Alþýðublaðið - 19.05.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 19.05.1962, Page 7
 Soffía Ingvarsdóffir: Uppeldis- og / skóBaheimili fy rir stillkur ÞAÐ er staðreynd því miður að hér í borg er nokkur hópur af ungum stúlkum, sumum kornungum, sem eru á glap- stigum siferðiiega. Þær neyta óspart áfengis lifa lauslætis- lífi og hverfa sólarhringum saman frá heimilum sínum. Margar þessar ungu stúlk- ur hafa þá stóru afsökun, að þær eru frá óregluheimilum og hafa alist upp í meira og minna umkoinuleysi. Forráðamenn stúlknanna fá sjaldnast ncitt aðgert sjálfir og leita því til lögreglu, barna verndarnefndar, áfengisvarna- nefnda og fleiri. En þessir að- ilar hafa engin tök á að bjarga stúlkunum, fjarlægja þær frá slæmu umhverfi og slæmum félagsskap, — af því að hér á landi er ekki til nein upp eldisstofnun fyrir þær. í þetta stórri borg, hafnar- borg með allf jölmeúnu er- lendu varnarliði á næstu grös um og með því sjálfræði og agaleysi, sem æska okkar býr við er ekki að furða þó svona vandamál geti skapast. En ef þetta er látið afskipta laust af því opinbera þá finnst æ fleiri telpum þetta aðeins agalega spennandi leikur. Hver hugsar um endinn, þegar ævintýrið er að byrja. En afleiðingarnar birtast i varanlegum drykkjuskap, litl- um föðurlausum börnum og uppgjöf gagnvart lífinu. Mis heppnaðir einstaklingar eru dýrir þjóðfélaginu. Flestar þessar stúlkur ekki síst kornungu stúlkurnar gætu komist á réttan kjöl ef þær fengju aðhald og rétta með- ferð. í þessu sambandi skal þess getið, að í fáein ár undanfarið hefur verið samið' við Dan- mörku um það að senda megi héðan allt að 5 stúlkur ár- lega á uppeldisheimili þar. Þetta hefur verið gert og í sumum tilfellum gefið góða raun í öðrum ekki. Það segir sig sjálft að ekki er liægt að senda hvaða stúlku SOFFIA INGVARSDOTTIR sem er í erlendan skóla. En greindar stúlkur, sem hafa þroska til að laga sig eftir nýj um staðháttum og læra málið geta haft gagn af þessu. Á þessu vandamáll ungu stúlknanna okkar er ekki til önnur varanleg lausn, en koma upp skóla- og uppeldisheimili fyrir þær. Jafnvel það eitt að slik stofnun er til skapar að hald. Nú er svo komið að við eig um sérmenntaðar konur til að veita slíkri stofnun forstöðu en á það hefur skort. Ríkið hefur veitt á fjárlög um siðustu ár nokkurt fram lag til uppeldis- og skólaheim ilis fyrir stúlkur. Því er tíma bært að hefja framkvæmdir í þessu máli. Samkvæmt lögum ber rík- inu að koma upp slíku skóla- heimili fyrir stúlkur. Þar sem það er Reykjavík sem lang- mesta þörf hefur fyrir afnot af þessu heimili ætti borgar stjórn að beita sér alveg sér- staklega fyrir framgangi þessa máls og fá stuðn- ing bæði einstaklinga og opinberra aðila, sem skilja þessi mál og vita hve þörfin er brýn. Með því móti kemst skriður á þetta menningar- og líknarmál. Verzlun B.H. Bjarnason hi. i opnar aftur í dag glæsilega sölubúð á sama stað og áður, með glæsilegu úrvali af búsáhöldum og ýmsum öðrum fallegum vörum mjög hentugum til gjafa. Lítið inn í dag og athugið hvað yður vantar. Verzlun B. H. Bjarnason h.f. Aðalstræti 7, Reykjavík. ENN birtum við mynd af Soffíu Loren, aff sjálfsögffu til aff gleffjl atigu lesantíans. í skýringum, sem myndinni fylgdu, segir, aff lík- ^ ama hennar sé „slegiff upp“ á tjaldinu ti! aff aiiur heimurinn geti | glápt á, — en sjálf þráir hún fyrst og fremst einveru og friff. ,Reykja- nesinu' svarað Framh, af 4. siöu reyndist þar nýtur og traustur maður. Eg sagði áðan að allir skildu tilgang skrifanna um Björn. Hann er reynt að lítil- lækka í því skyni, að hann eigi erfiðara um vinnuval, en hver er tilgangurinn með þessari ó- smekklegu sneið að Alfreð Gíslasyni, um það brjóta ýmsir heilann hér syðra. Björn var í vetur landformaður á mb. Guð- finni og mun honum sem okkur hinum hafa vegnað vel í hinu nýja starfi. Að síðustu birti ég þ^ð, sem Reykjanesið segir um Hilmar Jónsson : „Iíilmar Jónsson, er formlega genginn í Alþýðuflokkinn, og er því framkoma hans öll og störf við bókasafnið undir ör- uggri vernd alþýðuflokksmeiri- hlutans í stjórn bókasafnsins.” Eg geri ráð fyrir að fáum Suð- urnesjamönnum komi til hugar að misferlis gæti í störfum Hilm ars, en svo mætti þó ætla eftir lestur Reykjanessins. Þegar hann tók við bókasafninu hér 1958, muna allir hér syðra, að allt safnið var í megnustu ó- reiðu og oftast til lítils að fara i það til að leita sér að bókum. Undir stjórn Hilmars er það nú orðið eitt útlánahæsta bæjar- bókasafn á landinu. Einhvernveginn finnst mér að margnefndur greinarhöfund- ur sé persóna með ríka minni- máttarkennd. Persóna, sem margt hefur reynt um dagana en fátt tekizt. Lögreglumálunum í Keflavík var svo háttað, að mikið af störí um hennar var til einskis og skýrslufjöldi, sem við urðum þar af leiðandi að senda frá okkur mun meiri en annars stað ar á landinu. Við reyndum með góðu að fá lagfæringu á þessurn málum síðustu árin, án árang- urs. Okkur var því ekki einung- is rétt, heldur skylt, að kæra A. G. fyrir vanræltslu hans í með- ferð opinberra mála. Um þaff bil þrem mánuðum eftir að dómsmálaráðuneytinu barst þessi kæra, birti það opinber- lega skýrslu þess efnis, að störf- um A. G. hafi verið ábótavant og þar með var fengin staðfest- ing á réttmæti kærunnar, sem við lögðum inn í ráðuneytið um þetta mál. — Getur slík van- ræksla sem hér um ræðir varð- að fjársektum eða fangelsi. Það vita allir, að dómsmálaráðu- neytið sýndi mildi í þessu máli og geri ég ráð fyrir, að það hafi haft leyfi til þess, enda málið búið að vera liávaðas'amt og Al- freð eflaust erfitt. Það vekur hins vegar alltaf deilur og um- tal, þegar háttsettum embættis- mönnum er sýnd mildi í málum sem þessum, því opinber mál eru viðkvæm og vissulega þurfa bæjarfógetar og sýslumenn a'ð- hald, þannig, að lög um meðferð opinberra mála, nái jafnt yfir alla, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Að lokum vil ég segja þetta við ritstjóra og ábyrgðarmann Reykjaness, Helga S. Jónsson: Atvinnurógur er mjög alvarlegt mál, ekki sízt, þegar hann er rekinn í opinberum blaðaskrif- um. ,En við eigendur og útgef- endur Reykjaness, vil ég segja : Það er mikill löstur á ykkur og ykkar blaði, þegar það birtir á- byrgðarlaus skrif óvandaðs að- ila um íbúa þessa bæjar, skrif, sem greinarhöfundur getur á engan hátt staðið við. Slíkt nær ekki einungis líklega til þeirra, sem á er ráðist. Óvönduð blaða- mennska er ævinlega líkleg til að leiða illt af sér, og eins og málin standa nú, þá væri ykkur mestur sómi að því að útiloka sem mest af sora frá blaði ykk- ar, því ekki munuð þið að minnsta kosti öll, styðja svona skrif. Sá, sem raunverulega bætir úr því, sem aflaga fer, sýnir heil- brigði og manndóm, sem ^allir hljóta að virða. Reynslan ■skc-r úr um það, hvort þið berið gæfu til þess. i' Keflavík, 16. maí 196“?. Hafsteinn Magnússon. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 19. maí J JKl^.í'túJÍ' .'/• .i'íú! hiji ÍU 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.