Alþýðublaðið - 26.05.1962, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Qupperneq 9
 HÉRNA sjáið þið' sterkasta mann í heimi. Hann gerir sér lítið fyrir og dregur þrjá opna járnbrautarvagna, með keðju, sem hann hefur uppi í sér. Til samans vega vagnarnir aðeins 34 smálestir! Þegar hann hafði dregið vagnana 10 — 12 metra fannst honum nóg komið og hætti. Þegar honum var sagt hversu þungir þeir voru, sagði hann, að þetta væri mesta þyngd, sem hann hefði nokkru sinni dregið. Þessi kraftajötunn heitir Malkovec, og segist hingað til ekki hafa fyrirhitt neinn sér sterkari, er hann bæði stolt- ur og barnalega glaður yfir þessum feikna kröftum sínum. Þegar hann brosir skín í gull í hverri tönn, þetta er vegna starfsins, segir hann. Enginn getur dregið svona þunga með því að bíta utan um keðjuenda, án þess að skemma tennurnar, jafnvel þótt kcðjuendinn sé plasthuð- aður. Foreldrar ’lalkovec fluttu frá Júgóslavíu til Frakklands þegar hann var barn og sjálf- ur telur hann sig Frakka. — Krafta sína mun hann fyrst og fremst hafa öðlast í smiðju föður síns sem var járnsmið- ur. Malkovee er um þessar mundir í London, og sýnir þar ýmis konar aflraunir við góð- ar undirtektir. VERJI R RÉTTI ’ar kall- vitni í yss. Mál ss, dóm- rður Ca- im erfið- nverjinn ;ið bíblí- við slík ■itir Chu /ottahús- lýsti því misveinn Konfúsíusar, og væri þess vegna ekki bundinn af eiði, sem hann særi við Biblíuna að hætti kristinna manna. ; — Hvernig eið viijið þér þá sverja? spurði dómarinn. — Ég vil sverja við Kon- fúsíus, svaraði Kínverjinn. Dómarinn kvaðst geta fall- izt á það. Þá skýrði Kínverj- inn frá því að um leið og hann særi eiðinn þá yrði að hálshöggva hana. Það fannst dómaranum fullmikið af því góða. hessman út — Það er líka hægt að sverja við Búdda styttu, sagði Kínverjinn’ — Þá gerum við það, sagði dómarinn. — Ég á bara enga Búdda- styttu, skaut Kínverjinn þá inn í. Það kom í ljós að ekki var ein ein^gta Búddastytta til í alfri borginni. Var réttarhöld unum nú frestað að sinni. Og dómarinn fór að rannsaka laga skræður sínaK tit að; reyna að finna lausn á þessu óvenju- lega vandamáli. Komst hann að þeirri nið- urstöðu, að það nægði, ef glerdiskur væri brotinn um leið og eiðurinn var svarinn. Þegar Kínverjinn heyrði þetta, sagði hann: — Þetta gildir aðeins í norður Kína. Ég gefst upp, sagði dómar- inn. Og gaf úrskurð um að Kínverjinn skyldi aðeins gefa drengskaparyfirlýsingu um, að það sem hann segði, væri sannleikanum samkvæmt. Brezkur sálfræðingur hef- ur komizt að þeirri niður- stöðu, að fangar, sem hlotið hafa dauðadóm, sofi mjög vel og hafi afbragðs matarlyst meðan þeir bíða aftökunnar. gja ára ður sem ir dæmd- sngið af- ls fimm- íann því ans um '. Aftöku stað sjö r tekinn 30. aður var í janúar 1959 fyrir að hafa myrt eigin konu vinar síns, cn hún fannst látin í íbúð lians, Lögfræðing- ar hans liafa beitt öllum hugs- anlegum brögðum og leitað til allra mögulegra aðila til að fá frest eða náðanir. Nú ætla þeir að reyna í sextánda skiptið, en vilja ekki láta neitt uppi um hvernig þeir ætla að fara að því. Hafi þeim ekki tekizt að fá frest eða náðun, mun nú búið að taka hann af lífi. EKKISUPER DAUPHINE RENAULT-umboðið hefur beðið blaðið að geta þess að nýi Renault bíllinn, sem við gátum fyrir skömmu, sé ekki Super Dauphine, heldur sé hér um algerlega nýja gerð að ræða. Heimild okkar var franska vikuritið „París Match”, þeir sögðu að þetta væri Super Daup- liine, og trúðum við því að sjálfsögðu. i ✓ Veitingastofan Oðinstorg , Seljum góðar máltíðir við allra hæfi. Kaffiveitingar frá kl. 8,30 — 23,30. • Gerið svo vel og reynið iviðskiptin - Næg bílastæði. Veitingasíofan Óðinstorg. Trjáplonfysala Blómaplöntur ’■— Afskorin blóm Mikið úrval — Gott verð. BLÓMASKÁLINN v/Nýbýlaveg Blóma- og Grænmetismarkaðurinn Laugvegi 63. MIN. HÚSGAGNA- ÁBURÐURINN í næstu búð. Heildverzlun Kr. Ó. Skagfjörð h.f. Sími 2 41 20. Auglýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐID 26. maí 1962 §

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.