Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.06.1962, Blaðsíða 13
 Meðal „listamannanna" má nefna apana, sem hafa haldiS hverja málverkasýninguna á fæt ur annarri — einkum í Ameríku og gert gagnrýnendurna að gap andi viðundrum. Úti í Danmörku ku vera lista- maður, sem gerir hverja fígúr- una annarri furðulegri úr járni og öðrum málmum. sem hann rað ar saman á sérstæðan hátt. Hann hefur nú þegar öðlast nokkra við WHWUWmWWWHIHW LIST er afstætt orð og ógern- ingur að samræma skoðanir manna á þvi hvað beri að kalla list. Með atómöld hafa risið upp menn og konur, sem gera kröfu til að kallast listamenn, þó að list þeirra eigi ekkert skylt við það hugtak, eins og það var túlk að af flestum fyrir áratug. Aðrir föndra við skapnaði, sem eru þeim sjálfum til uppörvunar og gieði, án þess að þeir séu ætl aðir til annars. En stundum kemur það fyrir að verkin hl'óta frægð og eru tal in hin glæctnctn listaverk „lista- MYNDIR EFTIR HANNA PULAWSKA urkenningu og fleiri munu á eft- ir fylgja. Nokkrir menn hafa komið fram, sem nota hina algengustu hluti til að búa til „fögur listaverk". Meðal þeirra mætti nefnda listamanninn, sem hefur gert fí- gúrur þær, sem þið sjáið hér myndir af. Furðulegt, ekki satt? En hver er kominn til með að segja að þessar fígúrur séu ekki eins mik il listaverk og það, sem mesta frægð hefur hlotið og er venju- legra útlits. manninum" sjálfum til mikillar undrunar. KRABBAMEÍN í lungum hefur á síðustu árum aukizt hraðar en nokkur ömiur tegund krabba- meins, er banvænast og nú orðið tíðast allra krabbameina meðai karla í Bandaríkjunum. Árið 1959 dóu þar 35 þúsund manns úr Iungnakrabba, og liefir sjúk- dómurinn þannig sexfaldazt á 20 árum. Ameríska krabbameinsfé’agið telur sannað, að sígarettureyk- ingar séu aðalorsök lungnakrabba En ástæðan til þess, hve lengi lnönnum hefir dnlizt þetta orsakasamband, er sú, að lungna- krabbinn kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en eftir um það bil 20 ára reykingar. Á vegum fé- lagsins fór fram rannsókn á nær 200 þúsund manns á aldrinum 50 til 70 ára, og tók rannsóknin tæp 4 ár. Hún sýndi: a) Dauðsföll úr öllum sjúk- dómum voru þeim mun fleiri, sem menn reyktu meira, og 58% fleiri hjá þeim, sem reyktu um eða yfir tvo pakka á dag en meðal hinna, sem ekki reyktu. b) Meðal manna, sem hætt höfðu að reykja, var dánartalan lægri en meðal hinna, sem héldu reykingunum áfram, að öðri jöfnu. c) Dauðsföll úr lungnakrabt voru meiri en 10 sinnum tíðari meðal reykingamanna en liinna, sem aldrei höfðu reykt. Svipaða niðurstöðu sýndi rann- sókn„ sem gerð var á vegum bandarísku heilbrigðisstjórnar- innan, á yfir 200 þúsund uppgjafa liermönnum, og sama er að segja um árangur af atliugun á 40 þúsund brezkum læknum. Þekktur amcrískur læknir, ALTON OCHSNER, forseti amer- íska krabbameinsfélagsins og for- seti félags amerískra brjósthol- skurðlækna, segir í bók sinni „Smoking and Health“ (Reyking- ar og heilsa), að árið 1880 hafi amerískir karlar 15 ára og eldri reykt að meðaltali 16 sígarettur á ári. Árið 1920 nam neyzlan 540 og árið 1930 1300 sígarettum á ári að meðaltali á hvert manns- barna í landinu og var komin upp í 3000 árið 1955. Árið 1912 fundust aðeins 374 tilfelli af lugnakrabba fyrr og síðar í læknaritum. Á námsárum dr. Oclisners sá hann lungna- krabba aðeins einu sinni á f jórum árum. En nú gerir hann tvo til fimm uppskurði á viku vegna þessa sjúkdóms. Krabbameinsmyndandi eigin- leikar sígarettunar eru þessir helztin H. Hitinn af tóbaksreyknum. 2. Tóbakstjaran. 3. Arsenik. 4. Nikótínið. Framli. á 12. síðu KÖNUNGS- SINNAR FramhaJd af 7. síðu. en hún var afleiðing kosninganna. Hann stjórnaði kosningabaráttu hægrisinna, og hún var talin lielzta orsök ósigursins í kosning- unum. Eftir kosningarnar var búizt við að hann mundi gera byltingu, en hann dró sig í hlé og hætti af- skiptum af stjórnmálum. Enn þann dag í dag er ekki vitað um orsakirnar fyrir þessari afstöðu hans á þessum sögulegu dögum. Hann kom a.m.k. hvergi nærri uppreisn Franeos og fór til Lissabon í útlegð. Hins vegar hafnaði hann Franco ekki og sagði, að hann væri ekki fasisti. „Hann er í hópi hugrökkustu og fullkomnustu manna, sem ég þekki í Evrópu nú. Ég tel útilokað að Spánn verði kommúnisma að bráð meðan hann berst, og aðeins dauðinn mun koma í veg fyrir, að hann berjist,“ sagði Gil Robles Öllum á óvart skaut honum upp í Burgos. Hann bauð Franco starfskrafta sína, en Franco hafn aði tilboðinu og sendi hann til portúgölsku landamæranna í fylgd með hermönnum. Hann kvaðst ekki vilja stuðning of- stækisfulls konungssinna, sem Falangistar væru lítt hrifnir af. Gil Robles hefur haft náin kynni af Don Juan, sem gerir kröfu til konungstignar á Spáni, og verið náinn ráðgjafi hans. í við ræðunum, sem leiddu til þess, að so*iur Don Juans fékk að komá til Spánar að stunda nám . við. herskóla og aðrar menntastofnan ir, komst hann í samband við Franco. Gil Robies heldur ætíð fram réttindum Don'Juans, en Franco virðist fremur vilja að son urinn verði Spánarkonungur að lokum, og þess vegna varð Gil Robles áfram í útlegðinni. En árið 1950 fékk hann að koma til Madrid og dvelja þar í nokkra daga til þess að gera út um nokkur fjölskyldumál. Það var ekki fyrr en haustið 1953 að hann fékk að snúa aftur til Spán ar til frambúðar, en með því skil yrði, að hann skipti sér ekki af stjórnmálum. Hann virðist hafa staðið við þetta loforð, en samt var hann ó- hræddur við að láta skoðanir sin ar í ljós. Hann varð einn bezti lög fræðingur Madridborgar og það 'vakti töluverða athygli þegar hann tók upp hanzkann fyrir hina ákærðu í réttarhöldunum í máli stúdenta, sem staðið höfðu fyrir stúdentauppþotum 1953. f vamarræðu sinni lagði hann á það áherzlu, að leyfa ætti gagn rýni á mönnum og mannlegum- göllum yfirleitt. Síðan hefur Gil Robles haft hægt um sig. En nú hefur hann setzt að í París og er einn helzti foringi spánskra konungssinna eftir handtöku fjórmenninganna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. júní 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.