Alþýðublaðið - 25.04.1962, Blaðsíða 15
spjörunum úr um leik þeirra og
íramtíðarmöguleika. Hann
hafði mikinn áhuga fyrir þeim
því liann hafði heyrt svar Carole
við því hvernig henni hefði lík
að árið 1937 að greiða 85 pró-
sent af þeim fjögur hundruð sex
tíu og fimm þúsundum dala sem
hún vann sér inn það ár í skatta
til Bandaríkjastjórnar. CaroLe
hafði sagst vera hreykin af að
borga þetta og sanna með því að
hún væri Ameríkumaður. „Ég
elska þetta land“ hafði hún enn
fremur sagt. „Og ég er hreykin
af því að sjá hve mikið stjórn
in gerir fyrir okkur borgarana".
Carole var enn uppnumin af
heimsókninni til forsetans þeg-
ar hún kom heim. „Hugsaðu þér
bara Jeanir", sagði hún og augu
hennar ljómuðu. „Við Pa sát-
um þarna og töluðum við for-
seta Bandaríkjanna".
Upptaka „Þau hittust í Bom-
bay“ hófst snemma ársins 1941.
Rosalind Russell sem hafði áunn
ið sér slíka hylli í „Konur“ og
var nú ein af aðalkvenstjörnum
MGM átti að leika á móti Clark.
Annað giftingarafmæli Cable
hjónanna var á meðan upptaka
„Bombay" fór fram. Carole hélt
Glark veizlu í kvikmyndaverinu.
Hún lét senda sér kampavín,
steiktan kalkúna með öllu til-
lieyranlegu og aðstoðaði við
framreiðsluna. Allt var borið
fram sem par — gjafir, matur,
hressingar, því þau höfðu verið
gift í tvö ár.
11.
Carole hafði lengi verið ó-
ánægð með umboðsmann sinn
Myron Selznick. Henni fannst að
Myron gerði ekki sitt bezta fyr
ir hana og þegar hún bað hann
um að slíta samningnum neitaði
Myron.
Carole bað þá lögfræðing
Clarks W. I. Gilbert eldri að sjá
um málið fyrir sig. Herra Gil-
bert reyndi að koma á vinsamleg
um sáttum en Myron stóð fast
við sitt svo málið varð að fara
fyrir rétt.
Við Carole mættum við réttar-
höldin sem stóðu í nokkrar vik-
ur. Eitt skringilegt atvik kom í
ljós við réttarhöldin. Það var
furðuleg klausa' í samningnum
milli Carole og Myrons. Þegar
samningurinn hafði verið sam-
inn hafði Carole fyrir stríð/is-
sakir sett þau skilyrði að Myr-
orvyrði að greiða henni einn tí-
unda hluta af hans launum fyrst
hún yrði að greiða honum tíunda
hluta af hennar. Myron hafði
ekki lesið þessa klausu og skrif
að óhikað undir hana.
Loks var málið útkljáð Carole
i hag og hún fékk samningnum
riftað. Myron átti að vísu að fá
hlufa af launum Carole fyrir þær
kvikmyndir sem hann hafði sam
ið að hún léki í en ekkert eftir
það.
Þetta mál varð blaðamál cnda
var þetta í fyrsta sinn sem
stjörnu hafði tekist að losna und
an samningi, sem var henni ekki
í hag.
Það var skemmtilegt að horfa
á hcrra Gilbert við starf sitt. í
fyrstu var ég áhyggjufull því
mér virtist hann dotta oft og
hafa lítinn áhuga fyrir því sem
fram fór. En hvenær sem eitt-
hvað mikilvægt var sagt sprati
hann á fætur og hélt fram laga-
bókstafnum. Hann var góður lög
fræðingur og hafði haft mörg
mikilvæg mál með höndum.
Skömmu eftir að máli Carole
var lokið hætti hann störfum
og sonur hans tók við störfum
hans og þar á meðal málefnum
Gable,-
Eftir þejta varð Nat Wolff um
boðsmaður Carole. Nat hafði
,einu sinni unnið hjá Selzniek en
nú jjar hann búinn að stofna sína
eigin skrifstofu. Carole fannst
hanp dugVgur og þau Clark
kunnu bæði vel við hann og
konu hans, Ednu.
Metro-(Joldwyn-Mayer átti
handrit sem k/llað var „Honky-
Tonky“, sagan er um aðlaðandi,
málgefinn svikahrapp frá Yestur
rikjiyium sem verður ástfanginp
af og giftist fagurri en siða-
vandri stúlku frá Boston. Clark
hafði áhyggjur af þeim hlutverk
um sem hann hafði fengið síð-
an hann, lék í „Á hverfanda
hveli“ og hánn komst að þeirri
niðurstijðu að þessi hressilegi
fjárhættuspilari væri einmitt
rétta hlutverkið fyrir hann en
ráðamenn kvikmyndafélagsins
voru ekki á sama máli.
„Ég veit að ég legg í tvísýnu",
sagði Clark við Carole, „en ég
vil fá þetta hlutverk og ég skal
fá það“. Hann fékk sínu fram-
gengt þó efasemdir ráðamann
anna væru miklar.
Lana Turner sem þá var vax
andi stjarna fékk hlutverk aðal
kvenleikkonunnar og Jack Con
way stjórijaði myndinni. Chill
WiJJs var ráðinn til að k'enna
Clark spilagaldrana sem fjár-
hættuspilarinn þurfti að kunna.
Clark va.'.ð mjög laginn við þetta
og notaði sér það síðar til að
sýna vinum sinum á búgarðinum
„höndin er fljótari en augað“
Kvikmyndin er blendingur af
gamanleik. ástamálum og Villta
vestrinu og var tekin á mettíma.
Lana var mjög taugaástyrk;
Clark og Stan farðari hans voru
vanir aði glettast við hana til
að koma henni til að hlægja og
slappa af svo hægt væri að taka
myndirnar.
Clark þótti jaVi skemmtifegt
að fiska og veiða og þau Carole
fóru oft að Rogue River í Oreg
on ásamt Fleichmann hjónunum
og heimsóttu þar forna vini
Clarks, Gibson hjónin, sem áttu
hinn fræga stað We Ask U INN.
Gable hjónin bjuggu alltaf þar
en þetta ár eyðilögðu ungling-
ar ferðina fyrir þeim með því
að umkringja kofann á kvöldin
og berja á gluggana með hávaða
og látum.
Clark ákvað að fara strax
næsta morgun og þau óku Fleich
smann hjónunum aftur' til Bak
ersfield og fóru svo að Lake
Meade í Las Vegas. Þar leigðu
þau skerr>mtiferðaskip og fóru í
þriggja daga veiðiferð.
„Honky-Tonky" var frumsýnt
í september. Clark og Carole
fóru sjaldan á frumsýningar en
í þetta skipti mættu þau. *
„Ef ég hef haft á röngu að
standa með þessa kvikmynd",
sagði Clark „vil ég vera við-
staddur og sjá það með eigin
augum“.
Þau Carole héldust í hendur
allan sýningartímann. Myndínni
var 'mjög vel tekið. Allir viður-
kenndu að þetta væri stórkr/jt-
lega vel gerð mynd og að Clark
og Lana væru einhverjir beztu
„elskendur" sem sést hefðu á
hvíta tjaldinu. Allir óskuðu
Clark til hamingju.
Enda varð raunin sú að mynd
inni var vel tekið hvarvetna og
dagblöðin lýstu henni sem
„sprengingu"
Carole var mjög hrifin af
handritinu að „Að vera eða vera
ekki“, sem hún lék í fyrir Uni-
ted Artists. Myndin skeði í Var
sjá og sagan var andnazistísk.
Carole lék pólska leikkonu sem
gift er leikara, Jack Benny. í
sameiningu tekst þeim að leika
á Gestapo, flýja frá Póllandi og
Ævisaga CLARK GABLE
<
varpa sér út í fallhlífum $Sie
England.
12.
Clark og Carole voru á bi/-
garðinum þegar fréttirnar um
árásina á Pearl Harbour voru
lesnar upp í útvarp að morgni
7. desember 1941.
Við Russ vorum nýkomin heim
úr kirkju þegar þau hringdu til
okkar til að vita hvort við hefð
um heyrt fréttirnar. „Við ætl-
um að skrifa Roosevelt forseta
og bjóða aðstoð okkar“, sagði
Carole.
Carole var að ljúka við að taka
„Að vera eða vera ekki“, og hún
var farin í kvikmyndaverið þeg
ar ég kom út á búgarðinn mánu
dagsmorgun. Clark las mér-fyr
ir bréfið til forsetans og við
sendum það með flugpósti. Fá-
einum dögum síðar kom svarið.
Forsetinn var þeim þakklátur,
en hann minnti þau á að skemmt
anir væru ekki síður þýðingar-
miklar á ófriðartímum en frið
artímum. „Ykkar er þörf þar
sem þið eruð“, skrifaði hann.
Clark og Carole urðu bæði
fyrir vonbrigðum. Bandarikin
fylktu liði á öllum vígstöðvum
og þau vildu taka þátt í því,
gera eitthvað annað og meira en
aðeins að halda áfram að gera
það, sem þau hefðu hvort eð er
gert.
Nýja myndin hans Clarks ,Ein
hvers staðar finn ég þig“, þar
sem hann lék á móti Lönu Turn
er átti að takast í janúar. En áð
ur en hann hóf að leika í henni
lagði hann af stað til Washing-
eftir Jean Carceau
tcfi til að athuga hvort haiui
gæti ekki f&».gið sig tekinn í hep
inn. Carole fannst vitanlega a8 ,j
hann hlyti umsvifalaust að fá' J
liðsforingjastöðu.
Raoul Salan
Framhald af 12. síðu.
ur, og skiptir sér lítið af kvea
fólki. Hann er ekki viljasterk-
ur, en sagt er, að kona hans,
„Bibiche“, sem er fyrrveransll
hjúkrunarkona, hvetji hann á-
fram. Enskur blaðamaður hef-
ur komizt svo að orði, að bak
við kínversku grímuna sé aff-
eins hégómlegur og hræddur,
lítill maður.
r
Halloka
Þaff er de Gaulle fremur ea
FLN sem hefur verið höfuð-
andstæðingur Salans. Gagn-
vart honum hefur Salan minnl
máttarkennd, en af henni hef-
ur hann þjáðst alla ævi. Salan
yeit, að de GauIIe er lionuxn
snjallari og vitrari, meiri raun
sæismaður en hann og meirí
stjórnmálamaður. Salan hefur
eklci tekizt að verða stjórn-
málamaður á við de Gaulle,
þrátt fyrir 36 lieiðursmerki, en
enginn franskur hershöfðingi
hefur vcrið sæmdur eins mörg
um heiðursmerkjum. „Einka-
stríði“ de Gaulle og Salan er
lokið, og það er Salan, sem
hefur lotið í lægra haldi. -x.
GRÍMA hefur að undanförnu sýnt „Biedermann og brennuvarg-
arnir“ í Tjarnarbæ. Hefur aðsókn verið góð og leiknum vel tekið.
Næsta sýning er annað kvöld kl. 8,30. Myndin; Flosi Ólafsson í hlut
verki annars brennuvargsins.
. K
V
•. $
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. apríl 1962 |,5
✓