Alþýðublaðið - 26.05.1962, Page 8

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Page 8
ENGINN bandarískur tónlist- armaður. hvorki fyrr né síðar hefur hlotið slika frægð sem Louis Armstrong. Þótt hann sé nú kominn yfir sextugt, bregzt það aldr- ei, að hvar sem hann fer heill- ar hann áheyrendur með leik sínum. Fyrir tíu árum síðan efndi bandaríska músikblaðið „Down Beat” til skoðanakönn unar meðal lesenda sinna um það, hvaða maður hefði haft mesta þýðingu í tónlistarlífi í Bandaríkjunum á tuttugustu öldinni. Louis Armstrong fékk langflest atkvæði. Flestir trompetleikarar, sem frægir liafa orðið, telja sig eiga honum mikið að þakka. Við Louis Armstrong hefur festst gælunafnið „Satcmo” en það er stytting úr „Satchel mouth”, sem á íslenzku mætti ef til vill leggja út „tösku kjaftur”. Hann'er fæddur á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna árið 1900. Þegar í æsku myndaði hann smáhljónjsveit með leikbræðr um sínum, léku þeir á gotum úti og unnu sér inn nokkurt fé með þeim hætti. Foreldrar hans dóu meðan hann var í æsku og varð hann upp frá því að sjá um sig sjálfur. Einu sinni var hann ásamt nokkrum leikbræðrum sínum að fagna nýja árinu í New Orleans, en þar er hann fæddur. Með einliverjum hætti höfðu beir félagar kom- izt yfir gamlan byssuhólk, og í einhverium ærslúm hleyptu þeir af byssunni eitthvað út í loftið. Lögreglan kom fljótt til skjalanna og voru þeir fé- lagar sendir á uppeldishæli. Þar hlaut Louis sína fyrstu tónlistarfræðslu, áður hafði hann bara leikið eftir eyranu. Þegár hánn var sautfún ára gamall fékk hann atvinnu sem hljóðfæraleikari. Þetta voru eiginlega bernskuár jassins ef svo mætti að orði komast. Nú lá leið Louis brátt til Chicago, og þaðan til Ncw York. Nú var hann sem sagt kominn á topp- inn. Á þessum árum lék hann meðal annars méð mörgum frægustu jassleikurum í Bandaríkjunum. Má þar til dæmis nefna þá King Oliver, Fletcher Henderson og Cla- rence Williams. Ekki leið á löngu þar til Louis Armstrong stofnaði sína eigin hljómsveit. í henni voru fimm menn, en seinna bættust tveir við. — Þeir félagar léku inn á hljóm- plötur, og nú varð Lou- LOUIS ARMSTRONG is Armstrong frægur um allar jarðir fyrir hinn frá- bæra trompetleik sinn. Hljóm listarmenn flykktust á stað- ina þar sem hann lék, til þess að hlusta á hann og læra af lionum. Árið 1932 fór hann til Evr- ópu í fyrsta skipti og lék hann þá einkum í London og voru undirtektir slíkar að annað eins hafði ekki heyrzt í Eng- landi. Þetta varð upphafið að mörgum Evrópuferðum, og nú mun Louis Armstrong hafa leikið í flestum ef ekki öllum Evrópulöndum, vestan- tjalds, nema íslandi. Louis Armstrong hefur leikið inn á þúsundir af hljómplötum. Margar af þeim fyrstu eru mjög eftir- sóttar af plötusöfnurum. Má þar nefna til dæmis: „Shine”, „Tiger Rag”, „Chinatown” „Ain’t misbehavin” o. fl. Þessar plötur juku honum einnig frægð sem söngvara. Hann var einna fyrstur til að koma fram með sérstaka teg- und af söng, sem síðan hefur orðið mjög vinsæl. Þá breytti hann texlanum eftir sínu eig- in höfði, skáldar inn í, fellir úr, bara eftir því, sem honum dettur í hug í það og það skiptið. Hann hefur sjálfur samið meira en tuttugu lög, Hér er gamli maðurinn með trompetinn sinn. Hann brosir gleitt, og af mikilli tilfinningu. frægust af lögum hans munu vera: „Struttin With Some Barbecue” og „If We Never Meet Again”. Aldrei hefur Louis verið vinsælli en síðustu 10 — 12 árin. Lögin, sem hann hefur leikið og sungið inn á plötur, hafa komizt á hvers manns varir, og hann hefur verið á sífelldum þeytingi um allar álfur, önnum kafinn við að skemmta fólki og kynna jass- tónlistina. Hlusti maður á einhverja af fyrstu plötum hans og svo á plötu leikna fyrir fáum árum, sér maður bezt, hverjum breytingum tónlist hans hef tekið á þessum tíma. Þeir munu fáir, sem ekki hrífast með, þegar þeir heyra Louis gamla 1 sínum bezta ham. ÞRJU SJALFSMORÐ Á DAG í LONDON London: í BRETLANDI fremja rúmlega fimm þús- und manns sjálfsmorð á ári hverju. Þetta eru næst um jafn margir og farast í umferðaslysum árlega. í London einni fremja að meðaltali þrír sjálfsmorð á hverjum degi. Sam- kvæmt skýrsluni þar að lút andi þá er þunglyndi or- sök flestra sjálfsmorða. — Um það bil 70% af þeim er fremja sjálfsmorð hafa áður gefið lækni sínum eða heimafólki það til kynna. Mjög margir af þeim, sem stytta sér aldur eru ofdrykkjumenn, einnig er það all algengt að gamalt fólk fremji sjálfsmorð. Til er félagsskapur, sem kallar sig Síma Samverj- ana, hefur hann það mark- mið að hjálpa fólki, sem hefur í huga að stytta sér aldur, Ef einhver er í erf- iðleikum og hyggur á sjálfsmorð getur hann hringt í ákveðið símanúm- er og rakið þar raunir sín- ar fyrir miskunnsömum Samverjðf setH' gerir sitt bezta til að telja viðkom- andi hughvarf og hug- hreysta hann. ★ London. Margar brezkar konur eru nú byrjaðar að reykja pípu af ótta við að fá lungnakrabba af sígar- ettureykingum. Framleið- endur prjónagarns í Bret- landi hafa tilkynnt, að salan í fyrra hafi orðið fjórðungi meiri en árið þar áður, og stafi það einkum af því, hversu margir karlmenn séu farn ir að leggja stund á prjón samkvæmt læknisráði. — Það hefur sem sagt komið í ljós, að það er ákaflega róandi eftir erfiðan dag að grípa í prjóna. Summerville, GeoTgia, (Upi). Fjórir fangar brut- ust nýlega út úr fangelsi hér, og voru blóðhundar sendir til að veita þeim eftirför. Einn hundanna kom ekki aftur úr leitiimi. Síðar, er lögreglan náði einum fanganna, sagði sá, að hundurinn hefði greini lega farið á undan hinum, og hefði hann fundið sig. Fanginn sagði, að sér hefði .fundist hundurinn svo góðlegur, -að hann hefði hætt á að klappa honum,- og hefði hann þá verið hinn ánægðnsti. — Eftir tilvísun fangans fann svo lögreglan hundinn — bundinn við tré og heldur en ekki skömmustulegan. Manila. (Upi). Ný tegund af fjár- kúgun blómstrar nú á Fil- ipseyjum. En það er að stela bílum og afhenda þá síðan gegn lausnargjaldi. Bílar eru geysi dýrir á Filippseyjum. Lausnar- gjaldið er vanalega einn fjórði hluti af gangverði. Greiði eigandinn ekki lausnargjaldið, þarf hann ekki að vonast eftir að sjá bílínn aftur, því þá rífa þjófarnir bílinn sund ur og selja hann sem vara hluti. KÍN Charleston USA KÍNVERJI nokkur \ aður fyrir rétt sem máli vegna bifreiðasl þetta olli Júlíusi Ne ara í Charleston í No rolina fylki, all miklu leikum þar eð Kí vildi ekki sverja eið \ una, eins og siður er réttarhöld. Kínverjinn, sem hc Key Soon og er þ\ eigandi í borginni, ] yfir að hann væri la Sló C TUTTUGU og þrig gamall Bandaríkjama fyrir þremur árum va ur til dauða, hefur f< töku sinni frestað al tán sinnum. Hefur 1 slegið met Chessm helming og betur þó Chessmans var fre sinnum, en hann va af lífi 2. maí árið 19( Þessi Banciarikjam dæmdur til dauða m n 8 26. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.