Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 2
RHstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstóðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8-plO. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00.eint. Útgef-
i andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Stöðvun fiskiskipanna
NÆR allur fiskiskipafloti laRdsmanna er nú
stöðvraður vegna verkfalls og verkbanns. Sjómenn
hafa stöðvað togarana en útgerðarmenn hafa stöðv
•að síldveiðiskipin. Togarasjómenn fara fram á kaup
hækkanir en útgerðarmenn vilja lækka aflahlut
sjómannna á þeim grundvelli, að kostnaður útgerð
ar við öflun hinna nýju tækja hafi verið svo mikill.
Stöðvun framleiðslutækjanna er alvarlegur hlut-
nr. Og stöðvun togaranna hefur þegar valdið þjóð
arbúinu gífurlegu tjóni. Nánist ekki samningar um
'kjörin á síldveiðiskipunum alveg á næstunni mun
stöðvun síldveiðiskipanna einnig reynast þjóðarbú
inu dýr.
Togaraeiigendur munu viðurkenna, að sjómenn
eigi ekki síður rétt á kjarabótum en verkafólk í
landi. Og nú hafa allmörg verkalýðsfélög landverka
fólks þegar samið um nokkrar kauphækkanir um
fram þau 4%, sem gert var ráð fyrir að allir laun
þegar fengju 1. júní. En enda þótt viðurkennt sé
að togarasjómenn eigi rétt á kauphækkunum er
vandinn ekki þar með leystur, þar eð togaraútgerð
in berst nú í bökkum fjárhagslega. Alþýðublaðið
skýrði í gær frá fjárhagsafkomu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur á sl. ári. Reikningar útgerðarinnar
sýna 9.9. milljón kr. tap á árinu. Það hefur orðið
tap á öllum togurum útgerðarinnar nema einum.
Tapið mun vera meira á ýmsum öðrum togurum.
Ástæðan fyrir taprekstri togaranna er sú fyrst og
fremst, að þeir 'hafa af lað mjög illa.
Ríkisstjórnin lét setja á síðasta alþingi lög um
aflatryggingasjóð sjávarútvegsins og á sá sjóður
að ná til togaranna. Höfuðtilgangurinn með laga-
setningunni var einmitt sá að koma togurunum til
hjálpar í hinum tímabundnu erfiðlei'kum þeirra.
Allir vona að sjálfsögðu, að erfiðleikar þeirra
»verði aðeins tímabundnir. Þegar iögin um afla-
tryggingasjóðinn voru undirbúin var það ekki fyrir
sjáanlegt, að togaraútgerðin yrði til viðbótar halla
rekstrinum að taka á sig miklar kauphækkanir.
En nú er allt útlit til þess að svo verði, þar eð tog
arasjómenn verða að sjálfsögðu að fá sambærileg
ar kjarabætur og landverkafólk. Og kjör togarasjó
manna verða ætíð að vera nokkru betri en kjör
þeirra sem vinna í landi, ella getur orðið erfitt að
fá menn til þess að dvelja langdvölum fjarri heim
ilum sínum við erfið skilyrði á hafi úti. Raddir
hafa komið upp um það að leggja beri togaraút-
gerðina niður vegna þeirra erfiðleika sem hún nú
ái við að stríða. Slíkt er fásinna. Togararnir veita
gífurlega vinnu og að því ber að vinna ötullega að
unnt verði að fleyta þeim yfir þá fjárhagskreppu
sgm þeir eru nú í. Það er unnið að lausn togaradeil
únnar og síldveiðideiiunnar þessa dagana og vænt
anlega leysast þessar báðar kjaradeilur mjög fljót
lega.
HANNES
Á HORNINU
★ Þegar gestir koma ó-
vænt í heimsókn.
★ Bréf frá bónda um
heimsóknir kaupstaða-
búa.
★ Gestrisni er góð og sjálf
sögð, en öllu má of-
bjóða.
BÓNDI Á SUÐURLANDI skrif-
ar: „Ég ætla að þakka þér fyrir það,
sem þú hefur sagt um höllina okk-
ar í Rcykjavík. Það er víst satt og
rétt, að minna hefði mátt duga fyrir
félagslega starfsemi samtaka okkar
enda er víst fyrir löngu orðið of
þröngt um þau í Búnaðarfélags-
húsinu. En um þetta er þýöingar-
laust að' ræða meira. Við vorum í
raun og veru alls ekki spurðir
hvernig við vildum byggja fyrir það
fé, sem okkur var gerl að grciða,
ekki einu sinni spurðir um það,
hvort við vildum reisa stórliýsi í
Reykjavík. Hvort tveggja er vald-
boð að ofan, en valdboð að ofan
höfum við íslendingar aldrei getað
þolað eins og öll saga okkar sýnir
og sannar.
EN AÐALEFNI þessa bréfs á
ekki að vera höllin okkar, heldur
annað. Fyrir nokkru hitti ég kunn
ingjakonu mína hérna úr sveitinni.
Það var á þriðjudegi. Hún sagði
við mig: „Helgin var alveg að
drepa mig. Það var látlaus straum
ur gesta til mín á laugardag og ti’
kl. 11 á sunnudagskvöld. Ég hef
ekkert á móti gestum, síður en
svo, en þegar þeir koma á matmáls-
tíma, jafnvel sjö saman og án þess
að maður hafi hugmynd um það að
þeir séu á leiðinni, þá finnst mér
skörin farin að færast upp í bekk-
inn“
OG KONAN HÉLT ÁFRAM:
„Fyrst komu sjö, svo komu tveir. i
kaffið, þá komu fjórir, hjón með
tvö börn í kvöldmatinn. Þetta var
á laugardaginn. Á sunnudaginn
komu, segi og skrifa, hvorki meira
né minna en átján manns í heim-
sókn — og allir þáðu vitanlega góð
gerðir. Af þessum átján voru átta
í mat. Maður þarf sannarlega að
eiga birgðir í búri þegar svona lag-
að dynur yfir mann, og ekki aðeins
það, því að maður þarf meira að
segja að útvega sér aðstoð við heim
ilishaldið“
HVAÐ SEGIR ÞÚ um þetta,
Hannes? Finnst þér að það sé ekki
ókurtcisi hin mesta af fólki að
koma brunandi í bílum heim til
fólks í sveitum án þess að gera
nokkur boð á undan sér, án þess að
um náinn kunningsskap sé að ræða
og án þess að koma með nokkurn
skapaðan hlut til þess aö leggja á
borð? Nú segi ég þetta alls ekki til
þess að amast við góðum gestum.
En öllu má ofbjóða. Satt best að
segja finnst mér oft að kaupstaðar
búar hafi lítinn skilning á starfi í
sveitum — og að einmitt með þess
um heimsóknum komi þetta skiin-
ingsleysi bezt í ljós.
ÞAÐ ERU EKKI MÖRG ÁR síð-
an nágranni minn mætti stórum
lúxusbíl á þjóðveginum hérna
skammt frá. í bílnum var embættis
maður með stóra fjölskyldu sína.
bóndans og embættismaðurinn
sagði brosandi og ferðaglaður:
,,Þá er maður kominn til þess að fá
eitthvað í svanginn. Krakkamir
eru orðnir banhungraðir — og við
hjónin jafnvel líka.“ Kona bóndans
hafði ráðgert að gefa fólkinu kaffi,
ef það kæmi, en svo seint var orðið
að hún var farin að halda að það
kæmi ekki. En orðræður mannsins
urðu til þess að drengur var send
ur á næsta bæ og þar tókst að fá
lax, sem var matreiddur. Fólkið
fór kl. að ganga tvö um nóttina.
Þakkaði vitanlega fyrir sig og
kvaddi með virktum. Síðan ekki
söguna meir. *iim
ÞETTA ÁLÍT ÉG EKKI vera sið
aðra manna hátt. Bóndanum
Bóndinn hafði einu sinni hitt þenn hefði aldrei dottið í hug að hegða
an mann, en kona bóndans eða 'sér á þennan hátt. En ef til vill er
börn hans höfðu engin kynni af
honum né fjölskyldu hans. Þegar
þeir mættust heilsuðust þeir — og
allt í einu sagði embættismaðurinn:
„Við erum að hugsa um að koma
heim til þín í bakaleiðinni og fá
hjá þér eitthvað í svanginn." Bónd
inn brosti við þessu.
•
SVO HÉLT BÍLLINN ÁFRAM
meðal annars framhjá fjölsóttum
veitingastað. KI. 11 um kvöldið
brunaði lúxusbíllinn svo í hlað
þetta vottur um æðri menntun. Er
það kannski þetta sem þú kallar
„gyltan skríl“ í pistli þínum um
stolt þitt og hégómann?”
ÉG HELD að í þessu bréfi bónd
ans felist nauðsvnleg vísbending
til ferðafólks. Það er gott að hún
skuli koma fram svona snemma
sumars, áður en fólk fer að þjóta
upp um sveitir.
Hannes á horninu
íslenzk flögg
allar stærðir fyrirliggjandi
GEYSIR H.F.
Vesturgötu 1.
Pantið vcrðiista yfir hinn
margvíslega VLC útbúnað.
m m
i WEN e£uf ER t: í
w
VLC UTBUNAÐUR HANDA IÐNAÐI
OG BIFVÉLAVERKSTÆÐUM
GUFUIÍREINSARI
Framleiðir blöndu af hreins-
unarefni og háþrýstri gufu
sem veitir virka hreinsun á
vélahlutum, hreyflum, verk-
takatækjum, verkstæðagólf-
um o. s. frv.
HREFLANLEG I
VÖKVAKNÚIN LYFTA
Ómissandi alls staðar þar sem
lyfta þarf og flytja birgðir.
Auðvelt að stjórna á þröngu
svæði. Eins manns stjórn.
3 gerðir; rúmtak 1000, 1500 og
2500 kg.
Tilboö sendist án skuldbindingar. — Bréfaskipti á dönsku,
norsku. sænsltu, ensku og þýzku.
V, L0WENER
VESTE.RBROGADÉ 9 B - K0BENHAVN V;'- pANMARK
TELEGRAMADR.: STAALL0WEN ÉR - TELEX: S585
2115. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ