Alþýðublaðið - 25.04.1962, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.04.1962, Síða 7
I. LAÐAGREIN um H a 11-d ó r Kiljan Laxness sex- tugan verður fremur afmælis- kveðja en greinargerð um skáld- skap hans og ævistarf. Og sann- arlega þarf ekki að vekja athygli íslendinga á honum sem rithöf- undi. Frá því að „Vefarinn :nikli frá Kasmír“ kom út og fram und- ir það, að nóbelsverðlaunagullið lá í mund hans 1955, var Laxness umdeildasti fulltrúi íslenzkra ný- bókmennta. Nú hefur ljós viður- kenningarinnar leikið um hann vel og lengi, svo að naumast ber skugga á frægð hans og lýðhylli. Samt mun Laxness athyglisverð- astur af samtíðarhöfundum ein- mitt vegna þess, að hann þorir að eiga á hættu að láta sér mistakast eins og í gamla daga, þegar hann barðist til skáldríkis síns og ann- arra landa. Þessu til sönnunar ætti að nægja að minna á leik- ritagerð hans síðustu ár. En nú eru þeir, sem köstuðu steinum að honum forðum, annaðhvort stirðnaðir eða þeim fallast hend- ur, þegar óspart lófatak aðdá- endanna kveður við í glæstum salarkynnum heima og erlendis. Halldór Kiljan Laxness hefur minnsta kosti drýgt þá keisara- dáð að koma, sjá og sigra. Hitt er mikill misskilning- ur, að skáldskapur hans skiptist í tvo liti — hvítt og svart. Sigur Laxness er fólginn í djarfmann- legu áræði mikillar fjölhæfni, en rithöfundur verður aldrei nema maður, þó svo að hann fái nó- belsverðlaun. Og nú er ástæðu- laust að spyrja þess, hvort Hall- dór Kiljan Laxness hafi verið maður fyrir ásetningi sínum. Vafalaust telst hann samkeppnis- fær við snjöllustu rithöfunda Evrópu á þessari öld. II. Halldór Kiljan Laxness er þvílíkur snillingur máls og stíls, að hann ritar gerólíkar bæk- ur og virðist hafa alla strengi hljóðfærisins á valdi sínu, þegar honum tekst bezt. Þetta er árang- ur þjáifunarinnar, kunnáttan, sem menntaður og gáfaður rit- höfundur lærir af öðrum og til- einkar sér með sjálfstæðum vinnubrögðum. Bækur Lfaxness eru vitaskuld misjafnar að íækni og skáldskapargildi, en eigi að síður undantekningalítið undra- heimur persónulegrar listar. Frægð sína á hann þeirri náðar- gáfu að þakka að hafa séð og skynjað ísland í tákni veraldar- innar og heiminn sem stækkaða mynd ættjarðar sinnar. Sögufólk hans er ljóslifandi, og atburðirnir reka löngum hver annan í frá- bæru samhengi, en ógleymanieg- astar verða bækur hans fyrir þau örlög, sem þar eru sett á svið. Þær eru í ætt við lífið, sem höf- undurinn reynir að túlka, en jafn- framt uppgjör við fortíð, samfé- iag og framtíð, rétt eða röng gagnrýni eftir atvikum, en tíma- bærar skoðanir í blæbrigðaríkum og iistrænum búningi. Hitt er annað mál, hvort Laxness er allt- af sú alvara, sem hann vill vera iáta. Honum er harla gjarnt að koma á óvart og hneyksla. Per- sónuleiki hans speglast fremur í gleri íþróttarinnar en fleti afstöð- unnar. Hann er naumast heil- steyptur rithöfundur í þeim skiln- ingi, að bækur hans leiki á einum þræði. Laxness fer í list sinni andlegum hamförum fjölhæfni sinnar, enda hefur hann aldrei ráðizt í vist neinnar sérstakrar bókmenntastefnu. Ólíkustu skáld- sögur hans sverja sig aðeins í ætt hver við aðra af orðfærinu og stafsetningunni. Halldór Kilj- an Laxness er eins og íónsiiill- ingur, sem leikur afbragðsvel á mörg hljóðfæri. III. Ýmsir telja „Sjálfstætt fólk“ meistaraverk Halldórs Kilj- ans Laxness. Eigi að síður hallar þeirri sögu frá fyrra til síðara bindis, svo að oft hefur Laxness liaft kunnáttuna betur á valdi sínu. Aðrir álíta „Heimsljós" bók bókanna frá hans hendi. Samt daprast honum þar flugið í öðru og þriðja bindi, enda þótt hann botni lífssögu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings af' snilli einstakrar tækni. Og enn eru þeir, sem hafa ,,íslandsklukkuna“ fyrir bók- menntalega biblíu. Þeir una því aðfinnslulaust, að skáldið fari langt og vítt út í aðra sálma, þeg- ar „Eldur í Kaupinhafn" kemur til sögunnar. Laxness mun varla hafa'vitað í byrjun, hvernig „ís- landsklukkan" skyldi enda og hefur látið sagnfræðina lúta við- horfi líðandi stundar. Sennilega fer bezt á því, að „Atómstöðin" sé hér látin liggja í láginni, og mér er ekkert launungarmál, að ég varð fyrir ærnum vonbrigðum af „Paradísarheimt". Miðhluti „Gerplu“ er eins og öræfaganga, en kaflar hennar, sem gerast á íslandi og í Grænlandi, unaðsleg skemmtiferð og sögulokin stór- meistaralegur endahnútur. En allar þessar skáldsögur eru slíkr- ar listar, að langt þarf að leita samanburðar um mörg einstök atriði, og fjölbreytileg vinnu- brögð Laxness skila sér þar eins og perlur á festi. Dramatískur frásagnarþróttur, ljóðrænn tóna- kliður, meitlaðar persónulýsing- ar, leikandi kímni, vægðarlaus ádeila, ógleymanleg tilsvör og töfrandi landslagsmyndir .— allt þetta hefur sinn stað og tíma. Tæknikunnátta Laxness og list- ræn snilli nýtur sín hins vegar glæsilega í „Brekkukotsannál“, en þó kannski hvergi betur en í „Sölku Völku“. Þar er hvert skref í hnitmiðuðu samræmi við sprettinn. Þrítugur átti hann víst nóbelsverðlauniri skilið. IV. Upptalningunni er eng- an veginn lokið. Beztu smásögur Iíalldórs Kiljans Laxness sóma sér jafn vel á heimsmarkaðinum og skáldsögurnar: Ungfrúin góða og húsið, Nýja ísland, Saga úr síldinni, Temúdsjín snýr heim eðav Napóleon Bónaparti .— myndu þær ekki allar og hver um sig bera höfundi sínum órækt vitni? Og snjöllustu ritgerðir þessa fjölkunnuga og sérstæða HALLDÓR KILJAN LAXNESS höfundar eru sömuleiðis merki- legar bókmenntir. Úrvalsþættirn- ir í „Alþýðubókinni" og „Dagleið á fjöllum“ blífa áreiðanlega. Loks má ekki gleyma ljóðagerð Hall- dórs Kiljans Laxness, því að þar er víða fagur skáldskapur innan um hótfyndnina. Annað eins kvæði og Þótt form þín hjúpi graflín - sýnist ort í sæmilegri alvöru: Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi þögul moldin augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, — ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind — og eins þótt fölni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann og lyki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást^og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign sem mál ei tér,' með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. V. Myndin af manninum Halldóri Kiljan Laxness verður ekki dregin fáum dráttum. Fram- koma hans í fjölmenni einkennist af glaðværri kurteisi, fyndnu and- ríki og snjöllum tilsvörum, en samt er hann dulur og íáskiptinn í dagfari, jafnvel einrænn, lokar sig inni við störf sín löngum stundum, flýr ys og þys eða læt- ur flaum stórborganna gleypa sig eins og vatnið dropann. Laxness vinnur skipulega líkt og vísinda- maður, þegar hann semur bækur sínar. Verklag hans sést glöggt á því, að skáldsögur hans styitast jafnan í hreinskriftinni. Kunn- áttan skipar honum, að vand- virknin skuli aga ímyndunaraflið til hlýðni, og skapsmunir þessa hugkvæma og tiltektarsama rit- höfundar lúta þeim vilja. Málfar hans á lítið skylt við orðabækur, þó að honum bregðist bogalistin einstaka sinnum. Orðfæri sitt hefur Halldór Kiljan Laxness numið af vörum fólksins í land- inu. Þess vegna heimsækir hann það i bæ og sveit, út á nes og inn til dala. En honum gleymist sjald- an, að persónulegur stíll ræður listrænum úrslitum. Hann' gerir sér ríkt far um að láta ásjónu sína lýsa yfir bækurnar, þó að svip- brigðin séu næsta mörg. Þar skiptist á alvara og skop, aðdáun og fordæming, dreymni og raun- sæi. Allt þetta vakir fyrir Lax- ness, þegar hann breytir hug- myndum sínum í veruleika. ímyndunaraflið er í bók- um Halldórs Kiljans Laxness eins og byr undir vængjum, en flug- hamurinn íslenzk lífsreynsla. Hennar hefur hann aflað sér með ýmsu móti. Laxness er gerkunn- ugur sögu lands og þjóðar, forn- um og nýjum menningarerfðum, samhenginu í kjörum og háttum kynslóðanna og sérkennum aldar- farsins á hverjum tíma. Ennfrem- ur sér. hann og skilur ættjörð sína og samtíð frá andlegum sjón- arhóli'lieimsborgarans og verald- armannsins, sem kann meistara- lega að gera lítið tákn stórt og fella myndina í rétta umgerð. Hann undirbýr skáldskap sinn a£ ríkri kostgæfni, metur mikils ráð sérfróðra manna og skipuleggur aukaatriði af sömu vandvirkni og aðalatriði. Umhverfið markar honum elcki þröngan bás í nein- um skilningi. Höfundur „Vefarr aris mikla frá Kasmír“ ætlaði að verða stórskáld og berjast til landa og frægðar í bókmennta- sögunni. Og hann setti sér eitt markið öðru hærra í sérhverjum. áfanga. VI. Útlendingar hyggja, að Halldór Kiljan Laxness hafi end- urnýjað fornan íslenzkan sagna- stíl. Þá ályktun má víst til sanns vegar færa, en hitt mun tvímæla- laust, að liann hafi með skáld- skap sínum auðgað bókmenntir okkar að nýrri listrænni túlkun og snilii. Laxness er tímamótamað- ur í líkingu við Knut Hamsun og Ernest Hemingway. Bækur hans eru kvikagull eins og skoðanir og leikbrögð mannsins, en skáldsög- ur hans í fegurstu köflum sínum ævintýralegt víravirki andagiftar og orðgnóttar, stíls og frásagnar- gleði, einhæfni og fjölbreytni eft- ir því sem höfundinum íinnst við eiga. „Salka Valka“ og „Brekku- kotsannáll" eru heilsteyptustu sögur hans, en bækurnar af Bjarti í Sumarhúsum og Olafi KáraSyni Ljósvíkingi hafa ekki síður gert Halldór Kiljan Laxness að átrúnaðargoði og eftirlæti vandlátra lesenda. „íslandsklukk- an“ og „Hið ljósa man“ eru að mannrænum örlögum og ljóð- rænni fegurð bergmál og endur- varp þess, sem mun eftirminni- legast og yndislegast á íslandi, og niðurlag Gerplu einstök lausn flókinnar krossgátu. Hér skal ekkert um það fullyrt, hvort Lax- ness sé nauturinn að snjöllustu skáldsögu, sem samin hafi verið af íslenzkum rithöfundi, og munu þó margir fúsir til þeirrar stað- liæfingar. En skáldriki hans er í víðáttumiklum. og sviptignum margbreytileik sannkallað undra- land, sem hann fann og nam sér og öðrum. Laxness lét ekki þröngan sjóndeildarhring marka afstöðu sina eða viðleitni. Hann þorði að hugsa út í víða veröld, menntast á heimsborgaralega vísu, ferðast um lönd og álfur, hafna smáu og velja stórt. Jafn- framt skildi hann nauðsyn þess að semja bækur sínar á íslenzku, en í von um, áð skáldskapur þeirra yrði útflutningsvara af því að hann ætti hvarvetna erindi. Og draumur hans rættist, þegar hann tók á móti nóbelsverðlaununum úr konungshendi. Halldór Kiljan Laxness hefur gert ævi sína að námi og starfi í menntaskóla og listasetri íslenzkrar og alþjóðlegrar snilli. Hann endaskiptir að vild sinni í listrænni túlkun furðum veru- leikans og ímyndunarinnar — og enginn íslendingur hefur leikið betur á sviði sagnaskáldskaparins síðan Snorri og höfundur Njálu. Helgi Sæmundsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. apríl 1962 7 U.(*.l3vC 'm - Scfi nq; fs

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.