Alþýðublaðið - 26.05.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 26.05.1962, Qupperneq 15
(> t> 0 [> FRÁ SOVÉT Rosa K-lebb gaf henni engan tíma til umhugsunar. Hún sett- ist niðúr gegnt henni og lagði hendúrnar flatar á borðið. „Og nú snúum við okkur að verkinu, félagi”. Valdsmannstónninn var aftur kominn í röddina. „Það er margt, sem þarf að gera”. Hún hallaði sér fram. „Hefur yður nokkurn tíma langað til að búa erfendisí, félagi? í erlendu landi?” Kampavínið var farið að hafa sín áhrif á Tatiönu. Sennilega ' var verra í vændum, en nú væri bezt að það kæmi strax. „Nei, félagi. Ég er hamingju- söm í Moskva”. „Hefur yður aldrei dottið i hug livernig það kynni að vera að búa á vesturlöndum — með öll þessi fallegu föt, jazz og nýtizku föt?” „Nei, félagi”. Hún sagði satt. Hún hafði aldrei hugsað út í það. „Og ef ríkið skyldi heimta af yður að búa í vestri?” „Þá mundi ég hlýða”. „Af fúsum vilja?” Tatiana yppti öxlum, dálítið ó- þolinmóðlega. „Maður gerir það, sem manni er sagt”. Konan þagnaði. Það var kven legur samsærishreimur í rödd- inni, þegar hún spurði næstu spurningar. „Eruð þér hrein mey, félagi?” Ó, guð minn góður, hugsaði Tatiana. „Nei, félagi ofursti”. Það gljáði á votar varimar í ljósinu. " „Hvað margir menn?” Tatiana roðnaði upp í hársræt ur. Rússneskar stúlkur eru þögl- ar um kynferðismál. í Rússlandi er kynferðislífið líkast þvi, sem gerðist á Viktoríutímanum. — Spurningar þessarar Klebb manneskju voru því viðurstyggi- legri sem þær voru spurðar með harðneskjutón opinbers starfs- manns. Tatiana herti sig upp. — Hún starði i varnarstöðu i gulu augun. „Hver er tilgangur þess- ara persónulegra spurninga, fé- lagi ofursti?” Rosa Klebb rétti úr sér. Rödd hennar varð eins og svipuhögg. „Munið hvar þér eruð, féiagi. Þér eruð ekki hér til að spyrja spurn inga. Þér gleymið við hvem þér • eruð að tala. Svarið mér!” Tatiana hrökk í kút. „Þrír menn, félagi ofursti”. „Hvenær? Hvað voruð þér gömul?’” Hörð gul augun litu yfir borðið í flóttaleg blá augu stúlkunnar og skipuðu. Tatiana var að gráti komin. „í skóla. Þegar ég var sautján ára. Svo í erlenda málaskólanum. Þá var ég tuttugu og tveggja. Og svo síðastliðið ár. Þá var ég tuttugu og þriggja ára. Það var vinur, sem ég hitti á skautum’” „Nöfn þeirra, ef þér viljið gjöra svo vel, félagi”. Rosa Klebb tók, upp blýant og dró skrifblokk að sér. Tatiana huldi andlitið í hönd- um sér og fór að gráta. „Nei”, hrópaði hún milli ekkasoganna. „Nei, aldrei, sama hvað þér ger- ið við mig. Þér hafið engan rétt til þess”. „Hættið þessari vitleysu”. — Röddin varð að hvæsi. „Á fimm mínútum gæti ég haft þessi nöfn ut úr yður, eða hvað annað, sem ég vildi vita. Þér eruð að leika hættulegan leik við mig, félagi. Þolinmæði mín mun ekki endast að eilífu”. Rosa Klebb þagnaði. Hún var of hörð. „Við skulum láta þetta liggja á milli hluta að sinni. Þér látið mig fá nöfnin á morgun. Þessum mönnum verð- ur ekki gert neitt mein. Þeir verða spurðir einnar eða tveggja sþurninga um ýður — einfaldar tæknispurningar, það er allt og sumt. Svona setjizt nú upp og þurrkið tárin. Við getum ekki verið með meiri kjánaskap”. Rosa Klebb stóð upp og gekk kringum borðið. Hún stóð og horfði niður á Tatiönu. Rödd hennar varð mjúk eins og olía. „Svona nú, góða mín. Þér verð- ið' að treysta mér. Leyndarmál yðar eru örugg hjá mér. Hérna, fáið yður dálítið meira kampa- vín og gleymið þessum litlu leið- indum. Við verðum að vera vinir. Við verðum að vinna saman. Þér verðið að læra, kæra Tatina, að koma fram við mig, eins og ég væri móðir yðar. Svonav <ÖBOÍEkið þetta útóV n ínK5X' 3? issniiio TatáanK tóte'. vasakíút'-fh' pils'- ’ streng sínum og þurrkaði sér um augun. Hún rétti út skjálfandi hönd eftir kampavinsglasinu og dreypti á því með beygðu höfði. „Drekkið það út, góða mín”. Rosa Klebb stóð yfir stúlk- unni, eins og einhver hræðileg andamóðir, gaggandi hvatningar. Illýðin tæmdi Tatiana glasið. Henni fannst öll mótstaða úr sér, hún var þreytt og reiðubúin til að gera hvað sem var til að ljúka þessu samtali og komast eitthvað burtu og sofa. Hún hugsaði, að þannig væri það að vera á pínu- bekknum, og svona væri röddin, sem Klebb notaði. Nú, það bar „En hver er hann? Ég þekki hann ekki einu sinni”. Rosu Klebb var skemmt. Þetta ! mundi gefa stelpukjánanum eitt- hvað til að hugsa um. „Hann er enskur njósnari”. „Rogou moiou!” Tatiana greip hendinni fyrir munn sér, ekki síður til að stöðva notkun guðs- nafns en vegna skelfingar. Hún sat, með allar taugar þandar, og starði á Rosu Klebb með galopn- um, hálfdrukknum augum. „Já”, sagði Rosa Klebb, ánægð yfir áhrifum orða sinna. „Hann er enskur njósnari. Ef til vill sá frægasti af þeim öllum saman. Og upp frá þessu eruð þér ást- fangin af honum. Svo að það er árangur. Hún var leiðitöm núna. Hún mundi svara. Rösa Klebb settist niður. Hún horfði á stúlkuna með móðurlega grímu. „Og nú góða mín, aðeins ein lítil persónuleg spuming í við- bót. Á milli kvenna. Þykir yður gott að elska? Hafið þér ánægju af því? Mikla ánægju?” Tatiana lyfti aftur höndunum og huldi andlit sitt. Að baki þeim heyrðist hún muldra: „Já, já, fé- lagi ofursti. Eðlilega, þegar mað- ur er ástfanginn . . „, Setningin endaði í engu. Hvað gat hún sagt annað? Hvaða svar vildi konan fá? „Og gerum nú ráð fyrir, góða mín, að þér væruð ekki ástfang- in.Munduð þér samt hafa gam- an af því að vera með manni?” Tatiana hristi höfuðið óákveð- in. Hún tók hendumar frá and- litinu og leit niður. Hárið féll fram um báða vanga. Hún var að reyna að hugsa, hjálpa til, en hún gat ekki hugsað sér slíkt á- stand. Hún var að reyna að hugsa, lijálpa til, en hún gat ekki hugsað sér slíkt ástand. Hún bjóst við .... „Ég býst við, að það væri undir því.komið, hver maðurinn væri, félagi ofursti”. „Þetta er skynsamlegt svar, góða mín”. Rosa Klebb opnaði skúffu í borði sínu. Hún tók upp ljósmynd og ýtti henni til stúlk- unnar. „Hvað um þennan mann, til dæmis?” Tatiana dró myndina varlega að sér, eins og kynni að kvikna í myndinni. Hún horfði tortryggn- islega á laglegt, miskunnarlaust andlitið. Hún reyndi að hugsa, imynda sér .... „Ég get ekki sagt um það, félagi ofursti. Hann e* laglegur. Ef til vill, ef hann væriáíllðúp', fi.i&'. aíúrtýtt'ýittýSd'? ilni^feíövsn eftir lan Fleming „Nei, geymið hana, góða mín. Hafið liana við rúmið yðar og hugsið um þennan mann. Þér munuð fá að vita meira um hann síðar í þessu nýja starfi yðar. Og nú”, augun glitruðu bak við gler- in. ..langar yður til að vita, hvert hið nýja starf yðar á að vera? Starfið, sem þér, af öllum stúlk- um í Russlandi, hafið verið valin til að vinna?” „Já, vissulega, félagi ofursti”, Tatiana horfði hlýðin á andlitið liinum megin við borðið. Votar varirnar, sem líktust því helzt, að þær væru úr gúmmíi, opnuðust. „Það er einfalt, yndis- legt skylduverk, sem þér hafið verið valin til að vinna, félagi liðþjálfi — raunverulegt ásta- verk, ef svo mætti segja. Þér eig- ið að Verða ástfangin. Það er allt og sumt. Ekkert annað. Bara að verða ástfangin af þessum manni”. bezt fyrir yður að venjast tií- hugsuninni. Og enga Vitleysv^ félagi. Við verðum að vera al- varlegar. Þetta er veigamikið. ríkismál, sem þér hafið verjði valin til að koma fram. Og ná skulum við snúa okkur að fraftf; kvæmdaatriðum”. Rosa Klebþ stanzaði. Hún sagði hvasst: „Og takið hendina frá fésinu á yður, Og hætíið að vera með svip, ein^ og lirædd kýr. Setjist upp í stóln um og takið eftir. Annars hafiST þér verra af. Skilið?” „Já, félagi ofursti”. Tatiana flýtti sér að rétta úr sér og sát með hendumar í kjöltu sér, eink og hún væri aftur komin í skóía.’ Hugur hennar var í uppnámi, en FULLTRÚARÁÐ AlþýSuflokksins í Reykjavíkur hefur nú opnaS ffestar umdæmisskrifstofur sínar í Reykjavík. Eru þær þessar: BREIÐAGERÐISSKÓLINN: Sogavegi 76, sími 38210. SJÓMANNASKÓLINN: Stórholt 1 (efstu hæð), sími 20213. LAUGARNESSKÓLINN: Dalbraut 1. Sími 380S5. LANGHOLTSSKÓLINN: Laugarásvegi 29 (efri hæð). Sími 38097. Umdæmisskrifstofurnar eru opnar ki. 5-10 e. h. Hverfisstjórar > í hinum ýmsu umdæmum eru beðnir að mæta á umdæmisskrffstof um sínum öll kvöld kl. 8,30. Auk hverfisstjóranna er nauðsynlegt að starfsfólk á kjördegf og alþýðuflokksfólk almennt komi á umdæmisskrifstofurnar út alla vikuna. Starfsfólk á kjördegi. A-lístanum er brýn nauðsyn að fá sem flesta til starfa á kjör- degi. Vinsamlegast tilkynnið ykkur á umdæmisskrifstofunum eða á aðalskrifstcfunni í Alþýðuhúsinu, símar 15020, 16724. iar á kjördegi. !« IWi f ¥A iaSfciiijíaHíi ;.oI iiU;:íf .'td iiiid»a á'ii 'ii ________ \‘ “'ji >er láná ýilja hifreiðar sínar til aksturs fyr- ír A-listáhn'á kjordag, eru beðnir að láta strax vita á aðalskrlf- stofuna, símar 15020 og 16724. Utankjörstaðakesniiigin. Utankjörstaðakosnmg stendur yfir. Þeir, sem ekki verða heima á kjördegi, geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepps stjórum og i Reykjavfk hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa bjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGASKÓLA. Skrifstofan er cpin alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 8-10. Sunnu- daga kl. 2-6. Aðalkosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu, Símar 15020, 16724 og 19570. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-22. Alþýðuflokksfólk er beðið að hafa samband við skrifstofuna og veita upplýsingar, er að gagni mega koma. Einkum er mikilvæg vitneskja um þá kjósendur, er eiga að kjósa utankjörstaðakosningu, — jafnt þá, sem dvelja nú erlendis eða verða ytra á kjördag og hina, sem ftutzt hafa milli byggðarlaga innanlands. — Kjósendur Alþýðuflokksvns eru hvattir til að ganga úr skugga um sem fyrst hvort þeir eru á kjörskrá eður ei með þvf að hafa samband við skrifstofuna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. maí 1962 JS'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.