Alþýðublaðið - 19.05.1962, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.05.1962, Qupperneq 4
wwwwiwwwi 9,WVlMWtMWMWWMMWMWVMWWW«**«*>|M*«*m**W**WWWWWW!<tWMMWMWWM%WMMMWWM%WWWWMW í BERLÍN er að rísa upp ný- tízkulegasta sjúkrahús í Evrópu Hafizt verður handa um fram- kvæmdir á Steglitz-svæðinu í Vestur-Berlín í októbermánuði næstkomandi. Stofnun þessi, sem er eign Frjálsa háskólans í Berlín verður byggð í tveim áftiingum sent miðstöð allra rannsókna og kennslu í lækna- vísindum í Berlín. Jafnframt verða nýjustu aðferðir á sviði lækninga reyndar við sjúkrahús ið. Innan aðeins þriggja ára á fyrsti áfanginn með GOO sjúkra rúmum að vera tilbúinn til notk unar. Fullgerð á stofnunin að geta tekið á móti yfir 1200 sjúkl ingum. Heildarkostnaður er á- ætlaður 58 milljónir marka, en þar af munu Bandaríkin leggja fram 30. — Myndin sýnir líkan af sjúkrahúsinu. HAFSTESNN MAGNÚSSON: í SÍÐASTA tölublaði Reykja- ness, málgagni sjálfstæðismanna í Keflavík, (í sérstökum dálki, er nefnist „Geirfugiinn segir'’) er veitzt að þremur fyrrverandi lög regluþjónum hér í bæ, á þann hátt, að. tilefni gefst til and- svars. Uppistaðan í nefndum ski'if- um Reykjanessins er atvinnuróg ur, en fleira kemur þó til, t. d. er gefið til kynna, að Hilmar Jónsson, bókavörður, starfi nú við bókasafnið, undir póliiískri vernd ákveðins stjórnmála- fiokks. Má skilja, að ef hann njóti ekki þeirra hlunniuda, þá yrði hann ekki langlífur í starfi sínu, en bvers vegna er ekki get- ið um. Þar sem þessi árás blaðs- ins er á algjörlega saklausa menn, sem hafa á engan liátt til hennar unnið, þá tel ég mér skylt að svara og skýra jafnframt þau atriði í greininni, sem cru villandi og ef til vill iát.in vera það af ráðnum liuga greinai'böf- undar. Geta vil ég þess í byrjun, les- endum til glöggvunar, að ritstjóri og ábyrgðarmaður Reykjaness, er Helgi S. Jónsson, maður, sem af mörgum er liann þekkja, er talinn fljótfær í orðum og skrif- um, en ekki veit ég hvort sú vit- neskja skýrir eða afsákar rnálið á nokkurn liátt. Hitt ar mér kunnugt um, að sumir útgefend- ■4 4 19. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ur Reykjanessins, — en þeir eru fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Keflavík, urðu undrandi er þeir lásu þennan pistil í sínu eigin blaði, enda er hann þeim sannarlega ekki til á/imrings eða virðingarauka. Mun ég nú snúa mér að nefndri grein í Reykjanesinu. Þar segir, meðal annars: „Þrír af lögregluþjónunum, sem stóðu að ákærunum á Alfreð Gíslason, ásamt þeim Hilmari Jónssyni og Sigtryggi Árnasyni, hafa nú val- ið þann kostinn, af skiljanlegum ástæðum, að hætta störfum sem lögregluþjónar.” Hvað er þarna verið að gefa til kynna? Að þess ir þrír lögregluþjónar hafi gerzt brotlegir í starfi sínu eða utan þess, eða er þarna á ferðinni per sónuleg gremja og óvild grein- arhöfundar til lögreglunnar í heild, og þá sérstaklega til þeirra, sem leyfðu sér að kæra Alfreð Gíslason og stóðu þar með á rétti sínum og annarra bæjarbúa. Eg get fullvissað les- endur um, að þessir þrír lögreglu þjónar hefðu ekki farið fram á vægð hjá dómara eða dómsmála ráðuneyti, ef eitthvað misjaínt hefði komið fyrir þá, sem varð- aði við lög. Þeir hefðu ekki far- ið þess á leit að fá að segja starfi sínu lausu og hljóta í staðinn sektar og dómsuppgjöf, enda ó- iíklegt að -það hefði dugað þeim. Að mínum dómi eiga iög að ná jafnt yfir alla, einnig þá, sem gegna opinberum stöðum. Þótt greinarhöfundur reyni þarna á lævísan hátt að gera lög regluþjónana þrjá tortryggilega í augum almennings, þá tekst honum það tæpast, enda færir hann engin rök fyrir máli sínu. Það eru engin ný tíðindi, að lög- reglumenn tolli illa í lögregl- unni í Keflavík. Á þeim sjö ár- um, sem ég starfaði í henni — hættu þar 11 menn störfum, þar af 9 í embættistíð Alfreðs G'sla sonar. Líklega hafa þessir menn talið kjörum sínum betur borgið í annarri vinnu. Ennfremur segir Reykjanesið: „Karl Hólm er nú á Kleppif‘ Rétt er það, að Karl Hólm er nú á Kleppi. Hann er þar hjúkr- unarmaður og vona ég og trúi, að hann leysi störf sín þar af hendi af þeirri lipurð og festu, sem honum er eiginleg. Er hægt að ímynda sér að það sé ósk- hyggja greinarhöfundar að Karl væri þar sjúklingur! Og áfram heldur Reykjanesið: „Hafsteinn Magnússon er nú húsvörður í Ungmennafélagshúsinu og iítur eftir dansleikjum þar — sem honum máske láðist, umfram að hirða dyravarðarlaunin, meðan hann var í lögreglunni. Nú týn- ir hann saman tómar áfengis- fiöskur eftir dansleikina, þar sem vín má ekki hafa um hönd”. Og síðan fullyrðir Reykjanesið, „Hafsteini gekk eitthvað treg- lega að fá aðra vinnu í Kefla- vík”. Þama veitist greinarhöf- undur að undirrituðum, en einn- ig kemur fram ásökun á Alfreð Gíslason, fyrrverandi bæjarfó- geta, fyrir að veita mér ekki nægilegt aðhald, svo ég leysti störf mín sem dyravörður sóma- samlega af hendi. Ég fékk aldrei áminningu frá Alfreð fyrir van- rækslu í störfum mínum, og mér er ekki heldur kunnugt um að nein kvörtun hafa borist frá Ung mennafélagshúsinu um störf mín þar. Dansleikir í vctur hafa farið nær undanltekningarlaust vel fram, en það er ekki á færi eins eða tveggja manna að varna því að vín fari inn í liúsið. Ef herða á eftirlit í samkomuhúsum hér í Keflavik, svo þangað komi ekki vín, bá er hætt við að fjölga verði allverulega í lögreglunni frá því sem nú er og eftirlit heiin ar verði að vera allmikiu meira en verið hefur hingað tjl. Skyldi það annars aldrei hafa komið fyrir að ritstjóri Reykjaness hafi laumast með áfengisflösku inn í Ungmennafélagshúsið? Já, — Reykjanesið scgir að mér liafi gengið treglega að fá vinnu í Keflavík. Þetta má sannarlega skilja svo að ég hafi víða eftir leitað, en orðið frá að hverfa. nema írá Ungmerinaféiaginu, —i enda haíi ég farið úr lögregiunnt af skiljanlegum ástæðum, sem greinarhöfundur hirci þó ekki um að segja hverjar voru. Nú spyr ég, veit greinarhöfund. ur ekki livað atvinnurógur er og hver er meiningin með opinber- um skrifum sem þessum, þegar ekki er bent á eitt atriði hvað þá fleiri, þeim til stuðnings? Sann- leikurinn í málinu er sá, að ég réðist húsvörður í Ungmenna- félagshúsið áður en ég sagðl starfi mínu í lögreglunni lausu. Síðan hef ég leitað eftir vinnu á einum stað og fengið hana, en varð að segja henni iausri, áður en ég hóf starf, vegna slyss á heimili mínu. Vinna þessi var umboðsstarf við Samvinnutrygg- ingar í Keflavík og átti ég að taka þar við störfum hinn 1. des. 1961 og ætlaði ég að vinna við Ungmennafélagshúsið á kvöldin. Sem fyrr segir, varð ég vegna þessa slyss að segja starfi mínu lausu, og kom það raunar ekki að sök hvað atvinnu snertir því reksturinn á húsinu í vetur varð langt umfram það, sem búist var við og ærinn starfi einum manni. Máli mínu til sönnunar læt ég hér fylgja staðfestingar- vottorð frá Gunnari Sve'mssyni, um ráðningu mína Lil Samvinnu- trygginga. Keflavík, 5. jan. 1962 Það vottast hér með, að Haf- steinn Magnússon, Vallargötu 17, Keflavík, var frá 1. desem- ber 1961 ráðinn umboðsmaður við deild Samvinnutrygginga Iijá Kaupfélagi Suðurnesja, Keflavík. Byrjunar-mánaðar- laun hans voru ákveðin kr. 6.000,00 fyrstu þrjá mánuðina. Hinn 30. nóvember kom svo nefndur Hafsteinn heim til mín og sagði starfinu lausu, vegna þess, að kona sín hafi slasast alvarlega og yrði liann að annast heimilishaldið á meðan svo væri ástatt, þar eð sér hafi ekki tekizt að útvega heimilishjálp. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjórí (sign). Fer nú lesendum að verða ljós tilgangur greinarinnar í tleykjanesi? Og Reykjanesið segir: „Björn Jóhannsson, er hættur lögreglustörfum, gerði það áður en mál það, sem Jens Þórðarson höfðaði á hann, fyr- ir skrif undir hans nafni og sak aráburð, er gengið í dómi. — Gárungar segja, að Björn hygg- ist nú ljúka barnaskólaprófi og taka svo til við önnur störf, sem liann er færari til en lögreglu- störf.” Greinarhöfundur teflir sannarlega á tæpt vað, því til- gangur ofanritaðrar klausu dylst engum, sem hana les. Og hver skildi trúa því, þótt Alfreð Gíslason hafi verið hirðulítill um opinber mál, að hann hafi verið svo lélegt yfirvald, að ráða vangefinn mann til lögreglu starfa, það vangefinn, að hann hafi ekki náð barnáskólaprófi. Björn Jóhannsson er Keflvíking- ur og var Alfreð því vel kunn- ugt um hversu hæfur hann mundi verða tjl lögreglustarfa. Mun Alfreð fáa menn hafa ráð- ið til löggæzlu, sem hann þekkti betur en Björn. Eg vann með Birni í lögreglunni um árabil og get því vel borið það, að hann

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.