Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 3
Pathet Lao her Jouhaud-málið tek- tekur höfuðborg Suður-Laos Bangkok, 25. maí. (NTB-Reuter). Höfuðstaðurinn í Suður- Laos, Saravane, er fallinn í liendur Pathet Lao, sagði forsæt- isráðherra Thailands, Sarit Than- arat marskálkur, í dag. Bær þessi sem hefur verið lengi í fremstu víglínu, er um 100 km. frá landa mærum Laos og Thailands. Carpenter fagnað ★ Grandturk-eyja: Scott Carp- enter var ákaft fagnað við komuna Iiingað á fimmtudagskvöld. — Á föstudagsmorgun gekkst liann undir margar og erfiðar læknis- rannsóknir. Sjón hans, heyrn, jafnvægisskyn o. fl. var atliugað. Ganga átti úr skugga um hvort geimferðin, og þyngdarleysi í ilé klst. liefðu nokkur markverð áhrif á hann haft. Um kvöldið áttu fyrstu fundir geimfarans og tækni Og verkfræðinga að hefjast. Reynt ýerður að komast að raun um hvað bilað hafi í hæðarstjórn mæli geimhylkisins, hvers vegna geimbúningurinn hitnaði, hvers vegna eldsncytið hvarf fyrr en bú- izt var við, og hvers vegna hemla flugskeytiuium var skotið seinna en ráðgert hafði verið. SOVETSKIP VIÐJÓLAEY WASHINGTON, 25. maí NTB-Reuter) Þrjú rússnesk skip, sem eru greinilega í hernaðarlegum njósnaerind um, hafa sézt nokkrar sjómíl ur frá tilraunasvæði Banda- ríkjamanna á Kyrrahafi. Eitt skipanna er „Shokals Kiy“, sem er 3600 lestir og búið fjölda tækja. Öll eru skipin búin móttökutækjum, sem gera þeim kleift að hlusta á allar radíósendingar Banda ríkjamanna. Skipin hafa safn að flestum upplýsingum sem þau geta náð í um kjarnorku tilraunir Bandaríkjamanna segir í yfirlýsingu landvarna ráðuneytisins í Washington. ið fyrir aö nýju Thanarat gat ekki veitt nánari upplýsingar um bardagana við Saravane, og ekki er vitað hvort bærinn hafi fallið eftir bardaga eða hvort hersveitir hægri manna hafi hörfað þaðan og hersveitir vinstrisinna síðan tekið han'n her- námi, en sýnt þykir, að þetta hafi orðið uppi á teningnum í Nam Tha í Norður-Laos. Setið um bæinn. Bandaríkjamenn segjast ekki vita hvort Saravane hafi verið tek inn herskildi, en bærinn hefur verið umkringdur talsvert lengi. Þangað hafa matvæli og skotfæri verið send með flugvélum eða bifreiðum. , Pathet Lao í sókn. Bent hafði verið á áður, að her- sveitir vinstri manna, sem sækja fram í landinu, kynnu að taka héruðin Sarvane, Sarvannakhet og Champassak í Suður-Laos her námi. Bandaríkjamenn þjálfa íbú ana í héruðunum í vopnaburði, — þannig að þeir geti haft í fullu tré við skæruliðana úr norðri. Brezkar Hunterflugvélar komu til Thailands í dag. Souvanna kominn heim. Foringi hlutlausra, Souvanna Phouma, kom til Khang Khay í Mið-Laos frá Rangoon í dag, en þrisvar hefur orðið að fresta brottförinni. Souphanouvong, for- ingi Pathet Lao, tók á móti hon- um á flugvellinum. Sarit vfirhershöfðingi ? Því hefur verið neitað, að Bandaríkjamenn krefjist þess, að varaforsætis- og landvarnaráð- herra Laos, Phoumi Nosavan, hershöfðingi, segi af sér. Orð- rómurinn er ó kreiki um, að Thanarat forsætisráðherra, verði yfirmaður SEATO-herliðsins í Thailandi og bandaríski hershöfð inginn Paul Narkins næstráð- andi hans. ★ MADRID: Verkföllin miklu á Spáni breiddust til Cartagena í suðaustur hluta landsins á föstudag Þar lögðu skipasmiðir niður vinnu. Fulltrúi yfirvalda í Bilbao segir, að lielmingur verkamanna við stærstu stálverin í héraðinu hafi hafið vinnu á ný, og sennilega ljúki verkfallinu bráðlega, 5-10 þú verkamenn eru að sögn enn I verk falli á Bilbao-svæðinu, og 15 þús. í Austuria og 10 þús í Barcelona. PARÍS, 25. maí. (NTB-Reuter). Dauðadómurinn yfir Jouhaud hershöfðingja var numinn úr gildi til bráðabirgða seint í kvöld, jafn framt því, sem Jean Foyer, dóms- málaráðherra, sendi yfirdóminum, æðsta áfrýjunardómi Frakklands, kröfu þess efnis, að málið gegn honum verði tekið upp að nýju. Samkvæmt hegningarlögunum verður framkvæmd dóms frestað sjálfkrafa unz hinn nýi úrskurður hefur verið felldur þegar dóms- málaráðuneytið sendir slíka kröfu um, að málið verði tekið til dóms á ný. Fyrr um daginn var talið samkv. heimildum, sem standa stjórninni nærri, að de GauIIe mundi fljót- lega fyrirskipa, að dauðadóminum yfir Jouhaud yrði framfylgt. Til þessa hefur enginn vitað með vissu, hvort de Gaulle hafi ákveðið að notfæra sér vald sitt til þess að breyta dómnum yfir Jouhaud. Almennt er talið, að de Gaulle muni ekki náða hann. Ef Jouhaud verður líflátinn að lokum mundi traust manna til stjórnarinnar og þeirrar ákvörðunar hennar að berj ast til þrautar gegn OAS vakna á ný. WMMMMMM*MMMMM*MMM Kampavíns- skírnin JAQUELINE forsetafrú skírir nýjasta atómkafbát Bandaríkjamanna á hinn hefðbundna liátt: með flösku af freyðandi kampa- víni. Þetta er stærsti kafbát- urinn, sem nokkurn tíma hef- ur verið smíðaður, 7,000 tonn. Hann er búinn elá- flaugum. MMMMMIMMMMWWMMMMV SAGA \ NÝJ- H- | nnÍTU/fjioIlijó'/d 1A df- UM HÖNDUM EIGENDASKIPTI hafa orðið á ferðaskrifstofunni Sögu í Reykja- vík. Saga var stofnuð vorið 1958 af Finnbirni Þorvaldssyni, Hilmari Bendtsen og Martin Petersen, en nú hafa þcssir menn tekið við | skrifstofunni: Ólafur Finsen, Birgir Agústsson og Hilmar Bendt sen. Framkvæmdastjóri og með- cigandi er Njáll Símonarson og að- stoðarstúlka á skrifstofunni er Margrét Hansen. Hinir nýju eigendur og forráða menn fcrðaskrifstofunnar ræddu við fréttamenn í gær og tjáðu þeim, að Saga mundi framvegis sem hingað til veita ferðamönnum alla mögulega fyrirgreiðslu. Þar eru seldir farscðlár með álls kon- ar far^rtækium bæði á láði, legi og þeim, sem fara um loftin blá út um víða veröld. Skrifstofan stendur í sambandi við ferðaskrif- stofur og farartækjafélög víða um lönd, sem veita skjólstæðingum Sögu ýmsa þjónustu og loks er að geta þjónustu skrifstofunnar Við útvegun gistihúsaherbergja, útveg un túlka erlendis o. s. frv. Ferðaskrifstofan Saga er tii húsa á horni Hverfisgötu og Ipg- ólfsstrætis í Reykjavík og er opin daglega frá kl. 9-18. Okkur vantar á kjördag. Hringið í síma 15020 og 16724, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. maí 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.