Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 9
b fíl yfir bi sér ... ?RAMLEIÐ oft mikið ana við að i atriðum í þeir eru að er mikil ti við ýmis ó að „stat- >t með hlut a, þegar á- , kemur fyr ■nir sjálfir gum augna þessi saga ar að frani- leiða kvikmyndina um Sindbað, þurfti að láta manneskju liggja með liöf uðið á trjástöpli, meðan fíll lyfti fæti sínum ógn- andi yfir og lét sem hann ætlaði að kremja höfuð hennar. Heidi Bruhl lék hlutverkið, og leikstjórinn skipaði henni að leggjast undir fót fílsins. Viku áður hafði einn tamdi fíllinn í kvikmynda- verinu gengið berserks- gang, brotið allar mynda- tökuvéiar, vaðið um allt HHUHWMWMHWHVHV húsið og fótbrotið temj- ara sinn. Var því nokkur uggur í mönnum í sam- bandi við myndun þessa hættulega atriðis. Áður en myndunin hófst, fór Heidi til fílsins og hvíslaði gæluorðum í eyra hans og gaf honum hnet- ur til að stilla hann. Siðan lagðist hún niður með höfuðið á bolinn eft- ir að hafa talið sér trú um að fíllinn væri með öllu meinlaus. Leikstjórinn gaf merki og allar myndatöku- vélarnar fóru í gang. Fíll- inn lyfti fæti sínum hægt upp yfir höfuð Heidi. — Hinn risastóri fótur titr- aði og hékk óstöðugur tveimur fetum fyrir ofan höfuð stúlkunnar. — Stopp, kallaði leilk- stjórinn. — Of, Iangt í burtu, — við verðum að fá fótinn miklu nær — Með an Heidi lá i svitabaði, var atriðið endurtekið í sí- fellu. En áður en hver til- raun var gerð, fór leik- konan til fílsins og gældi við hann með öllum þeim yndisþokka, sem henni var unnt að sýna. Vinur minn, sagði hún, — vertu rólegur, ekki of nálægt núna. Mundu að ég er vinkona þín, hún Heidi. Fíllinn stóðst ekki þetta blíðuhjal og brátt hélt hann fætinum í réttri stöðu. Allir önduðu léttara ... en Heidi Bruhl var komin með höfuðverk. HMHHHMHiMMMHMWHHMWWHHHHWWHHHHHHHH ÞAU voru nýgift og voru að fara upp í lyftunni á hót- elinu, þar sem þau ætluðu að eyða hveitibrauðsdögunum. Lyftuvörðurinn var ung og falleg stúlka. Þegar hún sá brúðgumann, kallaði hún, halló, elskan! Það var ísköld þögn á milli brúðhjónanna, þangað til þau komu upp í herbergið. Þá sprakk brúðurin. Hver var þessi stúlka? Sjáðu nú til, sagði brúð- guminn þolinmóður — æstu þig ekkert upp. Vertu róleg Eg býst við því að lenda í nægilegum vandræðum við að útskýra þig fyrir henni. Tveir sálfræðingar mættust á götu. — Þú hefur það fínt, sagði annar þeirra, en hvernig hef ég það? ★ Eitt sinn bar svo til, að maður nokkur kom með kunningja sínum inn í dyrn- ar á kvikmyndahúsi einu og ætluðu þeir á sýningu. En svo stóð á, að maðurina kom beint úr skírnarveizlu og var klæddur í smokingföt. Þegar harm kemur inn úr dyrunum, snýr hann sér allt í emu að félaga sínum og segir : Bíddu aðeins við, ég þarf að fara heim og hafa fataskipti. Hinn maldaði í móinn, er. þá benti sá fyrri á spjald, sem stóð innan við dyrnar. Sérðu ekki maður, að þarna stendur: No smoking stúlkur ansléik á sér sítr- lös. Sátu unni uin dur mað- l og býð- ans. Hún ekki aft- 1 dansaði ur öðrum gar dans- 1 loks til ;ið. Sagði sínar far- > i dóninn, búin að nn, sagði le op? — ið nei, en >að sama ið óg neit >egar mú- Jiann og i vi Jiolde 1 þá var ði nei og í þess að ÞAÐ var á hernámsárun- um. Á kaffihúsi einu í Rvík gekk liðsforingi fram hjá borði, þar sem stúlka ein sat. Kom hann óvart við stúlkur.a, og samkvæmt kurteisisvenj- um sagði hann á móðutmáli sínu : Excuse me. Stúlkan lagði fingur á munn sér og hvíslaði: Uss, ekki hérna inni, það er svo margt fólk í kring. GAMALL og virðulegur maður var staddur í klúbb nokkurra ungmenna. — Eg hvorki drelck né reyki, sagði hann, ég nota aldrei önnur tungumál heldur en mitt eig- ið, og fer aldrei í leikhúsið eða á bíó, hef aldrei verið seint á ferli úti við á kvöldin, að réttu lagi hef ég ekki neina ávana né fíknir. — Og á morgun ætla ég að halda upp á áttatíu ára afmæli mitt. Ætlarðu að gera það, sagði einn gárunginn, en með leyfi hvernig? Ný sending af Hollenzkum Poplínkápum og Nylon Regnkápum Bernhard Laxdai Kjörgarði Ný verzluh í Kleppsholti Kambskjör Hefur á boðstólum allar nýlenduvörur, brauð og kjötvörur. Sendum heim alla daga. Kambskjör Kambsvegi 18 — Sími 38475. Höfum flutt skrifstofur okkar og vörugeymslur í SKIPHOLT 35 REYKJAFELL H.F. Umboðs- og lieildverzlun Sími 19480. Fyrir 17. júní Poplínjakkar drengja og telpna Fallegir litir og falleg snið Aðalstræti 9 — Sími 18860. i- m* ALÞYÐUELABÍÐ - 15. júní »1962 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.