Alþýðublaðið - 26.05.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Side 2
f 1 Hitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: HJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andí: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhaniiesson. ÞEIR SEGJA EITT, EN GERA ANNAÐ! ÞAÐ ER MERKILEGT, hvernig Sjálfstæðis- fíokkurinn tekur upp baráttu gegn þjóðnýtingu og reynir að festa þjóðnýtingarstimpil á aðra stétt fyr- ir kosningar. Þessi barátta er algerlegá í ósamræmi við þá stefnu, sem Sjálfstæðismenn reka á milli ikosninga, þegar þeir stand andspænis staðreynd- um lífsins og eru ekki í áróðurshug. Athugum til dæmis þetta: 1) Hvergi á landinu eru eins mikið af bæjarfyrir tækjum eins og undir verndarvæng meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar eru til hvers konar bæjarrekin fyrirtæki, allt frá bæj arútgerð, bæjarfrystihúsi, hitaveitu, rafmagns veitu, bæjarþvottahúsi og til mikils fjölda af þjónustufyrirtækjum. Þessi listi sýnir, hvílík hræsni það er af Sjálfstæðismönnum að láta svo fyrir kosningar, sem þeir hafi aldrei nálægt opinberum rekstri komið. 2) Sjálfstæðismenn hafa sýnt það í verki, að þeir hafi meiri áhuga á einokunarhringum en sönnu einkaframtaki. Þeir hafa staðið dyggan vörð um Sölumiðstöðina, SÍF og fleiri slíka hringa, og ætla að ærast, ef nefnt er frjálsræði í sam bandi við þá. Hins vegar hafa Alþýðuflokks menn flutt á þingi tillögu um löggöf til að tryggja almenningi, að starfsemi þessara sam taka sé í samræmi við þjóðarhag, og í vetur veitti Ernil Jónsson þriðja aðila leyfi til að flytja út frystan fisk til að veita hinum staðn aða hring SH dálitla samkeppni. Af þessu verður ljóst, að Sjálfstæðismenn breyta eftir ,allt öðnxm lífsregluin en þeir prédika fyrir kosningar. KjóSé1dátííí/“ sjfa, að Alþyðufiokkurinn hefur í þessum efnum viðurkennt staðreyndir, en reynir ekki að villa á sér heimildir eins og Sjálf- stæðismenn. Alþýðuflokkurinn vill, að opinber rekstur, samvinnurekstur og einkarekstur starfi hlið við hlið, hafi fullt frjálsræði og gegni hver þeim verkefnum, sem þjóðin velur honum hverju sinni. Alþýðuflokkurinn hefur eins og aðrir jafnað- armannaflokkar horfið frá því að vilja þjóðnýta allt. En sjónarmið hans í þessum efnum eru raun hæf — hann þarf ekki að reyna að villa á sér heim ildir. xAxAxAxA TILLÖGUR Páls Sigurðssonar læknis um bætta heilbrigðisþjón- ustu og skiptingu Reykjavíkur í læknishcruð ná áreiðanlega fram að ganga. Læknirinn hefur gert ljósa grein fyrir tiUögum sínum, sem eru í fullu samræmi við stefnu og skoðanir Alþýðuflokksins og til- lögur hans um bætta félagslega þjónustu. Baráttan fyrir þeim er aðeins á byrjunarstigi, en allir, sém nokkuð hugsa um opinber mál, þekkja söguna af baráttunni fyrir góðum málum. . , •. ... * f ENGIR hinna flokkanna hafa minnst á tilögur læknisins. Þannig hefur alltaf verið tekið á móti nýj- um hugmyndum, sem Alþýðuflokk- urinn hefur komið með, en hanu hefur ekki látið það aftra sér. Hann hefur túlkað þær ár eftir ár, jafn- vel í áratugi. Afturhald og tóm- læti hefur smátt og smátt látið und an síga og loks hefur verið svo komið, að andstæðingarnir hafa eignað sér hugmyndirnar og að síð- ustu haldið því fram, að þeir hafi fyrstir hafið máls á þeim og borið þær fram til sigurs. / UNDAN ÞESSU er ég alls ekki að kvarta, því að málefnið er aðal- atriðið, ekki það hver hafi unnið því fylgi og hrint því í fram- kvæmd. Þannig er saga allra stórra mála, og þannig verður og saga þessa máls. Almenníngur á að hafa augun opin fyrir þessari þró- un. Hann á að vera farinn að þekkja það hvernig barist er fyrir málum, hvernig þau þróast stig af stigi, hvað það kostar að koma mál um fram — og hvernig andstæðing- arnir setja upp spariandlitin þegar þeir loks hafa léð hönd að verki. ÞAÐ ER hins vegar aumt hlut- skipti að þykjast alltaf hafa léð góðu máli lið, eftir á. Það er að minnsta kosti ekki stórmannlegt. Það liggur mikið eftir Alþýðuflokk inn í félagslegum málefnum. Hann hefur gjörbreytt þjóðfélagslegri að stöðu láglaunafólks, ellimóðra, sjúkra manna og örkumla. Hann hefur gjörbreytt aðstöðu ungs fólks til þess að geta stofnað heim- ili. að Sjálfstæðisflokkurinn sveigði til og nú þykist hann alltaf hafa bar- ist fyrir þessum málum, jafnvel betur en nokkur annar flokkur. Hvar sem leitað er hefur útkomán orðið þessi. ÉG SAGÐI, að þetta væri ekki stórmannleg saga, að minnsta kosti ekki hetjusaga fyrir Sjálfstæðis menn. Lúðulatahátturinn hefur ver ið helsta einkenni hans allt frá byrjun í öllum helstu hagsmuna- málum heimilanna. Ég gæti nefnt sjá það að þannig verður og af- fjölda annarra dæma. Við munum staða hans gagnvart hinum stór- merku tillögum Páls Sigurðssonar. Hann mun sýna þeim tómlæti, stundum fulla andstöðu, en sveigja til smátt og smátt — og að lokum halda því fram, að hann hafi allt- af barist fyrir þeim og hrundið þeim í framkvæmd. ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT að efla Alþýðuflokkinn og drapra úr afli Sjálfstæðisflokksins. Þar með mun ganga bctu rað sveigja Sjálf- stæðisflokkinn til þjónustu við hinn nýja tíma, góð mál og hags- mun ganga betur að sveigja Sjálf- lynt fólk, sem stutt hefur Sjálfstæð isflokkinn, á að vinna að þessu n^ð atkvæði sínu. Hannes á horninu. Stúlka óskar eftir kvöldvinnu, má vera barnagæzla. Upplýsingar Shellvegi 4. Geymið auglýsinguna. LAUGARDALSVÖLLUR Islandsmótið hefst í dag kl. 4. Þá leika Fram - Akureyri Dómari: Einar H. Hjartarson. Sjötugur í dag: Eggert B. Kristjánsson FRAMÁMENN Sjálfstæðisflokks ins börðust hatrammlega á móti verkamannabústöðunum og gegn allri annarri aðstoð við láglauna- fólk 1 íbúðabyggingum. Alþýðu- flokknum tókst með áratuga starfi að vinna málunum svo mikið fylgi, MUNIÐ 25 KRÓNU VELTUNA SJÖTUGUR er í dag Eggert Bjarni Kristjánsson frá Bíldu- dal. Eggert stundaði sjómennsku lengst af. Hann lauk prófi frá Sjómannaskólanum 1917 og var lengi stýrimaður á skipum. Var hann m. a. stýrimaður á linu- veiðaranum Bjarka með Jóni Magnússyni skipstjóra frá Bíldu dal. Eggert var með duglegustu sjósóknurum hér meðan honum entist heilsa til þess að stunda sjómennsku. Er hann hætti sjó- mennsku sökum heilsubrests lióf hann störf í landi unz hann missti heilsuna alveg 1951. Síðustu ár- in hefur Eggert verið á sjúkra- húsum. Eggert er giftur ísafold Helga- dóttur og eignuðust þau tíu börn. 8 þeirra eru á lífi og eru þau öll mikið myndarfólk. Eggert hefur verið félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur frá unga aldri og auk þcss hefur hann ætíð verið eindreginn jafnaðarmaður. Segja má, að hugur Eggerts sé ætíð á sjónum og hjá verkafólkinu, enda þótt heilsan sé þrotin. Al- þýðublaðið óskar Eggcrt til ham- ingju með afmæliS. 2 26. mai 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.