Alþýðublaðið - 19.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.05.1962, Blaðsíða 15
í*rmH HONOU8AS 'íýfíTi ■ »v íiosd.'í.- r mtm «osm!ss;- ".vliiiivwnuv •• •••-. • DMiuetS. 0 0 0 [> FRÁ SOVÉT tók upp pennann sinn og strikaði út það, sem hann hafði skrifað. Hann skrifaði aftur og sagði ocð in hægt um leið og hann skrif aði. Drepist með SKÖMM. Gru- bozaboyschikov. Hann leit upp og brosti glað- lega við hinum. „Þakka ykkur, félagar. Þessu er lokið. Ég mun tilkynna ykkur ákvörðun forsætisnefndarinnar um tillögu okkar. Góða nótt“. Þegar fundarmenn voru farn ir út, stóð G. hershöfðingi, upp, teygði úr sér og geispaði lengi. Hann settist aftur við skrifborð ið, stöðvaði segulbandið og hringdi á aðstoðarmann sinn. Maðurinn kom inn og stanzaði við skrifborðið. Honum var rétt blaðið. Hann G. hershöfðingi fékk honum gula blaðið. „Sendið þetta til Ser ovs, hershöfðingja, þegar í stað. Komizt að því, hvar Kronsteen er niðurkominn og látið sækja hann í bíl. Þeir í Otdyel II vita hvar hann er að finna. Og ég tek á móti Klebb ofursta eftir tiu mínútur." „Já, félagi hershöfðingi.“ Mað urinn fór út. G. hershöfðingi tók upp VCh simann og bað um Serov hers- höfðingja. Hann talaði rólega í nokkrar mínútur. Að lokum sagði hann: „Og ég er nú um það bil að fá verkið í hendur Klebb ofursta og áætlanamanninum Kronsteen. Við munum ræða helztu atriði hæfilegs konspirat- sia og svo fæ ég tillögur í smá- atriðum á morgun. Er það í lagi, félagi hershöfðingi?“ „Já“ heyrðist róleg rödd Serovs hershöfðingja, meðlims forsætis- nefndarinnar, segja. „Drepið liann.. En látið gera það frábæri- lega vel. . Forsætisnefndin stað festir ákvorðunina á morgun.“ Það var íag.t á. Innanhússíminn hringdi. G. sagði „Já“ i hann og lagði hann á aftur. Augnabliki síðar opnaði að- stoðarmaðurinn dyrnar og stóð í gættinni. „Félagi Klebb ofursti“ tilkynnti hann. Vera, sem einna helzt líktist froski og bar ólívu grænan einkennisbúning með hin um rauða borða Leninorðunnar einum saman á, kom inn og gekk hröðum, stuttum skrefum að skrifborðinu. G. hershöfðíngi leit upp og benti á næsta stólinn við fundar- borðið. „Gott kvöld félagi.“ Sykursætt bgos færðist yfir flatt andlitið. „Gott kvöld félagi hershöfðingi." 7. kafli ískaldi töframaðurinn Skífumar tvær á tvöföldu klukkunni horfðu út yfir skák- borðið, eins og augu einhvers risastórs sjóskrímslis, sem hefði gægzt upp yfir borðröndina til að horfa á skákina. Skífurnar tvær á skákklukk- unni sýndu mismunandi tíma. Klukka Kronsteens sýndi tuttugu mínútur í eitt. Rauða örin, sem taldi sekúndurnar, hreyfðist hratt neðst á skífunni, en klukka óvin arins var þögul og sekúnduvisir- inn var grafkyrr. En klukka Mak harovs sýndi fimm mínútur í eitt. Hann hafði eytt tíma í miðri skákinni og nú átti hann aðeins fimm mínútur eftir. Hann var í slæmu tímahraki, og nema því aðeins að Kronsteen yrði á ein- hver ægileg vitleysa, sem var óhugsandi, var hann búinn að tapa. Kronsteen sat hreyfingarlaus og beinn í sætinu, eins .illgirnis- lega óútreiknanlegur og páfa gaukur. Olnbogar hans lágu á borðinu og stórt höfuðið hvíldi á krepptum hnefunum, sem þrýst ust inn í kinnar hans, svo að munnur hans fékk stærilætis og fyrirlitningarsvip. Undan breiðu kúptu enni liorfðu dálítið skásett svört augun rólega á skákborðið. En að baki grímunni suðaði blóð ið í heila hans, og þykk slagæð á gagnauga hans sló meira en níu- tíu. Hann hafði svitað af sér heilt pund á sl. tveim tímum og tíu mínútum, og hættan á röngum leik hélt honum enn í greip sinni. En fyrir Makharov og áhorfend um var hann samt „ískaldi töfra- maðurinn", sem einhver liafði sagt að léki skák, eins og maður borðar fisk. — Fyrst tók hann af roðið, síð- an tók liann burtu beinin og svo át hann fiskinn. Kronsteen hafði verið Moskvumeistari nú í tvö ár í röð og var nú i úrslitum í þriðja sinn, og ef hann ynni þessa skák, myndi hann hafa möguleika á stórmeistaratitli. Þögnin um- hverfis hið afgirta efsta borð Var algjör, að undanskildu tifinu í klukku Ivronsteens. Þeir vissu, eins og Makharov. að þetta var búið. Kronsteen hafði komið með stórsnjalla breytingu á Meranaaf brigðinu :í Drottningarbragði Mak harov hafði haldið í við hann fram í 28. leik. Hann hafði misst tíma á þeim leik. Ef til viil hafði hann gert skyssu þar, og ef til vill aftur í 31. og 33. ieik. Hver vissi? Þessi skák yrði umtöluð um nllt Rússland næstu vikurnar. Það heyrðist andvarp frá upp hækkuðum pöllunum gegnt meist araborðinu. Kronsteen hafði fært hægri höndina hægt frá kinninni og teygt hana fram á borðið. Eins ■mtMw Brezka Honduras hefur gefið út frímerkjaseríu af fuglum (sjá mynd). Verágildi þeirra er frá einu senti upp í fimm dali. Frímerkin eru prent uð í Englandi. og griptengur á krabba höfðu þumalfingur og vísifingur hans opnazt og sigið. Höndin hafði færzt með manninn upp og til hliðar og niður. Síðan var höndin flutt á sama stað við kinnina. Áhorfendur hvísluðust á, er þeir sáu á stóra veggtaflinu, að leikurinn var Hc8. Þetta hlutu að vera endalokin. Kronsteen þrýsti rólega niður tippinu á klukku sinni. Rauði vís irinn hans stanzaði. Klukkan sýndi kortér í eitt. Á sama augna bliki tók ör Makharovs að ganga. Kronsteen hallaði sér aftur. Hann lagði hendurnar flatar á borðið og horfði kuldalega yfir borðið á sveitt, álútt andlit mannsins, sem hann vissi að hlaut að finnast innyfli sín brjótast um eins og áll, sem stunginn hefur verið með spjóti, þvi að Kron- steen hafði sjálfur tapað áður fyrr. Makharov, Georgíumeistari. Jæja, félagi Makharov gæti farið aftur heim til Georgíu og verið kyrr þar. Hvað sem öðru liði, þá mundi hann ekki flytja með fjöl skylduna til Moskvu á þessu ári. Óeinkennisklæddur maður smeygði sér undir kaðlana og hvíslaði að öðrum dómaranum. Hann fékk honum hvítt umslag. Dómarirln hrissti höfuðið, benti á klukku Makharovs, sem nú vant aði þrjár mínútur í eitt. Maðurinn í borgarafötunum hvíslaði einni setningu, sem varð til þess að dómarinn kinkaði ólundarlega kolli. Hann hringdi lítilli hand- bjöllu. „Það eru áríðandi skilaboð til félaga Kronsteens“, tilkynnti hann í hljóðnemann. „Það verð- ur gert þriggja mínútna hlé“. Muldur fór um salinn. Jafnvel þó að Makharov liti nú kurteis- lega upp frá skákinni og sæti hreyfingarlaus og liti upp i loft í salnum, vissu áhorfendur, að staða skákarinnar var greipt í heila hans. Þriggja mínútna frest ur þýddi aðeins þrem mínútum lengri umhugsunartíma fyrir Makharov. Kronsteen fann til sömu gremjunnar, en andlit hans var sviplaust, er dómarinn steig nið ur úr sæti sínu og rétti honum óáletrað umsl'ag. Kronsteen reif það upp með þumlinum og dró upp undirskrifaða pappírsörk. Þar stóð með hinum stóru vél- rituðu stöfum, sem hann þekkti svo vel „YÐAR ER ÞÖRF ÞEG AR í STAГ. Engin undirskrift og ekkert heimilisfang. Kraonsteen braut örkina sam an og setti hana umhyggjusam- lega í innanávasann á jakkanum sínum. Síðar yrði hún tekin af honum og brennd. Hann leit upp í andlitið á óeinkenniklædda manninum, sem stóð við hliðina á dómaranum. Augu hans horfðu á hann óþolinmóðlega, skipandi. Til fjandans með þetta fólk hugs aði Kronsteen. Hann ætlaði ekki að gefa skákina, þegar aðeins voru þrjár mínútur eftir af henni. Það var óhugsandi. Það var móðgun við íþrótt Fólksins. En þegar hann gaf dómaranum merki um að halda mætti skák- intai áfram, skalf hann innra með sér, og hann forðaðist augu mannsins, sem stóð grafkyrr inn an við kaðalinn. Hanoes á horninu. Framhald af 2. sífiu. sitt á það, að með tímanum opnist augu alls almennings fyrir þessum óhagganlegu staðreyndum. Verka- menn og sjómenn hafa beðið mikið tjón af sundrungu samtaka sinna. Öll alþýða hefur verið flegin inn að skyrtunni, ekki aðallega af at- vinnurekendum heldur og af pó\i tískum ævintýramönum, kommún ismans, ekki með því að reita áf þeim kaup þeh'ra heldur með þý£ að veikja samtakamátt þeirra. ÞRÓUNIN HEFUR afsannað aÚ- ar kenningar postula kommúnism ans hér, og sannað það, sem and stæðingar þeirra héldu fram. Kommúnisminn er heimsyfirráða- stefna. Hann er ekki rekinn t}l hagsmuna fyrir alþýðu dagsins l dag, heldur miðast hann vlð hags muni, fyrirætlanir og flækjur er lends stórveldis. Þetta er sannað og það sannast enn betur í nánustu framtíð. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur í nær hálfa öld unnið markvisst fyrip alþýðufólkið, launþegana. Menn geta skyggnst um, rifjað upp fyiár sér baráttumál Alþýðuflokksins eg fundið áhrif þeirra á nær öllum sviðum þjóðlífsins. Tryggingarnar eru stjómarskrá alþýðunnar, frels isskrá hennar. Þær er ekki hægt að byggja upp á einum eða tveim ur áratugum. Þær verða að skapast á alllöngum tíma. Það er unnið að þvi af öryggi og festu. ENN EINU SINNI eigum við að ganga að kjörborðinu. Ilannes á horninu. ÍÞRÓTTIR Framhald af 10. siðn. 50 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason ÍR 26.8 sek. Hörður B. Finnsson ÍR 28.7 sek. Guðm Þ. Harðarson Æ 28.8 sek. >' Erlingur Þ. Jóhannss. KR 31.0 sek. Benedikt Jóhannsson KR 31.0 sek. Árni Þ. Kristjánsson SH 31.6 sek. <* 200 m. bringrusund kvenna: ” Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR 3:17,3 mín. Kolbrún Guðmundsd. ÍR 3:25.4 irt. Sigrún Sigvaldad. KR 3:36.6 mín. 50 m. flugsund karla: Guðm. Gíslason ÍR 31.6 sek. Hörður B. Finnsson ÍR 32.2 sek.1 Árni Þ. Kristjánsson SH 34.2 sek. Erlingur Þ. Jóhannsson KR 36.1 's. 4x50 m. skriðsund karla: A-sveit KR 2:10.5 mín. B-sveit KR 2:23.0 mín. Drengjasveit KR lauk ekki keppní. Bjallan hringdi. „Skákinni ér haldið áfram“. Markhov beygði hægt niður höfuðið. Vísirinn á klukkunrii lians fór yfir heilu stundina og hann var enn lifandi. Kronsteen liélt áfram að skjálfa innra með sér. Það, sem hann hafði gert, hafði aldrei áð ur gerzt með nokkurn starfs- mann SMERSH eða nokkurra'r annarrar ríkisstofnunnar. Hanri eftir lan Fleming ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 19. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.