Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 4
 twwwwwwwwwwwwwwwwwwwmmwww . mér datt hug að það er tómt mál að fara að tala um 17. júní. I»að verður bráðum talað svo mikið um 17. júní, en ég ætla samt að Ieggrja orð í belg. — Hvers vegna er búið að gera allar hátíðir að barna- skemmtunum, líka 17. júni. Ekki svo að skilja, að börnin séu ekki yndisleg og falleg, þegar þau eru þæg, fín og góð, en eins og það er of mikið að tala tæpitungu árið um kring, eins er það leiði gjarnt að þurfa alltaf að verða aftur barn á öllum stórhátíð- um ársins. Og börnin, sem all af eru ósköp fín á svona stór- hátíðum, láta ísinn leka ofan á sig, togast á um blöðrurnar og grenja síðan hvert í kapp við annað. Væri ekki unnt að taka hönd um saman og gleðjast meira 17. júní? En af hverju getum við glaðst? Gleðjuwst við af því að berja okkur á brjóst og segja: þakka þér fyrir það, al- faðir, að þú hefur gert mig svo góðan og vitran. Að þú hefur gert mig svo dugmikinn, svo sérstæðan, svo framúrskarandi í fjölskyldu þjóðanna. Þakka þér fyrir, að við vorum svo dugleg að vinna að frelsinu, og þakka þér fyrir það, a® við er- um svo einstaklega dugleg við að missa það ekki aftur út úr höndunum á okkur. Var faríseinn, sem stóð við hlið tollheimtumannsins, svo ákaflega glaður? Og hvað sagði Kristur: Vei, yður, þér hræsnarar. Við lifum í þeim draumi, að það verði sólskin og sunn- anvindur á þjóðhátíðardaginn. Að við göngum út í blíðviðrið á þeim degi með fánann í hönd unum glöð í þeirri vissu, að við höfðum gert allt til þess, að frelsi fósturjarðarinnar mætti eflast, en auðmjúk i þeirri ákvörðun að ætla að reyna að gera enn meira af því, sem miðar að farsæld og heill lands og þjóðar — fyrir næsta þjóðhátíðardag. Þurfum við þá nokkrar ræð ur, sem segja okkur, að við séum svo ákaflega góð börn, svo skelfing þæg, stilit og dug leg. — Kannski er það svo með al allra þjóða, að hverjum þykir sinn fugl fagur. liannski hafa allar þjóðir einhvers konar fornsögur, sem þær geta stáíað af, — en ekki hafa allar þjóðir aðstöðu til að sigra með tilliti til fólksf jölda. En hvað er það, sem við lireykjum okkur af? Fornsög- urnar, sem skrifaðar voru löngu, löngu áður en Jón Sig- urðsson fæddist. Og sigraði Jón Sigurðsson fyrir okkar tll- verknað? Hvað höfum við gert — við, sem bcrjum okkur á brjóst 17. júní á sunnudaginu. Víst „eigum við“ Kiljan, sem frægur er meðal erlendra þjóða, — en höfuin við lijálp- að honum að skrifa, — þú og ég? — Við getum kannski leyft okkur að vera þakilát fyrir, að hann skyldi sigra heiminn, — en við getum ekki þakkað okkur það. Við getum ekki þakkað okk ur fyrir „þjóðfrelsi íslands“, sem við áttum enga hlutdeild í að eignast, við getum einung is strengt þess heit að stríða, vinna vo'rri þjóð og tekið sam an höndum til þess að reyna að halda því sjálfstæði, sem feð ur okkar og mæður, ömmur og afar og þeirra forfeður færðu okkur upp í hendurnar. — Það er enginn kominn til með að segja, að þetta takizt, að þetta margumtalaða „þjóðfrelsi" er hvílir eins og gómsæt kara mella á tungum ræðuma- anna 17. júní, gloprist ekki út úr höndunum á okkur, sem segjumst vera svo þæg og góð og dugleg. Það er nokkuð til í því, sem maður nokkur sagði um dag- inn um 17. júní og hátíðar- höldin þá. Hann fordæmdi þau og sagði: — Það er ekki alltaf hægt að horfa glaður um öxl. H. Horft á sýningu Ólafs Túbals í Listamannaskálanum. iWWWWHiÍWWMtMWWWMWMMMWWMWWWWWW ÞESSA dagana sýnir Ólafur Túbals bóndi og listmálari ná- lega 100 málverk og teikning- ar í Listamannaskálanum. — Þetta er kyrrlát og yfirlætislaus sýning, en hún er talandi vott- ur um hið nána samband is- lenzkrar náttúrufegurðar og ís- lenzkrar listar. Kveðja Gunnars á Hlíðarenda til Fljótshlíðar er ekki aðeins perla í Njálu, heldur nálega eina setning fornbók* menntanna, þar sem gætir róm- antískrar hrifningar. Hlíðin hef ur alltaf verið fögur. Fyrir hálfri annarri öld vakti hún til list- rænna starfa tvítugan sýslumanns son frá Hlíðarenda. Þá orti Bjarni Thorarensen þjóðsöng íslendinga og síðar á ævinni hvert stór- kvæðið öðru fegurra. Áratugir liðu, þá fæddist í Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð, annað stór- skáld, Þorsteinn Erlingsson. Hann virti og göfgaði þjóðvísu íslendinga, sem hafði lýst og liitað þjóðinni á löngum þján- ingatímum. Þorsteinn beitti skáldmennt sinni jöfnum hönd- um við endurreisn þjóðvísunnar og til að brjóta af þjóðinni hlek' kúgunar bæði andlegrar og efna legrar. Þriðja skáld Fljótshlíð- ar var kona, húsfreyja í Múla- koti og móðir margra barna. Það var hin fræga garðyrkju og skógræktarkona, Guðbjörg, sem tókst með stórhug, atorku og mikilli listagáfu að skapa fyrsta, stærsta og einn hinn merkileg- asta skrautgarð á íslandi. í spor Guðbjargar munu fylgja þús- undir kvenna og karla, sem vefja íslenzk heimili skrúða ilm mikilla trjáa og fjölbreyttra blóma. Garðurinn í Múlakoti verður lagður til jafns við stór myndir meistarans frá aldamót- unum síðustu. Ásgrímur var sá fjórði í röð- inni, þegar taldir eru listamenn Hlíðarinnar. Þar gerðist liann landnámsmaður. Sumar eftir sumar dvaldi hann lengri eða skemmri tíma í Múlakoti. Þar málaði hann hverja myndina annarri fegurri, jökla, fossa, gróðurlendi, gljúfur og gil þar á meðal hina ódauðlegu mynd, — Bleiksárgil. í Fljótshlíðinni fann Ásgrímur alla þá þætti íslenzkr- ar fegurðar, sem honum var mest unun að gera ódauðlegar með litum og línum. Meðan Ásgrímur starfaði í Fljótshlíð, fæddist upp í Múla- koti Ólafur, sonur Guðbjargar, hinnar listrænu fóstru blóma og mikilla trjáa. Drengurinn óx upp við fegurð sveitarinnar, fegurð Orlof húsmæöra aðkallandi nauösyn Lög um orlof hús m.æðra voru samþykkt á Alþingi 50. maí 1960 og orlofsnefnd hús- mæðra í Reykjavík var kosin á fundi Bandalags kvenna um haust ið, og var það fyrsta starf nefnd- arinnar að koma á orlofsdvöl að Laugarvatnshóteli í fyrrasumar dagana 28. júní til 7. júii. Fjöru- tíu og fjórar húsmæður tóku þátt í dvölinni og undu þær ,'iag sín um hið bezta. Var kosin sjö kvenna nefnd af hópnum er sjá Lskyldi um basar til ágóóa fyrir órlofsstarfið. Hann var svo hald ’inn október sl. Færði nefndin formanni orloísnefr.dar 10 þús. 4 15. júní 1962 - ALÞÝÐUBLA9IÐ 4 kr. að gjöf, er varið skyidi til að kosta konur til sumardvalar næsta sumar. Svo skiliúngsríkar á þörfina fyrir þetta starf, og fórn fúsar voru þessar húsmæður. Þær geta nú glatt sig við að vita, að í sumar munu nokkrar húsmæður njóta þessarar gjafar. Fyrir dyr- um stendur nú annað orlof hús mæðra að Laugarvatnshúsmæðra- skóla. Hefur orlofsnefnd tekið skólann á leigu allan júlímánuð og munu eitt hundrað húsmæður njóta þess. Orlofsleyfum verður skipt í þrennt, og munu 33 hús freyjur komast að hverju sinni. Stendur hver orlofslvöl í tíu daga Fyrsti. liópurinn fer austur 1. júlí og er til 10. s.m. Annar frá 10. júlí til 20. s.m. Þriðji frá 20. júlí til 30. s.m. ★ SAMSTARF VIÐ MÆÐRASTYRKSNEFND Síðastliðið sumar dvöldu 12 hús mæður og 30 börn í 14 daga á vegum Orlofsnefndar að Hlað- gerðarkoti. Nú í sumar verða 3 hópar 36 húsmæður með börn sín í júlí- og ágústmánuði á vegum Orlofsnefndar að Hlaðgerðar koti. Geta þær húsmæður, er cska eft.ir að dvelja að Hlaðgerð- arkoti, sótt um til beggja nefnd- anna, Orlofsnefndar og Mæðra- styrksnefndar munu þær hafa fullt samstarf um umsóknirnar. Orlofsnefnd mun hafa opna skrifstofu út júnímánuð í Aðal- stræti 4 uppi frá kl. 2-5 alla daga nema laugardaga, sími 1-66-81, gengið inn frá Fischersundi. Mun þar verða tekið á móti umsóknum um áðurnefndar orlofsdvalir. ★ ANNAÐ STARF NEFNDARINNAR Til að auka tekjur nefndarinn- ar frekar, svo að sem flestar hús freyjur geti notið þessara fríð- Framh. á 14. síðu garðsins, sem móðir hans plant- aði og við kynni margra tuga snilldar málverka, sem Ásgrím- ur málaði á því árabili. Að sjálf sögðu fór drengurinn nú að mála eftir beztu getu. Ásgrímur gaf honum efnið og veitti honum góðfúslega margháttaða tilsögn. Fljótshlíðar kynnin og Ásgrímur gerðu Ólaf Túbals að snjöllum og hugþekkum landslagsmálara, Ólafur Túbals erfði jörð og at- vinnu foreldra sinna. Hann gerð- ist bóndi í Múlakoti. Þangað sótti margt gesta, því staðurinn er góðfrægur víða um land. — Bóndinn í Múlakoti varð að skipta orku sinni milli málara- listarinnar og skyldustarfa heim- ilisins. En hann notaði vel tím- ann. Dvaldi af og til í öðrum löndum til að kynnast list stærri þjóða. Þróunin heima fyrir varð fjölbreyttari en fyrr. Nýrra strauma og hræringa gætti í fram vindu málaralistarinnar. Ólafur sá glögglega hvert stefndi, en fylgdi í megin atriðum forgöngu hinna snjöllu meistara alda- mótatímans, en þokaðist þó um litameðferð í átt til yngri sam- ferðamanna. Ólafur Túbals hef- ur gerzt brautryðjandi um veru- legt atriði í lífsháttum lista- manns. Hann sameinar sveitabú- skap og listamannsstörf. Um síð- ustu aldamót gerði Þorgils gjall- andi lærdómsmenn kaupstaða furðu lostna, þegar honum tókst að verða einn af listsnillingum sinnar aldar samhliða einyrkju- búskap í Mývainssveit. Fyrr á öldum voru allir snillingar ís- lenzkrar listar sveitamenn að uppruna og atvinnu, en um nokk- ra stund var álitið ósamrýman- legt að vera bóndi og skáld. En Þingeyingar endurvöktu hið heil- brigða viðhorf í þessu efni. Það fer vel á að tvær fagrar sveitir, Fljótshlíð og Mývatnssveit, hafi gert snjöllum listamönnum fært að sameina sveitahyggju og lista- mennsku. Vel má svo fara. að 4 komandi árum verði skáld og listamenn þjóðarinnar aðallega búsettir í sveit, eins og Snorri Sturluson og Ari fróði voru á fyrri tíð. Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.