Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 7
VINARBORG er tekin við af Berlín sem alþjóðamiðstöð njósnara. Síðan múrinn í Berl- ín var reistur, virðist höfuðborg Austurríkis vera eins konar „svartur markaður” njósnara austur- og vesturveldanna. Athygli fólks beinist nú að dularfullum dauðdaga, sem get- ur haft afdrifaríkar afleiðing- ar í för með sér, en af opin- berri hálfu er þegar um þetta mál þagað og af fremsta megni reynt að leyna því, sem raun- verulega gerðist. r FLÓTTI. Það var í maíbyrjun sl. að lautinant úr ungversku leyni- lögreglunni (AVO), Bela Lapu- snyik, sem er 23 ára að aldri, flúði yfir landamærin. Hann hafði komið til landa- mæra Austurríkis og Ungverja- lands undir því yfirskini, að hann ætti að rannsaka flóttatii- raun eina. Þegar landamæraverðirnir ætluðu að fá staðfestingu á þessu á æðri stöðum, dró La- pusnyik upp skammbyssu, og hélt þeim í skefium meðan hann kom sér fyrir í bil sínum og ók þessu næst allt hvað af tók til landamæranna. Kúinaregnið dundi á bílnum meðan flótta- maffturinn ók honum gegnum tálmanirnar. Lapusnyik gaf sig fram hjá austurrísku lögreglunni og kvaðst fús til þess að skýra frá — mörgu, sem hann væri sérfróð- ur um. Hann hafði m. a. með- ferðis stóran skjalabunka, en þar var að finna skrá um ung- verska útsendara, sem störfuðu í Austurríki og smyglað hafði verið þangað sem flóttamönnum. Þá voru þar ýmis heimilisföng sem skýrslur frá Austurríki, V,- Þýzkalandi, Ítalíu og víðar voru sendar til. Hann kvaðst mundu skýra frá öllu, sem hann vissi, gegn einu skilyrði. en það var fararleyfi til Bandaríkjanna og landvist- arleyfi þar. Þegar leyfi þetta hafði fengizt hf'ust daglegir fundir hans og austurrískra ör- yggisyfirvalda. FÓR EKKI. Hann var fluttur til heimilis austurríks iögreglumanns eftir nokkurra vikna fangelsisvish Þar var hann undir stöðugri ^ö'gregluvernd, og á hverjum, degi var ekið með hann til skrifstofu öryggisskrifstofunnar — en aldrei eftir sömu leið. Upplýsingar um yfirheyrslurn ar yfir Lapusnyik voru sendar jafnharðan tii Washington, og í Austurríki hófust víðtækar hand tökur. í fyrri viku átti hann að fara til Bandarikjanna undir vernd FBI, en ekkert varð úr ferðinni. Hann fannst hjálparvana og hálfrænulaus í rúmi. sínu. Hann stamaði nokkur orð, en áður en læknar komu á vettvang, og af dularfuUum orsökum var bið- in eftir þeim óf löng, gaf hann upp öndina. í fyrstu var sagt, að dánar- orsökin væri eðlileg — ígerð í hálseitli, þarmabólga eða ef til vill taugaveiki. En Lapusnyik var hitalaus til hinztu stundar og fyrsta líkkrufningin stað- festi engan veginn fyrstu sjúk- dómsgreiningarnar, heldur þvert á móti. Bela Lapusnyik Dr. Hoiezabeck dósent gat sýnt fram á óskýranlegar breytingar í lungum og heila, og það, sem fyrst var aðeins orðrómur, virð- ist nú vera staðreynd. Lapusnyik var myrtur með tvíhleyptri eitur gasbyssu, líkri þeim, er notaðar voru í morðunum á Rebet, rithöf- undi frá Úkrainu, í Múnchen, 12. október 1957, og foringja úkra- inskra útlaga, Bandera, í sömu borg, 15. október 1959. Þessi tvö morð voru framin af Stachyinsky, útsendara komn- únista, sem síðar gaf sig fram við vestur-þýzk yfirvöld og skyrði frá í einstökum atriðum, hvernig mennirnir voru drepnir með því að eiturgasbyssu var þrýst inn í munn þeim. Fórnardýrin önduðu að sér eitrinu, og létust þegar án þess að seinna yrði kleift að fullyrða um dánarorsök- ina. LÖGREGLAN. Allt þykir því benda til þess, að fyrrverandi yfirboðarar Lapu- snyik í aðalstöðvum AVO í Búda pest hafi kveðið upp dauðadóm yfir honum og fyrirskipað síðan, að dóminum skyldi fullnægt. En sú spurning, sem menn velta fyrir sér í Austurríki nú, er á þá lund, hvernig þetta hafi verið hægt. Hann var einangraður frá um- heiminum, og hafði ekki samband við neina aðra menn en starfs- menn austurrísku lögreglunnar og 'öryggisleyniþjónustunnar. — Hans var gætt allan sólarhring- inn. Því er spurt: Starfa útsend- arar ungversku njósnaraforyst- unnar í innsta hring austur- rísku lögreglunnar, Lögregla og stjórn Austurríkis komast ekki hjá því að svara þessari óþægilegu spurningu fyrr eða síðar. Og þó er Lapusnyik-málið eitt af mörgum dularfullum málum, sem vakið hafa ugg margra í Austurríki undanfarna mánuði. ★ Abranyi-málið er ennþá ó- leyst. Abranyi, sem var ungversk- ur rithöfundur og flóttamaður og hvarf í október í fyrra í Vín, virðist hafa leikið tveim skjöld- um, þ. e. njósnað bæði fyrir Au,- og V.-veldin. Blóðblettir í íbúð austurrísks kaupsýslurnanns benda til þess, að honum hafi verið rænt. ★ Papp-málið hefur orðið tii- efni ýmissa spurninga, sem enn er ósvarað. Josef Papp var ný- lega dæmdur í eins árs fangelsi af dómstól í Eisenstadt. Hann virðist einnig hafa leikið tveim skjöldum. Eftir uppreisnina i Ungverjalandi smyglaði hann hann flóttamönnum til Austur ríkis. Hann var gripinn þegar hann reyndi að lokka ungversk- an tollgæzlumann til þess að snúa aftur til Ungverjalands. Hann var dæmdur fyrir njósnir, en ekki fyrir mannrán, þar sem ekki var hægt að færa fullar sönnur á það. ★ Bandarísk hjón hurfu sporlaust fyrir nokkrum vikum. Þau höfðu setzt að nálægt landa mærum Tékkóslóvakíu og virt- ust önnum kafin við að taka ljósmyndir. ' ★ Rússneskur hermaður hvarf nýlega sporiaust í Vín, en með miklum erfiðismunum hafði honum tekizt að flýja yfir landamærin frá Ungverjalandi. Áður en hann hvarf hafði hann haft- náið samband við einn starfsmann í’ússneska sendi- ráðsins í Vín. FRANCO, ríkisleiiðtogi á Spáni, hefur nú hafið herferð gegn kon- ungssinnum, en talið hefur verið til þessa, að hounm hafi stafað minnst hætta af þeim. Nýlega voru fjórir foringjar koungssinna fluttir með valdi til Kanaríeyja, en áður höfðu þeir fengið að velja um hvort þeu vildu heldur fara í útlegð eða láta einangra sig á spánskri grund. Menn þessir eru Joaqiun de Satrustegui, Fernando Alvarez de Miranda, Jaime Miralles og Manuel Jimenes Ferandes. Þrír hinna fyrstnefndu, Þeir Satru- stegui, Miranda og Miralles voru handteknir þegar þeir sneru aftur til Spánar frá Múnchen, þar sem þeir sátu fund með landflótta stjórnmálamönnum og andstæð- ingum Franco-stjórnarinnar. Hreyfing konungssinna „Union Espaniola” neitar þeim aðdrótt- unum stjórnarinnar, að hreyfing- in hafi gengið í bandalg með vinstrisinnum, m. a. íil þess að koma í yeg fyrir aðild Spánar að Efnahagsbandalági Evrópu. Foringi hreyfingarinnar er Satru- stegui. Kveðst lireyfingin vera eindregið fylgjandi aðild Spánar og heldur því fram, að margir aðrir konungssinnar hafi verið handteknir. Forvitnilegastur allra spánskra stjórnmálamanna, sem eru land- flótta, er hinn 63 ára gamli kon- ungssinni, José Maria Gil Robles, sem nú hefur setzt að í París. UGGUR. Vínarbúar eru gripnir rnikl- um ugg, enda er hlutleysi landsins í hættu vegna hinna mörgu morða og manndrápa. sem yfirvöldin geta ekki iátið afskiptalaus. Talið er, að margt, sem at- hygli muni vekja og kviðvæn- legt þykja, komi fram í rann- sókninni, er yfirvöldin hafa fyrirskipað um síðir og þegja rækilega um. Hinn dularfulli dauðdagi Lapusnyiks, sem virt- ist vera stranglega gætt af aust- urrísku lögreglunni, hefur skelft Vínarbúa og liann á ef til vill eftir að draga dilk á eftir sér. Gil Robles Hann var einnig á fundinum í Miinchen, og ér litið á það sem svik við loforð er hann gaf eitt sinn þess efnis, að liann skyldi ekki hafa afskipti af stjórnmál- um. Þó er vitað með vissu, að hann hafi skýrt Fraco frá því áður en hann fór hvað hann hygðist segja á þessum fundi. En óhætt er eð fullyrða, að þetta verður ekki það síðasta, sem frá honum heyrist. Gil Robles er orðinn nokkuð feitlaginn og tekinn að hærast, en hann er samt harður í hom að taka og afburða snjall ræðumaður Faðir hans var prófessor Við há skólann fræga í Salamanca, og vildi. að sonur hans, sem var álit inn undrabarn, fetaði í fótspor hans. Gil Robles var aðeins 23 ára er hann varð prófessor við La Laguna háskóla á Kanaríeyj- um. En hann kunni illa við sig þar, og vildi vera þar, sem atburðirnir gerðust. Hann var elciheitvr kcn ungssinni og sannfærður aftur- haldsmaður. Honum skaut upp í Madrid og hann gerðist blaðamað ur við kaþólska blaðið ,E1 debate' og síðan hófst afskipti bans af stjórr.málum. Hann stundaði m.a. blaðsmennsku í Bandarikjunurn og starfaði við „New York Tim- es‘‘. Hann talar ensku reiprenn- r.ndi. Hann þurfti ekki að hafa fjáar- hassáhyggjur vegna rtjórnmálaaf skipta sinna, enda kvæntist hann dóttur auðjöfurs nokkurs. Hann var kosinn á þingið — Cortes — í bænum, þar sem hann fæddist, Salamanca, og strax eftir Ifyrstu þingræðuna varð hann einn af foringjum þeirra þing manna, sem stóðu lengst til hægri Hann var konungssinni, en á engan hátt fylgjandi einræði. Bandarikjadvöl hans stafaði m.a. aí andúð hans á einræði Primo de Riveras. Hann kallaði lýðvældið, sem var stofnað eftir að Alfonso konungur hrökklaðist írá völdum, en þá nóf hann stjórnmálaafskipti mislinga, sem við læknumst bráð- lega af, og hann stofnaði flokk- inn CEDA (Confederacion Espagn ol de Derechas Autonamas), gem m.a. hafði á stefnuskrá sinni kon- ungsríki, i'öðurland, f jölskyldu, einstaklingsfrelsi og góða stjóm rikisins. Gil Robles gerði CEDA að stærsta þingflokknum og gegndi með prýði embætti hermálaráð- nerra i hægri-stjórn Lerroux hershöfðingja. En hann varð að víkja eftir sigur alþýðufylkingar- innar 1936. Ýmsir kenna honum um ófarir hægrisinna i kosning- unura og saka hann um að hafa hleypt borgarastyrjöldinni af stað Framhald á 13. síðu. ALÞÝÐUELAÐIÐ - 15. júní 196^ 'J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.