Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 3
HEFUR
KENNEDY:
Hershöfðingi
særður
Algeirsborg-, 14. júní
(NTB—Reuter)
OAS morðingjar skutu franska
hersliöfðingjann á Oran-svæð'inu í
kvöld og hann særðist alvarlega.
Herlæknir, sem var með honum
var myrtur.
OAS-leynisamtökin skýrðu frá því
I kvöld, að viðræður við serkneska
þjóðernissinna hefði farið út um
þúfur vegna afskipta de Gaulles
og frá miðnætti á föstudag mundi
OAS hefja fyrirhugaða gereyð-
ingarstefnu og skilja eftir sviðna
jörð.
Leynistöð OAS sagði, að hér
væri um að ræða gereyðingar-
stefnu, sem væri af allt öðru tagi
en stefna sú, sem fram hefur ver-
ið fylgt að undanförnu. Eyðilegg-1 stofni, sem þess hafa óskað, að
ingin yrði langtum víðtækari. fara frá Alsír, sagði í útvarps-
Til þessa hefur aðeins verið um sendingunni. (OAS hefur bannað
aðvaranir að ræða. OAS hefur leyft mönnum af evrópskum ættum að
öllum mönnum af evrópskum j flýja til Frakklands)
USA senda ekki
mat tii Kína
WASHINGTON, 14. júní (NTB-
Reuter) Kennedy forseti hafnaði
í dag tillögunni um að Bandaríkin
sendi matvæli til Kína til þess að
lijálpa sveltandi fólki í landinu.
Kennedy sagði þetta á fundi
Friðarfylkingarinnar. Hann kvað
Kínverja fjandsamlega Bandaríkja
mönnum og auk þess hefðu þeir
ekki gefið til kynna að þeir væru
fúsir til að þiggja hjálp Bandaríkja
manna.
INDÓNESAR
GEFAST UPP
HOLLANDIA 14. júní (NTB-AFP)
Mikill fjöldi indónesískra fallhlífar
hermanna gafst upp fyrir hersveit
um Hollendinga á Vestur Nýju-
Guineu aðfaranótt fimmtudags, a;'
iþví er hollenzka fréttastofan í
Hollandia, höfuðstaðnum á V.
Nýju-Guineu hermir.
Meðal þeirra sem gáfust upp, var
háttsettur inónesískur liðsforingi.
í Reuters-frétt frá Djakarta seg
ir, að indónesísk blöð séu mjög
gröm vegna þess, að fyrir nokkrum
dögum létu hollenzk yfirvöld á V
Nýju-Guineu Ástralíumönnum í
hendur tvö þorp nálægt landamær
um Áströlsku Nvju-Guineu.
Blaðið „The Indonesian Herald“
sem talið er vera málDÍpa indónes-
íska utanríkisráðuneytisins segir í
þessu samhandi, að ekki sé hægt
að kalla aðgerðir bessar amiað en
,,rán um hábjartan dag“.
Hollendingar vita fullvel, að
Indónesar munu krefjast þess, að
þæjum þessum verði skilað aftur,
skrifar blaðið. Þessi krafa, heldur
blaðið áfram. mnn leiða til spennu
í sambúð ríkjanna.
Blaðinu eremst mest. að hvorki
Indónesar né 3 hús. íbúar tveggja
umræddra sveitaborna voru hafðir
með í ráðum áður en borpin, Waris
og Jafio voru afhent, Ástralíumönn
um.
Sendiherra Hollendinga í Was-
hington, J. van Poiien. sem dvalið
hefur nokkra dana t ag gefa
stjórn sinni skvrslu ’m't aftur til
Washington í dag. v-"i v0ijen hef
ur verið skinaður fullt’-úi Hollend
inga í væntanieeum viðræðum við
Indónesa.
Sendiherrann tiíttj bíaðamönn
um, að Indónesa>- tiofðu enga á-
stæðu til þess að draga raunveru-
leg markmið Hollendinga í efa. Ef
Indónesar fallast á að setjast að
samningaborði munu Hollendingar
ekki hika við að fara að dæmi
þeirra, sagði van Roijen sendi-
herra.
Ben Gurion
Framhald af 1. síðu.
maður skýrði blaðinu svo frá, að
fyrirhuguð licimsókn Ben Gurions
til íslands hafi vakið mikla athygli
á landinu í ísrael. ísraelsk blöð
liafa þegar birt greinar um ísland.
Ben Gurion er heimsfrægur mað
ur, og er því ekki að efa, að heim
sókn hans hingað veki mikla at-
hygli. Eins og kunnugt er kom ut-
anríkisráðherra Israels frú Golda
Meir, í heimsókn hingað í fyrra.
Fyrr í dag hvatti OAS menn af
evrópskum uppruna til þess að
safnast saman í fimm sérstökum
bæjum, sem breyta ætti í herbúð-
ir. Er hér um fimm bæi umhverf-
is Oran að ræða. Bæir þessir eru
Óran, Mostaganem, Perragaux,
Arze og Sidi Del Abbes. í út-
varpssendingu OAS, þar sem frá
þessu var skýrt,' sagði, að vissar
hersveitir ættu að verja þessi
„virki”.
Ástandið í Alsír var óbreytt í
dag. Gereyðingaraðferðum var
beitt og flóttamenn héldu áfram
að streyma úr landinu.
Um 11 Serkir voru felldir og
sex særðust þegar hópur óþekktra
áhlaupsmanna gerði árás á þorp
eitt í nágrenni Sidi Del Abbes sl.
þriðjudagskvöld. Nokkrir árásar-
manna þessara hafa verið hand-
teknir
Sjö skólar voru brenndir til
grunna í Mostaganem og Sidi Bel
Abbes á fimmtudag. í Óran mátíi
heyra sprengingar og skothljóð
frá því snemma um .morguninn.
Ekki hefur þó verið tilkynnt um
mannfall. ;
Lögreglan í bænum komst yfir
mikið magn vopna og herbúnaðar
í húsleitum aðfaranótt fimmtu-
dags.
Leiðtogar alsírskra þjóðemis-
sinna í Túnis lýstu því yfir í dag,
að samkvæmt Evian-samningun-
um væri Frökkum í Alsír ekki
leyft að hafa tvenn ríkisborgara-
réttindi, enda mundu Frakkar aldr-
ei njóta góðs af því.
Leiðtogar alsírskra þjóðernis-
sinna eru nú að undirbúa ferð sína
til Alsír eftir þjóðaratkvæðið hinn
1. júlí.
Milli 3. og 4 þús manns biðu fyr-
ir utan skrifstofur Air Franee í
Algeirsborg í dag til þess að
tryggja sér sæti í flugvélum, sem
fara til Frakklands.
,Flugfélagið opnaði skrifstofur
sínar i Algeirsborg í fyrsta sinn í
dag síðan -. apríl. Skrifstofunum
var lokað til þess að mótmæla ógn-
unum OAS.
Spennan
getur minnkað
WASHINGTON 14. júní (NTB-
Reuter) Kennedy forseti sagði á
vikulegum blaðamannafundi sín-
um í dag, að spennan í alþjóðamál
um gæti minnkað ef aðeins góður
vilji væri sýndur af beggja hálfu.
Hann kvað Bandaríkjamenn
vinna að því að minnka spennuna
í Berlín og Suðaustur-Asíu. Hann
benti jafnframt á það, að Banda-
ríkjamenn hefðu unnið að því
mánuðum saman í Genf að finna
árangursríkari leiðir, sem bimdið
gætu enda á vígbúnaðarkapphlaup
Jórdanir
skjóta
JERÚSALEM, 14. júní
(NTB-AFP)
ÍSRAELSMENN sendu vopnahlés
nefnd SÞ harðorða mótmælaorð-
sendingu í dag eftir árás Jórdaníu
manna á landamærastöð ísraels-
manna við Jerúsalem. Einn ísra-
elsmaður féll í árásinni og þrír
særðust.
Þetta gerðist um miðnætti í gær.
Landamæraverðir sóttu fram til
þess að bjarga hinum fallna manni
og hinum særðu, en jórdönsku her-
mennirnir héldu áfram skotliríð-
inni.
ið og minnkað spennuna í alþjóða
málum.
Kennedy benti á fyrirhugaða
kjarnorkutilraun í háloftunum yfir
Kyrrahafi og sagði aðspurður, að
Bandaríkjamenn reyndu að tryggja
eigið öryggi samtímis því, sem þair
óskuðu þess, að koma á öruggu
eftirliti með kjarnorkutilraunum
Allir vita hvers vegna Bandarík'
menn fundu sig knúna að hefja
eigin kjarnorkutilraunir. Ákvörðun
in um að framkvæma þær var tek.
in með hinni mestu tregðu, sagði
hann.
Kennedy sagði, að Sovétríkjun
um væri greiði gerður með því að
ný höft væri sett á aðstoð Banda
ríkjanna við Pólverja og Júgó-
slava. (í fyrri viku ákvað öldung't-
deildin að banna bandaríska rð
stoð við kommúnistaríki.)
Ég held ekki að við ættum að
gera þetta. Sendiherrar Bandaríkj
anna í Póllandi og Júgóslavíu líta
á tilraunirnar til þess að stöðva að ■
stoðina sem skref aftur á bak og
mikla ívilnun fyrir Rússa. í konim.
únistablökkinni hafa þó nokkrar
breytingar átt sér stað á undanförn
um tíu áru'm og nokkrar þessar
breytingar ættu að vera vinum
frelsisins til uppörvunar, sagði
Kennedy.
Kennedy lagði á það áherzlu,
að nauðsynlegt væri Bandaríkjun
um að halda áfram aðstoð sinni við
lönd he;ms: kapphlaupinu er ekki
lokið, sagði liann.
Ráðstefnunni
Genf frestað
GENF, 14. júní (NTB-AFP) Lok
síðasta fundar afvopnunarráð-
stcfnunnar í dag einkenndust af
harðvíugum árásum Rússa á af-
stöðu Bandaríkjamanna. Ráðstefn
an hófst fyrir þrem mánuðum, og
nú verður hlé á henni til 16. júlí.
Sendifulltrúi Rússa, Valerian
Zorin, lýsti í stuttu máli skoðana
ágreining Bandaríkjanna og Sovét
ríkjanna. Hann notaði tækifærið tli
þess að gefa nokkrar harðorðar yfir
Þeir ætluðu að
myrða de Gaulle
PARIS 14. júní (NTB-Reuter)
Fjórir eða fimm OAS-menn, sem
höfðu skipun um að myrða de
Gaulle forseta á laun, voru hand-
teknir skömmu eftir að forsetinn
var lagður af stað í fjögurra daga
ferðalag um Suðaustur-Frakkland
í dag.
Fimm menn aðrir voru hand-
teknir áður en flugvél de Gaulles
llenti á flugvellinum í bæuiim Ve
soul, sem er fyrsti viðkomustaður
inn á ferðalagi forsetans.
Sennilegt er taliö að allir hinir
handteknu hafi komið frá Þýzka-
landi.
Lögreglan leitar að fleiri OAS-
mönnum, sem til þessa hafa kom
izt hjá handtökum. Það er talið
sennilegt að þeir haldi sig ein-
liversstaðar á svæðinu milli Vesouí
kemur de Gaulle á föstudag.
De Gaulle mun halda ræður í um
það bil 40 bæjum og þorpum. Grip
ið hefur verið til víðtækra varúðar
ráðstafana á ferð hans til þess að
koma í veg fyrir hugsanlegt laun-
sátur.
! lýsingar og ráðast á afstöðu vestur
veldanna.
Sendifulltrúi Bandaríkj ?nna, Art
hur Dean, andmælti árásum Zorins
og lagði á það áherzlu, að hann
harmaði hinn liarða tón í ræðu
sovézka fulltrúans. Hann kvað eng
an fót vera fyrir ásökunum Zorins
en m.a. hefði Zorin gefið í skyn, að
vissir bandarískir stjórnmálamenn
hefðu hvatt til kjarnorkustríðs
gegn Sovétríkjunum.
Dean lagði áherzlu á, að engin
Bandaríkjamaður hefði nokkru
sinni verið samþykkur kjarnorku
stríði, enda væri það ekki stefna
Bandaríkjanna. Slíkar fullyrðingar
ættu aldrei að koma fram á þessari
afvopnunarráðstefnu, segði Dean.
í frétt frá Ottawa segir, að Rúss
ar hafi í orðsendingu til kanadísku
stjórnarinnar mótmælt því, að viss
ir kanadískir stjórnmálamenn væru
því samþykltir að kanadískum land
vörnum verði útveguð kjarnorku
vopn.
í orðsendingunni, sem kom mjög
á óvart og afhent var utanríkis-
ráðuneyti Kanada, er því haldíð
fram, að stjórnmálamenn, er hér
sé við átt, ljúgi upp sovézkum ógn
unum gegn Kanada. Aratunián
sendiherra afhenti orðsendinguna.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. júní 1962 3