Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 1
Fimmtugasta kvöldið EINS og við sög’ðum frá í gær, var fimmtugasta sýningin á My Fair Lady í fyrrakvöld. Við brugðum okkur bak við tjöld- in af því tilefni og tókum fjölda mynda. Ilér er ein: Vala Krist jánsson í búningsherbergi býr sig undir að halda inn sviðið í gerfi Eliza Doolittle. í baksýn Anna Guðmundsdóttir. — P. S. Við sýnum ykkur fleiri tjaldabaksmyndir í OPNU á morg un. en Gurio til íslands DAVID BEN GURION, forsætis- ráðherra ísraels, kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur í byrjun september n.k. Forsætisráðherrann keraur hing að 2. september og verður liér í boði forsætisráðherra í tvo daga. Blaðið fékk þessar upplýsiiigar lijá ræðismanni ísraels hér á landi, Sigurgeiri Sigurjónssyni. Hann sagði, að ekki hefði verið ákveðið ennþá hvernig heimsóknini yrði hagað í einstökmn atriðum. llingað kemur forsætisráðlierr- ann frá Norðurlöndum. í frétt frá NTB í gær segir, að Ben Gurion komi í heimsókn til Svíþjóðar og Noregs í ágúst. í fréttinni segir, að Ben Gurion komi í heimsókn til Svíþjóðar á- samt konu sinni hinn 21. ágúst cg verði þar til 27. ágúst. Samkvæmt þessari frétt mun Ben Gurion lieimsækja önnur Norðurlönd Verða þau hjónin senni lega í Noregi dagana 28. til 31. á- gúst. 'Sigurgeir Sigurjónsson ræðis- MÖNNUIVI: 27.4 MILLJÓNBR. TEKJUR íslendinga af erlendum ferðamönnum námu árið 1961 27.4 milljónum króna. Það komu hingað til lands 13.516 útlendingar sl. ár. þar af 10.899 með flugvélum en 2.617 með skipum. Af útlendingum, sem komu hing að til lands sl. ár voru Danir og Bandaríkjamenn langf jölmenn- astir eða hinir fyrrnefndu 3.685, en hinir síðarnefndu 3.700. Með Dönum eru taldir Færeyingar, þar eð í skýrslum útlendingaeftir- litsins er ekki greint á milli þcirra. Verulegur hluti Bandaríkjamanna hefur komið hingað vegna dvaíar varnarliðsins liér og nokkuð af Dönunum vegna starfsemi þeirra á Grænlandi. Bretar, sem hingað komu sl. ár voru 1.705 talsins, — Þjóðverjar 1494, Svíar 736 og Norðmenn 633. Sem fyrr segir komu flestir út- Ic.i.umgar til iands mcð flugvélum. Frá 1950 hefur tala út- lendinga, sem ferðazt hafa til ís- lands með flugvélum verið sem hér segir: 1950: 2649 1957: 6507 1951: 2084 1958: 7326 1952: 2459 1959: 9021 1953: 4866 1956: 6527 1954: 4622 1960: 9912 1955: 6636 1961: 10899 Árið 1961 fóru 7658 íslendingar með flugvélum til útlanda og 2637 með skipum. — Upplýsingar þess- ar eru úr Fjármálatíðindum. Duldar tekjur 743 milljónir DULDAR gjaldeyristekjur bankanna námu 743 millj. kr. sl. ár. Skiptast þær sem hér segir: (í millj. kr.) Umboðslaun 47,8 erlend skip 22.1, íslenzk skip 25.1, tryggingabætur og björgun- arlaun 18.4, tekjur innlendra flugfélaga 48,0 fiugþjónusta 25.7, erlend flugfélög og Keflavíkurviðskipti 86,0 sendiráð 21.9, ferðamenn 27,4, fríhöfn í Keflavík 7.6, varlarliðið og verktakar þess 367.1 og ýmislegt 45.8. Duldar greiðslur bankanna námu 896.2 millj. kr. 1961. - É. ll ItÍIÉ i.l 1»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.