Alþýðublaðið - 19.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AtSstoóarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ' . • v v' ' , ■ ‘ ■■" . ' Brynjólfur / Rostock ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti í fyrra greinar um tengsl íslenzkra kommúnista við yfirvöld Austur- Þýzkalands. Var þar skýrt frá starfsemi þeirri, sem fram fer í sambandi við háskólann í Greifswald og athyglisverðum fyrirlestri, sem Brynjólfur Bjama son flutti þar. Upplýsti Brynjólfur þar meðal ann- ars, að það hefði frá upphafi verið ætlun Kommún ista að beita sams konar „sameiningarstefnu“ gagn vart Framsókn og beitt var á sínum tíma við Al- þýðuflokkinn, er Héðinn klauf hann. Þá var skýrt frá því, að fjöldi íslezkra kommún ista hefði farið til Austur-Þýzkalands í sambandi við Eystrasaltsvikuna, og hefði verið haldið sér- stakt námskeið fyrir þá í kommúnistískum fræð- uin, áróðri og undirróðursstarfsemi. Allt þetta hafði verið vandlega undirbúið af sjálf um Brynjólfi Bjarnasyni í sömu ferð og hann flutti áðurnefndan fyrirlestur í Greifswald. Hinn 11. janúar 1960 átti Brynjólfur í Rostock íijarlegar viðræður við háttsetta embættismenn í utanríkisdeild (Abteilung Aussenpolitik imd Inter nationalen Verbindungen des KZ der SED) mið- stjórnar austur-þýzka kommúnistaflokksins. Var rætt um víðtækan stuðning Austur-Þjóðverja við kommúnista á íslandi, sérstaklega ef tækist að koma varnarliðinu á brott frá landinu. Auk þess var samið um víðtæka hjálp við þjálfun á áróðurs- og skipulagsmönnum fyrir íslenzka flokkinn og voru áðurnefnd námskeið höfuðþáttur í þeirri á- ætlun. Skyldi þessi sérþjálfun meðai annars fara fram í verkalýðsskólanum í Bernau og sjálfum flokksskólum SED. Nú hefur Morgunblaðinu tekizt að komast yfir skýrslur, þar sem segir nánar frá þessum námskeið um fyrir íslenzka kommúnista, sem fram hafa far ið algerlega á kostnað austur-þýzkra yfirvalda. Blaðið setur léttúðugan áróðurssvip á frásögn sína með því að birta grófar skopteikningar af drykkju skap hinna íslenzku nemenda. Þó er málið of alvar- legs eðlis til að veita því slíka meðferð. íslendingar verða að íhuga eftirfarandi hiið á þéssu máli: Hér á Jandi starfar stór stjórnmála- flokkur, sem er svo gersamlega á valdi erlendra afla, að hann sendir til annarra landa HEILA HÓPA af ungum íslendingum til að láta þjálía þá ájsérstökum námskeiðum fyrir íslendinga, þar sem þeim eru kenndar aðferðir til að ná völdum hér heima. Og jafnframt er samið um stórfelldan er- léndan styrk, sem á að koma til framkvæmda, þeg ar varnarliðið fer frá íslandi!! G-etur íslenzkt alþýðufólk stutt þessa menn leng oir? í 2 19- maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ kvensokkar sokkarnir, sem ætíð hafa verið seldir með ÍSABELLA vörumerkinu. Þessir sokkar eiga meiri vinsældum að fagna um allt land en nokkur önnur sokkategund. Þórður Sveinsson & Có. h.f. Sími 18-700. HANNES Á HORNINU fc Þegar litið er yfir liðna tíð. ★ Og skyggnst er um bekki í dag. ★ Rýtingsstungan í þjóðfé lagið. Ifc Lömun samtakamáttar- ins. | fc Stjórnarskrá fólksins. TRYGGVI PÉTURSSON banka | fulltrúi sagði í viðtali hér í blað- Iinu fyrir nokkru, að hann teldi það tvímælalaust dóminn um Alþýðu flokkinn og starf hans að sjá ár- angurinn þegar litið væri yfir upp skeruna hina síðustu áratugi. Hann bætti því við, að ef til vill þætti ýmsum nokkuð seint hafa gengið, ■ en árangurinn af starfinu væri mikill og glæsiiegur þegar litið væri yfir leiðina, sem farin hefði verið. ÞETTA ER mergurinn málsins. Alþýðuflokkurinn hefur gjör breytt þjóðfélaginu til hagsbóta fyrir alla launþega. Að vísu er það ekki rétt, að þakka honum einum allt, en hann hefur rutt brautina, það er ekki hægt að komast hjá því að játa það. Hann hóf barátt- una, hann stjórnaði henni, hann sveigði smátt og smátt aðra flokka til þess að ganga inn á sjónarmið sín — og hann hefur borið gæfu til að geta lialdið um stjórnartaum ana við framkvæmd ýmsra þeirra mála, sem hann þegar í upphafi bar fyrst og fremst fram. SIGUR MÁLEFNANNA er aðal- atriðið, en ekki kosningatölur á kjördegi. Þetta hefur ekki alltaf farið saman hjá Alþýðuflokknum, langt í frá. Það hefur starfað a£ glapsýn kjósenda, sem að vísu er, að ýmsu leyti eðlileg, þó að ekki sé hægt að fallast. á það, að hún sýni framsýni eða þroska. ÉG HELD að enginn flokkur eigl sér eins glæsilega málefnalega sögu og Alþýðuflokkurinn. Hann hefur starfað og liáð sína baráttu á mestu byltingatímum, sem yfir þjóðirnar hafa gengið. Kommún isminn ruddi sér til rúrps um öll lönd og sprengdi og splundraði samtökum fólksins, leiddi margar út í styrjaldir og þær ógnir,'sem þeim fylgja. Við fórum ekki var hluta af því. KOMMÚNÍSMINN SUNDRAÐI tvisvar sinnum samtökum íslenzks alþýðufólks og Sjálfstæðisflokkur inn blés í glæöurnar og studdi þá iðju af öllum mætti í misskilinni andúð á alþýðufélögunum. Þann draug glímir nú Sjálfstæðisflokkur inn við meir en Alþýðuflokkurinn. Þvl ber sízt að fagna, en tjón þjóð félagsins í heild er orðið gífurlegt vegna þessara ævintýra. Ef það hefði ekki komið til, þá væri hér starfandi samvirkt og öflugt þjóð félag' og þegnarnir byggju við styrkan fjárhag þess og öryggi sjálfs sín. ÞAÐ VERÐUR að setja traust Framh. á 15. síðu /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.