Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Blaðsíða 13
I Loftmynd af Grindavík - tekin árið 1959. HreppsnefndarKOSNINGAR eiga sem kunnugt er að fara fram 27. þ. m. Er þá ekki óeðlilegt við lok kj örtímabilsins að staldra nokkuð við og líta yfir.farinn veg og hugleiða um leið hvað fram undan er, hvað hefur vcrið gert í framfaramáium sveitn téiagítns og hvað kallít': mest að. — Jiöíum við gengið til góðs götuna ffam eftir veg? Um það verða að sjálf- sögðu ævinlega skiptar skoðanir, en ætla verður þó hverjum hreppsnefndarmeirihluta sem er, að hann leitist við að vinna að heill byggðarlagsins af fremsta megni, en það fer svo verulega eftir mannvali hvernig til tekst hverju sinni. Árið 1939 má telja timamóta- ár í þróunarsögii Grindavíkur. A því ári var fyrir forgöngu Einars í Garðhúsum grafinn ósinn inn í Hópið þar sem nú er höfnin. Ár- ið 1944 er staðurinn tekihn inh á háfnarlög, og síðan hefur ver- ið unnið að hafnarbótum hér eftir því sem fjárhagsástæður hafá frekst leyft með þeim árangri, að gjörbyltingu hefur valdið í út- gerð allri og aðstöðu til sjósókn- ar. Á s. 1. sumri var eins og kunn- ugt er unnið að því að sprengja og dýpka innsiglinguna og varð af því meiri árangur og betri en nokkru sinni fýrr, en það má öðru fremur þakka betri tækjum en áður voru fáanleg samfara óvenju legum dugnaði kafarans, sem verkið vann. Slík framkvæmd verður að vísu ekki augum litin né ljósmynduð í áróðurs skyri, en hitt ætla ég, að sjómennirnir hafi fundið það í vetur, að hér hafi verið vel að verki unnið og meti það að verðleikum. Enn sem fyrr eru hafnarmálin hin þýðingarmestu, sem við er að fást. Mikið er ógert, þó mik- ið hafi áunnist, unz því takmarki er náð að hér verði útflutnings- höfn. En áfram skal unnið að hafn arbótum, örugglega og mr.rkvissl, enda er höfnin undirstaðr allrá annarra framfaramála í hreppn- um. Vegna þeirra framkvæmda, sem framundan eru í hafnarmál- unum hefur Hópið allt verið mælt og kortlagt. Unnið var að nokkr- um botnrannsóknum á hafnar- svæðinu í fyrrasumar og raeð þeim jákvæða árangri, sem talinn er benda til þess að dýpkun og þar með stækkun hafnarinnar er möguleg. Höfnin hefur verið tek- in inn í 5 ára framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, og er þess að vænta, að þaðan komi fjármagn til stórfelldra framkvæmda í hó i inni, því að telja verður að ver- stöðin hafi allverulega þjóðhags- lega þýðingu. Má í því sambandi benda á að á nýafstaðinni vetrar- vertíð var hér lagður afli á land, sem nam 20 þús. tonnum. Það fer ekki milli mála þeirra, sem vita og vita vilja, að það eru fyrst og fremst alþýðuflokks- menn, sem borið hafa hita og þunga af framgangi hafnarmál- anna um langt árabil. Allt frá árinu 1946 hefur Al- þýðuflokkurinn átt cddvita hreppsnefndarinnar. Frá þeim tíma hefur m. a. þetta verið gert auk framkv. í höfninni: Byggður bamaskóli og rafveita Skylt er að. geta þess að þessi 2 mál voru undirbúin af hreppsnefnd- inni sem sat frá 1942—1946 undir stjórn þáverandi oddvita, Guð- steins Einarssonar, en fram- kvæmdin varð að miklu leyti í tíð núverandi oddvita. Keypt var bifreið til fólksflutninga og sér- lieyfið á leiðinni Reykjavík.— Grindavík rekið síðæi. Hafinn rekstur kvikmyndasýninga í Kven .félagshúsinu. Byggð vatnsveita í 2 hverfum. Keyptur nýr og full- kominn sorphreinsunarbíll, sem nýlega er tekinn í notkun. Útsvörum hefur jafnan verið stillt í hóf og þess gætt að ganga ekki of nærri gjaldþoli almenn- ings. Skal á það minnt t.d., að við niðurjöfnun útsvaranna á sl. ári var útsvarsstigi Reykjavíkur lækk aður um 65%. Þó hefur á sl. 3 ár ' um verið lagt til nokkurt fé til ýmissa verklegra framkvæmda, sem ætla má að unnið verði að á næsta kjörtímabili. Fráfarandi hreppsnefnd hefur unnið að því að fá keypt allt land í kringum höfnina og út frá henni rúmlega 300 ha. að stærð, vegna þarfa hreppsins. Fór hreppsnefnd in fram á það við ríkisstjórnina að landið yrði tekið eignarnámi. Undirmati lauk í desember sl., en var áfrýjað til yfirmats af öllum aðilum, sem hlut eiga að máli, og má ætla að því verði lokið á yfirstandandi ári. Eignarnámið á landinu má tvímælalaust telja annað þýðingarmesta málið, næst á eftir höfninni, hvað framtíðar- gildi snertir. Má raunar segja, að stórframkvæmdir í„hafnarmálun-. um séu várla' jéwlætablú^ar-..^ méðati: hreppunlín hefur ekkí fengið fullan eignarrétt á landinu sem að höfninni liggur. Ég hef hér í stuttu máli dreplð á það helzta, sem á dagana hefur drifið. — Hver eru svo viðhorfin til framtíðarinnar? í því sam bandi má nefna: 1. Lagt er til, að í sumar verði byggður sjóvarnargarður (brim- brjótur) innan við Svartaklett til öryggis fyrir bátaflotann og höfn ina. 2. Vitamálastjóra hefur verið falið að gera áætlanir og teikn- ingar að heildarskipulagi hafnar • svæðisins með tilliti til 5 ára framkvæmdaáætlana rikisstjórn- arinnar sem ætlað er að komi til framkvæmda á árinu 1963 3. Því er heitið af vitamála- stjóra, að innsiglingarljósin skuli öll verða þannig útbúin, að sjálf virk tæki tengi þau við rafgeyma þegar bilanir verða á rafveitu- kerfinu. Skal þetta gert í sumar. 4. Unnið er að aukningu á vatns veitunni með nýrri borun eftir vatni. 5. Hafinn verði undirbúningur að byggingu á samkomuhúsi. Verði þar sérstök á*«arzla lögð á kvikmyndasal er rúmi allt að 300 350 manns í sæti. í húsinu verði svo gert ráð fyrir öðrum sam- komusal fyrir dansleiki og annan mannfagnað. Þá má telja eðlilegt að gera ráð fyrir húsnæði í bygg ingunni fyrir skrifstofur hrepps- ins, bókasafn o.fl. Við leggjum nú störf okkar und ir dóm kjósenda og óskum þess eins að þau verði vegin og metin af sanngirni, og að afstaða kjós- endanna við hreppsnefndarkosn- ingarnar 27. þ.m. markist af for dómalausfi afstöðu til manna og málefna. Sameinumst um að gera sigur A-listans sem mestan í kosning- unum. Með því tryggjum við fram hald ábyrgrar framfarastefnu og farsællar þróunar í málefnum hreppsins, Svavar Árnason ALÞYÐUBLAÐIÐ - 26. maí 1962 J.3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.