Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 16
TVISTOFSI
TVIST er háskalegur dans —
eftir þessum myndum að
dæma. Þið þekkið kannski
kv'enmanninn: Jane Mans
field, sem nú er stödd í Róm.
Fyrir nokkrum kvöldum brá
húu sér í næturklúbb — sem
ekki er í frásögur færandi.
Hinsvegar er það í frásögur
færandi, að leikkonan „tvist
aði” af slíku offorsi að spjar-
irnar rifnuðu utan af henni.
Á stærri myndinni forðar
hún sér á brjóstahaldaranum
einuin saman liið efra. Á
þeirri minni er ballið að
byrja, ef svo mætti að orði
komast.
HUWmUUUHMHMHHWW
Veiöihunda
*
vantar hús
A FUNDI borgarráðs 8. júní sl. var
lögð fram beiðni frá veiðimála-
stjóra um land undir hundabú.
Biaðið átti í gær tal við Svein
Sótt til
Grænlands
JÖHANNES Snorrason flaug til
Meistaravíkur á Grænlandi í gær
á CJoudmaster-flugvélinni Ský-
faxa og sótti danska konu i barns-
nauð.
Flugferðin gekk að óskum og
konan var flutt beint á Landspít-
alann, er hingað kom laust fyrir
klukkan 23,00 í gærkvöldi.
Einarsson veiðimálastjóra til að
fá nánari fregnir af þessu.
Skýrði hann frá því, að sótt
hefði verið um lóð vestan undir
Úlfarsfelli I Mosfellssveit undir
hundabú.
Á vegum veiðimálaskrifstofunn-
ar væru nú milli 50 og 60 hundar,
sem geymdir væru við ófullnægj-
andi skilyrði uppi við Rauðavatn.
Þessir hundar væru þjálfaðir
veiðihundar og alveg ómissandi
veiðimönnum við minkaveiðar, og
kæmu einnig að miklu gagni við
refaveiðar.
Veiðistjóri sagði ennfremur, að
hér í Reykjavík, væri fjölmargir
menn, sem stunduðu refa- og
minkaveiðar í sumarleyfum sin-
um og flestum tómstundum, og
yrði þeim vel ágengt við veiðarn-
ar mcð hjálp hundanna.
Gönguferð
SAMTÖK hernámsandstæðinga"
hyggjast enn leggja land undir
fót í sumar.
Frá þessu segir í fréttalilkynn-
ingu, sem blaðinu barst í gær.
í þetta skipti verður gengið úr
Hvalfirði til Reykjavíkur — í
tveimur áföngum.
ENGIR SAMN-
INGAFUNDIR
NÚ er liðnir rúmir þrír mánuðir
síðan togaraverkfallið skall á Verk
fallið kom til framkvæmda 10.
marz sl. en togararnir höfðu ekki
allir stöðvazt fyrr en nokkru eftir
inánaðamótin marz-apríl, að undan
teknum togaranum Karlsefni. Eng
ir samningafundir liafa verið haldn
ir nú um lengri tíma, og engir ver-
iu hoðaðir.
43. árg. — Föstudagur 15. júní 1962 — 134. tbl.
Brann ofan
af 11 manns
SLÖKKVILIÐIÐ á Hvolsvelli
var kallað út klukkan rúmlega
átta á miövikudagskvöldiö að bæn
um Bala í Þykkvabænum. Þegar
þetta gerðist var vindur hvass á
norðaustan og brann bærinn til
kaldra kola á hálfri klukkustund án
þess að neitt yrði að gert.
Húsið á Bala var forskalað timb
urhús með torfeinangrun og brann
það alveg til grunna. í fyrrasumar
bafði vátrygging hússins verið
hækkuð samkvæmt nýju mati, er
þá fór fram. Bali var tveggja hæða
hús og var búið á báðum hæðum.
Innbú mun hafa verið tiltölulega
lágt vátryggt. í þessum bruna
misstu ellefu manns heimili sitt.
Á Bala bjuggu tvær fjölskyldur,
Jón Árnason og kor.a hans, Svava
Árnadóttir, og börn þeirra sjö að
tölu. Faðir Svövu, Árni Sæmunds
son og kona hans Margrét Lofts-
dóttir bjuggu á efri hæð hússins.
Nokkru af innanstokksmunum á
neðri hæðinni var bjargað en engu
af efri hæðinni.
Talið er að kviknað hafi út frá
rafmagni. í þann mund er bærinn
á Bala var að brenna varð hluti af
Þykkvabænum rafmagnslaus vegna
þess að öryggi hafi farið í spenni-
stöð skammt frá Bala. Styrkir það
þann grun að kviknað hafi í út
frá rafmagni.
Heimilisfólkið á Bala dvelst nú
hjá nágrönnum sínum.
Enn óráðið
hvert Mennta-
skólinn leitar
Menntaskólinn í Reykjavík á nú
við mikla húsnæðisörðuglcika að
etja eins og kunnugt er. Núverandi
húsnæði skólans er fyrir löngu orð
ið allt of lítið, fyrir liinn stóra
nemendahóp sem stundar nám í
skólanum. Fyrirhugað hafði verið
að byggja til bráðabirgða nokkur
kennsluhús í olíuportinu gamla,
skammt fyrir ofan skólann. Nú mun
hins vegar horfið frá því ráði. Kom
ið hefur til mála að næsta vetur j
verði nokkrum bekkjum kennt íj
Þrúðvangi við Laufásveg, en það
hús er nú í eigu Framkvæmda-
banka íslands.
Til skamms tíma var Þrúðvang-
ur eign Tónlistarfélagsins og jafn
framt var Tónlistarskólinn þar til
húsa. Tónlistarfélagið hefur nú
eignast nýtt hús og mun Tónlistar
skólinn einnig verða þar til húsa.
Húsnæði það, sem Tónlistarskól-
inn verður í, mun ekki alveg tilbúið
til notkunar, en vonir standa til að
úr því rætist innan skamms.
Auk þess, sem Þrúðvangur hefur
áður verið notaður sem skólahús,
er hann mjög stutt frá Menntaskói
anum, og er því mjög sennilegt að
nokkrum bekkjum verði kennt þar
næsta vetur.
Þó svo að þarna fáist liúsnæði til
kennslu er hér að sjálfsögðu um al
gjöra bráðabirgða lausn að ræða.
Morgunblaðið flutti þá frétt í
gærmorgun, að það hefði verið á-
kveðið að Menntaskólinn fengi
Þrúðvang til afnota næsta vetur.
í gær var hvergi unnt að fá
þessa frétt staðfesta. Það eina, sem
blaðið fékk staðfest, var að Þrúð
vangur væri meðal þeirra staða,
sem til greina hefðu komið, sem
viðbótarhúsnæði fyrir Menntaskól
ann og að Framkvæmdabankinn
mundi fús til viðræðna uin leigu á
húsinu.
SÞ-fundi aflýst
NEW YORK, 14. júní (NTB-Reut-
ter) Aflýsa varð fundi á allsherjar
þingri SÞ í morgun þar eð of fáir
höfðu skráð sie á mælendaskrá.
Umræðuefnið var vandamál Suð-
ur-Rliodesíu.
Blaðið hefur hlerað
AÐ til vandræða horfi vegna
„stjórnarkreppunnar” í Kópa
vogi. Bærinn er í rauninni
bæjarstjóralaus, þar sem
Hulda bæjarstjóri er veik og
staðgengill enginn. Viðræður
Framsóknar ogr Alþýðubanda
lagsmanna um myndun starfs
hæfs bæjarstjórnarmeiri-
hluta enduðu með „algeru
ósamkomulagi”