikla við
Melaveginn, sem Bretar byggðu á
slríðsárunum og höfðu þar ieikhús
sitt og skemmtistað. En vitan-
lega varð hann að hverfa. Nú hef-
ur Tónlistarfélagið opnað Tónabíó
og ég er búinn að skoða það. Þetta
er mjög glæsilegt hús, myndarlegt
og mikið að utan og fagurt að inn-
an.
EKKERT hefur verið sparað til
að gera þetta nýja samkomuhús
svo vel úr garði og hægt hefur
verið, samt er það alveg laust við
allt tildur eða fínheit. Maður kann
mjög vel við húsið, lýsinguna og
2 25. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ